Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Síða 32
44 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 nn Staðir kepptust viö að fá drykkjulýðinn úr Reykjavík. Ný tegund af ferðaþjónustu „Staðir um allt land kepptust um að fá til sín drykkjulýðinn úr Reykjavík. Slík var ákefðin að manni fannst eiginlega spuming hvort hér sé komin ný tegund af ferðaþjónustu." Guðmundur Andri Thorsson, í Alþýðublaðinu. Ummæli Edrúistar „Flestir þeir sem kaupa dans- tónlist hjá mér eru edrúistar. Þeir fá sér eina plötu í staðinn fyrir að fá sér pillu eða í pípu.“ Kristinn Sæmundsson, eigandi Hljómalindarinnar, í DV. Mesti skaðvaldurinn „Heimapartíin eru mestu skaðvaldarnir í skemmtanalifi unglinga. Það er þar sem þú ert í þessu verndaða umhverfi, það er þar sem neyslan fer fram.“ Guðmundur Þórarinsson, í Mótorsmiðjunni, í Vikublaðinu. Þrekraunin „Eina þrekraunin sem eftir er í lifi fólks felst í því að þekkja að- ferð við að umgangast sjáifan sig með tilbúinni kvöl.“ Guðbergur Bergsson, i DV. Vísindastóðið „Það er skoðanalögreglan í há- skólum heimsins, þ.e. vísinda- stóðið og steingelda liðiö sem ekki sér þessar vísbendingar." Magnús Skarphéðinsson, um líf á öðrum hnöttum, í Tíman- um. hringleikahús sem sögur fara af. Stór leikhús Stærsta byggingin sem smíð- uð hefur verið gagngert fyrir leikstarfsemi er Entertainment Centre í Perth í Ástralíu. Það tekur 8003 manns í sæti. Stærsta hringleikahús, sem nokkurn tíma hefur verið reist, er Colosseum í Róm. Lokið var við byggingu þess árið 80 e. Kr. Það nær yfir 2 hektara lands, er 187 metrar þar sem það er lengst og 175 þar sem það er breiðast og rúmar 87.000 manns. Blessuð veröldin Stærsta leiksvið heims er Ziegfield í Reno í Nevada. Upp meö sviðinu eru 53 m af göngu- brúm og það er búið þremur lyft- um sem geta borið 1200 dans- meyjar. Sviðið er á tveimur snúningspöllum sem er 19 m2 og sviðsljósin eru 800. Súld og skúrir Um 300 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 1002 mb lægð sem grynnist og þokast norðaustur. í dag verður fremur hæg suðlæg eða suðvestlæg átt víðast hvar á Veðrið í dag landinu, skýjað að mestu, dálítil súld öðru hverju eða skúrir um landið vestanvert. Um landið aust- anvert má búast við lítils háttar rigningu framan af morgni en síðan ætti að létta heldur til. Þó gætu orð- ið skúrir á stöku stað. Inn til lands- ins á Norðausturlandi gæti orðið allt að 16 stiga hiti síðdegis en við sjóinn má búast við þokulofti og þar verður mun svalara. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og rigning eða súld í kvöld en lægir og styttir upp að mestu í nótt, hiti á bilinu 9 til 12 stig. Sólarlag i Reykjavík: 21.53 Sólarupprás á morgun: 5.03 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.43 Árdegisflóð á morgun: 6.03 Vedrið kl. 12 á hádegi: Akureyri skýjaö 11 Akurnes alskýjað 10 Bergsstaöir alskýjaö 10 Bolungarvík skýjaó 11 Egilsstaóir léttskýjaö 16 Keflavíkurflugv. skúr á síð.kls. 11 Kirkjubkl. alskýjaö 11 Raufarhöfn þoka 9 Reykjavíic rign. á síö.kls. 12 Stórhöfói rigning 11 Helsinki léttskýjaö 24 Kaupmannah. skýjaö 23 Ósló léttskýjaó 25 Stokkhólmur léttskýjaö 25 Þórshöfn súld 12 Amsterdam úrkoma í grennd 20 Barcelona léttskýjaö 27 Chicago alskýjaö 20 Frankfurt skýjaö 22 Glasgow léttskýjaö 21 Hamborg skýjaö 25 London skúr á síó.kls. 17 Los Angeles þokumóóa 20 Lúxemborg skýjaö 19 Madrid léttskýjaö 28 Mallorca léttskýjað 30 París hálfskýjaö 22 Róm skýjaö 29 Valencia léttskýjaö 31 New York léttskýjað 19 Nuuk léttskýjaö 5 Vín skýjaö 25 Washington léttskýjaó 21 Winnipeg skýjað 20 Hákon Þorvaldsson púttmeistari: Púttið hefur breytt lífi margra eldri borgara DV, Suöuxnesjum: „Ég byrjaði fyrst að pútta fyrir fjórum árum og hef verið í þessu síðan og haft mjög gaman af. Ætli það séu ekki á milli 40 og 50 manns sem koma saman að spila á mótum og mikill fjöldi mætir á hverjum degi. Völlurinn hefur breytt lífi margra eldri borgara sem eru hættir að vinna,“ sagði Hákon Þorvaldsson, sendibílstjóri í Keflavík, sem notar nær allan sinn frítíma í að pútta yfir sumar- tímann og hefur náö góðum ár- angri og verið í efstu sætum á síð- ustu mótum. „Mér finnst mjög gaman að vera Maður dagsins innan um þetta skemmtilega fólk. Það eru margir mjög góðir púttar- ar i hópnum og margir betri en ég. Þeir elstu eru nokkrir komnir yfir áttrætt og gefa ekkert eftir. Það eru einnig konur sem stunda þetta en þær eru færri eða um 10 að staðaldri. Ég hef ekki enn þá prófað að fara í golf. Ég læt púttið nægja en það verða allir sjúklingar sem fara Hákon Þorvaldsson. að spila golf og gera ekkert ann- að.