Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 15 Að lokinni versl- unarmannahelgi Frá Pjóöhátíö í Eyjum. - „Par voru segir Elísa m.a. í greininni. um mikla aukningu amfetamín- neyslu meöal ungs fólks á fyrra helmingi ársins 1996. í foreldra- síma Vimulausrar æsku og í við- tölum við foreldra og unglinga höf- um viö líka orðið vör við aukna neyslu á þessu efni. Það verður sífellt erfiðara að vinna að fyrsta stigs forvörnum þegar aðgengi að áfengi verður auðveldara með hverjum deginum sem líður, einnig fyrir unglinga. Og ekki batnar það ef ráðamenn þjóðarinnar láta sér til hugar koma að lækka aldur til áfengis- kaupa í 18 ár. Von mín er sú að þeir hugsi sig um eftir þessa helgi. notaðir gámar til aö geyma börnin i,“ Undanfarið virðist sem framboð af ólöglegum vímuefnum hafi verið mikið og ekki bætir það úr. Við vitum að í fyrra byrjuðu margir unglingar á neyslu um verslunar- mannahelgina, ekki bara á áfengi heldur líka á ólöglegum vímuefn- um eins og Epillunni. Að liðinni þessari löngu helgi heldur Vimulaus æska áfram har- áttunni eins og undanfarin 10 ár og við munum halda áfram að virkja foreldra í baráttunni gegn fíkniefnum og efla að miklum mun samvinnu við aðra sem vinna að forvörnum. Elísa Wíum Verslunar- mannahelginni 1996 er lokið og við tekur uppgjör her- legheitanna. For- svarsmenn útihá- tíða telja upp úr kössunum, rifin tjöld og viðlegu- búnaður er afskrif- „Dauðaherbergiö" var fullt Sl. laugardagskvöld blasti ófög- ur sjón við landsmönnum í frétta- tímum sjónvarpsstöðvanna. Frétt- næmast frá þessari mestu „skemmtihátið ársins" voru myndir frá Akureyri af blautum og hröktum unglingum, skjögrandi ofurölvi um stræti og torg, drukknum og sjálfsagt mörg- um undir áhrifum annarra vímu- efna. Sölumenn dópsins hafa trú- lega verið á staðnum, þeir fylgjast vel með. í viðtali við lögreglu kom fram að „dauðaherbergið" var fúllt og alls staðar lágu unglingar að sofa úr sér vímuna. Rusl var úti um allt og tjaldstæðavörður, sem talað var við, óskaði þess að næsti dag- ur væri þriðjudagur, svo kveið hann nóttinni. í Eyjum var mikil ölvun á ung- lingum og sýnt í sjón- varpinu þegar unglingur var dreginn inn í „dauðagám". Óhugnan- legt. Þar voru notaðir gámar til að geyma hörnin í. Einnig þar voru ólögleg fíkniefni. Auðvitað skemmtir stór hópur unglinga sér um verslunarmannahelgina án vimuefna. Því má ekki gleyma. Mótshald- arar í Galtalæk sögðu að þar hefði allt farið vel fram enda eftirlit og gæsla mikil. Komu ein að sunn- an Fyrir verslunarmanna- helgi sendi Vímulaus æska sýslumönnum bréf og brýndi þá á því að halda lög og reglur um úti- hátíðir, t.d. eiga 14 og 15 ára ung- lingar að vera i fylgd með full- orðnum á útihá- tíðum. Lögreglan á Akureyri furð- aði sig á því að börn á þessum aldri komu ein að sunnan á útihátíðina á Akureyri. Hefði ekki einfaldlega átt að senda þau til foreldrahúsa aftur og láta foreldrana taka við þeim? Vímulaus æska, Fræðslumið- stöð i fiknivömum og ÍUT, æsku- lýðssamtök, sendu fyrir helgina bækling til allra foreldra í landinu sem eiga 14 og 15 ára unglinga. Bæklingurinn