Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 DV Frábærir vaktmenn Ein þakklát hringdi: Ég kom frá útlöndum á mið- vikudaginn í síðustu viku og lenti í vandræðum með bílinn minn því hann fór ekki í gang. Ég hafði geymt hann á bílastæð- inu sem vaktað er við Leifsstöð allan sólarhringinn og vakt- mennirnir þar gerðu allt sem þeir gátu fyrir mig. í gang vildi bíllinn ekki. Góð ráð voru dýr, fjölskyldan beið í flughöfninni og rigningin og rokið gerðu allar aðstæður enn óyndislegri. Þegar ég bað mennina um að keyra mig til baka inn á flughöfn buðu þeir mér bara að taka fyrir sig bílaleigubíl og fara með i bæinn. Ég myndi svo bara skila honum morguninn eftir. Ég er alsæl með þessa frábæru menn og kann þeim bestu þakkir fyrir. Þeir björguðu mér alveg, ör- þreyttri eftir 17 tíma flug. Svona eiga menn að vera. Örvhentir í vanda Örvhentur skrifar: Ég er sjálfur örvhentur og finnst eins og alls staðar sé mið- að við að menn séu rétthentir. Pennar eru nánast undantekn- ingarlaust hægra megin á borð- um og vegna þess að þeir eru límdir niður er erfitt að nota þá. Ég er farinn að hafa penna alltaf meðferðis en mér finnst að menn mættu hugsa um þetta. Sums staðar eru bæði pennar hægra megin og vinstra megin. Notum regnhlíf Steinar Birgisson hringdi: Mér finnst fólk alltaf vera að bölsótast út í rigninguna en mér líður aldrei betur en í rigningu. Fólk er alltaf á hlaupum undan dropunum og svo virðist sem enginn eigi regnhlíf. Hér rignir, eins og fólk eflaust veit, nokkuð mikið og því ekki að fá sér regn- hlíf. Hún gerbreytir öllu þegar maður er úti í rigningu. Notum regnhlíf og brosum á móti regn- inu. Endurskins- merkin upp Stella hrindi: Mig langar rétt að áminna unga fólkið um að nota endur- skinsmerkin nú þegar dimmt er orðið á kvöldin og enn rökkur þegar börnin fara i skólann. Það munar miklu fyrir okkur sem erum að keyra því við sjáum þau svo miklum mun fyrr ef þau er með merkin uppi. Þetta er lífs- spursmál og foreldi-ar ættu að brýna þessa hluti fyrir bömun- um. Fáránlegar reglur um boltann Rúnar Jónsson hringdi: Oft hef ég orðið hissa en sjald- an eins og þegar ég heyrði ástæð- ur þess að ekki var hægt að sýna leik úr ensku knattspymunni beint á RÚV um næstliðna helgi vegna þess að verið var að leika í úrslitakeppni fjórðu deildar á íslandi á sama tíma og leikurinn á Englandi átti að fara fram. Þessa skýringu heyrði ég en hef hvergi séð neitt um þetta á blaði og nú langar mig til þess að vita hvort verið getur að þetta sé rétt. Ef svo er finnst mér reglurnar vera í meira lagi skrýtnar. Skipt- ir máli hvort fimmtán áhorfend- ur koma á leik í fjóröu deild eða hvort þeir verða bara þrettán vegna þess að tveir sitja heima yfir sjónvarpinu? Hvar endar ruglið? heimsins Berglind Marínósdóttir húsmóð- ir: Nei, ég hef ekkert fundið fyrir henni. Börnin snemma í háttinn Kennari skrifar: Mér fannst þörf sú áminning sem við foreldrar fengurn send í ein- hverju dagblaðanna fyrir helgina þar sem rætt var um svefn- og mat- arþörf barnanna okkar. Við full- orðna fólkið komum okkur upp alls konar ósiðum, sumum hverjum alls ekkert svo slæmum að því er okkur finnst fyrir okkur sjáif en ef þeir færast yfir á börnin okkar verða þeir að vondu máli. Okkur finnst það kannski ekkert tiltökumál að fara í vinnuna án þess að fá okkur morgunmat. Við skell- um kannski í okkur einum kaiffi- bolla á hlaupum og látum það svo duga eitthvað fram eftir morgni. Vitaskuld er þetta mjög slæmt en við ráðum betur við þetta heldur en ef við sendum bömin okkar í skól- ann án þess að þau borði morgun- mat. Ástæðan fyrir því að enginn timi gefst til þess að borða er eflaust víðast hvar sú sama. Við höfum okkur ekki sjálf á fætur og þess vegna verða börnin sein fyrir. Kennarar eru fljótir að koma auga á þá sem sofa of lítið og borða of lítið. Það eru oftar en ekki alltaf sömu krakkarnir sem eru þreyttir, einbeitingarlausir og sífellt kvart- andi, þeim sé of heitt eða kalt, þeir séu þreyttir eða svangir. Allt kemur 'þetta á endanum niður á námsár- angrinum og það er vitaskuld ekki gott. Við þyrftum ekki nema eina viku til þess að koma reglu á hlut- ina. Þótt við sem eldri erum þurfum ekki nema fimm til sex tíma svefn gætu börnin okkar þurft að sofa í tíu tíma. Höfum það í huga. Sigfríður Sophusdóttir: Nei, en ég vona að hún leysist brátt. Hörður Filipsson, sjálfstæður at- vinnurekandi: Nei, og það er allt í lagi. Ég geri aldrei ráð fyrir að verða veikur. Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir: Nei, og ég held að hún eigi alveg ör- ugglega ekki eftir að gera það. Erla Gísladóttir nemi: Nei, ég hef engar áhyggjur af henni. Ingimn Jónsdóttir nemi: Nei, ég nota heimilislækna bara til að fá vottorð. Ef eitthvað alvarlegt amar að þá fer ég til sérfræðinga. Bandaríkin og Saddam Hussein Konráð Friðfinnsson skrifar: Melisa Russo og Julie Lejeune eru tvær átta ára stúlkur af belgísku bergi brotnar. Þeirra örlög voru að lenda í höndum mannræn- ingja sem beittu þær kynferðislegu ofbeldi og notuðu þær til að fram- leiða barnaklám handa sjúkum sál- um heimsins. Samkvæmt fregnum létust telp- urnar vegna matarskorts, lokaðar inni í kjallarakompu í húsi einu í Belgiu. Ástæðan var sú að höfuð- paur ódæðisins, Merch Dutroux, sat í fangelsi í tvo mánuði fyrir þjófnað. Er March þessi var látinn laus úr prísundinni gróf hann lík telpnanna í garðinum heima hjá sér í skjóli nætur. Melisa og Julie voru bornar til grafar 22. ágúst sl. og ríkti þá þjóðarsorg í Belgíu. Búið er að handtaka nokkra menn í Belgíu vegna bamakláms- málsins og er einn þeirra háttsettur í belgísku rannsóknarlögreglunni. Ég heyrði á dögunum að þessir barnaklámshringir í veröldinni veltu álíka upphæðum á ári og vopnasalan og eiturlyfin. Þessar tölur eru ógnvekjandi, eink- um fyrir þær sakir að á bak við þær stendur fólk sem kaupir þennan óhugnanlega varning til að svala sinni afar brengluðu kynhvöt og held- ur starfseminni þar með gangandi. Eftir þvi sem mér hefur skilist er þessi óþverri mestanpart seldur á myndböndum eftir einhverjum neð- Enn er verið að leita að fórnarlömbum alþjóölegs hrings barnakláms. Mynd- in er tekin í Belgíu. anjarðarleiðum sem viðskiptavin- imir einir vita um. Engir aðrir en afbrigðilegir menn hafa geð í sér til að selja slíkan varning, vitandi sem er að saklaus og varnarlaus böm em notuð á jafn grimmilegan hátt og hér um ræðir. Ég tel að ekki fyrirfinnist margir menn sem ekki vflji að svona menn fái langan fangelsisdóm. En þetta mál er ekkert einfalt. Og hinir seku em mun fleiri en þeir sem búið er að handtaka núna. Þeir sem kaupa svona vöru og þjónustu bera jafn mikla ábyrgð á sóðaskapnum því ef enginn kaupir þennan eða hinn varninginn dettur hann af mark- aðnum og starfsemin stöðvast sjálf- krafa. Menn sem eiga barnaklám í blaða- eða myndbandsformi á skil- yrðislaust að dæma. Bandaríkin eiga mikilla hagsmuna að gæta viö Persaflóann vegna olíu, seg- ir Skarphéöinn í bréfi sínu. - Myndin er af hernaöarbrölti Bandaríkjamanna viö Persaflóann. tveir siðastnefndu hafa veitt glæpa- hyski griðland og ég er hissa á því að Bandaríkjamenn skuli ekki hafa rutt þessum mönnum úr vegi fyrir löngu síðan. Þeir hafa kallað skort og örbirgð yfir almenning. Þeir nota alls um 30 prósent af olíubirgðum heims en framleiða að- eins tíu prósent sjálfir. Fleiri ríki eiga einnig mikilia hagsmuna að gæta. Tyrkir hafa sýnt tvískinnungs- hátt sem veldur Bandaríkjamönn- um og mörgum öðrum áhyggjum. Bandaríkin þurfa stuðning sinna bandamanna til að koma málum á hreint á þessu svæði. Viðskipta- þvinganir bitna aðeins á almennum borgurum. Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Enn hefur Saddam Hussein reitt Bandaríkjamenn til reiði og hafa þeir síðarnefndu svarað með sið- búnum hemaðaraðgerðum. Sagt er að þeir hafi vitað að írakar myndu ráðast á Kúrda. Mér finnst þessar árásir sjálfsagðar og er satt að segja hissa á því hve mörg ríki em and- víg þeim. Aðeins Bretar standa þétt við bakið á Kananum í þessu sem og öðrum málum. Þeir hafa greini- lega ekki gleymt þeirri miklu aðstoð sem þeir fengu í seinni heimsstyrj- öldinni þegar heiminum stafaði ógn af glæpamanninum Hitler. Eins er með Saddam Hussein og Hitler, Khomeini og Gadaffi. Þeir Spurningin Hefur læknadeilan komið niöur á þér? Lesendur Sjúkar sálir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.