Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 15
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 15 Eitt er nauðsynlegt í eldgamalli skóla- bók segir frá gesti sem kemur í heim- sókn til tveggja systra. Önnur ein- hendir sér í að spjalla við aðkomu- manninn á meðan hin heldur áfram i húsverkunum. Mað- ur finnur hvernig spennan magnast þar til systirin iðju- sama springur og ber sig upp við þann nýkomna sem segir eitthvað á þessa leið: „Þú ert alltaf að, en eitt er nauðsyn- legt...“ Ástralíumegin við veruleikann Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur una, að konan sem kvartaði hafi gert sig seka um ólund. Kynhvötin snið- ugust Flestir reyna ugglaust að leysa þennan stóra köggul upp í marga smáa mola sem ferja mann frá einu augna- bliki til annars: íþróttirnar eru liðtækar við að innrétta líf fólks með mörgum litl- um tilefnum: liðið sem maður heldur með, leikurinn á 1 morgun. Sjónvarpsdag- skráin er mörgum kærkomin stundatafla, einn dag í senn. Þá er bílinn betri en enginn við að halda manninum við efnið: setj- ast undir stýri, ræsa vél og keyra eftir beinum brautum í vinnu sem gerir manni kleift að halda vélinni gangandi. Þó er fátt sem jafnast á „Eitt er nauösynlegt. Mikiö sem það var snjallt hjá gestinum að tilgreina ekki hvað það var. Fyrir bragðið getur maður ekki hætt að hugsa um það. “ við sígarettuna: þessi eiginleiki hennar að tengja augnablikin sam- an með ertandi löngun sem spring- ur út í reyk. Enn magnaðri eiturlyf leggja hraðbraut í risastóran tilgang þar sem eitt er nauðsynlegt þar til yfir lýkur. Kynhvötin er þó sniðugust, þessi innbyggði mótor sem keyrir manninn áfram á sínum ósýnilegu ------, brautum og skilur hann svo eftir á víða- vangi. Eitt er nauðsynlegt. Mikið sem það var snjallt hjá gestinum að tilgreina ekki hvað það var. Fyrir bragðið get- ur maður ekki hætt að hugsa um það. Kannski vissi maður það allan tímann og jafnframt að það má aldrei bera það á torg, hvað þá í blaðagrein. En það ríður á að eitt sé nauðsynlegt. Pétur Gunnarsson Þessi einkennilega fullyrðing heldur áfram eins og ljós sem hef- ur gleymst að slökkva löngu eftir að búið er að hringja út og allir skólar eru að baki. Oft hafði mað- ur lent í svipuðu í sveitinni, það kom kannski gestur og við krakk- amir hlupum inn í bæ og röðuð- um okkur í eldhúskrókinn þangað til húsbóndinn hrópaði: „Já, svona út með ykkur og haldið áfram...“ og síðan tiltók hann eitthvað sem var nauðsynlegt þá stundina: moka flórinn, mjólka kýrnar... Eitt er nauðsynlegt... Mér kem- ur þessi fullyrðing í hug nú, löngu síðar, af því hún er svo Ástralíu- megin við veruleikann sem blasir við og er ýmist nefndur „nútím- inn“, „neysluþjóðfélagið", „lífs- gæðakapphlaupið" eða „Vestur- lönd“. Og helgast einmitt af því að það er ekkert nauðsynlegt. Vissu- lega eru mörg verðmæti, mörg gildi, ýmislegt uppi á teningnum - en ekkert eitt sem er nauðsynlegt. Sumir myndu hugsanlega tylla í þetta sæti einhverju sem stendur hjarta þeirra næst þá stundina: auður, kynlíf, frægð, einbýli... Margir myndu einmitt ætla að nefna það sem augljóslega skiptir ekki máli í sögunni: „að halda áfram að gera eitthvað..." Einhver myndi sjálfsagt setja „hress“ í eyð- „Þá er bíllinn betri en enginn við að halda manninum við efnið...