Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 36
44 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 * Elín var ekki hluti af karlaklúbbi yfirmanna á Stöö 2. Var aldrei partur af karlaklúbbnum „Það er hins vegar greinilegt að ég var aldrei partur af karla- klúbbi yfirmanna á Stöð 2, sem eiga saman sínar frístundir og veiðitúra." Elín Hirst, fyrrum fréttastjóri á Stöð 2, í Degi-Tímanum. Take it or leave it „Ég pæli ekki í því hvað er út- varpsvænt og hvað fólkið vill. Ég vil miklu frekar segja, svona er þetta, þetta er frá mér, take it or leave it og mér flnnst það heiðar- j legt.“ Bubbi Morthens, í DV. Ummæli Ágætur á mynd „Mér finnst ég ekkert sérstak- lega fallegur en ég er ágætur á mynd.“ Björn Ottó Steffensen, hr. Norðurlönd, í Degi-Timanum. Engin gullgerðarvél „Auðlindaskattur eða veiði- leyfagjald er ekki gullgerðarvél sem býr til verömæti úr engu.“ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í Morgunblaðinu. Bara fallegir „Við hættum að vera ungir og fallegir, verðum bara fallegir.“ Orn Árnason leikari, í Alþýðu- blaðinu. Fljótastur allra dýra Blettatigurinn, sem lifir á sléttunum í austurhluta Afríku, íran, Turkmenistan og Afganist- an, er sprettharðastur allra dýra. Á stuttum vegalengdum (um það bil 500 m) á jafnsléttu er talið að blettatígurinn nái 96-101 km hraða á klst. en þolið er ekki mikið. Staðhæft hefur verið að blettatigur nái allt að 145 km hraða á klst. en það er ósannað. Til samanburðar má geta þess að fljótustu veðhlaupahestamir ná um 70 km/klst. Fljótast á lengri vegalengd Það landdýr sem nær mestum meðalhraöa á lengri vegalengd- um (það -er um 1 km) er kvísl- hyman, klaufdýr er líkist anti- lópu og lifir í vestanverðum Bandarikjunum. Mælingar hafa sýnt 56 km meðalhraða á klst. á 6 km, 67 km á klst. á 1,6 km og 88 km á klst. á 0,8 km. Blessuð veröldin Fljótast á sjó Háhymingstarfur, sem var á milli sex og sjö metra langur, synti með 55 km hraða sam- kvæmt mælingum sem gerðar vom á austanverðu Kyrrahafi árið 1958. Heimildir greina einnig frá að höfrungstegund ein sem heitir á latínu Phocoenoides dalli geti náð 55 km hraða á klukkustund á stuttri vegalengd. Einnig er fullyrt að þessi sama höfrungategund sofi aldrei. Hvassviðri norðvestanlands Um 300 km suður af Reykjanesi er 974 mb. lægð sem þokast norð- austur og grynnist smám saman. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1033 mb. lægð. Veðrið í dag í nótt verður norðaustanstormur eða rok á Vestfjörðum, hvassviðri noi'ðvestanlands og við Breiðafjörð en austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi annars staðar. Á Vestfjörðum og allra austast á land- inu verður rigning en annars skúr- ir. Hiti verður á bilinu 4 til 8 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi eða stinningskaldi fram að hádegi en síðan austan- og norðaustangola eða kaldi og skúrir. Hiti verður á bilinu 4 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 17.47 Sólarupprás á morgun: 08.40 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 13.46 Árdegisflóð á morgun: 01.04 Veörið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri súld 9 Akurnes hálfskýjaó 7 Bergstaöir skýjaö 8 Bolungarvík skúr 6 Egilsstaöir skýjaö 7 Keflavíkurflugv. súld 6 Kirkjubkl. alskýjaö 7 Raufarhöfn súld 7 Reykjavík rigning og súld 6 Stórhöfói alskýjaó 7 Helsinki súld 7 Kaupmannah. þokumóóa 7 Ósló þokumóöa 8 Stokkhólmur þokumóöa 6 Þórshöfn þokumóóa 10 Amsterdam skúr 13 Barcelona þokumóöa 13 Chicago heióskírt 3 Frankfurt þokumóða 9 Glasgow skúr 9 Hamborg skýjaö 8 London léttskýjaö 9 Los Angeles þokumóöa 17 Madrid skýjað 13 Malaga heiðskírt 21 Mallorca þokuruöningur 12 París skýjaö 11 Róm þokumóöa 9 Valencia hálfskýjað 17 New York þokumóöa 16 Nuuk léttskýjaö -5 Vín Washington rigning 8 Winnipeg léttskýjaó 4 Snæbjörn Reynisson skólastjóri: Samfelldur skóladagur æskilegur DV, Suðurnesjum: „Mesti missirinn við að flytja er að missa kannski að einhverju leyti tengsl við það fólk sem maður er bú- inn að umgangast mikið og er orðið góðir kunningjar. Ég reyni þó að halda þeim við en það losnar um þau. Hins vegar eru eldri krakkam- ir komnir í framhaldsnám í Reykja- vík og eins eru það ættingjar okkar hér á suðvesturhorninu sem toga í mann að koma suður,“ sagði Snæ- bjöm Reynisson' sem var nýlega ráðinn skólastjóri Stóru-Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi. „Þetta bar brátt að og kom þannig tO að nokkrar skólastjórastöður losnuðu í Maður dagsins Reykjavík og þá losnaði þessi staða í Vogunum. Það var eins konar hringekja sem átti sér stað. Mér lík- ar mjög vel hér og hér er mjög gott kennaralið og úrvals nemendalið. Þá er þetta mun stærri skóli en ég var með en hér eru tæplega 130 nemendur.