Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Afmæli Helgi E. Kristiánsson Helgi E. Kristjánsson hlj ómlistarmaður, Tryggvagötu 10, Selfossi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Helgi er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hefur komið víða við á hljómlistarferli sín- um. M.a. hefur hann leik- ið með ýmsum dans-, djass- og popphljómsveit- um, verið tónlistarstjóri hjá Leikfélagi Selfoss og stundað tónlistar- kennslu. Hann var skólastjóri Tón- listarskóla Ólafsvikur 1990-94. Einnig hefur hann stjórnað og ann- ast undirleik hjá kórum og smærri sönghópum, s.s. Samkór Selfoss, Kirkjukór Ólafsvíkur og sönghópn- um Rjúkanda, sem skipaður er hressum og skemmtilegum sjó- Helgi E. Kristjánsson. mönnum ur Olafsvík. Auk þessa hefur hann unnið í hljóðverum sem upptökumaður, útsetjari og hljóðfæraleikari og annast gerð útvarpsaug- lýsinga og leikhljóða, svo eitthvað sé nefnt. Hann starfrækir eigið hljóðver á Selfossi en þaðan hafa ýmsar afurðir borist landsmönnum til eyrna. Árið 1994 gaf hann út geisladisk með Sönghópn- um Rjúkanda sem var að öllu leyti unninn af hon- um sjálfum. Helgi hefur mestmegnis starfað sem einherji í tónlist undanfarin tvö ár og leikið í einkasamkvæmum við góðan orðstír. Um þessar mund- ir leikur hann fyrir gesti Betri stof- unnar á Hótel Selfossi. í gegnum árin hefur Helgi unnið við ýmis iðnaðarstörf samhliða tón- listinni og starfar nú sem rörskeri hjá Set hf. á Selfossi. Fjölskylda Helgi kvæntist 6.7. 1991 Margréti Lilliendahl, f. 6.8. 1963, tannsmið og þjóni. Börn Margrétar eru Katrín Guðjónsdóttir, f. 1.1. 1980, fram- haldsskólanemi og Stefán Ármann Þórðarson, f. 29.5. 1987. Foreldrar Margrétar eru Anna María Tómasdóttir, f. 4.10. 1939, skrifstofumaður, og Gústaf Lilli- endahl, f. 10.7. 1936, skrifstofumað- ur. Þau eru búsett á Eyrarbakka. Böm Helga frá því áður: Óðinn Burkni, f. 2.9. 1970, iðnaðar- og tón- listarmaður, búsettur á Selfossi, unnusta hans er Jónella Sigurjóns dóttir, f. 13.2. 1974, nemi við KHÍ Sylvia Rós, f. 31.8. 1971, húsmóðir búsett á Hóli í Svínadal í Hvalfjarð arstrandarhreppi. Hennar maður er Friðjón Guðmundsson, f. 18.9. 1967, bóndi, og eiga þau tvo syni, Guð- mund Þóri, f. 2.7. 1992, og Anton Frey, f. 7.3. 1994; Sunneva Ösp, f. 17.7. 1978, menntaskólanemi, búsett í Reykjavík; Ása Ninna, f. 18.3.1985, nemi, til heimilis á Selfossi. Systkini Helga: Pálmi Kristjáns- son, f. 9.9. 1939, fyrrv. húsgagna- smiður í Reykjavík, kvæntur Henny Torp Kristjánsson, f. Hansen, og eiga þau þrjú börn; Lára Kristjáns- dóttir, f. 2.8. 1941, skrifstofumaður, og á hún tvær dætur; Smári Krist- jánsson, f. 26.3. 1949, framkvæmda- stjóri og hljómlistarmaður, kvæntur Ólöfu H. Bergsdóttur og eiga þau einn son. Foreldrar Helga: Kristján Sigur- jónsson, f. 24.9. 1913, d. 11.5. 1975, húsgagnasmiður I Reykjavík, og Ása Eiríksdóttir, f. 26.6. 1914, d. 5.5. 1995. Björn Elías Ingimarsson Björn Elías Ingimarsson skip- stjóri, Bakkavegi 13, Hnífsdal, er sextugur í dag. Starfsferill Björn Elías er fæddur og upped- inn i Hnífsdal. Hann lauk fiski- mannaprófi úr Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1959 og hefur starf- að við sjómennsku síðan. Bjöm Elí- as var lengst af stýrimaður og skip- stjóri á Mími ÍS 30 eða allt fram til 1971. Þá keypti hann sinn eigin bát, Finnbjörn ÍS 37, og hefur stundað sjó á honum síðan. Bjöm Elías hefur starfað með Kiwanishreyfingunni um árabil. Fjölskylda Björn Elías kvæntist 4.1. 