“ Veiðileyfagjald við tilboðsgerð og kaup á kvóta eða sóknarrétti hlýtur það að taka afleiðing- unum með tapi eða gjaldþroti í versta falli. Vandinn hlýtur að beinast að þeim aðila sem tekur rang- ar ákvarðanir eða of mikla áhættu en ekki að heildinni og því er órökrétt að blanda gengismálum inn í umræðuna. Annað sem sjálf- stæðismenn verða að hafa í huga er að það á ekki og má ekki vera neitt samhengi milli ákvörðunar um að vemda ákveðinn fiskistofn og ákvörðunar um að gefa hann. Kjallarinn Orn Karlsson vélaverkfræðingur Sem sjálfstæðismaður get ég ekki orða bundist eftir að hafa fylgst eilítið með fréttum af lands- fundi sjálfstæðismanna. 1 sjávarút- vegsmálum bera forystumenn fyr- ir sig skrúðmælgi og ódýra brand- ara. Þeir segja fiskinn í sjónum sameign þjóðarinnar á sama tíma og þeir veita hagsmunaaðilum skjól til að meðhöndla hann sem sina eign. Þeir hafna veiði- leyfagjaldi og reka hræðsluáróður um gengisfellingar í því sambandi. Athafnir fylgja ekki orðum og blekkingum er beitt. Óþörf umræða Fiskimiðin eru takmörkuð auð- lind og sameign þjóðarinnar. Það hlýtur að vera markmið okkar að þeir nýti auðlindina sem yfir mestri hagkvæmni búa enda leiðir það til hámörkun hagvaxtar. Ég fylgi þeim röddum sem mæla með veiðileyfagjaldi, þó ekki stjórn- valdsstýrðu gjaldi, því það leiðir án efa, fyrr eða síðar, til handalög- mála gagnvart genginu. Ég er fylgjandi veiðileyfagjaldi ákveðnu af markaðnum sjálfum með upp- boði á veiðirétti til eins árs í senn. Með réttri útfærslu næst a.m.k. þrennt: réttur eigandi nýtur arðs af auðlindinni beint, öllum þegn- um er gefið jafnt tækifæri til þátt- töku og hér höfum við bestu nálg- un við frjáls viðskipti. Þeir aðilar bjóða hæst sem hafa mesta fram- legð og hag- hvæmni, þannig kemst kvótinn eða sóknarrétt- urinn í hendur þeirra sem best kunna til verka. Sjálfstæðismenn horfa fram hjá grundvallarat- riðum við ákvörðunartöku í þessum mála- flokki, hagsmun- ir, íhaldssemi og byggðaplott blinda. Forsendur sem skipta máli fínnast í fógrum ákvæðum stjóm- arskrár íslands sem m.a. kveða á um jafnrétti og jafnræði þegnanna i stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og nokkrum sannreyndum hag- fræðikenningum. Umræða um, gengisfellingar er óþörf. Stjómvöldum ber að halda fast um taumana i peningamálum og svo verður að vera áfram eftir að veiðleyfagjald verður tekið upp. Ef útgerðarfélag fer út af sporinu Örstutt dæmisaga: Ráðherrar í ríkisstjóm fá veður af því að fiskistofn suður af land- inu sé í hættu sökum ofveiði. Þetta er ekki stór stofn, einhverjir 10 trillukarlar í Þorlákshöfn hafa verið að veiða hann undanfarin ár. Það hefur verið bamingur hjá körlunum og sumir rekið útgerð sína með tapi vegna lélegra afla- bragða. Ráðherrarnir sjá að við svo búið má ekki standa því þeim virðist karlarnir stefna í að drepa stofninn en hann er jú sameign þjóðarinnar. Þeir leggja höfuðið í bleyti og finna töfralausnina. Ráð- herrarnir ákveða að gefa körlunum fisk- inn í sjónum gegn því að þeir drepi ekki stofninn og tryggja það með því að setja aflakvóta á tegund- ina. Karlarnir eru himin- lifandi, nú eiga þeir þó eitthvað. Flestum reiknast til að þeir þurfi ekki lengur að stunda sjóinn. Þeir geti bara selt kvótann