Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 Spurningin Feröu yfirleitt á kvikmynda- hátíöir? Halldóra Guðmarsdóttir nemi: Nei, það er allt of dýrt að fara í bíó. Stella Vestmann nemi: Nei. Anna Regína Bjömsdóttir nemi: Nei, mig langar ekki. Það er yfirleitt óspennandi. Magnús Már Lúðvíksson nemi: Nei, ég nenni því ekki. Guðlaugur Níelsson, starfsmaður Byggt og búið: Aldrei nokkum tíma. Óskar G. Óskarsson, starfsmaður Byggt og búið: Nei, ég hef ekki tíma. Miklar annir fram undan. Lesendur Um illan aðbúnað fanga: I fangelsi fýrir ábendinguna? Eykur tilhögun og aðbúnaður í íslenskum fangageymslum afbrotavanda- málin? Ástþór Magnússon skrifar: Fangelsismálastjóri ríkisins hef- ur krafist þess að Ríkisendurskoð- un höfði sakamál á hendur Hrafni Jökulssyni, ritstjóra Alþýðublaðs- ins. - Aðdragandinn er sá að Al- þýðublaðið birti harðorða gagnrýni á aðbúnað fanga í íslenskum fang- elsum og taldi að þaðan kæmi fólk verr á sig komið en það var þegar það var sent í betrunarhúsið. Eins og Hrafn bendir réttilega á hlýtur það að vera markmið þjóðfé- lagsins að betrumbæta einstakling- inn í fangelsi þannig að úr afbrota- hneigð viðkomandi dragi og hann geti tekist á við lífið að nýju utan fangelsismúranna, án þess að sam- félaginu sé búin bráð hætta vegna ofbeldisverka eða afbrota hans. Það sem virðist aðallega hafa far- ið fyrir brjóstið á embættismannin- um eru þau ummæli ritstjórans að ómannúðleg tilhögun og aðbúnaður í íslenskum fangageymslum auki af- brotavandamálin, og því sé embætti fangelsismálastjóra í raun „Glæpa- mannaframleiðandi ríkisins". Þótt hér sé ekki lagt mat á rétt- mæti þessara ummæla hlýtur það að teljast óviöunandi ef svo illa er búið að fongum á íslandi að þeir komi úr betrunarvistinni sem bitrir og hatrammir glæpamenn. Við slík- ar aðstæður er stutt í dvöl í fangelsi og rekstur slíkra stofnana til lítils sem vemd þjóðfélagsins gegn glæpaverkum. Gunnlaugur Ingvarsson skrifar: Það var skemmtilegt viðtalið við Jón Baldvin Hannibalsson og glað- væra móður hans í Sjónvarpinu á miðvikudagskvöldið í fyrri viku. Það verður að segjast eins og er, að það er mikiil sjónarsviptir að skör- ungnum Jóni Baldvin af vettvangi stjómmálanna og skarð hans verð- ur vandfyllt. Hann er líklegast lit- ríkasti stjómmálamaður okkar ís- lendinga. Þótt ég hafi ekki alltaf verið sam- mála honum þá er engin spurning Unnur Stefánsdóttir, form. Um- bótanefndar ÍSÍ í kvennaíþrótt- um, skrifar: Talsvert er um liðið frá Ólympíu- leikum fatlaðra íþróttamanna í Atl- anta. Hópur þátttakenda fór frá Is- landi og var árangur íþróttamanna okkar til mikillar fyrirmyndar. Á síðustu leikum var árangur einnig góður, sem sýnir að áhugi og ástundun þessa fólks er einstök. Á undanfornum árum hafa fatlað- ir íþróttamenn unnið sér sess í ís- lensku íþróttalífi. Áður var það nærri óþekkt að fólk sem átti við fótlun að stríða tæki þátt í íþróttum. Að maður tali nú ekki um afreks- menn á heimsmælikvarða. Með ein- stakri elju þeirra sem vinna við Fangelsismálastjórinn þarf að átta sig á því að hann ber miklar skyldur gagnvart þjóðinni allri og þá sérstaklega bömum okkar sem verða fórnarlömbin ef glæpahneigð eykst hjá þeim sem hann hefur haft tn meðferðar á sínum stofnunum. Að kæra ritstjóra Alþýðublaðsins fyrir það að vekja athygli á því sem að Jón Baldvin hefur með vasklegri framgöngu sinni og hugmyndaauðgi blásið ferskum vindum inn í ís- lenska þjóðmálaumræðu, og látið gott af sér leiða fyrir íslenskt þjóð- líf. - Hann er ólíkur formönnum hinna stjórnmálaflokkanna. Lang- mestur ræðumaður þeirra allra, rökflmur með afbrigðum og talar skýra og góða íslensku. Auk þess vel lesinn og góðum gáfum gæddur. Maðurinn er bráðskemmtilegur og alþýðlegur og heimsmannslegur í senn. íþróttir fatlaðra hefur tekist að lyfta grettistaki og gera þessu fólki kleift að æfa íþróttir og vinna að settu marki, svo að eftir er tekið. - Það hlýtur að vera mikil hvatning fyrir fólk sem á við einhvers konar fótlun að stríða, að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi, og hvert hægt er að stefna. Með sanni má segja að íslenski hópurinn sem fór til Atlanta hafi náð umtalsverðum árangri, og trúi ég að öll íslenska þjóðin sé stolt af þessum glæsilegu íþróttamönnum. Þó ekki standi til að nefna alla sem hafi verið notuð til að undirstrika. vandamálið, er