Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 óháð útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformafiur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON AOstoóarritstjóri: EUAS SNÆUND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þyngdir ofbeldisdómar í ræðu sinni við opnun nýs Hæstaréttarhúss óskaði dómsmálaráðherra eftir þyngri dómum í ofbeldismálum. Forseti Hæstaréttar tók síðan undir þetta í viðtali við DV og sömuleiðis dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Yf- irvöld eru farin að taka mark á almenningsálitinu. Dómstjórinn á Reykjanesi sagðist rairnar löngum hafa verið þeirrar skoðunar, að harðar sé tekið á fjármuna- brotum en líkamsmeiðingabrotum. Þetta er það sama og nokkrum sinnum hefúr verið bent á hér í blaðinu. Úrelt gildismat hefur of lengi ráðið ferðinni. Gömul lög bera þess merki, að peningar hafa löngum verið taldir æðri lífi og limum fólks. Tímabært er, að Al- þingi fari að endurskoða refsiákvæði laga með breytt gildismat í huga og gefi þannig dómstólum ábendingu um, að breyta þurfi réttarvenju í þjóðfélagmu. Einkum eru það þó dómstólarnir, sem þurfa að taka sig á. Þeir hafa ekki notað svigrúm laga við ákvörðun refsingar í ofbeldismálum. Þeir hafa haldið sig við neðri jaðar svigrúmsins og þar á ofan fellt skilorðsbundna dóma í þremur tilvikum af hverjum íjórum. Hæstiréttur hefúr gefið tóninn að þessu leyti. Þegar for- seti Hæstaréttar tekur undir orð þeirra, sem vilja breyt- ingar, er ljóst, að breytingar verða. Hann varði einnig stofnun sína með því að benda á, að Hæstiréttur hefði að undanfömu þyngt refsingar í kynferðisafbrotum. Forseti Hæstaréttar og ýmsir fleiri dómarar hafa tek- ið eftir aukinni tíðni ofbeldisglæpa og kröfum úr grasrót almenningsálitsins um harðari refsingar. Enda getur það ekki farið fram hjá neinum, að fólskulegt ofbeldi er skyndilega orðið daglegt brauð hér á landi. Töluverður hópur manna stundar ofbeldi í síbylju. Þeir ráðast á hvem, sem fyrir verður. Yfirstéttin í land- inu hefur lengi látið sér það í léttu rúmi liggja, en hrökk þó við, þegar ráðizt var upp úr þurru á sýslumanninn í Reykjavík. Sú árás færði ofbeldið nær yfirstéttinni. Þrátt fyrir innantómar fullyrðingar lögreglunnar um, að ofbeldi sé með óbreyttum hætti, fer ekki framhjá neinum öðrum, að hættulegt ofbeldi er í örum vexti. Sér- staklega er áberandi, að ofbeldið er fólskulegra en áður og snýr meira en áður að óviðkomandi og óviðbúnu fólki. Þyngri refsingar hafa meðal annars það hlutverk að losa þjóðina við ofbeldismenn af götunum, svo að fólk geti gengið um þjóðfélagið í friði. Tilvera ríkisvalds er beinlínis afsökuð með því, að það sé eins konar nætur- vörður og eigi að sjá um öryggi fólks á almannafæri. Forseti Hæstaréttar og einn hæstaréttarlögmaður hafa samt varað við, að menn megi ekki vera of refsiglaðir. Vísa þeir vafalaust til þess, að lítið samband sé milli þyngdar refsingar og vamaðar hennar. En refsingar hafa ekki bara það hlutverk að vara fólk við glæpum. Megintilgangur refsingar er ekki að vera misheppnuð tilraun til að bæta afbrotamann eða að vara menn við af- brotum. Samkvæmt orðsins hljóðan er refsing einfald- lega refsing. Hún liefur auk þess þá afar þægilegu hlið- arverkun að taka hættulegt síbrotafólk úr umferð. Þyngri refsingar kosta auðvitað meira rými til vistun- ar glæpamanna. Það kostar fleiri og stærri fangelsi