Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 15 Eitt er það hús á íslandi sem veitir auganu meiri unað en önnur, engu að síður ber það ís- lensku hugviti dapurlegt vitni. Þetta er Perlan sem fregnir herma að kosti höfuðborg- ina fé í staðinn fyr- ir að auka tekjur hennar og auðga andann. Sú bygging sem hefði átt að vera ekki aðeins tákn fyrir höfuðborg landsins heldur jaöivel ísland, upp- lýstu perluna við útjaðar heimsins, stendur hálftóm og gleymd með rytjulega pálma á neðri hæðinni, en í kaflistofunni á miðhæðinni ríkir andrúmsloft sem gæti verið það sama og hægt er að finna í nöturlegum kaffivagni og ísbar fyrir ameríska hermenn í töpuðu stríði, eða í kuldalegum gangi sjúkrahúss þar sem leiðar ganga- stúlkur drattast áfram með kerrur til að tína saman óhreint leirtau. Á neðri hæðinni safhast stund- um saman og leggst á gólfið akfeitt fólk til að teygja upp í loftið lappir við að ná af sér aukakílóunum innan um auð borð og dauð pálma- tré í þeirri Paradís sem varð aldrei fúllsköpuð. Þjóösögur á flekum ... Til að kóróna allt virðist þáttiu- í auglýstum ævintýra- ferðum útlendinga til ís- lands vera stutt heim- sókn í Perluna og það að horfa á baráttu íslend- inga við offituna á með- an þeir bíða eftir lyft- unni. Margir líta á skrokkana sem lélegan brandara og missa alger- lega matarlystina, þannig að þegar komið er á miðhæðina fá þeir sér kannski appelsín eða eins lítið og hægt er til að drepa tímann. í Perlunni er ekkert við að vera nema útsýni, gosbrunn á jarðhæðinni og búkhljóð þeirra sem berjast við aukakílóin. Hvílík landkynning! Væri vit í mönnum ætti að vera í Perlunni miðstöð upplýsinga, ekki aðeins fyrir horgina í tali, tóniun og myndum, heldur landið, saga þjóðarinnar. Þetta er hægt að gera með hugmyndaauðgi fremur en fjármagni á flekum og í gægjuhólfum, þar sem menn gætu horft t.d. á íslenskar þjóð- sögur eða ævin- týri í sýndar- veruleika. í víðum skilningi Til að festa Perluna í víðum skilningi í huga fólks mætti byrja á því að halda þar áramótafagnað, lýsa upp skóginn í kring, gera stíg- ana dularfulla, dansa við brennu á auða svæðinu fýrir framan hana á gamlárskvöld. Kveðjið öldina og heilsið nýrri í Perlunni. Jólasveinninn kemur kannski frá Finnlandi en álfa- drottingin (og kóngiu-inn?) á hvergi heima nema á íslnadi. Þannig mætti auglýsa og vekja áhuga manna í útlöndmn. Hvem langar ekki að kveðja öldina í hitaveitugeymi á dansleik eftir að Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur „Kveðjið öldina og heilsið nýrri í Periunni. Jólasveinninn kemur, kannski frá Finnlandi, en álfa- drottningin (og kóngurinn?) á hvergi heima nema á íslandi. Þannig mætti auglýsa og vekja áhuga manna í útlöndum. “ Perlan „í Perlunni er ekkert viö aö vera nema útsýni, gosbrunn á jaröhæðinni og búkhljóö þeirra sem berjast viö aukakíloin," segir Guöbergur m.a. í grein- hafa tryggt sig gegn áhrifúm álfa? í ævintýrinu verður að felast hætta, en trygging gegn henni, svo hægt verði að laða útlendinga á Kveðjuhátíð aldarinnar í Perlurmi sem er tákn Reykjavík- ur og íslands. Guðbergur Bergsson „Nútímavæðing" og stofnanir með sögu Fyrir skömmu gerði ég ný lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins að umræðueöii hér í blaðinu. Drap ég þá á fáein atriði sem snertu setningu lag- anna. Nú langar mig að vikja að inntaki þeirra. Heiti laganna bendir til að þeim sé ætlað að flytja starfsmanna- stefnu ríkisins. Þau má þó einnig lesa út frá öðra sjónarhorni. I um- ræðunni hefúr líka verið á það bent að þau geti allt eins kallast lög um stjómunarhætti í opinber- um stofnunum. Margir munu ugg- laust vilja kenna þá stefnu sem þar er boðuð við fyrirbæri sem oö er néfnt „modemisering“ á erlend- um máliun og hefúr verið þýtt með langlokunni „nútímavæðing“. Gamalgrónar stofnanir Hér á landi hagar svo til að stutt er síðan hefbundið bænda- samfélag vék fýrir nútíma samfé- lagsháttum. Flestar stoöianir, fýr- irtæki, ráð og ráðuneyti hins opinbera era því ný af nálinni og búa yfír tak- markaðri festu. Stofnanir þessar geta því gengið í gegnum tíðar, róttækar og mis- markvissar um- breytingar á borð við þær sem oft felast í tilraunum til „modemiseringar“ án þess að verða fýrir röskun. Öðra máli gildir um gamalgrón- ar stoöianir með langa sögu. í slík- um stofnunum hafa þróast