Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Fréttir DV Sveinn Jón Sveinsson stendur í endurkröfumáli vegna meðlags með barni: Er í stórri meðlagsskuld þó hann sé ekki faðirinn Maður sem taldi sig vera foður bams sem fæddist árið 1992 stendur nú í verulegri meðlagsskuld þó svo að um síðustu áramót hafi hann verið útiiokaður frá faðemi viðkom- andi bams. Samkvæmt upplýsing- um DV falla uppsafnaðar meðlags- skuldir ekki niður eða í hlut móður eða rétts föður þegar í ljós kemur að „meintur faðir“ er það ekki. Sveinn Jón Sveinsson, íbúi í Hafnarfirði, var „í sambandi" við konu árið 1991 og árið eftir fæddi hún bam. Sveinn Jón taldi sig vera Bragi Friðriksson, prestur í Garðakirkju, var hæstur í úttekt á tekjum presta fyrir síðasta ár. Hann var með 473 þúsund krónur að með- altali á mánuði sem er mun meira en Ólafur Skúlason, biskup íslands, hefur. Hann var með 385 þúsund krónur á mánuði. Vigfús Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, var næstur biskupi með 374 þúsund föðurinn og skrifaði þá undir við- komandi plögg til að viðurkenna faðerni bamsins. Hann átti því að greiða meðlög strax enda vom hann og móðirin ekki skráð í sambúð. Þegar frá leið fór Sveinn Jön að fá efasemdir um faðemið og upp úr sambandinu slitnaði. Blóðprufa leiddi síðan í ljós að yfirgnæfandi líkur væru á að Sveinn Jón væri ekki faðirinn og benti móðirin á hinn líklega fóður. Sveinn Jón var siðan útilokaður frá faðerni frá síð- ustu áramótum. Hvað sem því leið krónur að meðaltali á mánuði sem er hækkun um 80 þúsund krónur á mánuði frá árinu áður. Geir Waage, prestur í Reykholti, og Flóki Kristinsson, prestur í Lang- holtskirkju, era lægstir í úttekt okk- ar. Geir var með 175 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en Flóki lægstur með 163 þúsund krónur í meðaltekjur á mánuði. -gdt námu þá uppsafnaðar meðlags- skuldir hans með barninu um 400 þúsund krónum með vöxtum en þá hafði hann greitt um 100 þúsund krónur, að hans sögn. Hann stendur nú í endurkröfu- máli til að losna undan skuldinni sem hann telur sig með engu móti eiga að greiða. Þegar álagningarseð- ill kom út um síðustu mánaðamót voru barnabætur vegna barns sem hann á nú með annarri konu dregn- ar af honum vegna framangreindrar meðlagsskuldar. Hann sagði við DV Mál tannlæknis, sem vatt sér inn í Landsbankann við Laugaveg fyrr í sumar og tók þar einn starfsmann bankans og sjúkling sinn tökum og fjarlægði gervitennur úr munnholi hans, er til rannsóknar hjá RLR. Tannlæknirinn hafði áður komið tönnunum fyrir í munni banka- mannsins. Sagt var frá þessu máli í DV á sínum tíma. Tannlækninn og sjúkling hans mun hafa greint á um greiðslu fyrir verkið við tennurnar en samkvæmt heimildum DV hafði náðst sátt um greiðslu fyrir tannsmíðina fyrir milligöngu lögmanna og hafði sjúkl- að lögmanni sínum hefði þó tekist að fá barnabæturnar endurgreiddar en óljóst sé um endurkröfumálið á hendur móðurinni og hins rétta fóð- ur. „Það hefur verið litið svo á að allt til þess tíma að greiðandi hefur ver- ið útilokaður frá faðemi eigi hann að greiða meðlag með barni,“ sagði Árni Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Innheimtustofnunar sveitarfé- laga, í samtali við DV aðspurður um framgang hliðstæðra mála hjá stofn- uninni. -Ótt ingurinn greitt tannlækninum. Því hafi árásin í bankanum komið á óvart en tannlæknirinn og sjúkling- ur hans fyrrverandi hafa verið tengdir fjölskylduböndum. Stjóm og aganefnd Tannlæknafé- lags íslands hafa fjallað um málið og segir Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélagsins, að félagið bíði í raun niðurstöðu RLR áður en það ákveður endanleg viðbrögð við þess- ari sérstæðu aðgerð tannlæknisins, félagsmanns