Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 JjV
menning
Miðlungsstuttmynd
í þríriti
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Hal Hartley hefur stundum komið
með hressilegar kvikmyndir sem eru
frumlegar og hráar og langt frá iðnað-
arframleiðslunni í Hollywood. Við höf-
um fengið að kynnast verkum Hartleys
á undanfömum kvikmyndahátíðum og
hann er ekki heldur hafður út undan að
þessu sinni. En ágætum mönnum getur
orðið á í messunni og satt best að segja
hefur Daður (Flirt) lítiö að gera á okk-
ar ágætu kvikmyndahátíð. Þar er fátt
að finna sem gleður augað.
Það er alls ekki galin hugmynd aö
segja sömu sögu þrisvar með mismun-
andi fólki í mismunandi menningarum-
hverfi, en til þess að vel takist verður sag-
an að vera bitastæð, sem hún er ekki í
þessu tilfelli. Hún er
klisja sem er ekki
nema miðlungs góð.
Innihald sögunnar er
ást, afbrýði og hefnd
og allar enda útfærsl-
urnar með því að ein
persónan er skotin í
andlitið, án þess þó að vera drepin. Fyrsti
atburðurinn á sér stað í New York, sá
næsti í Berlín og sá síðasti í Tokyo.
Berlínarkaflinn var svo leiðinlegur að
undirritaður var farinn að kvíða fyrir
þeim japanska, en það kom í ljós að hann
var bestur, meira lagt í söguna, sérstak-
lega þó ungu stúlkuna Miho, sem er nán-
ast saklaus dregin inn í atburðarásina.
í japanska hlutanum verður dansarinn Miho
nánast fyrir tilviljun þátttakandi i dramatískri
atburðarás.
Hal Hartley hefur sagt að Flirt hafi
upphaflega verið stuttmynd; hann hafi
gert New York kaflann
áður en hann gerði
Amateur. Og það er
staðreynd að þessar
þrjár myndir gætu
staðið einar sér og eru
sjálfsagt meira gefandi
þegar horft er á þær
með löngu millibili. En því verður aldrei
bjargað að persónurnar eru ósköp innan-
tómar og litlausar þegar á heildina er lit-
ið.
Daður: ★<
Leikstjóri og handritshöfundur: Hal
Hartley. Kvikmyndataka: Michael Spiller.
Aðalleikarar: Bill Sage, Martin Donovan
og Parker Posey.
Hilmar Karlsson
Veitingahús
Jónas Kristjánsson
Carpe Diem:
Grautarstælamir eru í stíl hressi-
lega groddalegra listaverka staðar-
ins, sem gerð eru úr afgöngum frá
vélaverkstæðum, svo sem tannhjól-
um og bílfjöðrum.
Upp af aðalréttum rís venjulega
hraukur djúpsteiktra grænmetis-
þráða, aðallega úr graslauk og blað-
lauk. Undir þráðunum ægir öllu
saman i graut, fiski eða kjöti, hrásal-
ati, léttsteiktu grænmeti og bakaðri
kartöflustöppu, jóðlandi í fremur
sætri sósu, oftast tómatsósu.
Fiskur dagsins var villtasta út- QarDe Djem
færsla þessarar einhæfu matreiðslu. p
Þar mátti finna í einum haug bita af
karfa, lúðu, smokkfiski, hörpufiski og úthafs-
rækju, innan um hrásalat og léttsteikt grænmeti.
Úr einni hlíð matarfjallsins skagaði bökuð kart-
öflustappa. Hver tónn var út af fyrir sig góður, en
grauturinn í heild var samfelld lagleysa.
Þetta sérstæða og tæpast lystuga þema endur-
tekur sig í hverjum rétti á fætur öðrum og hefur
þcmn kost einan að vera öðruvísi en annars stað-
ar. Staðurinn vill skera sig úr og tekst það alla
leið frá A til Ö.
Innréttingar eru kuldalegar, úr steinflísum,
stáli og gleri, studdar skemmtilegri vélsmiðjulist
og nýtízkulegum næfurljósum, innan um gula og
rauða málningu. Sívalt og áberandi vínrekks-alt-
ari úr stáli í miðjum sal gefur tón, sem enduróm-
ar yfir í matreiðsluna.