hefðir, venjrn- og jaöivel táknmál sem oö hvíla á mótaðri hugmyndafræði. Segja má að þær búi yfír eigin menningu. í íslensku samfélagi era að minnsta kosti til tvær stoöianir af þessu tagi. Önnur hefúr starfað með þjóðinni, að vísu í breytilegum mynd- um, í hartnær 1000 ár. Hún er því eldri en ríkið hvemig sem ald- ur þess er reiknaður. Hin er að sönnu öá upphafl þessarar aldar en starfar þó á grunni gamalla, fjölþjóðlegra hefða. Hér á ég við kirkjuna og háskól- ann. Ásættanleg niö- urstaða? Stofnanir af þessu tagi era viðkvæmar fýrir þeim tískusveiflum sem oö einkenna tilraunir stjómvalda til „nútímavæðingar". Því er æski- legt að þær fái að þróast á eigin forsendum en ekki út öá viðmið- um sem fengin era af allt öðrum og óskildum vettvangi. í öjálsræði af þvi tagi felst ekki eflirgjöf við íhaldssemi steinranninna stofn- ana heldur viðurkenning á því að stofnanamenning og fjölbreytileiki í starfsháttmn geti verið af hinu góða. Til þess að svo verði þurfa stofnanir þó að vera þeim vanda vaxnar að axla þá ábyrgð sem sjálfstæði era samfara. Sé sjálfstæð þróun gamalla stofnana brotin á bak aftur get- ur slíkt aftur á móti unnið gegn markmið- mn sfjómvalda. Til dæmis má nefna að á síðari árum hafa all- ar kirkjm: Norður- landa þróast í áö til síaukins frelsis. Verði öll ákvæði hinna nýju laga látin ná til kirkjunnar þjóna, biskups og presta verða stjómunarhefðir kirkjunnar felldar úr gildi og menning hennar löguð að því sem tíðkast á í ríkisstofminum. Þróun- in hér á landi verður þá sú að við fáum að nýju ríkiskirkju á borð við þá sem tíðkaðist á 17., 18. og 19. öld. Getur það talist ásættanleg niðurstaða af „nútímavæðingu“? Hjalti Hugason „Verði öll ákvæði hinna nýju laga látin ná til kirkjunnar þjóna, bisk- ups og presta, verða stjórnunar- hefðir kirkjunnar felldar úr gildi og menning hennar löguð að því sem tíðkast á í ríkisstofnunum Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor í guðfræöi í H.í. Magnús Tumi Guð- mundsson JarAeðt- Me5 og á móti Munu Grimsvötn hlaupa í kjölfar eldgossins? Gríms- vatnahlaup verður „Grímsvatnahlaup hafa kom- ið reglulega í nokkrar aldir. Síð- ustu áratugi á 5 ára öesti og þá við miklu lægri vatnshæð en nú er í Gríms- vötnum. Fæst þessara hlaupa tengjast eld- gosum heldur stafa þau af stöðugri ís- bræðslu jarð- hitasvæðisins í Grímsvötnum. Það hlaup sem nú er í aðsigi verður eitt þeirra sem rekja má beint til eldgoss. Gosið norðan Grims- vatna hefur nú bræö 2,5 til 3 rúmkílómeöa af ís og megnið af því vatni hefur safnast niður i Grtmsvötn. Vatnsborð Gríms- vatna hefur hækkað um 105 meöa á tæpum tveimur vikum og er nú komið 40 til 50 meöa upp fýrö þá hæð sem venjulega hleypur við. Lítið vantar upp á að ísstíflan hreinlega lyftist, fljóti upp en ef þær aðstæður skapast mun vatn byrja að renna og hlaup hefjast. Þess misskilnings hefur gæö að vatn- ið geti öosið þegar það kemur niður í Grímsvötn. En Vatnajök- ull er þíðjökull. Jökulísinn getrn- því ekki tekið við orku öá vatn- inu án þess að einhver ís bráðni. Þess vegna era engar líkur á að vatnið öjósi í Grímsvötnum. Grímsvatnahlaupið kemur inn- an skamms.“ Vatnið fer í hring- rásina „Jarðeðlisfræðingar vinna samkvæmt því líkani að það opnist fyrö útsöeymi úr Gríms- vötnum við að vatnshæðin lyöi ísnum upp úr út- söeymisopinu og vatnið streymi út. Þeö hafa ekki getað skýrt hvers vegna ekki lokast fyrir út- söeymið þegar ísinn sígur aftur. Þetta raá kalla vatnshæðarlíkan. Það vökar ekki. Vatnshæöin hefur aldrei komist svo háö og samkvæmt líkaninu hefði lónið aldrei áö að opnast. Ég tel að Grímsvötn hafi nú afsannaö þessa kenningu endanlega. Líkanið miö má kalla varmalík- an. Það felur í sér að varminn bræði fyröstöðuísinn. Hitarinn imdö Grímsvötnum knýr vatnið í hringrás framhjá fýröstöðunni og eyðö henni. Til að spá sam- kvæmt varmalíkaninu þurfa að vera til upplýsingar um hitastig og magn og stærð fýröstöðu. Tækin til að framkvæma þessar mælingar era ekki vandamál og ekki verðið heldur. Ég er semn- færður um að þetta verður gert og það fljóö. Það er þetta sem skiptö máli í dag. Vatnið á að- eins tvo kosti: að fara í gegn um hitarann í Grímsvötnum eða beint út. Hvora leiðina það fer er háð hitastigi. Ég tel að vatnið öá Loka sé kalt og fari í hringrásina.“ -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.