1962 Theódóru Kristjánsdóttur, f. 12.9. 1941, húsmóður. Hún er dóttir Krist- jáns Pálssonar og Guðmundu Jó- hannsdóttur en þau dvelja nú á dvalarheimilinu Hlíf á ísafirði. Böm Björns Elíasar og Theódóra eru Halldóra, f. 18.5. 1961, hár- greiðslumeistari, búsett í Reykja- vík, gift Guðmundi Thoroddsen og eiga þau tvö böm; Sigríður Inga, f. 27.10. 1963, húsmóðir, búsett í Reykjavík, gift Halldóri Magnús- syni og eiga þau þrjú börn; Finn- björn, f. 30.9.1965, skipstjóri, búsett- ur í Hnífsdal, kvæntur Gyðu Björgu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðmunda, f. 30.1. 1970, félagsfræð- ingur, búsett í Reykjavík, í sambúð með Friðriki Friðrikssyni. Systkini Björns Elíasar: Hulda Valdimarsdóttir Ritchie, f. 22.12. 1917. Hulda er hálfsystir Bjöms El- íasar sammæðra en hún er búsett í Reykjavík. Alsystkini em Halldóra Inga Ingimarsdóttir, f. 12.6. 1924, nú látin; Guðmundur Ingimarsson, f. 11.12. 1926, d. 1928; Guðmundur Sturla Ingimarsson, f. 24.7. 1928, stýrimaður í Reykjavík, nú látinn; Hrefna Ingimarsdóttir, f. 30.8. 1931, íþróttakennari, búsett í Reykjavík; Margrét Ingimarsdóttir, f. 29.4.1941, húsmóðir, búsett í Lúxemborg. Foreldrar Björns Elíasar voru Halldór Ingimar Finnbjörnsson, f. 4.1.1897, d. 26.10.1991, útgerðarmað- ur, og Sigríður Elísabet Guðmunds- dóttir, f. 13.6. 1898, d. 20.5. 1985, hús- móðir. Þau voru búsett í Hnífsdal. Bjöm Elías verður að heiman á afmælisdaginn. Menning___________________________ Akvarell ísland í Hafnarborg Vatnslitamálun hefur lengi gegnt mikilvægu hlutverki í íslenskri myndlist. Ásgrímur Jóns- son og Muggur komu vatnslitnum á blað sem marktækri leið til listsköpunar þar sem olíu- málverkið hafði áður haft algera sérstöðu. Ekki hefur þó verið stofnað félag um vatnslitamál- verkið líkt og gerst hefur með aðrar greinar myndlistar fyrr en nú nýverið að stofnaður var félagsskapurinn Akvarell ísland. Hópurinn hef- ur nú opnað samsýningu í Hafnarborg. Nafnið vísar til akvarellunnar sem er skilgreind af Að- alsteini Ingólfssyni í sýningarskrá sem sú grein vatnslitaverks þar sem „hálfgagnsæjar lita- slæður leggjast mjúklega hver ofan á aðra“. Akvarellan nær því ekki yfir þá meiða vatns- litaverka sem einkennast af þekjandi litum, eins og t.d. gvasslitum og þekjulitum. Það er að sjálfsögðu miður að ekki skuli vera til hand- hægt orð yfir akvarellu á íslensku en á það ber að líta að skúlptúr er annað slíkt tökuorð og bæði aðlagast þessi orð málinu ágætlega. Úr jurta- og steinaríki í hópnum Akvarell ísland em alls níu lista- menn og hefur hópurinn boðið Hjörleifi Sig- urðssyni að vera tíundi sýnandinn á þessari sýningu í Hafnarborg. Verkin eru ákaflega mis- jöfn á sýningunni og er greinilegt á öllu að fé- lagsskapurinn er opinn öllum sem á annað borð hafa eitthvað fengist við vatnslitamálverk og er bara gott eitt um það að segja. Tildrögin að stofnun félags íslenskra akvarellumálara mun vera þrýstingur frá hinum Norðurlönd- unum sem hyggjast stofna með sér samtök nor- rænna akvarellumálara og bjóða upp á vinnu- aðstöðu, styrki o.fl. Ber að fagna því að nor- rænt samstarf skuli