Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 13
ÖV FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
menning
Mímir fimmtugur
IMímir, félag stúdenta í íslensk-
um fræðum, á fimmtugsafmæli í
ár, og af því tilefni ætla Mímislið-
ar að halda mikið málþing um
stöðu íslenskra fræða í Háskóla-
bíói um helgina.
Málþingið hefst kl. 10.30 bæði
laugardags- og sunnudagsmorg-
un. Alls verða fimm málstofur og
í hverri verða haldin fjögur er-
indi (um 15 mín. hvert) sem tengj-
ast efnislega. Að þeim loknum
verða pallborðsumræður. Á
svæðinu munu margir sem tengj-
ast íslenskum fræðum kynna sig
og starfsemi sína, til dæmis bóka-
útgáfur og rannsóknarstofnanir.
Meðal ræðumanna eru margir
kennarar í íslenskum bókmennt-
um og málfræði við háskólann og
fræðimenn við aðrar stofnanir
hans, en auk þess utanhússfólk,
kennarar, útgefendur og fræði-
menn.
Áhugi á íslenskum fræðum
hefur sjaldan verið meiri en nú,
það sést til dæmis á þátttöku í
endurmenntunarnámskeiðum
sem tengjast þeim, vinsældum út-
varpsþátta um fombókmenntir
og áhuga á greininni í Háskóla ís-
lands.
Hvenær yrkja skáld
bestu ástarljóðin?
„Ég held að ég gangi í ungdóm
með þessari bók,“ segir Nína
Björk Ámadóttir skáldkona um
nýja ljóðabók sína, Alla leið hing-
að, sem er væntanleg fyrir jólin.
„Mér sýnist hún ekki ósvipuð
fyrstu bókunum minum, Ungum
ljóðum og Undarlegt að spyrja
mennina. Ljóðin em svo
mikið um ástir. Bestu ástar-
Ijóðin yrkir maður þegar maður
fer aö eldast, segir Þorsteinn frá
Hamri, sem las handritið fyrir
mig, en þá þora svo fáir að birta
Nína Björk - ung á ný.
P-árbók II
Eyvindur Eiríksson sendir nú
frá sér árbók sína í annað sinn
með glefsum og glósum, ljóðum
og léttmeti, sögum' og framhalds-
leikriti. Poki Press kemur víða
fyrir á síðum með spekimál á
borð við eftirfarandi: „Ég hitti
mann á hraðferð inni í Síðumúla.
Þetta var ungur maður á útleið.“
P-árbókin er tveggja gata rit og
hægt að hengja hana á vegg ef
vill. Höfundur gefur hana út sjálf-
ur og selur í helstu búðum.
Umsjón
Sílja Aðalsteinsdóttir
Árið 2002
Sigfríður Björnsdóttir tónlistarkennari og
gagnrýnandi DV var í Kaupmannahöfn seinni
hluta september ásamt tæplega 60 íslenskum ung-
mennum og átta öðrum kennurum og listamönn-
um héðan, þar sem þau tóku þátt í samnorrænu
sýningunni Árið 2002 í 0ksnehallen. Þetta var
samstarfsverkefni fimm borga, Þrándheims,
Tammerfors, Málmeyjar, Kaupmannahafnar og
Reykjavíkur, og í Kaupmannahöfn hittust allir
hóparnir. Alls urðu þetta 500 ungmenni sem
þama sköpuðu sína norrænu framtíð-
arsýn, borg framtíðarinnar, í hljóð-
verkum, myndlist, dansi, og tónlist.
lega. Sérhóparnir voru settir í einn pott sem síð-
an var skipt í smærri hópa, en nokkur verkefni
unnu þeir í einu lagi. Til dæmis stóðu allir tón-
listarhóparnir í sameiningu að uppákomu sem
okkar tónlistarstjóri stýrði raunar, það var Há-
vaðahljómsveitin. Þá bjuggu krakkarnir til hljóð-
færi úr alls konar drasli, járnarusli og dóti og
unnu með Hilmari að skipulagi efniviðarins, og
svo dansaði danshópur við músíkina. Þetta kom
vel út.
