Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Fréttir Hlaupið í Kverká: Þrír landverðir hætt komnir - þegar bíll þeirra festist í ánni „Þetta leit ekkert mjög vel út um tíma. Það óx mjög hratt í ánni með- an landveröirnir voru að fara yfir á dýpsta staðnum í henni. Bíli þeirra fór ofan í glompu og stoppaði þar. Bíllinn hallaðist mjög en þeir náðu að klifra upp á hann og óðu síðan í land. Bíllinn var síðan dreginn upp nokkrum tímum seinna,“ sagði Sig- urður Brynjólfsson, lögreglumaður á Húsavík, sem varð vitni að því þegar þrír landverðir komust í Fósturforeldrar: Heimsækja börn sem þeir hafa styrkt Ellefu manna hópur íslendinga er á förum til Indlands til að heim- sækja indversk böm sem hafa verið styrkt af islenskum aðilum. Tíu fósturforeldrar era í hópnum en þeir hafa styrkt bömin og auk þess er framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar með í för. „Þetta fólk hefur styrkt hvert sitt bam og borgað ákveðna upphæð, sem er 1150 krónur á mánuði, í mis- jafnlega langan tíma. Sum bömin hafa verið styrkt af íslenskum fóst- urforeldrum sinum í langan tíma. Hópurinn fer utan til að heimsækja bömin og fylgjast með starfinu. Það fer utan á eigin kostnaði en með milligöngu Hjálparstofnunarinnar og indverskra aðila. Þetta er 17 daga ferð og sú fyrsta sem er farin af ís- lenskum fósturforeldrum gagngert til að heimsækja erlend böm,“ sagði Áslaug Amalds, hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, við DV um ferðina.-RR hann krappan vegna hlaupsins í Kverká i gærmorgun. Hlaupinu í Kverká, sem rennur úr Brúarjökli í norðanverðum Vatnajökli, lauk um miðjan dag í gær, rétt tæpum sólarhring eftir að það hófst. Jökulsá á Fjöllum flæddi yfir bakka sína og orsakaði hlaupið. „Hlaupið er búið og og það er orð- ið fært upp í Herðubreiðarlindir," sagði Kári Kristjánsson, landvörður í Herðbreiöarlindum, í gær. 16 ára gömul stúlka slasaðist al- varlega þegar á hana var ráðist í Hafnarstræti aðfaranótt fostudags. Að sögn vitna var stúlkan á gangi með fimm piltum á svipuðum aldri og vom þau að rífast. Skyndilega réðst einn pilturinn að henni og sparkaði heiftarlega í andlit hennar. Stúlkan féll á götuna og missti með- vitund. Hún var flutt á slysadeild Sjúkra- „Húsráðandi fór strax úr húsnæð- inu við Skúlagötu. Það er enginn í húsnæðinu og við höfum enga vakt í gangi þar núna né annars staðar. Við munum áfram fylgjast grannt með gangi mála og ákvörðun verður tekin nú vikunni hvert framhaldið verður. Það eru fyrirmæli frá lög- reglustjóra að halda áfram hörðum aðgerðum,“ sagði Guðmundur Ein- arsson, varöstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, við DV vegna aðgerða Búist er við að það taki um einn og hálfan sólarhring að koma veg- um á svæðinu í fyrra horf. Fylling- in við Kreppubúna skolaöist í burtu en það er það eina sem hefur skemmst við hlaupið. Mikið vatn er enn í Jökulsá á Fjöllum .en ekki hafa orðið vandræði vegna þess. Hlaup sem hófst í Skaftá í fyrr- inótt náði einnig hámarki sínu snemma í gær en yflrborð árinnar lækkaði þegar leið á daginn. -RR húss Reykjavíkur og að sögn lækna þar marðist hún á heila og var talin alvarlega slösuð. Hún var þó á bata- vegi í gærkvöld og fékk að fara heim af spítalanum. Að sögn lög- reglu var pilturinn handtekinn sið- ar um nóttina og færður til yfir- heyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Honum var sleppt eftir að hafa játað verknaðinn og málið telst upplýst. -RR lögreglunnar gegn neyslu og sölu fíkniefna. Lögreglan vann um helgina enn einn sigurinn í baráttunni þegar fíkniefnabælið við Skúlagötu var yf- irgefið en húsráðandi flúði þaðan eftir að lögreglan hóf strangt eftirlit. Áður hafði lögreglan látið til skarar skríða viö aðsetur fíkniefnaneyt- enda við Mjölnisholt, Vatnstíg, Vagnhöfða og íbúð í Breiðholti. -RR