Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 11 Sjúkrahús fékk afmælisgjöf í tilefni þess að Verkcilýðsfélag Húsavíkur varð 85 ára í ár var tek- in sú ákvörðun um að færa Sjúkra- húsi Húsavíkur tækjagjöf en sjúkra- húsið verður 60 ára á árinu. Gjöfin er Sarita-lyftari sem notaður er til að færa sjúklinga. Að sögn Aldísar Friðriksdóttm- hjúkrunarforstjóra mun tækið létta mjög undir með starfsfólki og sjúklingum. Verðmæti er um 270 þúsund krónur. Frá af- hendingu tækisins. Frá vinstri Að- alsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins, Aldis Friðriks- dóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, og Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri SH. DV-mynd Albert, Húsavík Keflavík: Fimm fengu námsstyrk Námsmannaþjónusta Sparisjóðs- ins veitir árlega styrki til náms- manna og í ár hlutu fimm manns styrk. Þau Gestur Pétursson, sem er að Ijúka B.S. námi í tæknifræði frá Oklahoma State University, Þórdís G. Þórðardóttir, sem er að ljúka B.A. námi í sálfræði Frá Indiana University, og Unnur B. Þórhalls- dóttir, sem lýkur B.ED. námi frá Kennaraháskóla íslands, fengu húndrað þúsund króna styrk. Hulda María Stefánsdóttir og Karlotta Sigurbjörnsdóttir fengu fimmtíu þúsund krónur en þær voru báðar að ljúka námi frá Fjöl- brautaskóla Suðumesja. FÁÐU ÞÉR PIZZU FYRIR ÞÚSUNDKALL □ OMINO’S PIZZA • GRENSÁSVEGI 11 • HÖFÐABAKKA 1 • GARÐATORGI 7 • SfMI 58-12345 Fréttir Súkkulaði veitir ánægju í tilefni af þriggja ára afmæli Domino’s Pizza á (slandi þann 16. ágúst býðst öllum pizzuunn- endum einstakt afmælistilboð þessa viku. Þú hringir eða kemur, pantar drauma- krónur fyrir. Njóttu afmælis- veislunnar með Domino’s og fáðu þér pizzu fyrir þúsundkall. Afmælisveislan hefst strax mánudaginn 12. ágúst og lýkur að kvöldi afmælis- pizzuna þína og borgar aðeins þúsund dagsins þann 16. ágúst. Hertar aðgerðir hjá bílastæðasjóði Reykjavíkur: Láttu freistast Mjólkursúkkulaðihjúpað kex Hertar aðgerðir „Sýningarskylda miðanna er mjög skýr og ljós. Það stendur á „Mér finnst þetta svívirðilegt og hrein fjárkúgun hjá bilastæðasjóði," sagði Bergljót Garðarsdóttir við DV en hún telur sig hafa verið beitta óréttlæti þegar hún lagði bíl sínum í stæði við Ráðhúsið í Reykjavík. „Ég setti pening í stöðumælavél og fékk miða til að setja í bílinn. Ég hef ekki notað svona vél áður og átt- aði mig ekki á því að setja miðann í bilinn. Ég fékk sekt hjá stöðumæla- verði og er ekkert óánægð með það. En ég taldi mig vera í fullkomnum rétti þar sem ég gat framvísað mið- anum sem sýndi að ég hafði borgað fyrir þennan tíma. Ég fór til þeirra hjá bílastæðasjóði og framvísaði miðanum og þeir sögðu mér að fylla út eyðublöð sem ég og gerði. En síð- an fékk ég svar um að þetta væri ekki tekið til greina. Mér finnst þetta hrikalega lélegt og ekkert ann- að en fjárkúgun fyrst ég var búin að borga fyrir stæðið. Ég sé ekki eftir peningunum og mun borga sektina en mér fmnst þetta bara mjög órétt- látt og vil vara fólk við þessu,” sagði Bergljót. þeim að miði eða kvittun sem fram- vísað er eftir á gildi ekki. Það er verið að koma í veg fyrir að menn séu að skipta um miða á stæðunum sem hefur verið mjög algengt,” sagði Ásbjörn Valur Sigurgeirsson, aðstoðarvarðstjóri bílastæðisjóðs Reykjavíkur, við DV um málið. „Við höfum hert mjög aðgerðir í þessu undanfarin tvö ár og menn verða nú að bera fulla ábyrgð á því að þeir hafi miðana til sýnis á mælaborðum bifreiða. Við erum nú að byrja að dreifa miðum sem hægt er að líma á innanverða rúðuna og þaö ætti að auðvelda mönnum enn frekar. Við orðnir mjög kröfuharöir í þessu því öðruvísi er ekki hægt að vinna þetta af neinu viti. Vinnuregl- ur eru orðnar það skýrar í þessu að þetta fer ekkert á milli mála,“ sagði Ásbjörn. -RR Hrein fjárkúgun - segir Bergljót Garðarsdóttir sem telur sig beitta óréttlæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.