heitir 5 RÁÐ TIL FORELDRA GEGN FÍKNIEFNUM. LÍF BARNSINS ER í HÚFI. Við fengum mikil viðbrögð við þessum bæklingi en við vorum með tvær~ simalínur opnar allan sólarhring- inn dagana fyrir helgina til þess að geta liðsinnt foreldrum sem vildu fá upplýsingar af ýmsu tagi. Lækkaöur áfengiskaupa- aldur Fyrir stuttu komu tölur frá SÁÁ Kjallarinn aður, gert að sár- um þeirra sem létu hendur skipta og stúlkur, sem urðu fyrir harðinu á misyndismönn- um, reyna að vinna bug á óttan- Elisa Wium um, niðurlæging- framkvæmdastjóri unni og heiftinni. Vimulausrar æsku „Það verður sífellt erfíðara að vinna að fyrsta stigs forvörnum þegar aðgengi að áfengi verður auðveldara með hverjum degin- um sem líður, einnig fyrir ung- linga.u Aherslur á ný viðhorf í fiskveiðum: Frjáls veiði á öngulinn Það hefur víða komið fram að allt bendir til þess að þorskur sé nú að aukast á miðunum kringum ísland. Þetta er auðvitað vegna þess að togveiðar hafa verið mjög utan 200 mílanna og veruleg frið- un frá þessari veiðiaðferð átt sér stað. Allir sanngjamir menn við- urkenna þessa staðreynd. Við vilj- um þvi haga okkur samkvæmt því og fá fullt frelsi til veiða með öngl- inum. Þar sem þorskstofninn er ekki enn kominn í sitt fyrra horf að magni til verður um óákveðinn tíma að setja hámark á hvem þann er veiðir með öngli. Þetta eru kröfurnar Auðlindir hafsins verði áfram sameign þjóðar- innar, sbr. 1. grein gildandi laga um fiskveið- ar. Hverjum manni er frjálst að veiða með öngli innan 100 mílna fisk- veiðimarkanna og hafi til þess fley er fullnægi öllum reglum Siglingamála- stofnunar. Þar sem enn verður að takmarka heildarveiði er óhjákvæmilegt að setja hverjum sjómanni með öngul hámarksafla, til dæmis 40 tonn á ári. Öörum sem ekki era sjómenn verði út- hlutað t.d. 2 tonnum. Enginn má selja eða ráðstafa til ann- ars úthlutun sem hann fær í upphafi árs. Skylt er að gefa upp allan afla viku- lega. Sæki menn ekki sjó í 9 mánuði sam- fellt verði litið svo á að ekki sé vilji að veiða neitt á 12 mán- aða tímabili og verði því athugað um aukn- ingu til sjómanna. Allur afli komi á land. Meginregla um við- skipti verði í gegnum fiskmarkað. Fyrsta flokks með- ferð á afla er skilyrði fyrir veiði. Þegar tveir eða fleiri eru á bátn- um skerðist afli á hvern mann um 10-15 tonn. Afli línubáta verði aldrei meiri en 70 tonn á hvem skráðan mann í upphafi árs eða vertíðar. Afli veiddur á öngul verði ein- gongu unmnn mnan- lands. Enginn skör ofar Þetta nýja kerfi mun þegar leiða til meiri vinnu í landi og skila úrvalshráefni. Vist- vænar veiðar verða í forsæti. Enginn er settur skör ofar öðr- um með veiðar á öng- ul. Menn velja frjálst að vera með línu eða handfæri. Bátar inn- an 10 brúttótonna fari ekki til veiða frá 1. nóvember til 1. mars. Þeir sem hafa áhuga á því að standa að þessari veiðistefnu geta innan skamms tilkynnt sig til kjama sem mun undirbúa víðtæk- ari stefnumótun gagnvart Alþingi og fá fram nauðsynleg lög. Allir sem veiða samkvæmt þessu kerfi greiða 5% aflagjald. Jón Ármann Héðinsson „Enginn er settur skör ofar öðrum með veiðar á öngul. Menn velja frjálst að vera með línu eða hand- færi. Bátar innan 10 brúttótonna fari ekki til veiða frá 1. nóvember til 1. mars.