Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreiflng: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Við vantreystum dómurum
Nýlega var maður dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands
fyrir nokkrar líkamsárásir, þar á meðal nokkur nefbrot.
Meðal annars hafði hann barið tvo menn í höfuðið með
rifíilskefti. Einnig hafði hann misþyrmt manni í bíl, kast-
að honum út, afklætt hann og úðað á hann málningu.
Þessi mikilvirki, einbeitti og hættulegi ofbeldismaður
fékk eins árs fangelsi fyrir þetta allt, þar af níu mánuði
skilorðsbundna. Sami Héraðsdómur Vesturlands dæmdi
um svipað leyti unga konu í tveggja ára fangelsi án skil-
orðs fyrir eina alvarlega, en staka, líkamsárás.
Dómarnir endurspegla misræmi í dómvenju. Annar
aðilinn skaðar tólf manns og situr inni í þijá mánuði.
Hinn skaðar einn mann og situr inni í tuttugu og fjóra
mánuði. Síðari dómurinn er nokkuð harður, en fyrri
dómurinn er langt út af korti venjulegs réttarríkis.
Að undirlagi Hæstaréttar, sem skapar dómvenju, hef-
ur myndazt hefð um, að dómstólar nýti sér ekki refsi-
heimildir laga í ofbeldismálum, heldur haldi sig við
neðri mörk þeirra. Hæstiréttur hefur löngum álitið of-
beldismál langtum ómerkilegri en glæpi á sviði fjármála.
Svo ógeðfellur er Hæstiréttur í ofbeldismálum, að ný-
lega kvað hann upp málamyndadóm yfir margföldum
nauðgara og gaf honum stórfelldan afslátt út á, að hann
hefði á nauðgunartímabilinu skaffað fómardýrinu mat
og húsnæði. Slíkir dómarar em tæpast með réttu ráði.
Dómsmálaráðherra veitti Hæstarétti langþráða
áminningu í hátíðaræðu við opnun nýs dómhúss réttar-
ins. Slík áminning er nauðsynleg gagnvart almenningi
til að sýna vilja í pólitíska geiranum, en hefur lítil áhrif
á afturhaldsliðið í Hæstarétti. Meira þarf til.
Af gefhum tileöium Hæstaréttar ber Alþingi að setja
sérstök lög um þrengda möguleika dómstóla til að gæla
við síbrotamenn. í nýju lögunum verði skýrar skilgreint
svigrúmið, sem dómstólar hafi, úr því að þeim er ekki
treystandi til að nota það svigrúm, sem nú er til.
í nýju lögunum ber að þrengja svigrúm dóma yfir sí-
brotamönnum í ofbeldismálum upp að efri mörkum nú-
verandi svigrúms. Hins vegar má þrengja svigrúm dóma
yfir peningabrotamönnum niður að neðri mörkum nú-
verandi svigrúms. Fólk á að vera mikilvægara en fé.
í lögunum ber einnig að gæta hagsmuna fómardýra
ofbeldismanna með því að skylda dómstóla til að úr-
skurða mun hærri skaðabótagreiðslur en nú og fela rík-
isvaldinu að greiða fómardýrunum peningana og reyna
síðan sjálft að innheimta þá hjá ofbeldislýðnum.
Við verðum að taka afleiðingunum af því, að
Hæstiréttur og héraðsdómstólar fást ekki til að breyta
venjum sínum, þrátt fýrir mikla og sívaxandi fýrirlitn-
ingu utan úr bæ. Við verðum að taka afleiðingunum af
því, að við vantreystum réttilega þessum stofiiunum.
Ef við látum yfir okkur ganga héraðsdóma og Hæsta-
réttardóma, sem stríða gegn réttlætiskennd fólksins í
landinu, hættum við á, að tilfinning fólks fýrir lögum og
rétti grotni niður. Á meðan fremja Hæstiréttur og ein-
stakir héraðsdómar ný afglöp, sem gera fólk agndofa.