Langur aðdragandi
„Forsaga málsins nær yfir síðasta
skólaár," segir Sigfríður, „þá unnum
við kennararnir og listamenn hver
með sínum hópi. Minn hópur vann
við tónlist. Þetta voru 10. bekkingar i
Æfingaskólanum sem höfðu valið tón-
mennt og nokkrir krakkar sem höfðu
verið í tónlistarvali næstu tvö ár á
undan. Það hafði frést að við hefðum
verið að vinna að tónsmíðum, meðal
annars í tölvu, þess vegna var okkur
boðið að vera með í verkefhinu. Lista-
maðurinn með okkur var Hilmar
Þórðarson tónskáld sem starfar í tón-
stúdíói Tónlistarskóla Kópavogs, og
hann fullvann tónverkin með krökk-
unum. Við gerðum 70 mínútna geisla-
disk með hljóð- og tónverkum sem við
fórum með utan. Hljómsveitin Mósaik vakti mikla athygli fyrir fínar tónsmíöar sínar
Hinir hóparnir komu frá Hóla-endur vonast til aö geta fylgt eftir.
brekkuskóla, sem var með myndlistar-
verkstæði, Hliðaskóla, sem var með tölvuheim og
samskipti, og Menntaskólanum við Sund, sem
vann með manngert umhverfi og myndræna
miðla. Loks var danshópur sem líka kom úr Æf-
ingaskólanum.
„Hápunkturinn á vinnunni í fyrra var stór sýn-
ing í Listasafni íslands i vor,“ heldur Sigfriður
áfram. „Og eftir reynsluna af utanferðinni verður
sú sýning ennþá dýrmætari. Það er ekkert grín
að vera með 500 unglinga að listrænu starfi í
einu, þó að húsakynnin séu stór. Auk þess höfðu
þau bara tæpa viku til að koma öllu af stað áður
en sýningin var opnuð. En margir krakkarnir,
þar á meðal okkar krakkar, nýttu sér vel frelsið
sem settur rammi gaf þeim. Tóku frumkvæði,
mótuðu aðferðir.
í Oksnehallen blönduðust krakkarnir ágæt-
Hávaöahljómsveitin leikur nútímatónverk á drasl.
Þau þurftu líka að undirbúa ýmislegt til þess
að sýningin væri virk eftir að við færum heim, og
tónlistarhópurinn bjó til og setti upp alls konar
hljóðgildrur fyrir gesti.
En allar nemendasýningar eru ómerkilegri en
ferlið sem leiðir að þeim, tækifærið til að vinna
markvisst að ákveðnu markmiði árlangt er
merkilegasti þátturinn i þessu dæmi. Það var til
dæmis sérstaklega talað um dansarana okkar
þarna úti. Þau höfðu æft sig og dansað undir
stjórn Guðbjargar Arnardóttur danskennara all-
an síðastliðinn vetur og voru opin og fordóma-
laus, frjáls í tjáningu, vaxin upp úr klisjum. En
það gilti ekki um alla hina danshópana.
Fagkennarar á íslandi
Reyndar var sá munur á okk-
ar vinnu og vinnu erlendu hóp-
anna að hér voru auk lista-
mannanna fagkennarar með
alla hópa, sérmenntaðir á sínu
sviði, en úti voru það venjuleg-
ir bekkjarkennarar. Víða höfðu
krakkarnir unnið með lista-
mönnunum í þemavikum. í
Finnlandi var þetta meira að
segja unnið alveg utan skóla-
tíma. Hér var þetta auðvitað
inni á stundatöflu allan vetur-
inn og krakkarnir fengu eining-
ar fyrir vinnuna, og okkar nem-
endur virtust komnir lengra frá
Málverk krakk-
anna úr Hóla-
brekkuskóla
settu svip á
sýninguna.
klisjukenndri tjáningu en margir erlendu krakk-
anna. Það varð áberandi hvað íslensku ungling-
arnir voru frjálsir, sjálfstæðir og sóttu vitt leiðir
að tjáningu. Þau voru óhrædd og
víðsýn.“
- En voru þau þá ekki sérvalin?
„Nei, þau völdu sig sjálf í hópana.
Það var bara boðið upp á þessar val-
greinar, og þar með fengum við
krakka sem raunverulega höfðu
áhuga á greininni. Það er rosalega
hæpið að ætlast til að krakkar vinni
af alvöru við listgrein sem þeir hafa
ekki áhuga á.
íslensku unglingarnir stóðu sig
líka ótrúlega vel í þessum stóra hópi
þarna úti. Það var eftir því tekið
hvað þau voru sjálfstæð, áhugasöm
og djörf. Og þau tóku ábyrgð eins og
ekkert væri sjálfsagðara, bæði á
vinnunni við verkefnin og þrifum
eftir matinn! Það er auðvitað ekkert
annað en þroski.