“ Kjallarinn Jón Ármann Héðinsson fyrrv. alþingismaður Með og á móti Ríkisrekstur fríhafnar- verslunarinnar Skilaði 600 millj- óna króna hagnaði „Frihöfnin hefur verið rekin af ís- lenska ríkinu frá 1958 og er í dag fyrirtæki sem skilaði eig- endum sínum, ríkissjóði, 600 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Það er því ekki óeðlilegt að einkaaðilar reyni að komast yfir þennan rekstur. Sennilegt má telja að verði fríhöfnin boðin út þurfi að gera það innan Evrópska efna- hagssvæðisins og er þá ekki ólík- legt að erlend fyrirtæki hljóti hnossið. Við það missa íslenskir kaupmenn, sem nú skipta við frí- höfnina, mikil viðskiptl. Fríhöfn- in er opin allan sólarhringinn alla daga ársins og reynir að veita góða þjónustu. Kaup- mannasamtökin hafa haldið því fram með blaðaskrifum að und- anförnu að fríhöfnin reki póst- verslun. Það er ekki rétt. Hitt er þó rétt að fríhöfnin hefur veitt þá þjónustu, í litlum mæli þó, að hægt er að greiða vöru fyrir fram með kreditkorti og varan er frá- tekin við komu farþega til lands- ins. Oftast er um að ræða for- eldra sem eru að greiða fyrir af- kvæmi sín. Þær vörur, sem hægt er að kaupa í komuverslun, geta íslendingar líka keypt erlendis og í erlendum fríhöfnum og feng- ið virðisaukaskatt endurgreidd- an. Það er því að stóram hluta verið að reyna að flytja verslun- ina úr landi með því að amast við komuversluninni. Stærri fyr- irtæki landsins hafa í auknum mæli ráðið stjómendur utan eig- endahópsins og sé ég því ekki mun á rekstri fríhafnar og einka- fyrirtækja annan en þann að for- stjórar eru misjafnlega starfi sínu vaxnir." Betur komið í höndum einkaaðila „Rekstri frí- hafnarversl- unarinnar væri betur komið í hönd- um einkaaðila en ríkisins. Ríkið á ekki að vera í óeðli- legri sam- keppni við «»n. formaaur verslun í land- ^JJ^nna*am' inu og á að láta sér nægja að hafa húsaleigu- tekjur af slíkri verslun. Ríkið fær engar tekjur í ríkissjóð í formi tolla, vörugjalda og virðis- aukaskatts af þessari fríhafnar- verslim og þar af leiðandi er það í bullandi samkeppni við aðra verslun. Kaupmenn á landinu þurfa allir að greiða þessi gjöld. Varðandi komuverslunina er það skoðun Kaupmannasamtakanna að hana eigi að leggja niður. í flugstöðvum hins vestræna heims tíðkast ekki slík verslun. Það hefur einnig komið fram að undanförnu að ríkið stundar þarna ákveðna póstverslun sem er fáránlegt og það sýnir hversu lítil virðing er borin fyrir ís- lenskri verslun. Það er ekki eðli- legt að fólk sem ekki er að ferð- ast geti verslað þama eins og upp úr vörulista. Ríkið á ekki að stunda slíka verslun og það er hneisa að þetta skuli eiga sér stað. Við gerum kröfu um það að þeirri verslun verði hætt nú þeg- ar. Verslanir í erlendum fríhöfn- um eru allar í höndum einkaað- ila og það er orðið tímabært að rikið endurskoði afstöðu sína til þessarar verslunar og feli hana öðrum.“ -ilk Benedikt Kristjáns-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.