síns. Hvorki banka- maðurinn né lögmaður hans vilja tjá sig um þetta mál. Göngufólk í Eyjafirði: Þyrlan í viðbragðs- stéðu DV, Akureyri: Hjálparsveitir skáta og Flug- björgunarsveitarinnar á Akur- eyri hófu skömmu eftir miðnættti aðfaranótt sunnudags leit að hjón- um á fimmtugsaldri og bami þeirra en þau þrjú höfðu farið í gönguferð á laugardag og ekki skilað sér til hyggða á þeim tima sem reiknað hafði verið með. Fólkið hugðist ganga frá Garðsá í Garðsárdal yfir Göngu- skarð og þaðan eftir Bleiksmýrar- dal til Hlugastaða í Fnjóskadal. Sonur hjónanna gerði björgunar- sveitum viðvart þegar fólkið skil- aði sér ekki til byggða á þeim tíma sem reiknað hafði verið með og lögregla hafði einnig afskipti af málinu aðfaranótt sunnudags. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu og var síö- an kölluð út klukkan 6 um morg- uninn. Klukkustund síðar, eða um það leyti sem þyrlan var að hefja sig til flugs frá Reykjavík, fannst fólkið hins vegar. Það hafði leitað hvildar í skála í Garðsárdal því ferðin hafði reynst tímafrekari en reiknað hajfði verið með fyrir fram en fólkið var hið hressasta og am- aði ekkert að því. -gk Vestmannaeyjar: Þrír menn réðust á húsráðanda Þrír ungir menn réðust inn í hús í Vestmannaeyjum og börðu húsráðanda illa seint á fóstu- dagskvöldið. Lögreglan handtók árásarmennina seinna um nótt- ina og gáfu þeir þá skýringu að þeir hefðu talið manninn tengd- an fíkniefnum og þvi viljað taka hann í gegn. Sögðust þeir vilja losa bæinn við svona ófognuö með því að taka lögin í eigin hendur. Að sögn lögreglu í Eyj- um var þeim sleppt að yfir- heyrslu og játningu lokinni en þeir vom allir ölvaðir þegar árásin átti sér stað. Fórnarlamb- ið var flutt á sjúkrahús og var maðurinn illa marinn á andliti og líkama. Að sögn lögreglu ætl- ar hann að kæra árásina. -RR Stolið úr bátum DV, Akureyri: Fjórir piltar á aldrinum 13-16 ára urðu uppvísir að því á Akur- eyri um helgina að brjótast inn í báta í smábátahöfninni í Sand- gerðisbót og stela úr bátunum ýmsum hlutum. Þá var farið um borð í loðnu- skipið Súluna sem lá við Torfu- nefsbryggju. Þar voru nokkrar skemmdir unnar og einhverju smávægilegu stolið. -gk Tvö innbrot á Tálknafirði Brotist var inn í tvö íbúðar- hús á Tálknafiröi í fyrrinótt. Engu var stolið úr húsunum en töluverðar skemmdir unnar inn- andyra. íbúar í báðum húsunum voru í burtu þegar innbrotin voru framin. Lögreglan hefur málið í rannsókn. Að sögn henn- ar eru vissir aðilar grunaðir en enginn hefur enn verið handtek- inn. -RR Hvernig væri að breyta til og flytja veisluna út i garð! Við leigjum falleg, sterk tjöld, 10-200 manna. Við aðstoðum við upp- setningu á tjaldinu ef þú óskar. Leigjum einnig borð og stóla/bekki. Nú skiptir veðrið ekki máli - andrúmsloftið verður afslappað og skemmtilegt. 'JiKÍtcJíittej gsiffii ^iíHíJíij] i:j loyt Hiff. Krókhálsi 3 - sími 587 67 77 — mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1994 — Úttekt á tekjum guðsmanna 1995: Meðaltekjur þeirra um 300 þúsund krónur Fuglalíf er mikið í Grímsey og nú eru ungar óðum að komast á legg. Á árum áður lifðu Grímseyingar að miklu leyti á fugli og eggjum en nú hefur matar- æði þeirra breyst sem og annarra landsmanna. Algengt er að fólk taki í fóst- ur pysjur og börnin annist síðan ungviðið og hafi gagn og gaman af. Hér má sjá Onnu Dóru Heiðarsdóttur gefa ungum fiskmeti. Reyndar eiga bræöur hennar fuglana sem eru tvær álkur og einn lundi. Eftir nokkrar vikur verða þeir fleygir og þá veröur þeim sleppt. DV-mynd Reynir Gervitennur sóttar upp í sjúkling: Tannlæknirinn hafði fengið greitt - Tannlæknafélagið bíður niðurstöðu RLR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.