Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Síða 21
JO"V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996
Vandamál plaga Ólympíuleikana í Atlanta
■útlönd
Það hefur varla farið fram hjá
neinum að Ólympíuleikarnir í Atl-
anta standa nú sem hæst. Stans-
laust er sýnt í sjónvarpi frá hinum
ýmsu keppnisgreinum og ekki geta
áhorfendur annað séð en allt sé vel
skipulagt og fari fram með mesta
sóma. En það er mikil vinna og
mörg vandamál sem liggja á bak við
þá glansmynd af leikunum sem sést
í sjónvarpinu. Ýmsir erfiðleikar
hafa gert skipuleggjendum leikanna
erfitt fyrir að undanförnu og hafa
þeir sætt mikilli gagnrýni, meðal
annars frá íþróttafólkinu sjálfu.
Ekið í hringi
Það sem vakið hefur einna mesta
athygli er að skipulag aksturs á
keppendum, blaðamönnum, starfs-
mönnum og áhorfendum hefur ver-
ið í molum allt frá þvi að leikarnir
hófust.
Vandamálin með rútukeyrslu í
Atlanta eru tilkomin vegna ýmissa
mistaka. Uppruna þeirra er að leita
í því að þegar leið á undirbúning
leikanna komust skipuleggjendur
að því að þeir hefðu ekki nógu
margar rútur til umráða. Þeir báðu
því um hjálp frá öðrum borgum og
bárust þeim rútur ásamt bílstjórum
frá ýmsum stöðum, meðal annnars
alla leið frá New York, sem er í um
fimmtán hundruð kílómetra fjar-
lægð frá Atlanta. Eigendur þessara
rútubifreiða sáu hér tækifæri til
þess að fá gert ókeypis við gamla og
lélega bíla og sendu því aðallega úr-
elta forngripi til Atlanta. Bílstjór-
arnir sem fylgdu höfðu yfirleitt
aldrei komið til borgarinnar og hafa
því vægast sagt átt í erfiðleikum
með að rata um Atlanta síðan þeir
komu þangað. Skipuleggjendur leik-
anna hafa jafnvel viðurkennt að
sumir bílstjóranna hafi aldrei sest
við stýrið á rútu áður.
Þetta hefur orðið til þess að rútu-
ferðir. á vegum skipuleggjenda
Ólympíuleikanna eru vægast sagt
óáreiðanlegar. Bílstjórar aka oft
lengi um í hringi og rútur bila,
kviknar jafnvel í þeim. Þreyttir bíl-
stjórar hafa gefist upp á að reyna að
rata í örtröðinni, stöðvað rútur sín-
ar á miðri götu og hætt á staðnum.
Farþegar hafa þannig orðið stranda-
glópar og hefur þeim ekki verið
skemmt eins og nærri má geta.
Enn alvarlegra var þó þegar það
tók meira en eina klukkustund að
koma júdómanninum Eric Krieger
á sjúkrahús eftir að hann meiddist
við keppni. Sjúkrabíllinn, sem lagði
af stað með kappann, varð raf-
magnslaus. Annar sjúkrabíll átti að
koma og sækja sjúklinginn en hann
var ekki með réttan límmiða á
framrúðunni og komst því ekki
fram hjá öryggisvörðum.
Rændu rútubíl
Þær rútur sem þó hafa komist á
leiðarenda eru oftast á eftir áætlun.
Nokkrir ræðarar frá ýmsum lönd-
um urðu svo reiðir á mánudaginn
var, er þeir sáu fram á að komast
ekki á keppnisstað á réttum tima,
að þeir rændu rútu sem var að fara
á hokkíleik og kröfðust þess að bíl-
stjórinn sneri við og kæmi þeim á
keppnisstað við Laníervatn, sem er
um 60 km frá Atlanta.
Annar hópur ræðara á leið að
Laniervatni uppgötvaði það eftir að
hafa setið í rútu í níutíu mínútur að
þeir voru komnir inn í miðja Atl-
antaborg en ekki að Laniervatni.
in og flestir þeir sem á leið eru inn
í borgina þurfa að taka tvær rútur.
Tölvubilanir
valda töfum
Þá hefur tölvukerfi Ólympíuleik-
anna einnig verið að stríða mönn-
um. Miklar tafir voru til að byrja
með á því að úrslit bærust frá
keppnisstöðum til fréttamanna.
Hinir 17.000 blaðamenn í Atlanta
hafa þannig stundum ekki einu
sinni getað komist í lista yfir kepp-
endur.
Það er IBM sem sér um tölvukerf-
iö og hefur þetta verið mjög baga-
legt fyrir fyrirtækið þvi það ætlaði
sér aldeilis að nota Ólympíuleikana
til að monta sig af tæknibúnaði sín-
um.
