Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Fréttir - suöiui/ui mmmmmm Sprengingum þegar lokiö 7,0% Sunnanmegin 8,1% Noröanmegin PV Borað undir sjávarbotni í Hvalfirði: Búið að bora rúman kílómetra af göngunum DV, Hvalfirði: „Þetta hefur gengiö vel þaö sem af er og við erum enn á undan áætl- un. Það er þó ekkert hægt aö segja til um verklok á þessu stigi,“ segir Gísli H. Guömundsson, verkfræð- ingur hjá Fossvirki, viö noröanverð Hvalfjarðargöng. Alls er búið aö bora 550 metra að Gísli Guömundsson vlð lagnirnar sem liggja að þelm öflugu dælum sem elga að sjá um að halda göng- unum þurrum. norðanverðu þar sem 25 manna hópur vinnur að framkvæmdinni. Að sunnanverðu er búiö aö bora 650 metra og þar vinna 40 manns á þremur vöktum þar sem farið er aö bora undir sjávarbotni. Alls er því búið að bora rúman kílómetra af þeim rúmlega 5,6 kílómetrum sem göngin verða í heildina. Aö sögn Gísla er áætlað að bor- meim sunnan og norðan mætist næsta sumar. „Við reiknum með að gegn- umbrot veröi í júní þegar vinnuhóp- amir tveir mætast. Það er talað um að gegnumbrot verði á lægsta punkti,“ segir Gísli. Hann segir að öflugt dælukerfi veröi í göngunum til að taka við hugsanlegum leka. Þá séu boraðar tilraunaholur þar sem mælt sé þaö vatnsmagn sem er til staðar. Ef um sé aö ræða vatn yfir mörkum séu boraðar allt að 15 holur og þær fóðr- aðar með sementsblöndu áður en sprengt er. „Aðalmunurinn á þessum göng- um og Vestfjarðagöngunum er sá að hallinn er inn í göngin. Þannig verður að dæla út öllu því vatni sem á annað borö kemst inn. Þetta kall- ar á öflugt dælukerfi en aö auki verður safntankur á lægsta punkti ganganna þar sem mögulegt verður aö safna vatni í allt að tvo sólar- hringa ef til þess kemur að dælum- ar bila,“ sagir Gísli. -rt Gísli Guðmundsson verkfræðingur við Hvalfjarðargöng. (baksýn mó sjá gangamunnann og einn þeirra malarflutn- ingavagna sem aka úr göngunum því efni sem fellur til við borunina. DV-myndir Pjetur Dagfari Hin stóra stund Elínar Lífiö gengur í hæðum og lægð- um. Stóm stundimar em ekki margar en því verðmætari. Þaö em þessi augnablik sem við viljum varðveita í minningunni. Stóri vinningurinn í happdrættinu, við- urkenningar fyrir vel unnin störf, fagnaöarlæti áhorfenda þegar lista- maðurinn hefur sýnt snilld sina, sigurlaun íþróttamannsins þegar hann stendur efst á verölaunapall- inum, stjómmálamaðurinn þegar hann hefúr náð toppnum. Þetta em sigurstundirhar, toppurinn á til- verunni, hápunktur framans. Fréttastjórinn á Stöð tvö, Elín Hirst, hefur náð þessum áfanga. Hún segist hafa veriö rekin frá Stöð tvö og hefur þannig stolið sen- unni, baðað sig í sviðsljósinu, ver- ið mest umtalaða kona þjóðarinnar í heila tvo daga. Frægð Elínar er ótvíræð, frami hennar hefur blómstrað og óum- deild brottvikning hennar hefur vakið óskipta athygli, svo mikla at- hygli að spuming er hvort önnur eins kona og aðrir eins hæfiieikar finnist hjá öðrum samtímamönn- um. Stjómarformaður Stöðvar tvö telur ástæðu til að láta hafa eftir sér að Elín Hirst sé fremsta frétta- kona landsins. „Elín er einn besti fréttamaður sem viö eigum,“ segir Jón Ólafsson og er harmi sleginn. Elín sjálf hefur látiö gamminn geisa og ekki farið dult með þá skoðun sína að hún hafi rekið fréttastofu Stöðvar tvö af miklum myndarskap. Um það em raunar flestir sammála og árangurinn er sá að Elín hefur verið rekin úr starfinu og toppað í tilverunni. Hún er hvers manns eftirsjá og þá einna helst þeirra sem ráku hana. Þannig hefúr frægðin af þessum brottrekstri varpað nýjum ljóma á nafn Elínar Hirst og segja má að brottreskturinn skipti ekki neinu höfuðmáli miðað við þá frægð og fjölmiðlafár sem skapast hefur í kjölfarið. Allir tala um Elínu. Eng- inn um brottreksturinn. Allir bera lof á hæfni Elínar. Enginn um ástæðumar fyrir því að hún hætt- ir. Það má með sanni segja að brott- rekstur úr starfi hafi sjaldan orðið til meiri uppheföar, nema ef vera skyldi brottrekstur Lebeds. Enda er Jeltsín ekki búinn að bíta úr nálinni með að hafa rekið Lebed og sá síðamefndi er talinn sterkari en nokkru sinni fyrr. Hvorutveggja sannar að stundum er betra að láta reka sig en að ráða sig. Ráðning í starf getur haft ýmsa erfiðleika í fór með sér. Fólk þarf að mæta til vinnu á morgnana, það þarf að standa sig í djobbinu og þóknast yf- irboðurum sínum. Þetta þarf ekki eftir að maður hefur verið rekinn og getur labbaö út sem algjör sigur- vegari. Þá stendur maður með pálmann í höndunum, ekki síst eins og þegar Elín var rekin. Hún baðar sig í kastljósi fiölmiðlanna og fær bestu meðmæli frá fyrrver- andi yfirmönnum. Hvað þarf maður meira? Elín Hirst hefúr heldur betur slegið í gegn og það fyrir nær eng- ar sakir. Henni varð á að taka aðra frétt fram yfir þá stórfrétt að Stöð tvö sýndi frá ensku knattspym- unni. Og hún taldi Pétur Hafstein ekki vera hæfan til að dæma í máli Eimskips af þvi hann hafði þegið kosningastyrk frá Eimskip. Meðan fréttastjóri þarf ekki að brjóta al- varlegar af sér en þetta til að vera rekinn sýnist það tiltölulega auð- velt að fá brottrekstur úr starfi sem gerir mann frægan. Aðrir fréttastjórar ættu að hugsa sitt mál vel. Hvers vegna ekki að gera minni háttar axarskaft og fá reisupassann með bravúr? Upplifa sína stóru sigurstund! Komast á forsíðurnar fyrir ekki neitt nema þaö eitt að vera rekinn! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.