“ Hákon á og gerir sjálfur út sendibilinn sem hann vinnur á en segir að lítið sé að gera og þess vegna geti hann verið töluvert á púttvellinum. „Það er lítið að gera hjá mér og fer minnkandi. Ég bíð bara heima eða á púttvellinum eft- ir að stöðin hringi í mig.“ Hákon er 66 ára og hefur verið ákaflega hraustur alla sína ævi: „Ég hef verið frá vinnu einu sinni svo ég muni eftir en það var árið 1963, 33 ára, og fékk ég snert af heila- himnubólgu. Síðan hef ég aldrei verið frá vinnu vegna veikinda og aldrei orðið veikur síðan. Ég á enga skýringu á þessu. Ég hef fengið vott af flensu þegar þær hafa gengið en aldrei orði veikur né farið á spítala. Ég hef verið til sjós mestöll ár ævi minnar. Ég átti Hafborgu og fiskverkunarhús í Keflavík ásamt Reynald bróöur mínum en hann var skipstjóri á bátnum okkar. Ég byrjaði þegar ég var 14 ára gamall og hætti síðan á sjó 1988. Þótt það sé einkennilegt þá hafði ég aldrei gaman af því að vera á sjó. Það var ekkert sérstakt við þetta að vera á sjónum. Ætli maður kunni nokkuð annað. Ég fór á sjó sem unglingur og var ekki mikið um aðra vinnu að velja.“ Þegar kemur að áhugamálum þá eru það ekki mörg sem heilla Hákon fyrir utan púttið. „Ég hef mjög gaman af að fara í útilegu, ferðast bæði innan- og utanlands. Ég átti sumarbústað en seldi hann en það er ekkert gaman að vera alltaf á sama stað til lengdar. Eiginkona Hákonar er Ólafía Gísladóttir og eiga þau tvö böm saman, Hilmar og Hildi. Þá á Ólaf- ía einn son fyrir, Birgi Vilhjálms- son. -ÆMK Myndgátan Úrklippa Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi DV Breiðablik og Valur, sem leika úr- slitaleikinn í bikarkeppninni, verða í eldlínunni í kvöld. Heil umferð í 1. deild kvenna Breiðabliksstúlkur hafa haft nokkra yfirburði í 1. deild kvenna þetta árið og hafa enn ekki tapað leik. í kvöld fer fram 10. umferðin í deildinni og þá á Breiðablik að leika gegn ÍA á Akranesi og gæti þar orðið um spennandi viðureign að ræða þótt vissulega séu Breiðabliks- stúlkur sigurstranglegri. Valur, sem í síðustu viku ti-yggði sér rétt til að leika á móti Breiða- bliki í bikarúrslitaleiknum, leik- ur á heimavelli gegn Aftureld- ingu, i Vestmannaeyjum leika ÍBV og KR og í Garðabæ leika Stjaman og ÍBA. Iþróttir Það verður einnig leikiö í 2. deild karla í kvöld, á Akureyri mætast heimaliðin Þór og KA og þar verður örugglega barist um sigurinn fram á síðustu sek- úndu, og þriðji leikurinn er viðureign Reykjavíkurliðanna Leiknis og Þróttar. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19. Bridge Kæfmgarbragð (Smother coup) kemur ekki oft upp við spilaborðið en það er mjög athyglisverð staða. Bandaríkja- maðurinn Alan Truscott greinir frá einu slíku í bridgedálki sínum í Her- ald Tribune. Spilið kom fyrir í fjórð- ungsúrslitum sveitakeppninnar í Bandaríkjunum. Sagnhafi var Arjun Ray og samningurinn tveir spaðar. * K63 M K42 ♦ G962 4 1087 * G742 M ÁG6 ♦ D105 4 652 é ÁD1085 * 985 ♦ Á74 4 K9 Sagnir gengu þannig, suður gjafari: Suður Vestur Norður Austur 14 pass 24 p/h Útspil vesturs var lauf sem aust- ur drap á ás og spilað drottningu. Sagnhafi spilaði litlum tígli á níuna í þriðja slag á kóng austurs og aust- ur spilað laufgosa til baka. Ray trompaði og spilaði spaðadrottning- unni og tók eftir því að nían kom frá austri. Austur var þegar búinn að sýna 10 punkta og sagnhafi því viss um að vestur ætti hjartaás. Næst var því hjarta spilað á kóng og síðan spaða á ás og vondu fréttirnar komu í ljós. Þá var tígulásinn tek- inn, tígli spilað á drottningu vesturs og staðan var þessi: 4 G7 «4 ÁG 4 — 4 -- 4 K M 42 4 G 4 -- N V A S 4 -- * D10 ♦ — 4 43 ♦ 108 * 98 ♦ — 4 — Vestur tók á hjartaás, spilaði hjarta á drottningu austurs og aust- ur varð síðan að kæfa „öraggan" trompslag vesturs. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.