Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
Frjálst, óháð dagbíað
Útgáfufélag: FRIÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Líf og saga á vítisbarmi
Eldgos eru snar þáttur í lífi íslendinga. Oftar en einu
sinni á áratugs fresti sjáum við myndir af nýju eldgosi í
sjónvarpi og lesum um það í blöðunum. Við kippum okk-
ur ekki upp við fréttir af leikvangi frumkrafta jarð-
skorpunnar, nema þeir séu að valda okkur tjóni.
Við förum að vísu sum hver í útsýnisflug eða bílferð-
ir til jarðeldaslóða eins og hverjir aðrir túristar. Fjöl-
miðlar vakta staði, þar sem búist er við fréttum, og segja
skilmerkilega frá hverju því, sem þar gerist. Þannig hef-
ur í heila viku verið beðið eftir Skeiðarárhlaupi.
Okkur finnst þó á mörkum hins broslega, þegar rosk-
in og virðuleg dagblöð í útlöndum fara í leiðurum á kost-
um í lýsingu á eldgosinu í Vatnajökli og boðun tilþrifa-
mikils hlaups í Skeiðará. Þau fara alls ekki með rangt
mál, en líta óreyndari augum á það en við gerum.
í rauninni er það hrikalegur atburður, þegar náttúru-
öfl. elds og ísa berjast um völdin inni í Vatnajökli. Og af-
leiðingar orrustunnar verða stórbrotnar, þegar hlaupið
ryðst loks fram sandinn til sjávar. En þetta varðar senni-
lega ekki mannslíf og næsta fá mannvirki.
í sögu landsins eru eldgos metin eftir tjóninu, sem þau
valda. Sumra mestu gosanna er alls ekki getið í heimild-
um, af því að þau voru á árstíma eða við veðuraðstæð-
ur, sem leiddu hvorki til tjóns á mönnum né búfénaði.
Tjónið hefur jafnan verið okkar mælikvarði.
Heimaeyjargosið var stórgos okkar tíma, ekki vegna
magns gosefna, heldur tjónsins, sem það olli á mann-
virkjum. Það var líka tímamótagos, því að þar var fyrst
reynt að temja eldgos í sögunni. Þessi tamning tókst von-
um framar og jók sjálfstraust okkar sem þjóðar.
Fyrst var vatni dælt á hraunjaðarinn og hraun-
straumnum þannig stýrt að nokkru leyti. Að loknu gosi
var lögð hitaveita frá hrauninu til að hita hús í endur-
reistum kaupstað. Við fórum að líta á eldgos eins og
hveri eða eins og galið hross, sem má gera reiðfært.
Viðbrögðin við gosinu í Vatnajökli mótast af reynslu.
Rofin eru skörð í þjóðveginn til að létta álagi af brúnum,
sem verðmætastar eru mannvirkja á sandinum. Manns-
lífum verður ekki hætt til-að bjarga eignum. Svo bíðum
við og sjáum, hvemig náttúruöflunum tekst til.
Ef brúarhöf hverfa og stöplar spillast, tökum við að
loknu hlaupi til óspilltra málanna og byggjum veginn að
nýju. Síðan höldum við áfram að reka erindi okkar vest-
ur og austur yfír sandinn eins og ekkert hafi í skorizt.
Við höfum aðeins sætt yfirstíganlegu tjóni.
Við verðum á hverju ári fyrir margfalt meira tjóni af
pólitískum völdum en við verðum fyrir áratugum sam-
an af völdum náttúruaflanna. Við kippum okkur því
ekki upp við að missa hundrað milljónir hér og hundrað
milljónir þar vegna hamfara, sem við ráðum ekki við.
Því tökum við eldgosinu í Vatnajökli og hlaupinu í
Skeiðará með hálfgerðri léttúð eða hóflegri forvitni og
höfum dulið gaman af áhuga erlendra blaðamanna, sem
horfa á atburðarásina eða skortinn á atburðarás af opn-
um huga þess, sem ekki hefur nálægðina og reynsluna.