að þyngja ofbeldisdóma. Þjóðfélagið er áreiðanlega tilbúið að taka þeirri aukaverkun, því að ofbeldisfólk hefur gengið fram af almenningi og núna einnig yfirvöldum. DV hefur löngum hvatt til stefiiubreytingar. Þegar dómsmálaráðherra og forseti Hæstaréttar taka í sama streng, má búast við, að hjólin fari að snúast. Jónas Kristjánsson „Því miöur veröur aö viöurkenna að þessi fslenska jakkafatamynd er aö nokkru leyti endurspeglun á veruleik- anum en hvernig kemur hún heim og saman viö stefnu íslenskra stjórnvalda í jafnréttismálum kynjanna?" Þessu veltir Kristín Ástgeirsdóttir fyrir sér í pistli sínum. - „Jakkafatamynd" úr þinginu. Daviö Oddsson forsæt- isráöherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra ræöa saman. 100% karlveldi að kynna islenskt at- vinnulíf? Eru svo fáar konur innan stjómkerfísins að ekki ein einasta þeirra eigi erindi til Kóreu með utanrík- isráðherra? Þvi mið- ur verður að viður- kenna að þessi ís- lenska jakkafata- mynd er að nokkru leyti endurspeglun á veruleikanum en hvernig kemur hún heim og saman við stefnu íslenskra stjómvalda í jafn- réttismálum kynj- anna? Til hvers er verið að samþykkja „í þeirrí stóru sendinefnd sem nú gistir Kóreuskagann fyrir íslands hönd er ekki ein einasta kona og óg þori að fullyröa að íslensku fulltrúarnir munu ekki hitta marg• ar háttsettar konur þar eystra. “ Kjallarinn Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Þessa dagana er ut- anríkisráðherra ís- lands staddur í opin- berri heimsókn í S- Kóreu ásamt fjöl- mennu fylgdarliði. Til- gangur ferðarinnar er að kynnast landi og þjóð jafnframt þvi að koma á viðskiptasam- böndum og kanna möguleg samskipti þessara.tveggja rikja. Þótt ísland og S-Kór- ea verði að teljast mjög ólík ríki er eitt þó likt meö stjórnkerfum og stjómum fyrirtækja landanna. Konur eru þar lítt áberandi. í þeirri stóru sendinefnd sem sem nú gistir Kóreuskagann fyrir íslands hönd er ekki ein einasta kona og ég þori að fullyrða að ís- lensku fulltrúarnir munu ekki hitta margar háttsettar konur þar eystra. Það er að sjálfsögðu á valdi Kóreumanna hvemig þeir skipa sínum málum en ég er viss um að ef svona nokkuð sæist í Skandinavíu og reyndar víðar yrði allt vitlaust. Það þykir einfaldlega ekki við hæfi að gefa þá einhliða mynd af atvinnulífi og stjómkerfi þjóða á Vesturlöndum að þar séu karlar allt í öllu enda er það ekki raunin. í Skandinavíu em konur allt að helmingur ráöherra meðan viö erum í 10% og hlutur kvenna á þingum og í sveitarstjómum er mun meiri þar en hér. Stórfyrir- tækin em enn aö mestu í höndum karla en einnig þar er að verða breyting á. Til hvers lög og reglur? Er það virkilega svo að engar ís- lenskar konur teljist þess verðar lög og reglur ásamt alþjóðlegum sáttmálum ef stjómvöld, sem hafa skyldur og tækifæri til að breyta, fara ekki eftir eigin samþykktum og þykir við hæfi að kynna ísland á þennan hátt? Stóreflum umræöu Fyrir kvennaráðstefhu Samein- uðu þjóðanna í Kína, sem haldin var fyrir ári, var unnin skýrsla um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. íslands var að engu getið í skýrslunni en við nánari at- hugun kom í ljós að íslendingar vora efstir á blaði þeirra þjóða sem tryggja konum hvað best formleg réttindi. Við höfum lögin og réttinn okkar megin en það seg- ir ekki nema hálfa söguna. Lög og reglur era eitt, veruleikinn annað. íslenskar konur eiga