Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
7
DV
Fréttir
Bílastæðasjóður stendur í ströngu:
Þriggja króna skuld í
lögfræðingsinnheimtu
- verður ekki farið í hart, segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs
„Það hefur eitthvað gerst og það
verður kannað hvað það gæti ver-
ið,“ segir Stefán Haraldsson fram-
kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs
Reykjavíkur, við DV vegna gíróseð-
ils sem lögmannastofa sú, sem inn-
heimtir vangoldin aukastöðugjöld,
sendi út upp á kr. 3,00 - þrjár krón-
ur.
Á seðlinum stendur að verði þessi
þriggja króna reikningur greiddur
eftir að tiltekinn frestur er liðinn
megi búast við því að litið verði á
greiðsluna sem innborgun, því að
aukakostnaður, m.a. vegna upp-
boðsaðgerða, hefði getað bæst við
upphæðina.
Viðtakandi þriggja króna rukk-
unarbréfsins hafði reyndar greitt
gíróseðil frá Bilastæðasjóði sem
hljóðaði upp á 1275 krónur innan til-
tekins frests og þegar málið var
kannað í tölvu Bílastæðasjóðs í gær
kom í ljós að í henni stóð að greidd-
ar hefðu verið 1272 krónur og vant-
aði þijár krónur upp á fullnaðar-
greiðslu.
í samtali við DV sagði Stefán
Hallgrímsson að þetta væri allsér-
kennilegt því að þegar gíróseðlar
væru greiddir í banka læsi gjald-
keratölvan sjálf gíróseðilinn og
sjaldgæft væri að hún læsi aðra tölu
en á seðlinum stæði. Innheimtu-
kerfi Bílastæðasjóðs væri sjálfvirkt
og hefði tölva sjóðsins á sjálfvirkan
hátt sent boð um þriggja króna
skuldina til lögmannastofunnar sem
innheimtir vangreidd aukastöðu-
gjöld og tölvan þar greinilega sömu-
Vinirnir Ásbjörn Tryggvi og Almar á leið í Barnaskóla Akureyrar.
DV-mynd gk
Á leið í skólann:
Mest gaman í frímínútunum
DV, Akureyri:
Vinimir Ásbjöm Tryggvi Svein-
bjömsson og Almar Þorvaldsson
vom heldur betur mannalegir þegar
þeir voru á leið í skólann en þeir
em í Bamaskóla Akureyrar. Poll-
amir em 8 ára og vora því að setj-
ast í 3. bekk.
Það var lítið mál að fá þá til að
halda á skólatöskunum sínum og
„sitja fyrir“ og ekki varð þeim held-
ur svarafátt þegar þeir voru spurðir
hvort það væri gaman að vera
komnir i skólann að nýju. „Það er
ofsalega gaman, en það er skemmti-
legast í frímínútunum," sögðu þeir
næstum í kór.
íbúðarhús úr rekatimbri
DV, Hólmavik:
Það orð hefur jafnan farið af íbú-
um afskekktra og þá oft harðbýlli
héraða að þeir sinni jafnan betur og
láti sig meira um varða hlunnindi
margs konar en þeir sem í góðsveit-
um búa. Um langt árabil hafa íbúar
í Ámeshreppi á Ströndum, þeir sem
viö sjávarhlunnindi hafa búið, gert
sér verðmæti úr meginhluta þess
rekatimburs sem sjávarstraumar
hafa þar að landi borið, eða allt frá
girðingastaumm til vandaðs park-
ets til að prýða stássstofur efnabetri
höfuðborgarbúa á allra síðustu
árum.
Á bænum Gjögri var á síðari
hluta árs hafm bygging íbúðarhúss
sem nær eingöngu er byggt úr
rekatimbri af íjörum Ámeshrepps.
Húsið er 82 m2 að stærð. Eigandinn,
Adolf Thorarensen flugvallarstjóri
og bóndi, flutti svo inn í það fullbú-
ið fyrri hluta þessa árs.
Þetta er annað íbúðarhúsið sem
byggt er úr rekatimbri hér í sýslu á
fárra ára bili, fyrir nokkmm árum
reis hús á bænum Þorpum í Kirkju-
bólshreppi sem eingöngu er byggt
úr timbri af Þorparekanum. Af því
er mikil staðarprýði. -GF
leiðis á sjálfvirkan hátt snarlega unum þremur sem vantaði. Stefán harða lögfræðingsinnheimtu út af
sent manninum mkkim fyrir krón- sagði það fráleitt að farið yrði út í þessu máli. -SÁ
FULL VERSLUN AF
NÝJUM VÖRUM
úlput 09
\oðhettu.
\ ým sum
Vandað&r
eðaán
h\VÍar
BVsur,margargeu,'-
VerðfráKr.1"0
P\ls,ýmsargerð>n
Verð\ráKr.1"°
Buxur,margargerð»r.
Verð frá Kr. 2"°
Kápur, ýmsar ger '
xA frá Kr.
Þad borgar sig að kynna
sér úrvalid og veröid í
verslunarhúsi Quelle.
L I S T A
KAÖP
SÍMI 564 2000
VERSLUNARHÚSIÐ DALVEGI2 - KÓPAVOGI