Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Síða 37
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 45 Helgi Porgils Friöjónsson sýnir ( Geröubergi og á Sjónarhóli. Tvær sýningar Helga Þorgils Um þessar mundir sýnir Helgi Þorgils Friðjónsson á tveimur stöðum i ReyKjavík. Á fyrstu og annarri hæð í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi er að fmna verk frá síðustu tveimur áratugum sem draga fram helstu línumar í þróun hans og á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, gefur að líta nýj- ustu verk hans. Helgi Þorgils hefur þegar skip- að sér sess meðal kunnustu lista- maxma þjóðarinnar en hann átti hvað stærstan þátt í að endur- heimta málverkinu aftur athygli eftir að Súm- hreyfingin virtist ætla aö ganga af því dauðu. Helgi hefur átt velgengni að fagna í út- löndum og meðal annars tilheyrir hann hinu góðkunna galleríi, Tos- elli í Mílanó. Samskipti hans við útlönd hafa leitt hann inn í fremstu herbúðir fígúratífska málverksins. Sýningamar standa til 10. nóvember. Sýningar Flughafnarteikn- ingar Devys í Þjóðskjalasafni íslands stend- ur nú yfir sýning á teikningum franska arkitektsins André Devys af Flughöfn Reykjavíkur frá árinu 1933 í nýrri sýningarstofu i Safiia- húsinu við Hverfisgötu. Flug Balbos varð kveikjan að prófverk- efiii André Devys og geröi hann fullkomnar teikningar af flughöfn á íslandi. í dag vekjja þær athygli fyrir hversu nútímalegar þær em. André Devys gaf teikningar sínar hingað til lands árið 1982 eftir aö spurst hafði verið um þær. Stefnur og straumar í félagsfræði- kennslu Tony Breslin heldur opinn fyrirlestur um nýja stefnu og strauma í félagsfræöikennslu á framhaldskólastiginu í Bret- landi kl. 17.00 í dag í stofu 201 i Odda. Breslin er formaður Fé- lags félagsvísindakennara í framhaldsskólum í Bretlandi. ITC-deildin íris í kvöld kl. 20.00 heldur ITC- deildin íris kynningarfund í Strandbergi, félagsheimili Hafn- arfjarðarkirkju. Á fundinum verður ffæösla um sjálfstyrk- ingu og fleira áhugavert. Kafli- veitingar í hléi. Allir velkomnir. Samkomur Kaffi Reykjavík í kvöld skemmta á veitinga- staðnum Kafli Reykjavík Sigrún Eva og Birgir Birgisson. Hörður Torfa á Raufarhöfn Hörður Torfa er kominn á norðanvert landið í landsreisu sinni og í kvöld skemmtir hann á Hótel Norðurljósum á Raufar- höfn. Tónleikamir heijast kl. 21.00. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Álfur í Nóatúnum Leikhópurinn Bandamenn mun flytja Álf í Nóatúnum í Leikhúskjallaranum f kvöld. Hér er leikhópurinn f sýningunni Amlóða sem hópurinn hefur ferðast meö vföa. Á árunum á milli 1820-30 sömdu skólapiltar í Bessastaðaskóla leikrit sem nefnist Álfur í Nóatúnum. Leik- rit þetta hefur legið í gleymsku um langt árabil og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var hins vegar flutt af leikhópnum Banda- mönnum fyrir Vigdisi Finnboga- dóttur og gesti hennar síðastliðið vor og þar sem mörgum hefur leikið hugur á að njóta þessa gamla verks verður það sýnt í Leikhúskjallaran- um í kvöld á vegum Listaklúbbsins. Leikhús Álfur í Nóatúnum fiallar um þann hrekkvísa hreppstjóra Álf sem segja má aö sé fyrsti skúrkurinn í íslenskri leikritasögu. Verkið er í gamansömum dúr en þó er broddur í því og taliö er að ef til vill hafi skólapiltar haft ákveönar fyrir- myndir í huga. Bandamenn hafa á undanfömum misserum ferðast víöa um heiminn með sýningar sínar og frumsýndu leikritið Amlóða á Helsingjaeyri, fyrst í seríu Hamlet-verka sem ekki eru byggð á texta Shakespeares. í leikhópnum eru Ragnheiður Elfa Amardóttir, Þórunn Magnea Magn- úsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Stef- án Sturla Sigurjónsson, Felix Bergs- son og Sveinn Einarsson sem er leikstjóri hópsins. Þá er Guöni Franzson tónskáld hópsins. Sveinn Einarsson mun flyfia fommálsorö en sýning hefst kl. 20.30. Skemmtanir Unglist úti um allan bæ: Listakvöld, málverk og matarlist Unglist er nú haldin fimmta árið í röð og var hátíöin sett í Ráð- húsinu á laugardaginn og hefur síðan verið fram haldið á mörgum stööum. Dagskráin í dag og í kvöld er fiölbreyt, en mest era það sýn- ingar sem era á boðstólum í dag. í Hinu húsinu, sem eru nokkurs konar aðalbækistöð Unglistar, er myndlistarsýning Unglistar og er hún opin frá kl. 9.00-23.00. Á sama tíma er sýning Iðnskólans í Tjam- arsal Ráðhússins. Þar koma iön- nemar í mörgum greinum við sögu og sýna bæði afurðir