Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 12
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 JjV 12 ^enning dóttur, DV-verðlaunahafa í bók- menntum 1993. Linda fæddist á sjómannadaginn árið 1958, faðir hennar var sjómaður og allir karlmenn í báðum ættum meira og minna, auk þess sem kvenfólk- ið vann í Fiski og fjölskyldan lifði á flski I öllum skilningi orðanna. Óskalög sjómanna voru vinsæl- asti útvarpsþátturinn og enn þá saknar Linda sjómannavalsanna. í fyrra sigldi Linda frá Njarð- vík til Frakklands með vöruflutn- ingaskipi til að rifja upp stemn- inguna. Hún ætlaði ekki að yrkja ljóð um ferðalagið, en fyrir áhrif valsanna í bernsku fóru ljóðin að koma óboðin, nokkrum mánuð- um eftir að ferðinni lauk. Og senn koma þau á bók: Sjórinn á miðnætti talsverður fer um mig alla logandi tungu og vekur mig Fákalönd Áttunda hrossaættbók Jónasar Kristjánssonar ritstjóra er komin út. Þar er ættbók ársins 1996 með sundurliðuðum dómum um hrossin, en þema bókarinnar er 3000 fæðingarjarðir ís- lenskra ræktunar- hrossa, og und- ir hverri jörð er skrá í staf- rófsröö yflr hross sem við hana eru kennd. Jarðimar eru svo sýndar á sextán kortum sem eru starfi Landmælinga íslands og bókarhöfundar. Ljós- myndir eru í bókinni af stóðhest- um og 1. verðlaunahryssum, einnig hin þekktu ættargröf höf- undar og súlurit um einkunnir. Orðaskrá er á ensku, þýsku, dönsku og sænsku. Höfundur gef- ur bókina út sjálfur. Nýr formaður FÍM Á aðalfundi Félags íslenskra myndlistarmanna 8. október var Guðbjörg Lind Jónsdóttir kosin formaður í stað Guðrúnar Krist- jánsdóttur. Með Guðbjörgu eru í stjórn Sara Vilbergsdóttir og Ólafur Már Guðmundsson. Á fundinum var samþykkt að beina því til menntamálaráðherra að breyta úthlutunarreglum starfs- Ilauna listamanna á þann veg að þau miðist við eitt ár í senn en ekki frá sex mánuðum og upp í þrjú ár eins og núna. Með þeirri skipan telja FÍM-arar að fleiri muni njóta starfslaunanna en nú er. í fundarlok voru Hjörleifur Sigurðsson og Hörður Ágústsson kosnir heiðursfélagar FÍM með lófataki. Umsjón Silja Aflalsteinsdóttir Afhelgun Helga Þorgils Friðjónssonar Megineinkenni módernisma í myndlist birtast i afhelgun fortíðarinnar. Allt frá því að nýklassík- in afhelgaði inntakslegan boðskap barokk- og rókókólistarinnar í nafni hins hreina og klára forms upplýsingastefnunnar á 18. öldinni hefur framúrstefnan leitað að kjarna listarinnar í af- helgun hins ytra umbúnaðar, hvort sem hann fólst í formdýrkun, hlutadýrkun eða sjálfsupp- hafningu hinnar sjálfhverfu snilligáfu. Konsept- listin, þar sem myndlistin var orðin að hugmynd sem var óháð hinni efnislegu útfærslu, var eins konar endapunktur þessa afhelgunarferlis, og hefur skilið eftir stórar spurningar um merkingu og inntak listarinnar. Þessar stóru spumingar eru reyndar ekki bundnar við myndlistina eina, því afhelgun for- tíðarinnar hefur verið heilagt verkefni allrar framúrstefnu í nútímanum, hvort sem er á sviði lista, tækni, visinda eða stjómmála. Einnig trúar- brögðin hafa þurft á afhelgun að halda til þess að lifa af. Án afhelgunar verða engar nýjungar, eng- ar framfarir. Nú er svo komið