The Times dáist í leiðara að þrautseigju þjóðar, sem
heldur uppi siðmenntuðu lífi á einu óbyggilegasta svæði
jarðarinnar og leikvelli tröllaukinna náttúruafla. Við
sjálf höfum líklega meiri ástæðu til að dást að þraut-
seigju okkar að gera þetta á leikvelli sukksamra stjórn-
mála.
Það verða ekki eldgos og jarðskjálftar, sem ráða úrslit-
um um framtíð þjóðarinnar. Þar ræður skortur okkar á
hæöii til að skipa eigin málum að skynsamlegum hætti.
Jónas Kristjánsson
Petta er heimur sem ekki er boölegur ungu fólki, hvorki á Islandi né annars staöar," segir greinarhöfundur m.a.
Foreldrar gegn
fikniefnum
Kjallarinn
Snjólaug
Stefánsdóttir
verkefnisstjóri Vímu-
varnanefndar Reykjavík-
urborgar
yggi og kjark, bæði til
að segja nei við boði
um flkniefni og segja
til dópsalans.
Réttmætar áhyggjur
foreldra vegna úrræða-
og stefnuleysis stjórn-
valda hafa meðal ann-
ars leitt til þess að ver-
ið er að taka markviss-
ar á vímuvamamálum
bæði hjá ríki og
Reykjavíkurborg. En
foreldrar þurfa að beita
sér með markvissum
hætti, t.d. með því láta
börnin fara að úti-
vistarreglum, kaupa
aldrei vín fyrir börn
sín, gera athugasemdir
við óbeinar auglýsing-
ar á fíkniefnum, hafa
„Fréttir berast jafnvel af því að
fíkniefni séu seld á skólalóðum
grunnskóla. Fíkniefni, ofbeldi, af■
brot og vændi fara saman og í
þeim heimi ráða grimm og óvægin
lögmál.u
Síendurteknar
frásagnir foreldra,
fjölmiðla o.fl. um
mikla og alvarlega
vímuefnaneyslu
ungs fólks kalla á
raunverulegar að-
gerðir og samstillt
átak. Fréttir berast
jafnvel af því að
fíkniefni séu seld á
skólalóðum grunn-
skóla. Fíkniefni, of-
beldi, afbrot og
vændi fara saman
og í þeim heimi
ráða grimm og
óvægin lögmál.
Þetta er heimur sem
ekki er boðlegur
ungu fólki, hvorki á
íslandi né annars
staðar.
Réttmætar
áhyggjur
Móðir þrettán
ára pilts sagði mér
fyrir skömmu að
hún hefði komið í
veg fyrir að eigin-
maðurinn færi og
tæki í hnakka-
drambið á 20 ára
pilti sem hefði boð-
ið syni þeirra að
reykja hass. Hún
sagðist fyrst og fremst hafa óttast
hefndaraðgerðir af hálfu dópsal-
ans þó hann ætti fyllilega skilið að
vera tekinn í gegn.
Þessi saga vakti með mér marg-
ar spumingar. Sýna foreldrar og
opinberir aðilar dópsölunum of
mikla linkind og andvaraleysi?
Látum við viðgangast að ótíndir
glæpamenn hrifsi af okkur börnin
og beri í þau alls kyns ólyijan? Af-
dráttarlaus og óttalaus afstaða
gegn ólöglegum vímuefnum og
dópsölum veitir börnum aukið ör-
augun vel opin fyrir breytingum á
hegðun barna sinna og annarra
barna og ræða við aðra foreldra og
sækja þangað stuðning til aðgerða
gegn vímuefnum.
Áætlun í vímuvörnum
Reykjavíkurborg ákvað fyrir
rúmu ári að veita stefnumótun og
markvissum vinnubrögðum í
vímuvörnum forgang. Vímuvama-
nefnd Reykjavíkur skipulagði í
samstarfi við fjölmarga aðila
Vímuvarnaskólann sem var
fræðsluherferð fyrir starfsmenn
grannskóla Reykjavíkur sl. vetur.
