Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
Fréttir
Margrét Danadrottning og Henrik prins:
forseti velkom-
til Danmerkur
„Ég vil byrja á þvi fyrir mína
hönd og prinsins að bjóða nýjan for-
seta íslands velkominn og við
hlökkum til heimsóknar hans í
næsta mánuði og vonum að við get-
um sýnt honum og íslensku þjóð-
inni ýmislegt áhugavert," sagði
Margrét Þórhildur Danadrottning á
fundi með íslenskum blaðamönnum
í Fredensborgarhöll síðdegis í gær-
dag.
Fyrsta opinbera heimsókn ný-
kjörins forseta íslands, Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, til erlends ríkis
hefst þann 18. nóvember og verður,
eins og fyrri fyrstu heimsóknir ann-
arra forseta íslands, til Danmerkur.
Mörgum, bæði á íslandi og í Dan-
mörku, er enn í fersku minni fyrsta
heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur
til Danmerkur og hve vel þeim for-
setanum og Danadrottningu kom
saman. DV spurði drottninguna
hvort hún saknaði Vigdísar af for-
setastólnum.
„Ég býst við að ég eigi eftir að
hitta Vigdísi, fyrrverandi forseta,
aftur við tækifæri, þar sem hún er
jú enn í fullu fjöri. Við áttum alla
tíð mjög góð samskipti og gagn-
kvæma ánægju af því að hittast og
tala saman, bæði á léttum og alvar-
legum nótum. Hún er manneskja
sem auðvelt er að kynnast og eiga
samskipti við og hefur ánægju af að
blanda geði við fólk.“
Danadrottning fæddist fjórum
árum áður en íslenska lýðveldið var
stofnað á Þingvöllum. DV spurði
hana hvort hún saknaði þess að
vera ekki drottning íslands, eins og
hún þó fæddist til.
„Þessu er erfitt aö svara. Að sjálf-
sögðu riktu aðrar aðstæður í sam-
skiptum íslands og Danmerkur fyrr-
Margrét Danadrottning, Hinrik prins og Stefán Ásgrímsson, blaöamaður DV,
í Fredensborgarhöll í gær. DV-mynd GVA
um en þær aðstæður hef ég aldrei
þekkt af eigin raun. Ég held að ís-
land hafi ekki tapað á því að verða
sjálfstætt lýðveldi heldur þvert á
móti hafi það verið ávinningur fyr-
ir landið,“ sagði drottningin.
íslensku blaðamennimir spurðu
Henrik prins nokkuð út i væntan-
lega hók sem brátt kemur út í Dan-
mörku og fjallar um uppvaxtar- og
æskuár hans og uppeldi. DV spurði
prinsinn hvort hann hafi orðið fyrir
einhvers konar menningarsjokki
við það að taka sér bólfestu meðal
þjóðar sem er um margt ólík Frökk-
um. Prinsinn hló við og sagði að
þegar fólk tæki sér bólfestu í nýju
landi og ólíku þá væri það mikil
breyting. „Þetta voru umskipti fyrir
mig en ég hef vanist þeim," sagði
prinsinn. Hefði hann ekki gert það
hefði hann efalaust haldið áfram
innan frönsku utanríkisþjónustunn-
ar. „Ef svo hefði farið er ómögulegt
að segja hvar ég væri staddur í dag,
kannski á íslandi, hver veit?“ sagði
Henrik Prins.
DV spurði Margréti Danadrottn-
ingu hvort umfjöllun fjölmiðla um
kóngafólk og þar með hana sjálfa og
fjölskyldu hennar hefði breyst síðan
þau hjónin voru ung og í tilhugalíf-
inu: „Já, verulega, ekki bara hér í
Danmörku heldur hefur frændfólk
mitt í Svíþjóð sömu sögu að segja en
þau hafa veriö stanslaust í kastljósi
fjölmiðla gegn vilja sínum. Ég held
þó að við líðum minna undan þessu
en ýmsar aðrar konungsfjölskyldur,
ekki síst vegna áhuga fjölmiðla á
ýmsu því sem hinir yngri fiöl-
skyldumeðlimir taka sér fyrir hend-
ur og það er ekki þægilegt fyrir þá,“
sagði drottningin.