Gagnabanki Ólympíuleikanna er
ekki áreiðanlegur. Enskur blaða-
maður fletti upp æviferli fransks
skylmingamanns og komst að því
sér til undrunar að hann hafði unn-
ið gull í fjögur hundruð metra
hlaupi. Á þriðjudaginn mátti lesa
það í tölvukerfinu að Dani og Ástr-
ali hefðu sett met í hjólreiðum á
leikunum en keppni í þeirri grein
byrjaði reyndar ekki fyrr en á mið-
vikudag.
Öryggisgæsla
slæleg
Það vakti svo mikla athygli á
þriðjudaginn þegar það fréttist að
vopnaður maður hefði komist inn á
opnunarhátíð leikanna, dulbúinn
sem öryggisvörður. Bill Clinton og
fleiri þjóðarleiðtogar voru við at-
höfnina en reyndar var búið að
handtaka manninn áður en forset-
inn mætti á staðinn.
Þessi mistök í öryggisgæslu leik-
anna eru neyðarleg fyrir skipuleggj-
endur, sem lýst hafa því yfir
margoft að þetta séu öruggustu
Ólympíuleikar sem haldnir hafa
verið. Þá vakti það reiði margra að
reynt var að þagga málið niður og
að ýmsar skýringar umsjónar-
manna öryggismála á atvikinu hafa
veriö vægast sagt fáránlegar.
Fátækir reknir burt
Þá hefur einnig mikið verið deilt
á það, allt frá því að undirbúningur
leikanna hófst, hvernig komið var
fram við fátæklinga í miðborg Atl-
anta við undirbúning leikanna.
Verkamannafjölskyldur, aðallega
svertingjar, hafa verið reknar í stór-
um stíl úr miðborginni síðustu tvö
árin. Meira en tvö þúsund fjölskyld-
um var til dæmis sagt upp bæjarí-
búöum sínum og þær þannig neydd-
ar til að flytja.
Það eru einnig fáir heimilislausir
íbúar eftir í Atlanta í dag. Ástæðan
fyrir því er einfaldlega sú að þeim
sem voru svo óhe'ppnir að eiga ekki
skjól yfir höfuðið var raðað í rútur,
ekið út úr borginni og sagt að koma
ekki til baka.
Mörgum finnst því gróðafíkn
vera það eina sem ræður ferðinni í
Atlanta:
„Það eru bisnessmenn sem
stjórna þessum Ólympiuleikum. All-
ur gróðinn fer til fólksins sem á Atl-
anta, en öllum vandamálunum er
hrúgað á þá sem ekkert eiga,“ sagði
námsmaður sem var við mótmæla-
stöðu í borginni.
Reuter o.fl.
Hér má sjá viðgeröarmenn við eina af mörgum rútubifreiðum sem bilað hafa í Atlanta frá því að Ólympíuleikarnir
hófust.
Áhorfendur bíða eftir lest sem fara á með þá á keppnisstað en margir áhorfendur hafa misst algjörlega af atburðum
vegna lélegra samgangna eftir að hafa keypt sér miða fyrir stórfé.
Þeim hafði sem sagt verið ekið í al-
veg öfuga átt við það sem þeir ætl-
uðu sér að fara!
Þessi vandræði eru mjög bagaleg,
ekki síst þar sem ekki er hægt að
komast á flesta keppnisstaði án þess
að taka rútu. Miðborg Atlanta er
lokuð fyrir almennri umferð og þar
eru engin bílastæði.
„Þetta er algjör óreiða. Við getum
haft stjórn á stöðum nálægt mið-
borginni en þegar menn þurfa að
fara út fyrir borgina getur hvað sem
er gerst,“ sagði einn starfsmaður
leikanna. Einn fréttamanna tók
Fréttaljós á
laugardegi
Úlfar H. Elíasson
heldur dýpra í árinni:
„Þetta er verra heldur en var að
komast frá Víetnam eftir fall Saig-
on,“ sagði hann um ástandið.
Græðgi ræður ferðinni
Juan Antonio Samaranch, forseti
Ólympíuhreyfingarinnar, hefur sett
af stað rannsókn á ástandi flutn-
ingsmála. Heimamenn kenna
græðgi borgarstjórnarinnar um það
hvernig komið er. Gáfulegast hefði
verið að hafa stærstu umferðarmið-
stöðina á opnu svæði alveg í mið-
borginni en borgarstjórnin ákvað að
leigja það þess í stað út fyrir stórfé
til ýmissa stórfyrirtækja. Miðstöð
rútubifreiða er því við borgarmörk-
$tjómleysi og vanhæfni á
Olympíuleikunum í Atlanta