sínar og hvemig gera skal hlutina. í Háskólabiói kl. 17.00 heldur áfram stuttmyndahátíðin Kill Your Darlings, en þar sýnir ungt fólk stuttmyndir sínar. Hússfióm- arskólinn sýnir í Café au lait kl. 10.00-01.00, í Kafligalleríi er sýn- ing sem nefiiist Amma í Réttar- Opnunarhátíö Unglistar fór fram f Sundhöllinni á laugardagskvöld og þar var mikiö um aö vera og margt brallaö. holti og í Tjamabíói hefst lista- kvöld framhaldskólanna kl. 20.00. Unglist er einnig á Akureyri og þar fer fram í Gryfiunni kl. 17.00 dagskrá sem nefhist Matarlist. Nemendur koma meö eigin matar- listaverk á sýningu þar sem þau veröa eyöilögö í sameiningu. Gönguferð á Brekkukamb í Hvalfirðinum er hægt aö finna sér skemmtilegar gönguleiöir og ætti göngufólk að notafæra sér það meðan veðrið leyfir. Ein slík gönguferð er upp á Brekkukamb. Stysta leiðin er frá Miðsandi eftir hryggnum milli gilja vestan við Miðsandsá og er komið að austan- verðu upp á Eystra-Kambshom. Brattinn er nokkuð jafn alla leið og á brúninni opnast skyndilega sýn yfir víðáttumikið háfiallið þar sem hæsti punktur er 646 metrar. Út- sýni af brúninni er ffábært yfir innanveröan Hvalfiörð. Umhverfi Æskilegt er að ganga svolítinn hring inn á fiallið til þess að fá betra yfirlit yfir svæðin fyrir norð- an og vestan. Svo má fara vestur af og sveigja síðan austur til Mið- Bjarteyjal sandur Hvalstöð sands eða afgreiða Þúfufiall í leið- sex klukkutíma. inni. Með Þúfufialli nálgast gangan Heimild: Gönguleiðir á Islandi eftir 10 km og þarf til hennar fimm til Einar Þ- Guðjohnsen. Sonur Steinunn- ar og Hauks Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 13. október kl. 19.36. Þegar Barn dagsins hann var vigtaður reynd- ist hann vera 5225 grömm að þyngd og 56 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Steinunn Þorbergs- dóttir og Haukur Hannes- son og er hann fyrsta bam þeirra. Kermit og Svínka eru stjörnurnar hjá Prúöleikurunum Gulleyja Prúöu- leikaranna Saga-bíó sýnir 'um þessar mundir Gulleyju Prúðuleikar- anna (Muppet’s Treasure Island) en hún er gerð eftir hinni víð- frægu skáldsögu Roberts Louis Stevensons. Eins og S þeim kvik- myndum sem gerðar hafa verið með Prúöuleikurunum er þar blandaö saman brúöum og lei- kurum og í hlutverki hins ill- ræmda sjóræningjaforingja, Long John Silver, er hinn kunni leikari Tim Curry sem er alvan- ur að leika þijóta. Kevin Bishop leikur Jim Hawkins sem finnur fiársjóöskort. Jim gerir sér grein fyrir að hann þarf á aðstoö aö halda og til sögunnar kemur Smollet kapteinn sem sjálfur froskurinn Kermit leikur. í hans fylgdarliði eru svo margar þekktar persónur úr Prúöuleik- uranum. Kvikmyndir Muppet Treasure Island er byggð upp eins og söngleikja- mynd og era lögin eftir Barry Mann og Cynthia Weil. Sömdu þau sjö ný lög fyrir myndina. * _ Leiksfiórinn, Brian Henson, er sonur Jims Hensons, þess sem skapaði Prúöuleikarana á sínum tíma. Krossgátan J— r~ T~ r~ 7 é mmm s \ ’T IÍL j n 15 J 16 i? IV TT 50 n Lárétt: 1 tind, 5 þykkni, 8 gjafmild- mr, 9 fræðslustofliun, 10 stöng, 12 malarhryggur, 14 eira, 16 keyröum, 18 formúlu, 20 átt, 21 æviskeiö, 22 eyri. Lóðrétt: 1 veski, 2 afl, 3 ávöxtur, 4 reku, 5 stampur, 6 óánægja, 7 bogi, 11 grein, 13 nabbi, 15 skagi, 17, karl- mannsnafn, 19 umdæmisstaflr. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 svarf, 6 vá, 8 líka, 9 los, 10 ósk, 11 gölt, 12 truntan, 15 tertur, 18 uglu, 20 mót, 21 gnægö, 22 MA. Lóðrétt: 1 slóttug, 2 vís, 3 akkur, 4 ragn, 5 flötum, 6 vola, 7 ást, 13 regn.i 14 nota, 16 tug, 17 róm, 19 læ. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 231 18.10.1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqensi Dollar 67,220 67,560 67,450 Pund 106,590 107,130 105,360 - Kan. dollar 49,700 50,010 49,540 Dönsk kr. 11,3820 11,4430 11,4980 Norsk kr 10,2810 10,3380 10,3620 Sænsk kr. 10,1090 10,1650 10,1740 Fi. mark 14,5660 14,6520 14,7510 Fra. franki 12,9000 12,9740 13,0480 Belg. franki 2,1156 2,1283 2,1449 Sviss. franki 52,9800 53,2700 53,6400 Holl. gyllini 38,8300 39,0600 39,3600 Þýskt mark 43,5800 43,8100 44,1300 ít. lira 0,04369 0,04397 0,04417 Aust. sch. 6,1930 6,2320 0,2770 Port. escudo 0,4323 0,4349 0,4342 Spá. peseti 0,5175 0,5207 0,5250 Jap. yen 0,59700 0,60060 0,60540 irskt pund 107,420 108,090 107,910 SDR 96,12000 96,70000 97,11000 ECU 83,6700 84,1700 84,2400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.