Þjóðfélagið hefur verið að breytast hratt á undanfom-
um árum. Ungir afbrotamenn em skipulagðari og mis-
kunnarlausari en áður tíðkaðist. Notkun fikniefiia hefúr
aukizt og fjölgað ofbeldisglæpum. Á sama tíma krefst
þjóðfélagið aukinnar virðingar við líf og limi fólks.
Til að mæta breytingunum og tregðu dómstóla þarf
Alþingi að breyta refsiákvæðum laga og gera ríkisvald-
ið að millilið í greiðslum skaðabóta vegna ofbeldis.
Jónas Kristjánsson
„Aflaheimildir hafa nú verömæti vegna þess aö ekki er lengur leyft aö ganga óhindraö í fiskstofnana....“, seg
ir hér m.a.
Auðlindaskattur
á sjávarútveg
Kjallarinn
Arni Ragnar
Árnason
alþingismaöur Sjálf-
stæöisflokksins fyrir
Reykjaneskjördæmi
stenst ekki við þá und-
arlegu röksemd sem
margir bera fram, að út-
gerðin geti alveg borgað
auðlindaskatt rétt eins
og fyrirtækin kaupi
aflaheimildir af öðrum.
Það verður athyglisvert
að heyra skoðanir og
hugmyndir þessara
sömu aðila um fram-
kvæmd og áherslur
byggðastefnu í ljósi
þessara hugmynda
þeirra. Þeir vilja
kannski senda farseðl-
ana með skattseðlunum.
Hvaða auðlind?
Fiskstofnamir eru ekki
eina auðlindin í sjávar-
útvegi. Auðlindin
„Fiskstofnarnir eru ekki eina auö-
lindin í sjávarútvegi. Auðlindin
starfsmenn er mikilvægari þvi þar
er þekkingin á veiðum, meðferð
og vinnslu afía og markaðssetn-
ingu afurðanna.u
Alþingi hefur ný-
lega rætt tillögu
sameinaðra jafnað-
armanna um auð-
lindaskatt á sjávar-
útveg. Slík tillaga
kom fram á lands-
fundi Sjálfstæðis-
flokksins og hlaut
lítið fylgi. Báðar
þessar tiflögur
segja lítið um sjáifa
hugmyndina, þ.e.
stórfellda nýja
skattheimtu af
sjávarútvegi.
Farseðlana
með skattseðl-
inum?
Hugmyndafræði
tillagnanna er at-
hyglisverð frá
fleiri en einu sjón-
arhomi. Eitt er af-
koma sjávarút-
vegsins, sem er
slæm vegna mjög
skertra aflaheim-
ilda, að ekki sé tal-
að um fiskvinnslu-
stöðvamar sem
reknar eru með
buflandi tapi og
fyrirtækin að þrot-
um komin. Fisk-
vinnsla er undir-
staða atvinnulífs og mannlifs við
sjávarsíðuna og því deginum ljós-
ara að slík skattheimta, svo gríð-
arleg tilfærsla fjármuna frá fisk-
veiðum og fiskvinnslu á hverju
ári, mun leggja flest sjávarþorp
landsins í rúst.
Annað er sú röksemd að neyt-
endur, einkum fjölskyldufólk í
landinu, verði látnir greiða auö-
lindaskattinn í reynd með hækk-
andi vömverði á innfluttri neyslu-
vöm því strax verði gripið til
gengisfeflingar. Þetta síðasta
starfsmenn er mikilvægari þvi þar
er þekkingin á veiðum, meðferð og
vinnslu afla og markaðssetningu
afurðanna. Auðlindin markaður
og viðskiptasambönd er líka mik-
ilvægari, því án þeirra væri auð-
lindin í hafinu verðlaus með öllu.
Á hvaða auðlindir skal svo
leggja auðlindaskatt og af hverju?
Beitarrétt i landbúnaði? Nei, því
landbúnaður er svo lítill í hagkerf-
inu og bændur illa settir. Orku
fallvatna og jarðhita? Nei, bara af
því og þrátt fyrir að virkjunarrétt-
ur er keyptur af landeigendum.
