Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Side 32
Tvafaklur I. vinningur 1 . Ltm ýlmlkllsað vinn®< Vinningstölur 15.10/96' 25) (26) (27) KIN s Ln «=c FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 Akureyri: Númer klippt af 20 bílum DV, Akureyri: Mörgum Akureyringum hefur ef- laust brugöið í brún þegar þeir komu að bifreiðum sinum í morgun og hugðust halda til vinnu því að lögreglumenn í bænum voru á ferð- inni í nótt og klipptu númer af 20 bifreiðum. Að sögn varðstjóra eru þessar „klippingar" til komnar vegna van- goldinna bifreiðagjalda og mun lög- reglan hafa „drjúgan lista“ yfir fLeiri bifreiðar sem klippt verður af á næstunni greiði eigendur þeirra ekki gjöldin. „Þetta á ekki að koma mönnum á óvart því þetta er gert eftir ítrekaðar viðvaranir og fresti sem menn hafa fengið til að koma málum í lag,“ sagði varðstjórinn. -gk Árangurslaus leit að skipverjum Leitin að skipverjunum þremur, sem saknað er eftir að vélbáturinn Jonna SF frá Höfn fórst á sunnu- dagskvöld, hefur engan árangur borið. í gær leituðu rúmlega 60 björgun- arsveitarmenn og voru gengnar fjörur frá Eldvatnsósi vestur að Sól- heimasandi, sem er ríflega hundrað kílómetra langt svæði, að sögn Reynis Ragnarsson, lögregluvarð- stjóra í Vík í Mýrdal. Reynir flaug sjálfur yfir svæðið í gær en varð einskis var. Leit verður haldið áfram í dag. -RR - sjá einnig bls 2 Suðurland: Tíu litlir skjálftar „Við höfum mælt tíu litla skjálfta í gær og í nótt. Þeir voru frá mínus 0,5 upp í 1 á Richterskvarða og það telst mjög lítið. Skjálftarnir eiga upptök sín fyrir norðan Ingólfs- fjall,“ segir Sigurður Rögnvaldsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstof- unni, við DV í morgun. Sigurður segir þetta vera það sem við var að búast eftir skjálftann sem var á mánudagskvöld, en sá var upp á 3,9 á Richter. -RR Átök tveggja unglingahópa á höfuðborgarsvæðinu: „Klíkustríð" milli skóla - kenna sig við Réttarholtsskóla og Snælandsskóla Gimnar Ásgeirsson, yflrkennari í Réttarholtsskóla, við DV vegna málsins. Piltur sleginn í höfuö Piltur var fluttur á slysadeild eftir slagsmál hópanna við Digra- nesskóla í Kópavogi á föstudags- kvöldið. Pilturinn var sleginn hrottalega í höfuðið með þeim af- leiðingum að hann hlaut stóran skurð. Að sögn yfirlögregluþjóns í Kópavogi, Magnúsar Einarsson- ar, er þetta mál til meðferðar hjá skólastjórn viðkomandi skóla. -RR Undanfarið hafa átök geisað milli tveggja unglingahópa sem hafa kennt sig við Réttarholts- skóla og Snælandsskóla og þeir tekist á. „Klíkurnar" hafa átt í útistöð- um á kvöldin og hefur komið til slagsmála á skólalóðum og víðar, bæði í Reykjavík og Kópavogi. Fyrir helgi slasaðist piltur illa þegar hann var sleginn í átökum „klíkanna". Þá sögðust þrir piltar úr Réttarholtsskóla, sem DV ræddi við í gær, hafa fengið áverka eftir slagsmál við nemendur Snæ- landsskóla. Þá sögðu piltarnir að fram undan væru harðari átök. Tengist ekkl skólunum „Þetta eru átök sem eiga sér stað utan skólatíma og tengjast skólunum ekki neitt. Þarna er um að ræða einhverja unglinga sem vilja slagsmál og læti og nota nöfn skólanna sem átyllur til að gera hasar. Mér skilst að þarna séu líka á ferðinni ungmenni sem eru eldri en þeir unglingar sem sækja skólana. Ég hef rætt málið við Reyni Guðsteinsson, skólastjóra Snælandsskóla, og við erum sam- mála mn að á þessu stigi komi þetta ekki til okkar kasta,“ segir Ráöist var á pilt viö Digranesskóla í Kópavogi og hann sleginn hrottalega í höfuöiö. Pilturinn hlaut viö þaö stóran skurö og var fluttur burt í sjúkrabíl. Parna mun hafa verið um aö ræöa „klíkustríö" milli tveggja ung- lingahópa. DV-mynd S Rangárvallasýsla: Notkun Heklu- nafnsins mótmælt „Þeir hafa gert athugasemd við að Heklu-nafnið sé notað og ég er viss um að samkomulag muni nást í málinu," segir Kristján Árnason í Stóra-Klofa en Hekla hf. hefur gert athugasemd við að Heklu-nafnið sé notað í Rangárvallasýslu, Heklu- ferðir, Heklu-miðstöð, Heklu-hestar o.s.frv. Blaðafulltrúi Heklu hf„ Finnbogi Eyjólfsson, segir málið í eðlilegum farvegi hjá lögfræðingi. Fyrirtækið hafi í gegnum árin þurft að verja nafnið og þau mál hafi yfirleitt ver- ið leyst með því að tiltekin fyrir- tæki hafi skipt um nafn. „Ég á ekki von á öðru en að sam- komulag náist við þetta fólk fyrir austan og að og Heklu-nafninu verði skipt út.“ -sv Grímsvötn 1504 metrar „Það hefur nýtt fjall myndast af völdum eldgossins og nær fjallstopp- urinn upp fyrir jökulinn. Það er ekkert gos í gangi og annað hvort liggur gosið niðri tímabundið eða því er lokið. Yfirborð Grímsvatna var orðið 1.504 metrar samkvæmt mælingum okkar í gær. Bræðslu- vatn heldur áfram að renna frá gos- stöðvunum og grefur sig undir jökulinn til Grímsvatna," segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Norrænu eldfjalla- stöðunni, við DV í mrogun. Jöklafræðingar Raunvísinda- stofnunar áætla að 1.505 til 1.510 metra vatnshæð þurfi til að vatnið nái að smeygja sér undir stífluna sem heldur vatni í Grímsvötnum. -RR Enn sigra íslendingar íslenskir keppendur halda áfram að gera það gott í danskeppninni Intemational Championship í London. í flokki 11 ára og yngri sigruðu Davíð Gill Jónsson og Hall- dóra Sif Halldórsdóttir en í þeim flokki hófu 30 pör keppni. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir sigruðu flokki 12-15 ára og hafa þau sigrað í öllum þremur keppnunum í suðuramerískum dönsum á mótinu. Til að auka enn á glæsilegan ár- angur íslenskra para í þessari al- þjóðlegu danskeppni komust Árni Þór Eyþórsson og Erla Sóley Ey- þórsdóttir í undanúrslit í flokki 16-20 ára. -JHÞ ÞEGAR GOSIÐ I VATNAJÖKLI HÆTTIR FER AE> GJÓSA HJÁ KRÖTUM! Veðrið á morgun: Kólnandi veður Á morgun er búist viö austan- og norðaustankalda viðast hvar. Rigning eða slydda verður aust- anlands, slydduél við norður- ströndina en lengst af þurrt og bjart veður suðvestan og vestan tÚ á landinu. Veður fer kóln- andi. Veðrið í dag er á bls. 36 Kvöld- og helgarþjónusta Merkivél m/íslensku letri Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.