Skáldið og
veiðimaðurinn
TKmNPAH^TI^
Guðlaugur Bergmundsson
Norski leikstjórinn Hans Petter Moland tekur fyrir gamal-
kunnugt þema í Núll á kelvin, svellköldum kammemorðra,
þegar hann teflir saman nokkrum ólíkum persónum í inni-
lokuðu umhverfi og fylgist með hvemig þeim reiðir af,
hvaða áhrif þær hafa hver á aðra og hvemig óblíð náttúran
kemur þar við sögu.
Sagan gerist á
Grænlandi um miðj-
an þriðja áratuginn.
Þangað kemur ungt
og ástfangið norskt
skáld til að dvelja vet-
urlangt með tveimur
mönnum, veiðimanni og vísindamanni, og er verk þeirra að
safna skinnum af hinum ýmsu dýrum fyrir Grænlands-
félagið. Strax í upphafi verður ljóst að skáldið og veiði-
maðurinn eiga ekki skap saman, hinn fyrmefndi í fág-
aðra lagi en sá síðamefndi mesti sorakjaftur sem sést
hefur lengi á hvíta tjaldinu. Fjallar myndin síðan að
mestu um togstreituna milli þessara tveggja manna og
hvemig endaskipti verða á hlutverkum þeirra.
Margt gott má segja um þessa mynd Molands. Öll ytri
umgjörðin er eins og best verður á kosið, hvort sem það
er hið ömurlega kofaskrifli sem þremenningarnir hafast
við í eða stórglæsileg kvikmyndatakan af frosnum auðnum
Svalbarða þar sem myndin var gerð. Og leikurinn frábær,
sérstaklega hjá Stellan Skarsgárd i hlutverki veiðimannsins.
En þrátt fyrir allt þetta tekst Moland ekki nógu vel að byggja
upp þá spennu og þann óhugnað seni efnið gefur vissulega
tilefni til og eru nánast forsendan fyrir því að myndin
heppnist. Það gerist ekki nema endrum og sinmnn en þess í
milli dettur myndin niður og verður allt að því langdregin á
köflum. Þokkédeg mynd engu að síður.
Núll á kelvin ★ ★
Leikstjóri: Hans Petter Moland. Handrit: Lars Bill Lundholm.
Leikendur: Gard Eidsvold, Stellan Skarsgard, Bjárn
Sundquist, Camilla Martens.
Guðrún frá Lundi
| í haust er hálf öld síðan
í fyrsta bók Guðrúnar frá Limdi
; kom út, fyrsta bindið
■ af sjálfu Dalalífi. Af
því tilefni verður dag-
skrá um hana og verk
hennar í félagsheim-
ilinu á Sauðárkróki,
Bifröst, kl. 15 á laug-
ardaginn, 2. nóvem-
ber. Sigurrós Erl-
! ingsdóttir bókmenntafræðing-
| ur, sem hefur lengi rýnt í verk
; Guðrúnar, mun ræða um þau
| og auk þess verður lesið úr
j' verkum hennar.
Hluti af stærri heild
Þriðjudaginn 5. nóvember
verður á sama stað dagskrá um
annan höfund sem tengist
Sauðárkróki. Það er Gyrðir Elí-
asson skáld og rithöfundur.
Ástæðan fyrir þessum fjöl-
breyttu uppákomum er afinæl-
isár Sauðkrækinga. „Heilt ár
sem við tökum í afmæli,“ segir
Jón Ormar Ormsson, einn
skipuleggjenda, „eins og sagt
var frá í aukablaði DV um
Sauðárkrók í júlí síðastliðnum.
Við tökum okkur býsna margt
fyrir hendur þetta ár, og margt
af bókmenntalegum toga. Við
viljum frekar skoða arfinn en
vera með veislur."
Skagflrðingar verða í engum
vandræðum með efni, því arfur
þeirra er stór. Auk ofan-
greindra skálda má nefna Skag-
firðingana Hannes Pétursson,
Indriða G. Þorsteinsson, Steph-
an G. Stephansson og Bólu-
Hjálmar.
Barna- og fjöl-
skylduhátíð í
Ráðhúsinu
Á sunnudaginn verða
kynningartónleikar
Dimmu í Tjamarsal
Ráðhúss Reykjavík-
ur. Þar leikur
Gunnar Gunnars-
son lög af plöt-
unni Skálm
(hann stekkur á
steinum á
myndinni) og
Anna Pálína og
Aðalsteinn Ás-
berg flytja
ásamt Gunnari
lög af plötunni
Fiall og fjara.
