Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 11 DV Fréttir Davíö Bergmann Davíösson, starfsmaður útideildar, fyrir framan húsnæöi deildarinnar í Tjarnargötu. Pangaö hafa leitað margir unglingar sem hafa lent á villigötum óreglu og eiturivfja. DV-mynd Pjetur Nær þúsund ungl- ingar djúpt sokknir í eiturlyfjaneyslu - segir Guðmundur Þorvaldsson, forstöðumaður Mótorsmiðjunnar „Ég tel að það séu tæplega þús- und unglingar á aldrinum 13-16 ára sem geta talist djúpt sokknir í eitur- lyíjaneyslu á íslandi í dag,“ segir Guðmundur Þorvaidsson, forstöðu- maður Mótorsmiðjunnar, við DV um flkniefnavanda meðal unglinga í grunnskólum landsins. Mótorsmiðj- án er sérhæfð félagsmiðstöð fyrir unglinga með mótorhjólaáhuga. „Að vera djúpt sokkinn á ég við að viðkomandi neyti eituriyfja einu sinni í viku eða tvisvar í mánuði til að komast í vímu og burt frá hvers- dagsleikanum. Það er oft umdeilt hvað menn telja að vera djúpt sokk- inn en þetta er mitt mat á stöðunni. Það er allt morandi af eiturlyfjum í grunnskólum og þar er auðveldlega hægt að fá efni eins og kannabis o.fl. Það er mjög brýnt að finna hús- næði og almennilega stofnun fyrir þessa unglinga þar sem þeir geta verið í meðferð og losnað imdan þessu. Ég tel að Vogur henti engan veginn sem meðferðarheimili fyrir svona unga krakka. Það þarf aö flnna lausn á þessum vanda sem fyrst,“ segir Guðmundur. 30-50 í haröri neyslu „Við vitum að það eru u.þ.h. 39-50 unglingar yngri en 16 ára sem eru í harðri neyslu eiturlyfja. Sá yngsti sem við höfum þurft að hafa afskipti af var 13 ára gamall," segir Davíð Bergmann Davíðsson, starfsmaður útideildar sem er á vegum félags- málastofunnar, um málið. „í ársskýrslu SÁÁ frá því í fyrra kemur fram að það eru 33 unglingar á aldrinum 15-16 ára sem fóru í meðferð vegna eiturlyfja. Það segir manni að neyslan hefur byrjað tveimur árum áður. Svo er spum- ing hvað skal flokka undir harða neyslu og hvar ætla menn að setja mörkin. Það hefur aldrei komið fram. Ég get fullyrt að það eru alla vega í kringum 200 unglingar yngri en 16 ára sem hafa fiktað við eitur- lyf. Krakkamir segja okkur að það sé ekkert mál að verða sér úti um eiturlyf í skólunum því framboðið sé mikið þar. Það sem skiptir öllu máli er að vandinn er til staðar og það þarf eitthvað að gera til að spoma við þessu. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál og vandinn á eftir að aukast ef ekki verður eitthvað gert í málun- um nú þegar. Forvarnarstarflð er víða mjög gott en það þarf greini- lega að gera enn betur. Hjá okkur er alltaf opið og unglingarnir geta komið til okkar og leitað ráða og mjög margir nýta sér það. Það er mjög erfitt að koma unglingum í meðferð á þessum aldri af því að biðlistamir eru langir. Biðtíminn getur verið mikill og unglingamir geta verið fljótir að skipta um skoð- un,“ segir Davíð. Fíkniefnin í skólunum „Það liggur fyrir mjög ítarleg rannsókn um jjetta sem framkvæmd var af Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Þar kemur fram að um sé að ræða 30-40 börn og ung- linga sem séu komin í harða neyslu eiturlyfja. Ég vil alls ekki gera lítið úr þeim vanda sem þessi mál em því hann er stór og alvarlegur. Fíkniefnin éra í grunnskólunum, á því leikur enginn vafi. Það er líklegt að hátt í 200 börn og unglingar eða jafnvel fleiri hafi prófað einhver eit- urlyf en það er ekki nema lítill hluti af þeim sem getur flokkast undir forfallna eiturlyfjaneytendur. Ég tek undir það að full ástæöa er til að efla forvamir í grannskólunum og taka á þessum málum,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, við DV um málið. Fjölmargir sem fikta „Við hjá lögreglunni höfum lítil afskipti af unglingum undir 16 ára þó að endram og eins komi það fyr- ir. Við vitum þó og höfúm heimild- ir fyrir því að það era fjölmargir unglingar undir 16 ára sem eru að fikta við fíkniefni. Ég hef það á til- finningunni að það séu fleiri en 20-30 unglingar yngri en 16 ára sem séu djúpt sokknir í eiturlyf. Það er alltaf verið að tala um þá sem eru í skólunum en oft gleymast þau hundrað sem detta út úr skóla áður en grunnskóla lýkur. Það er tölu- vert stór hópur og í honum era í flestum tilfellum krakkar sem hafa dottið út úr skóla af því þeir era í óreglu. Vandinn er mikill og ég veit ekki hvað er hægt að gera. Mér finnst sáralítið hafa verið gert af viti undanfarin ár í þessum málum. Það hefur vantað herslumuninn víða, bæði hjá lögreglu og annars staðar," segir Ólafur Guðmundsson hjá forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík. -RR SVARTI SVANURINN 10ÁRA Nýtt - Nýtt Kjulingabitar Nuggets 5 stk. 250 kr. 8 stk. 375 kr. 2* SVARTISVANURINN Menntamálaráðuneytið Orlof Athygli er vakin á því aö umsóknir um orlof fram- haldsskólakennara fyrir skólaárið 1997-1998 þurfa að berast menntamálaráðuneytinu fyrir 1. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 15. október 1996 Auður Leifsdóttir cand. mag. hefur margra ára reynslu í dönskukennslu viö Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla íslands og Kennaraháskóla Islands. DÖNSKUSKÓLINN STÓRHÖFÐA 17 Dönskuskólinn er nú aö hefja ný námskeiö bæöi fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta viö sig kunnáttu og þjálfun. Hagnýt dönsk málnotkun kennd í samtalshópum þar sem hámarksfjöldi nem- enda er 8 og fer kennsla fram í 2 tíma, tvisvar sinnum í viku. Einnig veröa haldin stutt námskeiö fyrir unglinga sem vilja bæta sig í málfræöi og framburöi. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eöa annars konar kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku, sem og sérstaka bók-menntahópa fyrir fulloröna. INNRITUN ER ÞEGAR HAFIN í SÍMA 567 7770 EFTIR KL. 13.00 OG EINNIG ERU VEITTAR UPPLÝSINGAR í SÍMA 567 6794. SMIÐSBUÐ Smiðsbúð 8 og 12, 210, Garðabær sími: 565-6300 fax : 565-6306 Skjalaskápar Traustir - vandaðir og á góðu verði! KR. 22.995 KR. 17.417 KR. 20.256 Söluaðilar: Ólafur Císlason & Co hf Sundaborg 3 Reykjavík Sími 568 4800 E.G. Skrifstofubúnaður Ármúla 20 Reykjavík Sími 533 5900 Bókabúð Kcflavíkur Sólvallagata 2 Kcflavík Sími 421 1102

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.