Fegurö lands og saga þjóðar? Nei,
ferðaþjónusta má ekki borga. Afla-
heimildir? Já, af því að útgerðir
kaupa þær hver af annarri. Menn
sjá ofsjónum yfir viðskiptum út-
gerða með þorskveiðiheimildir,
sem gerð era í hagræðingarskyni
til að ná arðsemi.
Engin ný verömæti
Verðmæti aflaheimilda er hátt
vegna þess að þær eru mjög tak-
markaðar. Aflaheimildir í þorski
hafa lækkað nokkuð að undan-
fornu, vegna smávægilegrar aukn-
ingar þeirra og afnáms línu-
tvöföldunar, sem gaf línuskipum
forskot því þau þurftu einungis að
kaupa eða leigja helming þess sem
þau mundu veiða og gátu því boð-
ið hátt verð.
Aflaheimildir hafa nú verðmæti
vegna þess að ekki er lengur leyft
að ganga óhindrað í fiskstofnana
og taka svo mikið sem hver vill.
Þegar þær vora afhentar útgerð-
unum var þeim ekki afhent neitt
sem þær höfðu ekki haft áður,
heldur vora veiðiréttindi þeirra
stórlega skert. Þegar ekki var
stjóm á fiskveiðum var verð
skipa hærra en nú, enda verð-
mæti réttindanna fólgið í því að
eiga skip.
Með flotastýringu hækkaði verð
skipanna um verðmæti leyfisins.
Með sóknEu-stýringunni jókst verð-
mæti skipanna samkvæmt sóknar-
getu: vélarafli, tækjabúnaði, stærð
og bmrðargetu, flutnings- og
geymslubúnaði o.þ.h. Með afla-
markskerfinu fluttist verðmæti
veiðréttinda frá skipum yfir í afla-
heimildirnar, sem sést með sam-
anburði á söluverði skipa án afla-
heimilda við verð sömu skipa á
fyrmefndum tímabilum.
Útgerðum hafa þvl ekki verið af-
hent nein ný verðmæti.
Ámi Ragnar Ámason
Skoðanir annarra
Launþegum umbunað?
„Þjóðarsáttarsamningamir voru gerðir á árinu
1990 eða fyrir 6 áram. Þeir vora forsenda þess að
unnt var að koma stöðugleika á efhahagsmálin hér-
lendis ... Launþegar tóku á sig verulegar byrðar á
sama tíma og byrðum var létt af fyrirtækjum. Nú er
batnandi hagur. Nú er komið að því að umbuna
launþegum en þess verður að gæta að sú kjarabót,
sem samið verðiu- um, sé innan marka þess stöðug-
leika, sem nauðsyniegur er, svo allt sem unnist hef-
ur á þjóðarsáttartímabilinu sé í raun ekki unnið fyr-
ir gýg.“
Úr forystugreinum Mbl. 30. okt.
Næstu jarðgöng og almannafé
„Nú þegar er farið að bítast um hvar næstu göng
á eftir Hvalfjarðargöngum eigi að liggja ... Sveitar-
stjómarmenn era í startholunum. Kapphlaupið um
næstu göng er að hefjast. Talað er af mikilli innlifun
um áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun. Málið er hins
vegar ekki svona einfalt. Þeir sem berjast fyrir göng-
um hafa hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau.
Það hefur almenningur gert og almannafé ætti ein-
ungis að nota til að bæta þjóðarhag ... Því verður að
spyrja: Er það þjóðarhag yfirleitt til bóta að gera
fleiri göng?“
Úr 40. tbl. Vísbendingar 25. okt.
Skýrsla Seðlabankans
„Þessi yfirlýsing mun einungis herða menn í því
að reyna að ná sínu fram, þótt þessi söngur komi al-
mennu launafólki síður en svo á óvart. Þeir eiga
bara að birta mynd af sér líka þessir kallar með sult-
ardropa á nefinu. Þeir hvína alltaf hæst þegar á að
fara að jafna launin í landinu. Svo læðast þeir í sín-
ar kauphækkanir en þá talar enginn um þjóðarhag
eða að þjóðin hafi ekki efni á þessu. Þá minnist held-
ur enginn á að það sé kaupmáttaraukning.“
Sigurður T. Sigurðsson í Degi-Timanum 30. okt.