að nánast öll hin stóra mark- mið og hugsjónir upplýsingaaldarinnar hafa ver- ið afhelgaðar. Hinar stóru hugsjónir stjómmál- anna hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Þeir vís- indamenn era horfnir af sjónarsviðinu, sem sett geta fræði sín í skiljanlegt samhengi. Heimspek- ingarnir era ýmist horfnir inn í völundarhús endalausrar sundurgreiningar veruleikans, eða þá að þeir taka að sér eins konar félagsráðgjöf I vandamálum hversdagsins, án þess þó að geta tengt ráðgjöf sína heildstæðri sýn á veruleikann. Afhelgun nútímans hefur á endanum afhelgað alla frumspeki, hún hefur afhelgað þær forsendur sem heildstæð veruleikasýn byggir á og fært okk- ur um leið sýndarveruleika hins nýja tækni- heims, er byggir í einu og öflu á tilbúnu og sjálf- bæra tungumáli. „Það eru ekki til neinar stað- reyndir, heldur bara túlkanir á staðreyndum," sagði heimspekingurinn Friedrich Nietsche fyrir rnn það bil 100 árum og virðist hafa reynst sann- spár. Afhelgun afhelgunar Um síðustu helgi fengum við að fylgjast með því á Sjónþingi í Gerðubergi hvemig Helgi Þor- gils Friðjónsson afhelgaði málaralistina á 8. ára- tugnum. Hann yfirfæröi skissur, veggjakrot og ýmsa hlálega brandara beint og hrátt yfir á olíu og striga. Um leið og handverki málverksins var gefið langt nef var innihaldið afhelgað niður i krot á borð við það sem gjaman sést á klóset- Myndlist Úlafur Gíslason tveggjum. En í byrjun 9. áratugarins fer Helgi allt í einu að mála vandlega unnar og „sleiktar" myndir, sem smám saman verða upphafnar og taka jafnvel á sig yfirbragð helgimyndarinnar. Helgi hafði afhelgað afhelgunina, hið heflaga hlutverk nútímahyggjunnar. Þar með var fram- fara- og nýjungadýrkuninni gefið langt nef og undan penslinum komu nú sætlegar draumsýnir um ódáinsakra þess handanheims sem á sér bara stað í myndmálinu og er fullkomlega slitinn frá þeim veruleika, sem það eitt sinn tengdist. Nátt- úran, dulvitundin og sjálfstjáningin era horfnar úr þessum verkum, eftir stendur upphafmn goð- heimur myndmálsins. Þar er reyndar oft vísað óbeint til nánasta umhverfis málarans, landslags úr Dalasýslu, fjölskyldu hans og sjálfsmyndar, en engu að síður er þessi heimur fullkomlega sjálf- bær handanheimur myndmálsins sem slíks. Við sjáum þetta með því að bera saman elstu sjálfs- mynd Helga (sem nú er sýnd i Gerðubergi) og þær nýjustu: elsta myndin, sem hann gerði á skólaárunum innan við tvítugt, er máluð í anda expressionismans og lýsir vel því þunglyndi og veraldarólund, sem gjaman hrjáir viðkvæmar sálir á þessum aldri. Þótt myndin sé viðvanings- lega unnin, líkir hún ótvirætt eftir raunverulegu þunglyndi. En í nýjustu sjálfsmyndum Helga er persónan öfl í yfirborði myndmálsins, og ekki hægt að komast í snertingu við þunglyndi henn- ar eöa hamingju. Upphafningin er tilbúin, en hún segir okkur allan sannleikann um raimveruleika útópíunnar. Raunsæi Helga felst í því að skilja ótvírætt á mifli draums og veruleika. Um leið og hann seg- ir okkur að það sé ekkert hneykslanlegt við það að láta sig dreyma, þá skynjum við með nokkrum hrolli hve stórhættulegt það getur verið að ganga í svefni. Helgi Þorgils