Fíkniefnabælin: Enn einn sigur lögreglunnar Líkamsárás í Reykjavik: Sparkað í andlit 16 ára stúlku - missti meðvitund og marðist á heila Sterkasti maður íslands, Torfi Ólafsson, heldur hér á Húsafelishellunni svokölluðu eins og ekkert sé eðlilegra. Keppnin um sterkasta mann Islands fór fram í Fjölskyldugarðinum um helgina og vakti mikla athygli. Hjalti „Úrsus“ Árnason varð í öðru sæti en Auðunn Jónsson lenti í því þriðja. Dagfari Líknar- og Fangelsið á Litla-Hrauni er ekki til þess stofnað að loka menn þar inni. Fangelsi er til að fá þá sem þangað koma til að iðrast. Gera þá að betri mönnum. Sýna þeim skiln- ing og flýta fýrir því að þeir kom- ist aftur út í lffið. Það em alltof margir sem halda að fangelsi séu til refsingar. Menn eigi að afplána dóma fyrir afbrot sín á bak við lás og slá. Það er al- veg eins og menn hafi gert eitthvað af sér ef þeir eru dæmdir til fang- elsisvistar. Almenningur er svo vitlaus að halda að það sé einhver lausn á vanda þjóðfélagsins að loka afbrotamenn inni. Hvað þá þá sem eru hættulegir umhverfí sínu. Fjöl- miölamenn eru sumir hverjir líka svo gamaldags að halda að fang- elsisklefmn sé einhver endanleg vistarvera fyrir þá sem lenda á glapstigum. Og em svo að hneyksl- ast á því þegar þessum sömu mönnum er sleppt úr haldi. Nýjasta dæmið mátti sjá í helg- arblaði DV á laugardaginn. Þar er frá því skýrt að ungur síbrotamað- ur hafi verið látinn laus eftir skrautlegan feril. Ferillinn er rak- inn í smáatriðum og þar kemur fram að þetta er smákrimmi sem hefur verið að skemmta sér við að rústa sumarbústaði, ráðast á fólk og stela úr íbúðarhúsum. Hann hefur framið eitt vopnað rán í sölu- tumi, brotið tennur og handleggs- brotið fómarlömb sem voguðu sér að reyna að forða sér undan bai'- smíðum. Allt eru þetta frekar venjuleg af- brot og má heita undarlegt að þessi ungi síbrotamaður skyldi hljóta dóma fyrir þessa smámuni, enda hefhdist fangelsisyfirvöldum fyrir. Ungi maðurinn tók sig nefnilega til í fangelsinu, réöst á samfanga sína, gerði nokkrar stroktilraunir, beitti fangaverði ofbeldi með skrúfjám- um og barefli og var hinn versti innan fangelsismúranna. Fangelsisyfirvöld og dómstólar sáu að sér. Það var óþarfi að loka þennan athafnasama mann inni og auk þess leið honum illa í fangels- inu eins og hegðan hans ber vitni um. Mannúðarsjónarmið koma og til álita og niðurstaðan varð sú að leiða hann í handjámum til geð- læknis og sleppa honum síðan til reynslu. Sjálfsagt hefur niðurstaða hinna miskunnsömu yfirvalda veriö sú að þessi ungi maöur væri hættu- legri sjálfum sér og öðmm innan fangelsismúranna heldur en utan þeirra. Það er betra að láta hann leika lausum hala innan um al- menning heldur en reita hann til reiði í klefanum. Hér ræður sjálf- sagt mest tillitssemi gagnvart hin- um unga manni sem hefur mátt þola refsingar fyrir afbrot af því að þjóðfélagið hefur verið honum andsnúið. Honum er ekki lagið að laga sig að umgengnisvenjum fang- elsa og það má ekki brjóta niður mann í blóma lífsins með því að loka hann sífellt inni þegar honum hentar mikið betur að fremja af- brot sín utan fangelsis heldur en innan þeirra. Fangelsisvöröum stafar hætta af honum, sem og samfóngum hans, og sú stefna er nú ráðandi í fang- elsismálum að mannúðin sé í fyrir- rúmi og eflaust hefur geölæknirinn úrskurðað piltinn heilan á geðs- munum og tilbúinn til að takast á við ný afbrot. Þá er betra að þau séu framin hér og hvar heldur en á Litla Hrauni sem er til að koma í veg fyrir afbrot en ekki til að efla þau. Þannig geta menn unnið til reynslulausnar og frelsis með því að haga sér nógu dólgslega innan múranna. Það hlýtur að vera for- dæmi fyrir aðra fanga að haga sér eins. Lemja fangavörð og annan og sleppa út. Til að geta byrjað aftur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.