-SÁ
Skólavörðustígur:
Piltar stálu
peningum
Þrír piltar fóru inn í verslunina
Kúnígúnd á Skólavörðustíg rétt fyr-
ir lokun í gær, komust í peninga-
kassann og hrifsuðu til sín peninga.
Talið er aö piltamir hafi náð
milli 10 og 20 þúsund krónum í pen-
ingum. Samkvæmt lýsingu eru þeir
á bilinu 14-15 ára en þeir vom
ófundnir í morgun.
Mikil snjókoma:
Ófært í Vik
Mikil snjókoma og skafrenningur
var í Vík í Mýrdal í gærkvöld og í
nótt. Lögregla þurfti að aðstoða
ferðalanga sem festu bíla sína og
komust ekki leiðar sinnar.
í morgun vom tveggja metra háir
snjóskaflar víða og ófært að sögn
lögreglu.
-RR
Árnasafn 1 Kaupmannahöfn:
Síðustu handrit-
in á heimleið
- elsta handrit, sem vitað er um, meðal gersemanna
„Stofnun Árna Magnússonar,
Det Amamagnanske Institut í
Kaupmannahöfn, verður vissu-
lega fátækara eftir en áður þegar
búið verður að senda síðustu
handritin til íslands," sögðu
starfsmenn stofnunarinnar sem
DV ræddi við í gær þegar þeir
voru að leggja síðustu hönd á frá-
gang handrita sem fara eiga til ís-
lands á næstunni, síðustu handri-
tanna sem Danir skila til íslands
samkvæmt samningi Islendinga
og danskra stjómvalda.
En starfsmenn stofnunarinnaar
hafa ekki setið auðum höndum
því að þótt handritin sjálf fari
heim þá er að mestu búið að ljós-
mynda þau. Yfir milljón mynda-
tökur hafa farið fram og er nú
handritamyndasafn Ámastofnun-
ar í Kaupmannahöfn orðið hið
stærsta sinnar tegundar í veröld-
inni.
Forstöðumaður Árnastofnunar
í Kaupmannahöfn, Peter Spring-
borg, segir í samtali viö DV að
mjög mikið sé eftir af handritum í
Ámasafni þótt hin íslensku hverfi
nú á braut þannig að stofnuninni
verði vart verkefna vant í fyrirsjá-
anlegri framtíð.
Meðal þeirra handrita sem nú
kveðja Ámasafn og verið var að
undirbúa fyrir tor yfir hafið i gær
voru biblíuhandrit, sem nefnist
Stjóm, og svo elsta norrænt hand-
rit sem vitað er um sem er hómil-
íuhók en texti hennar var gefinn
út á síðasta ári í bók undir um-
sjón Sigurbjörns Einarssonar
biskups. -SÁ
Þú getur svarað þessari
spurningu með þvi að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Nel 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á Landsvirkjun að greiða
eigendum sínum arð?
Óveður í Almannaskarði:
Heppnir að komast í gegn
- segir Jón Kristjánsson
„Það gerði allt í einu snælduvit-
laust veður seint í gærkvöld. Það var
mikill skafrenningur þegar við keyrð-
um í gegnum Almannaskarð eftir mið-
nætti og skyggni var sama og ekki
neitt. Við vorum á stórum og vel bún-
um jeppa en megum teljast heppnir að
hafa komist þama í gegn,“ sagði Jón
Kristjánsson, Akureyringur, við DV í
morgun en hann lenti í hremmingum
í vonskuveðri í Almannaskarði í nótt.
Mjög slæmt veöur gekk yfir Suð-
austurland i nótt, hvassviðri og mikil
snjókoma. Björgunarsveitir á Höfn
vora kallaðar út eftir mið,nætti tU að
aðstoða fólk þar.