sýnir myndir sínar um þessar mundir í Gerðubergi og á Sjónarhóli, á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Helgi Þorgils Friðjónsson: Kórinn. Furðufugl í gömlu ævintýranum brugguðu nomir mönn- um ifl örlög og breyttu gjarna í eitthvert dýr - frosk eða svan - og til þess að leysa þá úr álögum varð að koma til hrein og folskvalaus ást ein- hvers sem tilbúinn var aö gefa allt svo að ógæf- unni mætti linna. Svanurinn eftir Elizabeth Egloff minnir um margt á þessi ævintýri en hún snýr hressilega upp á venjulega framvindu mála. Stóri fuglinn hvíti er vel þekktur sem tákn í bók- menntum og listum að lesa í boðskap WfM leikritsins á ótal vegu. Verkið er í senn dapurlegt og bráðfyndið og áhorf- andanum er í sjálfsvald sett hvort hann lítur á söguna sem nútíma dæmisögu um innilokun og frelsisþrá_____________ eða hreinlega sem draum um ástina einu. Einfaldasta leiðin er sjálfsagt sú að taka öllu með sömu stóísku ró og hjartagóði hjúkrunarfræðingurinn, Dóra, sem verður fyrir því að svan- Ingvar flýgur! María innsiglar í hlutverki Dóra, svo ekki verður um deilt, að hún er feiknagóð og íjölhæf leikkona. Á sviöinu hefur hún bæði sjarma og út- geislun og undir niðri Leiklist Auður Eydal ur flýgur á stofugluggann hennar og steinrotast. Hún hjúkrar dýrinu en á sannarlega ekki von á því að upp úr svanshaminum rísi karlmaður sem setur allt á annan endann í lífi hennar. Nú- verandi elskhugi hennar, Kevin, á bágt með að sætta sig við tilvist svansins/Bifls og óhjá- kvæmilega dregur til tíðinda. Textinn er þéttur, persónurnar eru ekki flóknar, saga þeirra er skýr og samspilið gengur upp eins og í furðulegum draumi sem alveg óvænt tekur völdin. Sýningin tekur einn og hálfan tíma (án hlés) og heldur áhorfendum fbstum i ólíkinda- heimi þar sem allt getur gerst. Leikstjórinn Kevin Kuhlke hefur unnið geysigott verk, persónuleikstjóm- in er sterk og framvindan hnitmiðuð. Leikmynd Jóns Þórissonar gefur góða hugmynd um grámóskulegan bakgrunn persónanna og „trikkin“ koma vel út. þessu hlutverki kraumar kímnin þó að líka gefist færi á að sýna dramatísk tilþrif. Kevin er mikilvægur (mjólkur- )póstur í verkinu þó að hann sé þriðja hjól undir vagni. Hann er rödd „skynseminnar" og maldar óspart í móinn, gripur jafnvel til eigin ráða þegar þægilegri tilvera hans er ógnað. Karakterinn er vel unninn hjá Birni Inga Hilmarssyni og leikurinn slípaður. Ingvar E. Sigurðsson „er“ svanurinn og það er eiginlega ómögulegt að lýsa frammistöðu hans. Það þarf aö gefa sig allan í þetta hlutverk og þá dugir ekki bara túlkunarhæfni leikarans heldur þarf líka óvenjulegan styrk og fimi. Ég kem ekki í fljótu bragöi auga á nokkurn annan sem hefði getað gert þetta. Svei mér ef hann flaug ekki lika! Það þarf kjark og áræði til að standa fyrir sýn- ingu eins og Svaninum en þá er líka sigurinn sætur þegar árangur er góður. Annað svið og Leikfélag Reykjavíkur sýna á litla sviði Borgarleikhúss: Svaninn eftir Elizabeth Egloff Þýðing: Árni Ibsen Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Leikmynd og búningar: Jón Þórisson Leikstjórn: Kevin Kuhlke

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.