ótrúlega langt í land með að standa jafhfæt- is körlum hvað varðar lífskjör, virðingu, völd og áhrif, þótt menntun þeirra og möguleikar ættu að spegla allt aðra stöðu. Hvemig stendur á þessu? Hvers vegna sækja konur stöðugt í sig veðrið í Skandinavíu meðan við hjökkum í sama farinu? Hvaða ótrúlega lífseigu tregðulögmál era hér á ferð? Því er vandsvarað en ég held að besta leiöin til breyt- inga sé að stórefla umræðu um stöðu kynjanna, krefjast þess að lögum sé framfylgt og beina sjón- um að báðum kynjum í þeirri von að breyta viðhorfum. Ráöherrana á námskeið Snemma sumars funduðu jafn- réttisráðherrar Norðurland- anna hér á landi. Litlum fregn- um fór af fundinum en þar var gerð sú merka samþykkt að hér eftir skyldi jafnréttissjónarmið- um fléttað inn í alla stjóm- sýslu, ákvarðanir og stefnu- mörkun sfjómvalda í stað þess að vera einhvers staðar sér úti á jaðri eða alls ekki með. Þessi stefna, sem á ensku er kölluð mainstreaming, hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim í kjölfar áratugaaögerða og um- ræðna um stöðu kynjanna en hún krefst þess reyndar að umræðan sé býsna langt komin og skilning- ur til staðar á nauðsynlegum breytingum. Páll Pétursson jafnréttisráð- herra samþykkti þessa stefnu en hann þarf heldur betur að senda félaga sína í ríkisstjóminni á nám- skeið, svo og stjómendur í ráðu- neytum og atvinnulifi, ef Kóreu- dæmið á ekki að endurtaka sig og við að daga uppi eins og nátttröll í heimi hraðra breytinga sein krefj- ast þátttöku kvenna jafnt sem karla. Kristín Ástgeirsdóttir Skoðanir annarra Pólitík af verstu tegund „Hvaö eftir annað stöndum við furðu lostin frammi fyrir óskiljanlegum „stjómmáladeilum" sem valda uppþotum og hávaða með tilheyrandi hurða- skellum og samstarfsslitum.... Venjulega era móðg- anir og persónulegar væringar klæddar í búninginn „trúnaðarbrest" fyrir fjölmiðla, en eftir því sem dýpra er kafað kemur minna í ljós. Sjaldan bregst þó aö persónulegir hagsmunir búa að baki. Húsvarðar- staða, verktakasamningur, úthlutunarbitlingur. . . . Þetta er pólitík sem kemur óorði á sandkassa." Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 7. sept. Hættulegar væntingar „Væntingar um launahækkanir umfram fram- leiðniaukningu era efnahagslífinu hættulegar. Af biturri reynslu era afleiðingamar þjóðinni kunnar. Það er þvi ábyrgðarlaust að kynda undir slíkum væntingum. Engu að síður hafa verkalýðsfélög gert sig sek um það að undanfornu. Af þeirra hálfu er krafist að um áramótin, þegar samningar losna, verði félagsmönnum þeirra tryggður sá kaupauki sem hagvöxturinn gefur tilefni til. Hvaða hagvöxtur? Er ætlunin að miða við þann hagvöxt, eða öllu held- ur hagsveiflu, sem heimilin í landinu hafa skapað með umframeyðslu vegna bifreiðakaupa og sólar- landaferða?" Ingólfur Bender í Mbl. 7. sept. Sjálfhelda sérhagsmuna „Velferðarkerfið svonefnda virðist ósnertanlegt og sumir þeir sem hafa lifibrauð sitt af skóla- og menn- ingarstofnunum ríkisins telja af einhverjum ástæð- um að ríkisafskipti séu æskilegri á þessum sviðum en öðrum. Raunar er það furðu oft svo að menn telja að ríkið eigi ekki að skipta sér af gangi mála nema á því sviði sem þeir sjálfir hafa komið sér þægilega fýrir í skjóli ríkisvaldsins. Þetta nefndi góður maður réttilega sjálfheldu sérhagsmuna." Glúmur Jón Björnsson í síðasta tbl. Stefnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.