Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 24
32 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 Sviðsljós I>V Jan-Michael Vincent alvarlega slasaður Sjónvarpsstjarnan Byron úr Stríðsvindum liggur nú þungt hald- inn eftir alvarlegt umferðarslys. Læknar óttast að hann hafi skadd- ast svo illa á hrygg og hálsi að hann eigi ekki eftir að ná sér. Slysið átti sér stað þegar Jan-Michael ók á eft- ir vinkonu sinni. Hann keyrði á bíl hennar, missti stjóm á sínum eigin bíl og rakst á umferðarljósastaur. Orðrómur er á kreiki um að kapp- inn hafi verið undir áhrifum eitur- lyfia eða áfengis þegar slysið varð. Segal skiptir á sjóliðabúningi og hljóðnema Steven Segal er að hugsa um að skipta á sjóliðabúningnum og hljóð- nema samkvæmt frásögnum banda- riskra fiölmiðla. Segja þeir leikar- ann hafa staðið í viðræðum um plötuútgáfu. Segal mætti á fundinn hjá Time Wamer fyrirtækinu með tvo lífverði og vakti það talsverða athygli. Segal, sem er orðinn 45 ára, var í rokkhljómsveit þegar hann var 17 ára. Gárungamir benda á að margir búi að þeirri reynslu. Julia Baird, hálfsystir Lennons: Mamma og John hlustuðu á Elvis og sungu með Julia Baird er ekki þekkt nafn enda hefur hún ekki verið í sviðs- ljósi fiölmiðlanna. Hún þykir hins vegar athyglisverð fyrir þær sakir að hún er hálfsystir Johns heitins Lennons. Þau vora sammæðra en ólust ekki upp saman því John ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni, Mimi. „Við áttum í raun fimm mæður því allar systur mömmu tóku þátt í uppeldinu. Hún var yngst systranna og var aðeins tólf ára þegar hún kynntist fóður Johns. Hann var óreglumaður sem hafði alist upp á munaðarleysingjahæli og að annast fiölskyldu var ekki hans sterkasta hlið. Við eigum systur sem var gefin við fæðingu til ættleiðingar. Hún fór til Noregs og ég veit ekki hvort hún veit að John Lennon var bróðir hennar. Það hefur aldrei neitt heyrst frá henni,“ segir Julia. Julia þykir mjög hlédræg kona og er ekkert að gaspra um tengsl sin við John Lennon við hvem sem er. Hún er sjö árum yngri en John, þ.e. 49 ára, og á þrjú böm á aldrinum 17-26 ára. Julia segir að hún sakni Johns mjög mikið og hún hugsi til hans á hveijum degi, sérstaklega þar sem þau hittust aldrei eftir að hann flutti til Bandaríkjanna. „Við skrifuðumst á og hann var búinn að bjóða mér margoft að koma í heimsókn til Bandaríkjanna. Ég fann hins vegar alltaf einhverjar afsakanir því mér fannst við hafa nægan tíma. Það hvarflaði aldrei að mér að svona færi og það er margt sem ég myndi breyta ef ég gæti. Hins vegar hefúr þessi lífsreynsla gert mig að sterkari manneskju og markmið mitt í lífinu er að lifa lifinu lifandi." Julia Blair, hálf- systir Johns Lennons, segir aö hann og mamma þeirra hafi verið mjög náin. Hún segir að mamma þeirra hafi verið mjög listræn og líklega haft meiri hæfileika en John. Hún dó í bílslysi þegar John var 17 ára og Julia 11 ára S-Kóreumenn hafa lítinn áhuga á Jackson. Lætur hanna á sig loftkældan jakka Michael Jackson hefur falið tiskuhönnuðinum Versace það verkefni að útbúa jakka með loft- kælingu. Jackson er orðinn þreytt- ur á hitanum frá sviðsljósunum sem skina á hann á tónleikum. Gert er ráð fyrir að jakkinn komi til með að kosta rúmar tvær og hálfa milljón íslenskra króna. En þó svo að sviðsljósin skíni skært á Jackson hafa íbúar Suðaust- ur- Asíu, þar sem hann er á tón- leikaferðalagi, takmarkaðan áhuga á söngvaranum. Á sunnudaginn hélt hann tónleika í Seoul í S-Kóreu á leikvangi sem rúmar 60 þúsund áhorfendur. Á tónleikana komu um 50 þúsund manns. Á fostudeginum var leikvangurinn bara hálffullur. Jackson fékk þó tryggingu fyrir um 140 milljóna króna þóknun auk þess sem umboðsaðilinn í S-Kóreu greið- ir 5 daga gistingu fyrir hann i svítu á lúxushóteli. Talsverðar umræður fóru fram í S-Kóreu áður en Jackson kom um hvort leyfa ætti honum að halda tónleika í landinu vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni gagnvart bömum. Aukablað HÚS OG HÚSBÚNAÐUR Miðvikudaginn 23. október mun aukablað um hús og húsbúnað fylgja DV. Meðal annars verður fjallað um heimilistœki, tœki og innréttingar í eldhús og bað, gólfefni, húsgögn og ýmislegt annað innanstokks. Þeim sem vilja koma áframfœri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Guðrúnu Gyðu, blaðamann DV, hið fyrsta í síma 550-5821. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa íþessu aukablaði, hafi samband við Selmu Rut, auglýsinga- deild DV, hið fyrsta í síma 550-5720. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga íþetta aukablað er fimmtudaginn 17. október. Tískan er síbreytileg og oft á tíðum ansi lífleg. Hvað notagildið varðar er hins vegar annað mál og spurning hvort margir myndu spóka sig í þeim klæðn- aði sem sjá má á myndinni en heiðurinn af honum á japanski hönnuðurinn Junko Koshino.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.