„Það var allt orðið kolófært í Al-
mannaskarði á fiórða tímanum i nótt.
Ég man ekki eftir því að skarðið hafi
lokast áður vegna snjóa á þessum árs-
tíma,“ sagði Sigurður Guðnason, lög-
reglumaður á Höfn, í morgun. -RR
DV
Kvennalistinn:
Landsfund-
ur um
næstu helgi
Kvennalistinn verður með
landsfund sinn dagana 2. og 3.
nóvember í Viðey. Yfirskrift
fundarins er „Kvenfrelsi, frá
orðum til athafna". Á laugardeg-
inum verður rætt um fæðingar-
orlofsmál og menntamál. Á
sunnudeginum verður umræðu-
efnið jafnréttisáætlanir og stöð-
ur jafnréttisfulltrúa á Akureyri
og í Reykjavík.
Á föstudaginn verður haldinn
inngangur að landsfundinum.
Um er að ræða opinn fund þar
sem fiallað verður um ímynd
kvenna í fiölmiðlum, kvikmynd-
um og auglýsingum. Frummæl-
endur verða þær Elín Hirst, frá-
farandi fréttastjóri Stöðvar 2,
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir fiöl-
miðlafræðingur og Anna Svein-
bjamardóttir kvikmyndafræð-
ingur. Að erindum loknum
veröa pallsborðsumræður.
-S.dór
Stuttar fréttir
Að mati forsætisráoherra eiga
þingflokkamir að sameinast um
endurskoðun kosningalöggjafar-
innar með það fyrir augum að
jafna vægi atkvæða milli lands-
hluta. RÚV greindi frá þessu.
Óánægja í málmiðnaði
Óánægja er með aðbúnað og
skilyrði til náms í málmiðnaði í
nýjum Borgarholtsskóla í Grafar-
vogi. Samkvæmt RÚV gengu full-
trúar atvinnugreinarinnar á fund
menntamálaráðherra í gær og
óskuðu eftir úrbótum.
Meiri hagkvæmni
Sjávarútvegsráðherra sagði á
Alþingi í gær að afnám línut-
vöföldunar hefði leitt til meiri
hagkvæmni í veiðum. Samkvæmt
RÚV koma helmingi færri línu-
bátar með meiri afla að landi en
áður.
NATO neitar
Ekki era horfur á að NATO
standi á næstunni við fyrirheit
um að koma upp siglingaratsjár-
stöðvum á Bolarfialli og Gunnólf-
svíkurfialli. Samkvæmt RÚV neit-
ar Mannvirkjasjóður NATO um fé
til framkvæmda en utanríkisráð-
herra telur líklegt að íslendingar
gerist formlegir aðilar að sjóðn-
Ferðum fjölgað
Flugleiðir ætla að fiölga ferðum
milli Islands og Bretlands í vetur
frá því sem verið hefur. Vetrará-
ætlun félagsins hefur tekið gildi.
Tennur Keldhverfinga
Sú kenning að vöntun á fram-
tönn í eff i góm sé arfgengur eigin-
leiki í Keldhverfingum í N-Þin-
geyjasýslu hefur ver-ið afsönnuð.
Samkvæmt RÚV kemur þetta
fram í Tannlæknablaðinu.
Hanna María hætt
Séra Hanna María Pétursdóttur
hefur sagt upp prests- og þjóð-
garðsvarðarstöðu sinni á Þing-
völlum. Samkvæmt Stöð 2 var
þrýst á hana um að hætta vegna
veikinda.
Heimir hættur
Heimir Karlsson verður ekki
sjónvarpsstjóri á Stöð 3. Fyrir-
tækið íslensk margmiðlun hefur
tekiö við rekstri stöðvarinnar á
meðan hún er í nauðasamning-
um.
ÍS í Kamtsjatka
íslenskar sjávarafurðir hafa
gert stóran viðskiptasamning við
fyrirtæki í Kamtsjatka. Sam-
kvæmt Mbl. eykst velta ÍS um 4
milljarða króna, -bjb