Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Qupperneq 24
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 Sviðsljós Sting heldur tón- leika í Víetnam Sting verður fyrsta stóra rokk- stjaman til að halda tónleika í Víetnam síðan striðinu þar lauk fyrir 21 ári. Tónleikamir em ráðgerðir 16. október. Kynna þurfti texta Stings fyrir sérstakri nefnd menntamálaráðuneytis Ví- etnams fyrir mörgum mánuðum. Adjani flytur til Genfar Franska leikkonana Isabelle Adjani er sögð hafa ákveöið að flytja til Genfar með 16 mánaöa gamlan son sinn sem hún á með leikaranum Daniel Day-Lewis. Leikkonan hefur áhyggjur af menguninni i París að sumarlagi og er hún viss um að geta dregið andann áhyggjulaus í Genf. Drew Barrymore er ástfangin „Ég er yfir mig ástfangin. Hann er æðislegur," segir Drew Barrymore um nýjasta vin sinn. Eins og er vill hún ekki láta uppi hver nýtur ástar hennar í þetta sinn. „Mér finnst einhvem veg- inn að ég verði að halda þessu eins lengi leyndu og ég get,“ seg- ir leikkonan sem á hjónaband aö baki þó hún sé ekki nema 21 árs. Rokksöngkonan Sheryl Crow: Gerir sitt besta til að vera hamingjusöm Rokksöngkonan Sheryl Crow ger- ir sitt besta til að vera hamingju- söm. Reyndar þykir mönn- um að það ætti ekki að vera erfitt fyrir hana því að fyrsta stóra platan hennar, sem kom út fyr- ir tveimur árum, seldist í yfir 10 millj- ónum ein- taka. Sheryl hef- ur auk þess hlotið þrenn Grammy verð- laun og smáskífa hennar gengur vel í Bandaríkjunum. Og svo hefur hún meira að segja farið á stefnumót við Brad Pitt, að því er breska síð- degisblaðið The Express greinir frá. En stúlkan er samt óhamingju- söm. „Ég á við þunglyndi að stríða," segir hún. „Og það er að miklum hluta efnafræðilegt. En ég er að ná tökum á þessu. Ég er farin að hlaupa aftur og hef mjög gott af því. Það hjálpar við að vinna úr málun- um og lætur réttu efnin streyma til heilans." Sheryl tekur það fram í blaðavið- tali að margt fólk sem sé á ferð og flugi til að halda tónleika leggist í þunglyndi þegar þaö kemur heim. „Ég verð stöðugt fyrir því. Stund- um yeit ég ekki hver ég er. Ég einset mér að vera hamingjusöm á hverjum degi. Þetta er nýtt fyr- ir mig. Ég get valið og ég er að æfa mig i þvi. Þetta er eins og að vera ástfang- inn. Maður ákveður hvort maður ætli að vera fúll eða hamingjusamur. Mamma sagði alltaf að maður tæki ákvörðun um það hvort mað- ur ætlaði að elska einhvem og síðan þyrfti maður að ákveða það upp á nýtt á hverjum degi.“ Sheryl ólst upp í Kennett í Misso- uri. Faðir hennar var lögmaður og eftir að hann tók að sér mál gegn Ku Klux Klan neyddist hann til að sofa í stofunni með skammbyssuna sér við hönd. Sheryl gekk í sama fram- haldsskóla og Brad Pitt og það var nýja stórskífu og hefur ákveðiö að vera hamingjusöm. Lék við hvern sinn fing- ur í beinni útsendingu Sarah Ferguson, her- togaynjan af York, eða Fergie eins og hún er kölluð í daglegu tali, lét eins og ekkert væri er hún veitti verðlaun á stórri sjónvarpsverð- launahátíð í beinni út- sendingu á þriðjudag. Hún lék á als oddi og gerði grín að því umtali sem einkalíf hennar hef- ur vakið undanfarið í fjölmiðlum. „Ég er viss um að mörgum ykkar finnst að ég ætti að vera hér til að taka við verðlaunum frekar en að afhenda þau,“ sagði Fergie við áheyrendur. Fergie hefur ekki sést oft opinber- lega síðan griski miðillinn Vasso Koresis, sem hún leitaði jafnan til á sínum tíma, talaði sig út rnn sam- bönd hertogaynjunnar við hina ýmsu menn. Sú yfírlýsing og þær miklu fjárhagskröggur sem Fergie hefúr ratað í hafa vakiö mikla at- hygli fjölmiðla, sem halda því fram aö drottningin sé tilbúin til að greiða allar henn- ar skuldir ef hún afsali sér forræði yflr dætrum sínum tveimur. Talsmaður Fergie segir þessar fréttir fá- ránlegar og alveg út í hött. Hann sagði her- togaynjuna sára yfir þessum sögu- sögnum, rétt eins og hver móðir myndi vera. þá sem hún fór á stefnumótið við hann. „Hann var indæfl, feiminn og fremur trúhneigður og ég hef aldrei séð hann síðan.“ Eftir að Sheryl lauk framhalds- skólanámi kenndi hún tónlist og lék með kráarhijómsveitum. Kærastinn hennar vildi að hún hætti að leika og tæki lífinu með ró. Hún ók í stað- inn til Los Angeles. Sex mánuðum seinna ferðaðist hún um heiminn sem ein af bak- röddum Michaels Jacksons. „Hann strauk mér um lærið að innanverðu á sviðinu á hverju kvöldi en það var átta mánuðum áður en hann vissi hvað ég hét,“ segir hún og minnist þess þegar slúðurblaðið Enquirer sagði frá henni sem ástkonu Jacksons. í lok tónleikaferðalagsins með Jackson lagðist Sheryl í rúmið. „Ég fór ekki á fætur i sex mánuði," segir hún. Þegar hún loksins reis upp var það til að syngja bakrödd fyrir Joe Cocker, Don Henley og Rod Stewart þangað til hún fékk eigin samning. Það var reyndar ekki auðvelt. Kostnaðurinn við fyrstu plötrma var tæpar 30 milljónir íslenskra króna en hún fór aldrei á markað. Platan þótti ekki nógu töff. Sheryl brást við því með því að gera plötuna Tues- day Night Music Club sem hún gaf út 1994 en í fyrstu vakti hún enga at- hygli. Að lokum tók fólk við sér og platan hefur selst í mifljónatali. Leikarinn Pierce Brosnan með hönd á maga vinkonu sinnar, Keliie Shaye- Smith, sem er barnshafandi. Pau eru hér ab koma á frumsýningu kvikmynd- arinnar Michael Collins sem vakið hefur mikla athygli. Sfmamynd Reuter < V VELDU ÞÆGILEGRI GREIÐSLUMÁTA GREIDDU ÁSKRIFTINA MEÐ BEINGREIÐSLUM ATH. um eSa boðgreiðslum eru sjálfkrafa í potti glæsilegra vinninga! Allar nánarí upplýsingar um beingreiðslu færðu hjá viðskiptabanka þínum eða DV i ma 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.