Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 Fréttir Forystumenn í þingliði Vest- firðinga bönnuðu kvótakaup - segir Siguröur Viggósson hjá Odda á Patreksfirði Fyrirtæki Sigurðar Viggóssonar á Patreksfirði, Oddi, hefur nýlega keypt 2 krókabáta með þorskaflahá- marki eða kvóta eins og það kallað. Með bátunum kemur 250 tonna kvóti. Útgerðarmenn hafa hafa að- eins verið að fjárfesta í slíkum bát- um á svæðinu en skort peninga til að gera meira. Sigurður segir að eftir á að hyggja hafi vestfirskir útgerðar- menn fengið í hendumar fjöregg byggðanna og það yrði að segjast eins og er að þeir hefðu ekki staðið undir ábyrgðinni. Betra hefði verið að fiskvinnslufólk og sjómenn hefðu fengið kvótana. „Forystumenn í þingmannaliði Vestfirðinga fullyrtu á sínum tíma að kvótakerfið yrði í mesta lagi í 1-2 ár. Þeir hafa hreinlega bannað vest- firskum útgerðarmönnum að kaupa kvóta, varað við þvi og hvatt til að það yrði ekki gert því það væri bara peningasóun. Meginhluti vinnslu og útgerðar á Vestfjörðum á þessum tíma hafði ekki efni á að kaupa kvóta þrátt fyrir að verð á honum Hlustaöu á Rósu Ingólfs í síma 905-2525 Rósa Ingólfsdóttir ræðir af hispursleysi um hjónabandið, ástina og kynlífið. Gagnleg og kitlandi skemmtun fyrir fullorðið fólk. 66,50 mínútan Siguröur Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. DV-mynd BG væri mun lægra en nú. Kvótinn var talinn algjör bráðabirgðalausn og ekki vert að fjárfesta í honum,“ sagði Sigurður. Hann telur að skila- boð frá þingmönnum Vestfirðinga á þessum tíma hafi haft mest áhrif á þá ákvörðun að fjárfesta ekki í þessu. - En verður aftur snúið úr kvóta- kerfinu? „Jú, ég spái þvi að innan 3ja ára verði búið að umbylta þessu kerfi. Það verður einmitt vegna þeirra fáu sterku aðila sem eftir standa með megnið af kvótanum. Þessir útgerð- armenn eru innan við þúsund en fiskvinnslufólk, sjómenn og allur al- menningur er um 260 þúsund. Þetta fólk mun krefjast breytinga og gera tilkall til kvótans. Ég held að út- gerðarmenn hafi búið sér þá stöðu að það verði auðvelt fyrir stjórn- málamenn að snúast á sveif með al- menningi og það verði búið að taka upp veiðileyfagjald innan 3 ára í varanlegri mynd. Ég held að almenningur muni hrifsa til sín þessi völd. Ég á þó von á því að útgerðarmenn fái aðlögun- artíma í þessum málum. Það voru settar fram hugmyndir um það fyr- ir þremur árum að kvótinn yrði minnkaður um 15% á ári. Ég mæli þó ekki neitt sérstaklega með veiði- leyfagjaldi. Ég hefði viljað að veiði- heimildir hefðu verið afmarkaðar við svæði þannig að Vestfirðingar nýttu Vestfiarðamið. Það verður þó væntanlega aldrei og því er spum- ingin hvort veiðleyfagjaldið sé ekki eini kosturinn sem eftir er.“ Sigurður sagði að það yrðu ör- ugglega mun færri bátar á línu- veiðum frá sunnanverðum Vest- fiörðum en verið hefðu undanfarin ár. Oddi mun gera Núp BA út til línuveiða í vetur en nú eru þrír línubátar á Patreksfirði og Tálkna- firði til sölu. Það eru bátarnir Guð- rún Hlín og Andey á Patreksfirði og Sigurvon Ýr á Tálknafirði sem reyndar er einnig í eigu Bilddæl- inga og seld er með megninu af sín- um kvóta. Sigurður telur að sala á þessum línubátum sé afleiðing af þeim erfiðleikum sem verið hefur í útgerð þeirra og í vinnslunni. Menn séu að selja til að styrkja sinn fiárhag. Bátarnir Guðrún Hlín og Andey á Patreksfirði eru aug- lýstir til sölu kvótalausir en eig- andi þeirra, Guðfinnur Pálsson, mun vera að kaupa rækjutogara og flytur líklega veiðiheimildir bát- anna yfir á hann. -HKr HOLLRáD TIL AÐ NÝTA TÍMANN Finnst okkur ekki stundum að við höffum ekki tíma til að koma neinu í verk? Hér eru nokkur góð ráð sem gætu bjargað deginum. FARANLEG LOG I AMERIKU ÞAD ER ÓLÖGLEGT: - Að synda á þurru landi í Santa Ana í Kaliforníu - Að herma eftir dýrum á Miami í Flórída - Að bera sápu á járnbrautarteinana I Mississippi á '08^^' a s°tostað LVKT OG VIOKVÆMNI Hvaðeina sem fær persónulega loftgæðavísitölu manns til að nálgast rauða strikið er einkamál hvers og eins. Málið er að halda henni innan samfélagslegra marka. NVJASTA TÍSKUBANNHELGIN í HOLLYWOOD Sifjaspell eru allt f einu orðin handhæg skýring á alls konar afbrigðilegu hátterni fólks. Spyrja má hvort þeir I Hollywood séu einungis að afskrifa vandann. BlLSLYS og forvarnir Öryggisbelti í bílum, líknarbelgir og ýmis annar öryggisbúnaður dregur úr alvariegum áverkum í umferðarslysum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.