Listiðkun forsenda
Hstalífs
Það er alltaf spurt og maður spyr
líka sjálfan sig, hefur svona vinna
eitthvert gildi. Af hverju skiptir máli að sem
flestir iðki listir? Af þvi að listalífmu er svo nauð-
synlegt að eiga sér listunnendur. Og það er ekki
hægt að unna neinu án þess að þekkja það og
maður kynnist hlutunum best með því að iðka
þá. Ein af meginforsendum fyrir öflugu listalifi er
fólk sem hefur á einhverju stigi iðkað listir. Ef
listamaðurinn hefur ekki viðtakendur skapar
hann í tómi.
Listirnar eru misjafnlega aðgengilegar fyrir
okkur. Öllum er til dæmis eðiilegt að iðka mynd-
list, og við skrifum öll eitthvað. En tónlistin hef-
ur verið sniðgengin sem almenn listgrein á ung-
lingastigi. Þess vegna lifir ný tónlist í tómi, það
er enginn til að taka við henni. Við hættum að
kenna tónlist þegar krakkarnir geta farið að búa
hana til sjálfir. Skólakerflð þarf að vera vettvang-
ur fyrir listiðkun, en það er svelt á öllum sviðum.
Það hefm- til dæmis kostað ómælt erfiði að halda
uppi kennslu í tónsmíðum.
Það var fagnaðarefni að sjá hvað krakkarnir
okkar stóðu sig vel og hvað við eigum mikla
hugsuði og margt skapandi fólk, þó að litil
áhersla sé lögð á listir í skólakerfinu. Við verðum
að gera betur. Ég hef mikla trú á listum i uppeldi,
ekki síst núna á þessum tímum. Við verðum að
skilja lífið í gegnum listina. Ef haldið er áfram að
sniðganga listmenningu og afneita sköpun þá
rennur í sjóinn dýrmætur tjársjóður sem við eig-
um, tjáningarmátturinn sem greinilega býr í
unga fólkinu okkar."
í annan heim
Það kemur mér á óvart ef bók Sumarliða ís-
leifssonar, ísland, framandi land, verður ekki
metsölubók. Ástæðan er einfóld. Efni hennar er
það sem íslendingum hefur ævinlega þótt alh-a
forvitnilegast: Hvað finnst útlendingum um ís-
land og íslendinga?
En hvernig verðskuldar bókin þær væntan-
legu viðtökur? Útlit hennar er aðlaðandi og
smekklegt. í henni eru margar og glæsilegar
myndir og hún er eiguleg, íburður er þó allur í
hófi, þetta er bók fyrir almenning en ekki að-
eins fimmtuga forstjóra.
Gallar bókarinnar eiga sér flestir eina rót.
Sumarliði er að vinna brautryðjendaverk en er
ekki hlekkur í langri keðju. Þar af leiðandi þarf
hann sumpart að neita sér um frumleika, efni
er skipað niður í tímaröð fremur en þematískt
og ekki er hætt sér inn á 20. öld þegar viðfangs-
efnið flækist. Sumarliði heldur sig við þær hug-
myndir um land og þjóð sem fram koma i ritum
erlendra ferðamanna en lítur að mestu fram hjá
hugmyndum útlendinga um íslendinga sem
fram kynnu að koma i íslenskum ritum.
Fyrir vikið er efnið ekki tæmt en vel er af
stað farið. Lagt er kapp á að sýna tengsl hug-
mynda manna um ísland við tíðarandann og
hvernig þær þróast frá 1500 til 1900, á sannfær-
andi hátt sem varpar Ijósi á fleira en efnið sjálft.
Fyrst er áherslan á furður landsins og ýkjur
áberandi, þá rita hinir alræmdu Peerse og Blef-
ken sem seint munu teljast „Islandsvinir" en
veltu þó þungu hlassi með þvi að hræra við
Arngrími lærða; síðan eykst raunsæi í lýsing-
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
um með Upplýsingunni og á 19. öld er mikill
áhugi á menningararfi fslands. Eftir stóð fram-
andleikinn sem dró flesta að sem hingað komu,
erlendum mönnum þótti þeir komnir í annan
heim.
Þetta fyrsta rit sinnar tegundar er því þannig
úr garöi gert að ætti verðskuldað að geta höfð-
að til flestra. Það er skemmtilegt en þó vísinda-
rit.
Sumarliði ísleifsson: ísland framandi land.
Mál og menning 1996.
Hættuför í Heklugíg áriö 1868. Óvíst er hvar
myndin birtist upphaflega og eftir hvern hún er.