Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Viðskipti
Flugleiðir Qárfesta:
Ný 3,5 milljarða
króna Boeing-
þota 757
Stjórn Flugleiða veitti forstjór-
anum, Sigurði Helgasyni, umboð
í gær til að leita samninga við
Boeing-verksmiðjurnar um kaup
á nýrri þotu af gerðinni 757-200.
Þotan á að bætast í flotann í apr-
íl árið 1999 og kostar í kringum
3,5 milljarða króna. Jafnframt
samþykkti stjómin að selja og
leigja aftur af kaupendum eina
af eldri Boeing 757-200 vélum fé-
lagsins síðar á þessu ári.
Seðlabankinn:
Neysluverös-
hækkun um 2,2
prósent
Seðlabankinn hefur gert spá
um þróun verðlags til ársloka.
Samkvæmt henni mun neyslu-
verð hækka um 2,3% milli ár-
anna 1995 og 1996 og 2,2% yfír
árið. Þetta er svipuð hækkun
milli ára og spáð var í júlí sl. en
ívið hærri yfir árið. í júlí spáði
Seðlabankinn 2,2% hækkun
neysluverös á milli ára og 2%
hækkun yfir árið, að því er segir
í tilkynningu frá bankanum.
Hækkun neysluvísitölunnar
frá öðrum til þriðja ársfjórðungs
nam 0,8%, sem jafngildir 3,2%
verðbólgu á einu ári og var held-
ur meiri verðbólga en á öðrum
ársfjórðungi. Hækkunin milli
ársfjórðunga var 0,4% umfram
spá Seðlabankans frá því í júlí.
Helsta ástæða hækkunar var
mikil hækkun á verði kartaflna
og grænmetis, sem ásamt hækk-
un bensinverðs leiddi til 0,6%
hækkunar neysluverðs í ágúst
sl.
Reiknað er með að verðlag
muni lítið hækka síðustu tvo
mánuði ársins. Spáð er að verð-
lag á fjórða ársfjóröungi hækki
um 0,4% eða 1,4% á ársmæli-
kvaröa. Hækkun verðlags milli
ára verður samkvæmt ofan-
greindu nálægt fyrri spám Seðla-
bankans, eða 2,3%.
Kínversk vóru-
sýning í Perl-
unni
Íslensk-kínverska viðskipta-
ráðið hefur ákveðið aö halda
vörusýningu og málþing í
Perlunni 7. febrúar á næsta ári.
Þá lýkur ári músarinnar sem nú
stendur yfir. Tilefniö er að í des-
ember nk. verða liðin 25 ár frá
því að ríkisstjórnir íslands og
Kína tóku upp stjórnmálasam-
band.
Á vörusýningunni gefst ís-
lenskum fyrirtækjum tækifæri
til að kynna þær vörur sem þau
flytja inn frá Kína. Málþingið er
haldið í samstarfi við KÍM, Kín-
versk-íslenska menningarfélag-
ið, sendiráð Kína í Reykjavík,
sendiráð íslands í Kína og fleiri
opinbera aðila.
VÍB eykur við
sig á Akureyri
Verðbréfamarkaður íslands-
banka, VÍB, hefur aukið þjón-
ustu sína á Akureyri í samstarfi
við útibú íslandsbanka við
Skipagötu. Andri Teitsson, for-
stööumaður VÍB nyrðra, og Rós-
ant Már Torfason viðskiptafræð-
ingur veita þjónustu við fjár-
mögnun fyrirtækja og verðbréfa-
miðlun, sem er einkum ætluð at-
vinnufyrirtækjum, sveitarfélög-
um og stofnanafjárfestum. Þá er
í boði þjónusta við verðmat á
fyrirtækjum og aðstoð við öflun
fjámiagns, framkvæmd útboða
og upplýsingar um kjör á fjár-
magnsmarkaðnum hér heima og
erlendis. -bjb
DV
Uppnám í aðsigi á markaði geislaplatna, tölvuleikja og myndbanda:
Virgin-samsteypan
í Borgarkringluna
- með þátttöku Árna Samúelssonar og fleiri aðila
Aðaleigandi Virgin-samsteypunnar er Bretinn Richard Branson. Auk þess
að vera umsvitamikill í afþreyingariðnaðinum rekur hann flugfélag með
áætlunarflug milli Bretlands og Bandaríkjanna. Myndin er af Branson fyrir
framan eina af vélum félagsins. Símamynd Reuter
Uppnám er í aðsigi á markaði
hérlendis með geislaplötur, tölvu-
leiki og myndbönd þvi innan
skamms verður opnuð verslun í
endurbættri Borgarkringlu undir
nafni Virgin, hins þekkta risa í
skemmtanaiðnaðinum og fleiri geir-
um, sem m.a. rekur keðju verslana í
Bretlandi undir heitinu Virgin
Megastores. Nokkrir aðilar standa
fyrir rekstri Virgin hérlendis, m.a.
Árni Samúelsson, eigandi SAM-bíó-
anna. Viðbúið er að hasar verði á
heimamarkaðnum því Skífan hefur
t.d. einkaumboð hérlendis fyrir vör-
ur Virgin á Englandi, m.a. á dreif-
ingu geislaplatna Virgin. Talsmað-
ur Skífunnar sagði við DV að ekki
lægi ljóst fyrir hver viðbrögð fyrir-
tækisins yrðu við opunun Virgin-
verslunar hér á landi.