gjörsamlega út í hött. - Vonandi sér fangelsismála- stjóri að sér og dregur þessa fárán- legu kæru til baka um leið og hann innleiðir aukna mannúð, fræðslu og betrumbót í fangelsum. - Nema auð- vitað að hann sé að reyna að fá rit- stjórann í lið með sér innan fangels- isveggjanna. Jón Baldvin getur nú gengið sátt- ur frá starfi sínu í íslenskum stjóm- málum og án allra sárinda. Hann, af sinni einstæðu djörfung, stóð upp sjálfur, enn á góðum aldri, og lét ekki henda sér úr brúnni. Og þó svo að Jóni Baldvin, hafi ekki, frekar en fóður hans, tekist á formannsstóli sínum í Alþýðuflokkniun að láta hugsjón sina rætast - og sjá ís- lenska jafnaðarmenn ganga fram í einum flokki - þá veit ég að Jón Baldvin á eftir að lifa það að sú hug- sjón hans rætist. þar komust á pall þá er árangur Kristínar Rósar nokkuð í sérflokki, þar sem hún vinnúr þrjú gull og eitt brons. Hún sýnir svo ekki verður um villst að hún er íþróttakona á heimsmælikvarða, og nær þangað sem fáum tekst. Á mótinu voru sett hvorki meira né minna en 15 íslandsmet, 3 ólympíumet og 4 heims- og ólymp- íumet. Þessi árangur er einstakur og öllum íþróttamönnum í landinu, fötluðum sem ófótluðum, mikil hvatning. - Til hamingju, frábæru íþróttamenn. I>V Fyrstadagsum- slög einskis virði - óhugn- anleg frétt R.A. skrifar: Líklega hefur mörgum brugðið er þeir hlýddu á frímerkjasafnara einn er lýsti þvi yfir í útvarpsvið- tali daginn fýrir frímerkjasýning- una um sl. helgi að fyrstadagsum- slögin, sem margir kepptust við að safna, væru nánast einskis virði. Ég staðreyndi þetta á nefndri sýniningu með því að tala við helstu forsvarsmenn hennar. Svona fer þetta hér yfirleitt. Hvað skyldi verða um öll verðbréfin sem menn keppast við að kaupa þessi misserin? Verðlausir pappír- ar að nokkrum tíma liðnum. Dýrar smákök- ur í bakaríum Ása skrifar: Mér þykir bakaríiskökur (ég undanskil brauðin) hafa hækkað rosalega undanfarið. Þær borgar sig bara að baka heima. Eða nota þá einfaldari aðferð með „Brownies“-kökuduftinu sem úr verða afbragðsfmar kökur. Ég fór í bakaríið í JL-húsinu nýlega og sá fallegar en litlar rjómakökur (tveir litlir harðir botnar og ijómi á milli). Verðið var 145 krónur. Mér fannst þetta allt of dýrt. Hugs- aði með mér að kaupa þær daginn eftir á kannski lægra verði. En ónei. Sama verð, og þó dagsgaml- ar! Ég hugsaði með mér: Ég læt ekki fara svona með mig og nota bara „Brownies“-kökuduftið og nota nýjan rjóma ofan á. - Og það gerði ég. Sigmund og biskupinn Jón Einarsson hringdi: Oft er ádeilan nöprust í skop- myndum. Þannig stingur Sig- mund í Morgunblaðinu oft á kýl- um þjóðarlíkamans svo að svíður imdan. Já, undan þessu svíður, ekki síður en af langlokum í rit- uðu máli. Biskupsembættið hefur orðið fyrir þessari tegund gagn- rýni enda átt upptökin sjálft. Sl. laugardag birtist enn nöpur skop- mynd um biskup íslands og farið um hann ómjúkum höndum. Margir spyrja hve lengi kirkju- málaráðherra ætli að horfa gegn- um fingur sér þótt allir lands- menn viti að embætti biskups er stórskaddaö við núverandi stjóm. - Það þótti sjálfsagt að reka Albert heitinn Guðmundsson úr ráð- herraembætti. Og var hann þó ekki næstæðsti maður þjóðarinn- ar. Þingmenn Aust- urlands þegja Austfiröingur hringdi: Það er eftir því tekið að þing- menn Austurlands hafa ekki tekið við sér eftir yfirlýsingu Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Vest- firðingar, um að þeir muni standa með Austfirðingum ef þeir þrýsta á um jarðgangagerð hjá sér. Er það virkilega svo að þingmenn okkar á Austurlandi geti ekki, af pólitískum ástæðum, komið sér saman um að þrýsta á um jarð- gangagerð? - Þögn þingmannanna sker í eyru okkar. Lokið Jónshúsi alveg Margrét skrifar: Ég hef búið í Kaupmannahöfh og komið í Jónshús. Ég er alveg sammála því að loka Jónshúsi, og það alveg. Þama fer ekkert það fram sem er íslendingum til fram- dráttar. Einn og einn styrkþegi frá íslandi að hripa eitthvað niður sér til dægradvalar. Þess á milli er þama drukkið og svallað eins og nú hefur sannast fyrir alþjóð. Rik- ið á að spara fé, og það á m.a. við um lokun Jónshúss. betur má fara, þó svo að sterk orð Vandfyllt skarð eftir Jón Baldvin Gullregn á Olympíuleikum fatlaðra í Atlanta Keppendum á Ólympíuleikum fatlaöra fagnaö hjá félagsmálaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.