Aðalsteinn
kynnir lika
bækur eftir sig, bamabókina
Furðulegt ferðalag og Ljóð á
landi og sjó. Dagskráin stendur
með hléum frá kl. 14 til 17; hún
er ókeypis og öllum opin og
Ráðhúskafflð verður líka opið.
Þrjár kynslóðir
kvenna
Elín Pálmadóttir blaðamaður
og rithöfundur hefur grúskað í
lífi formæðra sinna og gefið
uppgötvanir sínar út í heim-
ildaskáldsögunni Með fortíðina
í farteskinu. Konumar þrjár
sem hún dregur fram úr
myrkri tímanna eru amma
hennar, langamma og langa-
langamma og vom uppi frá 1821
til 1946. Frásögnina byggir Elín
á einkabréfum, dagbók-
um, sögusögnum úr
munnlegri geymd og
ýmsum öðrum gögnum.
En miðilinn í nútíman-
um býr hún til, stúlkuna
Unní sem kemur utan
að, „úr lífi við ríkidæmi
og munað, svo óralangt
frá þeirra lífi í lágreist-
um bæjum þar sem fólk fædd-
ist, elskaði og dó í nálægð hvert
! við annað,“ eins og segir í for-
I mála. Vaka- Helgafell gefur út,
en kápumyndina gerði Valgerð-
ur G. Halldórsdóttir.
Staöurinn vill skera sig úr og tekst þaö alla leið frá A til Ö.
DV-mynd ÞÖK
Upphaflega var hún í hávaðasömum og kali-
fornískum Ítalíustíl, en hefur smám saman
hneigzt nær hinni hefðbundnu og leiðigjömu,
miðju íslenzkrar veitingamatreiðslu. Fátt er á
breytilegum matseðli, sem getur hrist upp i fólki,
nema væri humarinn með svörtu pasta og blek-
sósu, er hentar fremur með kolkrabba en humri.
Stundum er sjávarfangið fremur mikið eldað,
svo að það verður seigt, til dæmis úthafsrækjur
og smokkfiskur. í annan tíma og oftar er það
hæfilega snöggt eldað, en yfirleitt yfirgnæft í
bragði af frekjulegu sósu- og meðlætisjukki.
Leifar frá Italíustílnum sjást fremur i nöfnum
en innihaldi. Svonefnt carpaccio var ólíkt krydd-
legnum nautasneiðum upprunalandsins, þykkar
sneiðar, jóðlandi í sósu. Tiramisú ostakakan var
þessi venjulega búðarkaka, sem hér á landi
minnir lítið á Feneyjar. Espresso-kaffið var úr
nýmóðins vél, sem mjólkar ágætu kaffi, en
ekki espresso. Venjulega kaffið var betra
Þjónusta er fagleg og elskuleg, dósatónlist er
þægileg, sérstaklega Johnny Cash, stólar eru í
tæpu meðallagi þæginda, dúklausar borðplötur
úr gleri eru án diska fyrir volgar heilhveitikoll-
ur, sem koma með flugvélasmjöri í körfu. Munn-
þurrkur úr pappír eru þykkar og góðar.
Miðjuverð þriggja rétta með kaffi er groddalegt
eins og listaverkin, hefur farið hækkandi að und-
anfórnu og er nú um 3.250 krónur á mann. Súpa,’
réttur dagsins og kaffi kosta í hádeginu 1.150
krónur, sem er öllu aðgengilegra. Glas af fram-
bærilegu húsvíni kostar 330 krónur.
Grautar og
groddaskart
Góð matreiðsla skín gegnum
grautarstælana á Carpe Diem, fram-
úrstefnulegum og hljóðbærum veit-
ingasal Hótels Lindar við Rauðarár-
stíg. Hún lýsti sér m.a. í ljúfu nauta-
seyði með svartsveppaolíu, sem gaf
indælt og frísklegt bragð í fennikku-
stíl. Súpan var utan seðils og sérlög-
uð handa gesti, sem neitaði einni af
hinum hefðbundnu hveitisúpum ís-
lenzkra veitingahúsa.