vera að taka fjörkipp með þessum hætti. Akvarellan hefur ávallt legið vel fyrir íslenskum listamönnum og liggur þar ugglaust til grundvallar eðli náttúra og veður- fars hér um slóðir. Menn hafa jafnvel blandað sjálfir litina úr jurtaflórunni, líkt og Sölvi Helgason gerði forðum daga, eða úr steinarik- inu, eins og Páll á Húsafelli er að gera tilraun- ir með. Og svo hafa hafa margir leikið sér með að láta veðurfarið um að ljúka verkunum og jafnvel látið náttúrana alfarið um að mála þau, líkt og Jóhann Eyfells hefur gert. Að láta litinn fljóta Á sýningunni í Hafnarborg er hins vegar ekki að finna mikinn vaxtarbrodd af slíku tagi. Miklu heldur eru þar á ferð listamenn sem hafa stundað hefðbundnara akvarellumálverk árum og jafnvel áratugum saman. Þeirra á meðal er Eiríkur Smith. Hann á hér níu verk, öll frá síð- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson ustu tveimur árum. Þau einkennast flest af dulúðugri mýkt og sterkum litbrigðum. Eiríkur beitir þeirri tækni að láta litinn fljóta þannig að myndin skapar sig að nokkru sjálf. Þetta gengur afar vel upp í verkum nr. 31 og 34, Vor- nótt og Tilbrigði um landslag. Guðrún Svava Svavarsdóttir beitir einnig þessari aðferð en hennar verk eru til muna natúralískari. Þar eru fjallamyndir fyrirferðarmestar. Mynd af Sandfelli (nr. 71) frá þessu ári er einkar vel heppnuð hvað varðar samspil þess að marka vel fyrir forminu og láta litinn fljóta og skapa sér andrúm á pappírnum. Kristín Þorkelsdóttir fer bil beggja i því að marka fyrir með sterkum en leikandi dráttum og láta litinn fljóta. Viða minna verk hennar á kínverskar myndskreyt- ingar vegna hinnar sterku og leikandi línu- teikningar. Hamingjudagur á Tjömesi (nr. 6) er mynd sem kemur stemningu til skila með hin- um leikandi dráttum. Hins vegar hættir Krist- ínu til að ofskreyta. Verk hennar eru svo ein- faldar teikningar í eðli sínu að þar má engu skeika til að út af bregði. Svo er einnig með akvarelluna almennt, líkt og Aðalsteinn Ing- ólfsson bendir á í sýningarskrá. Akvai'ellan er jafnvægiskúrist andartaksins þar sem ekkert er hægt að fela. Innri glóð í litaspili Pétur Friðrik er annar málari sem fer stund- um yfir mörk ofhlæðis og skreytis. Verk hans eru afar jarðbundin og mótífin klassísk. Mynd- bygging og allt sem lýtur að teikningu verk- anna gengur vel upp en leikgleðin virðist vera of mikil undir blálokin, líkt og hjá Kristínu, til að hætt sé á réttu andartaki. Portrett af Guð- mundi í Ásum gengur hvað best upp af verkum Péturs sakir einfaldleika í litasamsetningu. Hafsteinn Austmann á afar skemmtileg verk á sýningunni og sýnir hér og sannar að hann er í fararbroddi íslenskra vatnslitamálara. Akvarellur hans nr. 53, 54 og 57 bera hér sér- staklega af sakir innri glóðar í litaspilinu. Gunnlaugur Stefán Gíslason beitir hefðbund- inni vatnslitatækni og leggur áherslu á dökkan kontrast til að ná fram sterkri teikningu hvers- dagslegra fyrirbæra sem lýsa eyðingu og mann- vist á hverfanda hveli. Torfi Jónsson á hér ein tíu smá verk sem standa ekki undir vænting- um og virka fremur dauf. Það er helst Logn og blíða (nr. 18) sem lýsir einhverjum átökum. Katrín Ágústsdóttir á sömuleiðis smá verk sem lýsa litlum átökum og önnur stærri sem eru alltof stíf í formteikningunni en gætu gengið