Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Page 26
38 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Nýjasta mynd stórleikarans Kurts Russels var frumsýnd á miðvikudaginn í seinustu viku. Hér má sjá leikarann ásamt kærustu sinni, Goldie Hawn, og sam- leikkonu sinni, Pam Grier, koma á frumsýninguna. Sviðsljós DV Kærastan truflar Tony við málaralistina Hinn frægi leikari og hjartaknús- ari Tony Bennett fékk ekki mikinn frið til að mála mynd í Central Park garðinum í New York nýlega. Kær- ustu hans til margra ára, hinni tutt- ugu og níu ára gömlu Susan Crow, var farið að leiðast að bíða eftir því að kappinn legði frá sér penslana. Hún klæddi sig því úr fötunum þar til hún stóð á bíkini einu klæða og hóf að láta vel að kappanum. Tony, sem er sjötugur, var ekki seinn á sér að hætta viö málverkið og tók atlotum Susan vel. Árið í ár virðist ætla verða eitt af þeim ár- angursríkustu á ferli Bennetts og aldurinn viröist hvorki há honum í leik né starfi. Það var Bob Hope, gamanleikar- inn góðkunni, sem fyrst uppgötvaði Tony Bennett snemma á fimmta áratugnum og hefur hann verið einn af vinsælli söngvurum í heimi síðan. Hann höfðar enn til ungs fólks því á síðasta ári hlaut hann Grammy-verðlaun fyrir plötu sem tekin var upp i Unplugged þætti MTy-sjónvarpsstöðvarinnar. „Ég sel fleiri plötur núna en ég hef gert í tuttugu ár,“ segir söngvar- inn ánægður. Frægasta lag Bennetts er senni- lega I Left My Heart in San Francisco, sem kom út árið 1962. Það er nokkuð ljóst að söngvarinn hefur endurheimt hjarta sitt frá San Francisco því nú hefur hann greini- lega gefið Susan það. Dóttir Sammy Davis jr. hefur lent í ýmsu: Fannst föður mínum vera sama um mig Tracy Davis er dóttir söngvarans fræga, Sammy Davis jr., og leikkon- unnar sænsku, May Britt. Þau skildu þegar hún var átta ára göm- ul og fjarvist föður hennar hafði mikil áhrif á Tracy. Þetta kemur fram í nýrri bók þar sem hún fjall- ar um föður sinn en bókin er ný- komin út í Bandaríkjunum. „Mér fannst eins og föður minum væri alveg sama. Ég veit að það var ekki rétt en ég vildi að hann kæmi heim og eyddi tíma með okkur. Það gerði hann ekki,“ segir Tracy. Hjónaband Sammy Davis jr. og May Britt olli miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum á sínum tíma þar sem Sammy var svartur en May hvít. Að séstakri beiðni Johns F. Kennedy frestuðu þau giftingunni fram yfir forsetakosningar til að skemma ekki fyrir Kennedy en Sammy Davis vann fyrir hann í kosningabaráttunni. Seinna urðu þau skotspónn nýnasista, hæði í Ameríku og Englandi. „Ég man vel eftir honum en ekki sem föður. Ég man eftir að ég, bræð- ur mínir og móðir mín vorum alltaf saman en hann er einhvers staðar í fjarska í minningunni. Ég óskaði þess oft að hann væri pípari svo að ég gæti komið heim og sagt: Halló, pabbi, hvað gerðist í dag. Við fórum í ferðalög meö pabba en hann var þá alltaf að vinna um leið. Hann var á fótum allar nætur en svaf á daginn. Við fórum ekki út með honum því þá vorum við um leið umkringd fólki. Samband okkar var yfirborðskennt. Hann var frek- ar kunningi en faðir. Ég varð oft mjög reið við hann. Ég man eftir að einu sinni öskraði ég á hann: Ef þú vildir okkur ekki afhverju eignaðistu okkur þá? Hann vildi samt umgangast okkur í raun og veru en hafði bara ekki hugmynd um hvað það var að vera faðir. Hann var aldrei krakki sjálfur því hann byrjaði að vinna þriggja ára gamall. Hann skildi böm því ekki. Það gerðist aldrei að hann settist niður og reyndi að ná sambandi við börn sín. Þegar ég var tuttugu og sex ára fór ég til hans og sagði: Ég elska þig en mér hefur aldrei líkað við þig. Þá hvarf öll reiðin. Hann hringdi í mig í fyrsta skipti eftir það. Við fómm að tala saman og ef þetta hefði ekki verið búið að gerast hefði ég ekki getað setið við rúm hans alla þessa daga er hann var að deyja. Ég lít á það sem gjöf frá föður mínum að við urðum svona góðir vinir. Vinátta hans er það besta sem hann gaf mér,“ segir Tracy. Tracy Davis, dóttir Sammy Davis jr. og May Britt. Jane Seymour tekur viö gestum Jane Seymour, leikkonan vin- sæla, sem flestir þekkja sem lækninn Quinn í samnefndum þáttum, hefur opnað hús sitt, St. Catherines Court, fyrir gestum sem vilja borga fyrir. Allt að tíu ferðamenn, sem hver þarf að borga um hundrað þúsund krón- ur, fá að dvelja í sögufrægu húsi leikkonunnar við Bath í Englandi í allt að fimm daga. Ferðamenn- imir munu feta í fótspor frægs fólks eins og Goldie Hawn og Pet- er Gabriel þegar þeir snæða við kertaljós í fallegri boröstofunni. Jane Seymor keypti St. Catherines Court árið 1985 en þetta er herragarður ffá miðöld- um. Joe Lando giftist Joe Lando, samleikari Jane Seymour í þáttunum um Quinn lækni, mun á næstunni giftast kærustu sinni, Kirsten Barlow, en hann hitti hana fyrst þegar hann var ennþá atvinnulaus leikari og vann á pitsustað. Hún var þá enn í skóla en vann með náminu sem gjaldkeri. Skötuhjúin ætla að gift- ast í Arizona í mars á næsta ári. Hjónabandsvand- ræði hjá Cage Þrátt fyrir það að Nicolas Cage og kona hans, Patricia Arquette, líti alltaf út fyrir að vera hamingj- usöm þegar þau sjást saman þá gengur sá orðrómur í Hollywood að hjónaband þeirra sé í erfiðleik- um. Samkvæmt þessum orörómi á Nicolas að hafa hótað að skilja viö Patriciu vegna vináttu hennar við leikarann og leikstjórann Ben Stiller. ter Billy og Cindy skemmta sér Það var aldeilis glatt á hjalla i frumsýn’ingarveislu nýjustu Jackie Chan myndarinnar Supercop. Fjöldi stjarna var mættur á staðinn til að fagna myndinni og það var enginn ann- ar en Sylvester Stallone sem skipulagði hátíðahöldin. Ofurfyr- irsætan Cindy Crawford var að sjálfsögðu mætt á staðinn og mátti sjá að vel fór á með henni og Billy Baldwin, samleikara hennar i myndinni Fair Games.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.