Upphafsmaður Virgin á íslandi er
Helgi Steinar Hermannsson sem
m.a. er kunnur fyrir að hafa opnað
HMM- verslunina ásamt fleirum í
Kringlunni jólin 1993 og selt þar
geislaplötur á niðursettu verði í
striði við Skífuna og Spor og húsfé-
lag Kringlunnar.
Helgi staðfesti í samtali við DV í
gær að málið hefði verið í undir-
búningi um nokkurn tíma. Að-
spurður vildi hann hvorki játa því
né neita að Árni Samúelsson tæki
þátt í þessu með honum en sam-
kvæmt heimildum DV hefur Árni
lagt töluverða fjármuni í spilið.
Ekki náðist í Árna í gær þar sem
hann er á ferðalagi í útlöndum.
„Við erum að ganga frá ýmsum
lausum endum og þetta mun skýr-
ast nánar á næstu dögum,“ sagði
Helgi Steinar en vildi ekki tjá sig
nánar um þetta mál.
Árni eykur umsvifin
Það er þáttur Áma í þessu dæmi
sem fyrst og fremst veldur titringi á
markaðnum. Hann hefur til þessa
ekki haft afskipti af sölu geisla-
platna heldur lagt áherslu á kvik-
myndir og myndbönd, auk fjárfest-
inga í Stöð 3. Með þátttöku í Virgin
eykur Ámi enn umsvif sín í ís-
lenska afþreyingariðnaðinum.
Virgin verður í rúmgóðu hús-
næði á 2. hæð í Borgarkringlunni
þar sem Þorpið og Sportmarkaður-
inn voru áður til staðar. Stefnt er að
opnun 14. nóvember nk. þegar Borg-
arkringlan fer í gang á ný eftir
gagngerar breytingar.
Aðaleigandi Virgin er auðkýfing-
urinn Richard Branson. Auk þess
að vera umsvifamikill í afþreyingar-
iðnaðinum rekur hann flugfélag og
veltir hundruð milljörðum króna á
ári hverju. -bjb
Enn fjölgar farþegum
skemmtiferðaskipa
- Þjóöverjar fjölmennastir
Fjöldi farþega sem kom með
skemmtiferðaskipum til landsins i
sumar hefur aldrei verið meiri eða
nærri 22 þúsund í 51 ferð. Á undan-
fómum tíu áram hefur farþegum
skemmtiferðaskipa fjölgað jaftit og
þétt. Þannig komu í ár 185% fleiri
farþegar en árið 1986.
Farþegar frá alls 59 þjóðlöndum
komu með skipunum í sumar. Þjóð-
verjar eru langfjölmennastir eða
tæplega 12 þúsund. Bretar voru
næstflestir, eða ríflega 3 þúsund,
um 2.500 Bandaríkjamenn létu sjá
sig og um 2.300 Frakkar. Farþegar
annarra landa voru mun færri.
Frá eftirtöldum löndum komu að-
eins 1 farþegi með skemmtiferða-
skipum: Frá Finnlandi, Alsír, Kól-
umbíu, Kostaríku, Filippseyjum, ír-
ak, Júgóslavíu, Lettlandi, Nýja-Sjál-
andi, Pakistan, Panama, Tógó, Tún-
is og Úrúgvæ.
Fjölda farþega á ári hverju frá
1986 má sjá á meðfylgjandi grafi.
-bjb
2.
Skemmtiferðaskip
- farþegafjöldi á ári -
25.000 ----------------------------------;------
21.348 21-941
15.699
15.000 ....-......12.789 — "B"
5.000
0 — —
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
DV
Hlutabréf SR-mjöls eftirsóttust
Hlutabréfaviðskipti um Verðbréfa-
þing og Opna tilboðsmarkaðinn í
síðustu viku námu tæpum 185 millj-
ónum króna. Hlutabréf SR- mjöls
vom eftirsóttust en viðskipti með
þau námu tæpum 50 milljónum
króna. Næst vora bréf Síldarvinnsl-
unnar með 34 milljóna viðskipti,
bréf fyrir 16,8 milljónir skiptu um
eigendur í Hraðfrystihúsi Eskifiarð-
ar og fyrir tæpar 13 milljónir í Har-
aldi Böðvarssyni.
Þingvísitala hlutabréfa hélt áfram
að hækka. Vísitalan náði sögulegu
hámarki sl. föstudag þegar hún fór í
2240 stig. Frá áramótum hefur þing-
vísitalan hækkað um rúm 60 próent.
Reyndar lækkaði vísitalan niður í
2237 stig á mánudag og misfórst að
færa þá breytingu inn í grafið hér
að neðan.
Álverð á heimsmarkaði heldur
áfram að lækka og fór niður fyrir
1300 dollara múrinn í síðustu viku.
Staðgreiðsluverðið var 1295 dollarar
fyrir tonnið í London i gærmorgun.
Óvissa er um framhaldið en svart-
sýnustu menn telja að botninum
hafi ekki verið náð.
Á gengi gjaldmiðla hafa þær
breytingar orðið helstar að pundið
heldur áfram að hækka. Sölugengið
var komið vel yfir 106 krónur í gær-
morgun. Þýska markið hefur hins
vegar lækkað í verði og var í gær
komið niður fyrir 44 krónur. -bjb