til annarra útgerða og lifað í vellysting- um, t.d. á Kanaríeyj- um, það eru jú lægri skattar þar og mikið hlýrra! Og þetta gera þeir auðvitað. Dæmisögunni fylgir krossapróf. Svörum skal skilað í kosningum á næsta landsfundi. Já Nei Skipti það máli fyrir útgerðirn ar sem keyptu kvótann af körlun- um, hvort þær greiddu trillukörlunum fyrir hann eða þjóðinni sem átti hann. Ef útgerðirnar sem keyptu kvót ann af trillukörlunum hefðu borg- að þjóðinni fyrir hann en ekki trillukörlunum þá hefðu ráðherr- amir þurft að fella gengið. Höfðu ráðherramir rétt fyrir sér varðandi það að ekki sé hægt að passa fiskinn í sjónum nema gefa hann. Öm Karlsson „Meö réttri útfærslu næst a.m.k. þrennt: réttur eigandi nýtur arðs af auðlindinni beint, öllum þegn- um er gefið jafnt tækifæri til þátt- töku og hér höfum við bestu náig- un við frjáls viðskipti.“ Með og á móti Innflutningur á áfengum gosdrykkjum Góð viðbót „Áfengir gosdrykkir eiga sama til- verurétt og annað áfengi. Þeir eru af svipuðum styrkleika og bjór en þykja ferskari og meira sval- andi. Viðtökur neytenda hafa verið góðar og það er fyrirsjáan- leg aukning á sölu i nánustu framtíð. Þau rök að unglingum sé meiri hætta búin af áfengum gosdrykkjum en öðru áfengi eru ekki svaraverð. Ölltun er ljóst að íslendingar hafa mjög stranga áfengislöggjöf og áfengi er aöeins selt á veitingahúsum og hjá ÁTVR sem unglingar undir lög- aldri eiga ekki aðgang að. Þótt einhverjir þeirra hafi aðgang að áfengi er nokkuð öraggt að það verður ekkert auðveldara fyrir þá að ná í áfenga gosdrykki en aðra áfenga drykki. Því er haldið fram að vegna þess hve ljúffeng- ir áfengir gosdrykkir séu auð- veldi þeir mönnum drykkju. Því- lík forheimskun! Er þá næsta skref að ráða mann til ÁTVR til að smakka allar tegundir sem þangað koma og banna gott áfengi en leyfa það vonda? Kröf- ur neytandans eiga að ráða. Áfengir gosdrykkir eru góð við- bót til að bæta vínmenningu sem hefur lagast á undanfórnum áram, einkum hjá ungu fólki.“ Vímuefni í dular- gervi „Það hefur aldrei þótt stór- mannlegt að leggja sig fram um að hafa fé út úr bömum og unglingum. Sölumenn og innflytjendur ólöglegra vímuefna og sá brotalýöur sem selur ung- lingum landa þykja síöur en svo fínir pappírar. Nú hafa nokkrir áhugamenn um skjót- fenginn gróða hafið innflutning á gosdrykkjum sem blandaðir era vímuefninu etanóli, öðra nafni áfengi. Þar sem drykkur þessi hefur verið settur á markað er- lendis hefur hann einkum notið vinsælda meðal unglinga og jafn- vel bama. Full ástæða er til að vekja foreldra og bamavemdar- fólk til vitundar um hvað þama er að gerast. Alþingi bannaði sér- staka tegund neftóbaks vegna þess að bera þótti við að börn og unglingar brúkuðu það. Þar var á ferðinni fikniefni en ekki vimuefni sem breytir persónu- leikanum. Áfenga gosið er hins vegar vímuefni í dulargervi og markhópar sölumanna hvar sem er í heiminum hafa verið ung- lingar. Og sjálfsagt dylst engum hvað i kjölfarið getur siglt: Þegar dómgreindin hefur verið slævð er eftirleikurinn auðveldur fyrir þá sem selja landa og önnur vímuefni, lögleg sem ólögleg." - JHÞ Jðn K. Guðbergs- son, fulltrúi hjá Áfengisvarnaradi. Jón Þórlr Frantz- son, framkvæmda- stjóri H.S.S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.