Var Vímuvamaskólinn eitt skref í
umfangsmikilli áætlun í barátt-
unni við þennan ófögnuð. Næstu
skref eru m.a. Vímuvamaskóli
fyrir foreldra, leit að börnum og
unglingum í vímuefnavanda í
grannskólunum og starfsemi sam-
ráðshópa um bama- og unglinga-
mál í hverfum borgarinnar.
Þeir sem leggja í baráttu hljóta
að ætla sér sigur og það á við um
baráttuna við vímuefnavandann.
Markmiðið hlýtur að vera að geta
boðið bömum okkar umhverfi án
ólöglegra vímuefna, umhverfi þar
sem ekki era í boði lífshættuleg
efni líkt og E-pilla og amfetamín.
Aðstæður á íslandi era um
margt mjög ákjósanlegar til varn-
ar ólöglegum vímuefnum. Inn-
flutningsleiðir ólöglegra vímuefna
eru takmarkaðar við skipa- og
flugsamgöngur, fámennið skapar
jákvæða möguleika á upplýsinga-
miðlun og menntunarstig þjóðar-
innar er hátt, sem auðveldar
fræðslu og upplýsingar.
Reykjavíkurborg starfrækir um-
fangsmikið forvarnar- og æsku-
lýðsstarf. Hefur það starf ásamt
mikilsverðu framlagi félaga og
áhugahópa miðlað þekkingu á
skaðsemi vímuefha til barna og
unglinga. Unglingamir þekkja því
hættumar af neyslu vímuefna, en
ungæðisháttur og nýjungagirni
gerir þau að viðkvæmum neyslu-
hóp og því auðveldari bráð fyrir
dópsalana.
Því er afar mikilvægt að foreldr-
ar og allir sem starfa að mannúð-
armálum, forvörnum, tollgæslu,
löggæslu, heilsugæslu o.fl. taki
höndum saman í baráttunni gegn
ólöglegum fíkniefnum og stefni að
sameiginlegu markmiði, mark-
miðinu land án ólöglegra fíkni-
efna.
Snjólaug Stefánsdóttir
Skoðanir annarra
Forsetaframboð og
ríkissjóður
„Það er hverjum manni í sjálfsvald sett að fara í
framboð og hann ræður líka hvort það sé ómaksins
vert að bruðla með fé til að kaupa sér frama. Opin-
berum sjóðum skattborgaranna kemur það mál ekki
við. . . . Að láta sér detta í hug að ríkissjóður borgi
allan þennan misskilning er ekki annað en að stinga
upp á að enn meira sé bruðlað með almannafé en
þegar er raunin á.... Kosningaskuldir era sjálfskap-
arvíti sem ríkissjóði koma ekkert við.“
OÓ í Tímanum 9. okt.
Mikilvægasta pólitíska
máliö
„Það eru mikil efnahagsleg sóknarfæri fólgin i
veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er ekki íþyngjandi
aðgerð fyrir sjávarútveginn vegna þess að skynsam-
legt er að haga gengisstefnunni þannig að annar út-
flutningsiðnaður styrkist við hlið sjávarútvegs. . . .
Veiðileyfagjald er mikilvægasta pólitíska mál þessa
kjörtímabils. Það getur enginn stjómmálaflokkur
skorast undan afstöðu í þessu efni.“
Ágúst Einarsson alþm. í Mbl. 9. okt.
Skuldlaus frambjóðandi
„Frambjóðendur og peningamenn þeirra virðast í
öndverðu hafa gróflega vanmetið kostnað en ofmetið
að sama skapi áhuga almennings og fyrirtækja á að
láta fé renna í kosningasjóði. Síðustu vikurnar fyrir
kosningar fór líka allt úr böndunum þegar allir
frambjóðendur tóku þátt í rándýra auglýsingastríði,
án þess að nokkuð lægi fyrir um hvemig ætti að
borga herlegheitin. Það er óneitanlega nokkuð kal-
hæðnislegt að eini frambjóðandinn sem þegar hefur
greitt alla reikninga skuli vera Ástþór Magnússon -
sem eyddi 40 milljónum og uppskar þrjú prósent."
Úr forystugrein Alþbl. 9. okt.