upp ef sú sama formteikning væri eitthvað brotin upp. Alda Ármanna Sveinsdóttir er greinilega ekki á heimavelli í vatnslitnum og ætti að einbeita sér að teikningum eða grafik sem útheimtir ekki litaskyn. Búlandstindur (nr. 42) stendur þó bærilega fyrir sínu. Dauft yfir litaspjaldi Hjörleifur Sigurðsson er greinilega kominn langt frá þeim verkum sem hann gerði á París- arárunum og áratuginn þar á eftir og skipuðu honum í fremstu röð íslenskra nýsköpunar- manna akvarellunnar. Hér er dauft yfir lita- spjaldi Hjörleifs og liturinn vinnur illa með trefjaríkum pappímum. Formskriftin stendur þó vel fyrir sínu sem fyrr. Hér vantar marga af góðum fulltrúm vatnslitamálverksins hér á landi og er vonandi að á næstu samsýningu Akvarell ísland veröi á ferð meiri nýsköpun og enn meiri fiölbreytni. Sýningarskrá er hönnuð af Kristínu Þorkelsdóttur. Hún gengur ekki nægilega vel upp og er dálítið ruglandi að láta skiptast á opnur með æviatriðum og litmynd- um af verkum tveggja listamanna. Auk þess er ofgert að hafa tvenns konar pappír í skránni. Félagsskapnum er hins vegar óskað alls vel- famaðar. Tll hamingju með afmælið 12. ágúst 90 ára Arnfriður Vilhjálmsdóttir, Hólmgarði 56, Reykjavík. 85 ára Klara Lúthersdóttir, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. 80 ára Laufey S. Jónsdóttir, Mávahlíð 11, Reykjavík. 75 ára Þorgeir Jónsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Magnús Pálsson, Syðri-Steinsmýri, Skaftár- hreppi. 70 ára Guðmundur Friðriksson, Drekagili 28, Akureyri. Guðmundur og eiginkona hans, Helga Kristin Lúðvíksdóttir, verða að heiman á afmælisdag- inn. Pétur Jóhannesson, Grundarbraut 4a, Ólafsvík. Kristbjörg Þórðardóttir, Skarðsbraut 1, Akranesi. Jón Árnason, Bala 1, Djúpárhreppi. 60 ára Einar Ingólfsson, Túngötu 8, Grindavík. Jóhanna Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 57, Reykjavík. Óli Öm Tryggvason, Hrauntungu 73, Kópavogi. Gústaf Þ. Einarsson, Tjarnarstig 1, Seltjarnarnesi. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, Álftamýri 36, Reykjavík. Arnaldur Valdemarsson, Skaftahlíð 10, Reykjavik. 50 ára Bima Kristín Þórhallsdóttir, Heiðarvegi 30, Vestmannaeyj- um. Helga Hinriksdóttir, Engjavegi 3, Mosfellsbæ. Jóhann Geirharðsson, Bakkaseli 36, Reykjavík. Helga Óskarsdóttir, Þjórsárholti, Gnúpveijahreppi. Jónas Helgi Helgason, Strandgötu 9a, Eskifirði. Guðni Ólafsson, Hrannarbyggð 9, Ólafsfirði. Eiríkur Jónsson, Hólabraut 7, Hornafirði. 40 ára Ingiríður Br. Þórhallsdóttir, Hjallavegi 23, Reykjavik. Sigrún Ragna Kjartansdóttir, Miðtúni 86, Reykjavík. Sigurbjörg Þráinsdóttir, Heiöarvegi 62, Vestmannaeyj- um. Stefán Magnússon, Viðigrund 45, Kópavogi. Hreinn Jóhannsson, Brekkubraut 7, Reykjanesbæ. Lárus Halldórsson, Leirutanga 20, Mosfellsbæ. Herbert Jónasson Hólm, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Ragnheiður Gísladóttir, Sigtúni 12, Vesturbyggð. Eva Barbara Valdimarsdóttir, Reyrengi 7, Reykjavík. Ingólfur Guönason, Engi, Biskupstungnahreppi. Hlynur Ólafsson, Hraunbraut 45, Kópavogi. Sigurður Ringsted, Munkaþverárstræti 14, Akur- eyri. Svana Hólmfriður Kristins- dóttir, Búðasíðu 4, Akureyri. Linda Björk Magnúsdóttir, Lækjarbergi 8, Hafnarfirði. Óli Kristinn Hrafnsson, Túngötu 18, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.