“ Áður en Snæbjöm var ráðinn skólastjóri í Vogum var hann skóla- stjóri á Hofsósi í 6 ár. Þar áður var hann kennari í Varmalandsskóla í Snæbjörn Reynisson. Borgarflrði, einnig i 6 ár. Snæbjöm er kunnugur Suðumesjum en hann var kennari í 5 ár í Holtaskóla í Keflavík, árin 1979-1984, eða áður en hann fór upp í Borgarfjörð. En það er mikið að gerast fram undan i skólamálum Stóm-Vogaskóla. „Núverantíi skólahúsnæði er mjög þröngt. Þar er tvísetinn skóli og búið að ákveða að fara út í stækkun á skólanum næsta sumar sem veröur hugsanlega hægt aö taka í notkun 1998. Það er verið að tala um að stækka hann að minnsta kosti um helming, eða 5-600 fer- metra. Þegar sú viðbót verður kom- in í gagnið fer að glitta í það að minnsta kosti að hægt verði að fara að einsetja skólann, þó að hún dugi kannski ekki alveg tO. Þá er þó hægt að hugsa sér að hægt verði að bjóða krökkunum upp á samfeUdan skóladag en eins og ástandið er núna er skóladagurinn hjá þeim mjög sundurslitinn. Þetta stefnir því í betri átt. Hér er mjög góð íþróttaaðstaða, nýtt íþróttahús og ný sundlaug. Það hefur mikið að segja að þeir sem standa að stjóm þessa hrepps gera mjög vel og það er mikOl hugur í þeim. Má þar nefna íþróttamann- virkin og stækkunina á skólanum sem mun breyta miklu þannig að það er verið að vinna mjög vel að þessum málum skólans." Snæbjörn á nokkur áhugamál, fyrir utan það sem viðkemur skóla- málum. „Ég hef áhuga á ferðalögum og fer mikiö í veiöiskap, bæði á stöng og sjó.“ Eiginkona Snæbjarnar er Dóróthea Jóhannsdóttir. Hún er ættuð úr Njarðvík og svo skemmti- lega vOl tO að hún er að kenna í Njarðvíkurskóla í forfoUum. Þau eiga þrjú böm: Andra, 17 ára, sem stundar nám í Verslunarskólanum, Álfheiði, 17 ára, nema í MS, og Berg- rúnu, 9 ára. -ÆMK Myndgátan Steypir um koll Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingaroröi DV Það er ekki síður hart barist hjá kvenfólkinu í körfubolta en hjá körlum. Þrír leikir í 1. deild kvenna Körfuboltinn er nú kominn á fuUt og meistaraflokkar karla taka ekki aðeins þátt í úrvals- deOdinni þessa dagana heldur er einnig í gangi Lengjubikar- keppnin. Kvenfólkið er einnig komið á fullan skrið og em á dagskrá í kvöld fjórir leikir í 1. deOd kvenna. íþróttir Hagaskólinn er heimavöUur KR og KR-stúlkur taka á móti stöUum sínum frá Grindavík og hefst leikurinn kl. 19.00. Klukku- tíma síðar, eða kl. 20.00, hefst viðureign ÍS og KeUavíkur í Kennaraháskólanum. Þriðji leik- urinn er einnig í Reykjavík og em það ÍR-stúlkur sem leika gegn Kópavogsstúlkunum í Breiðabliki. Sá leikur hefst kl. 19.00. Það verða einnig nokkrir leikir í unglingaflokki í kvöld en leikir í úrvalsdeUdinni verða ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þá verður leikin heU umferð. Bridge Henri Francis, ritstjóri fréttarits bandaríska bridgesambandsins, er góður spUari og er í aðalhlutverk- inu í sæti suðurs í dag. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og aUir á hættu: 4 4 ♦ DG5 V 8643 ♦ Á75 ♦ G104 4 Á1062 N 44 AD1097 «4 G2 4 K10643 4 G98 * 63 S * D987 ♦ K9873 4* K5 4 D2 * ÁK52 Suður Vestur Norður Austur 1 ♦ 2 44 2 4 pass pass 34 pass 3 •* 3 * pass pass Dobl p/h Þrjú hjörtu hefðu farið niður með réttri vöm því vestur missir vald á tromplitnum. Francis valdi hins vegar að berjast i 3 spaða og út- litið var ekki gæfulegt í þessari legu. Vestur spOaði út einspOi sínu í trompi og Francis átti fyrsta slag- inn heima á níuna. í öðrum slag kom spaði á drottningu sem ausfru drap á ás og spOaði hjartagosa. Vestur drap kóng sagnhafa á ás og spOaði áfram háhjörtum. Francis trompaði þriðja hjartað, spUaði spaða á gosa og svínaði laufgosa. Síðan kom lauftían, austur > setti drottninguna, Francis kónginn og tók síðasta trompið. Eftir að hafa tekið slag á laufás var staðan þessi: * — «4 10 ♦ K10 * — 4 — 44 8 4 Á7 * — * — V--- 4 G9 * 9 4 — ♦ D2 * 5 Þegar lauffimmunni var spUað lenti vestur í óverjandi kastþröng. Það er ekki á hverjum degi sem maður þvingar andstæðing með því að spOa tapslag! ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.