Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Page 17
16
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
25
íþróttir
Golfferö til Flórída
Ferðaskrifstofan Samvinnu-
ferðir Landsýn ætlar að bjóða
upp á golfferð til Flórída i nóv-
ember. Farið veröur 10. nóvem-
ber og stendur ferðin í tvær vik-
ur. Leikið verður á völlum við
Orlando og Sarasota við bestu
hugsanlegu aðstæður. Enn eru
nokkur sæti laus í þessa frábæru
ferð en allar nánari upplýsingar
fást hjá Samvinnuferðum.
íkvöld
DHL-deildin:
Skallagrimur-tA.............20.00
Þór-Njarövík................20.00
Keflavík-KR ................20.00
Tindastóll-ÍR...............20.00
Haukar-Breiöablik ..........20.00
Norðmenn unnu
Norðmenn unnu sigur á Rúm-
enum, 25-22, i undankeppni
heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik í gærkvöldi. Norðmenn
eru í toppsætinu með 5 stig eftir
þrjá leiki, Belgar koma næstir
með 3 stig eftir tvo leiki og Rúm-
enar og Tyrkir sitja á botninum
með 1 stig.
Góður peningur
Leikmenn Fenerbache fengu
góðan pening fyrir sigurinn gegn
Manchester United í gær en
hverjum og einum leikmanni
liösins var heitið 700.000 fyrir að
leggja ensku meistarana aö velli.
Tennis:
Óvænt úrslit á
opna franska
Óvænt úrslit urðu i gær á
opna franska meistaramótinu í
tennis og féllu margar stórstjörn-
ur úr keppni. Meistarinn frá því
í fyrra, Bandaríkjamaðurinn
Pete Sampras, tapaði fyrir Sviss-
lendingnum Marc Rosset, 6-4 og
6-4. Króatinn Goran Ivanisevic
varð að játa sig sigraðan gegn
Paul Haarhuis frá Hollandi, 6-3
og 6-2. Tomas Muster gekk ekki
heill til skógar gegn Svíanum
Stefan Edberg. Edberg vann
fyrstu lotuna, 6-2, og eftir það
varð Muster að hætta keppni
vegna meiðsla.
Óvæntustu úrslitin í gær
verða að teljast tap Þjóöverjans
Borisar Becker gegn Carlos
Moya frá Spáni, 6-3, 5-7 og 64.
-GH
Handbolti:
Lee fær ekki
aö fara í
einn mánuö
Eins og DV greindi frá á mánu-
daginn hefur handknattleikssam-
band Kóreu óskað eftir þvl við
FH að fá Kóreumanninn Lee
Hyung-Suk, markvörð FH, út í
æfingabúðir með landsliðinu í
einn mánuð. FH-ingar eru ekki á
því að leyfa Lee að fara í svo
langan tíma enda þurfa þeir á
honum að halda.
,,Viö buðum honum að fara út
21. nóvember og koma heim fyrir
6. desember og hann er sáttur við
þaö. Hann gerir sér grein fyrir
því að hann getur ekki farið frá
okkur í einn mánuð meðan
keppnistímabilið stendur sem
hæst og á morgun (i dag) munum
við senda handknattleikssam-
bandinu í Kóreu símbréf þess
efnis að hann geti verið með
landsliðinu alln þann tíma sem
það hefur óskað. Það var ekkert í
samningi hans við okkur um að
hann færi í einn mánuð,” sagði
Jón Auðunn Jónsson, formaður
handknattleiksdeildar FH, við
DV í gærkvöldi.
-GH
Guðni Rúnar
til liðs við
Eyjamenn
DV, Eyjum:
ÍBV og Guðni Rún-
ar Helgason, leik-
maður Völsungs á
Húsavík, hafa komist
að samkomulagi um
að hann leiki með
ÍBV næsta sumar,
samkvæmt upplýs-
ingum frá knatt-
spymuráði ÍBV.
Samningur þess efn-
is var handsalaður í
gærkvöldi en eftir er
að ganga formlega
trá honum. Nokkur
lið i 1. deild voru á
eftir þessum stórefni-
lega leikmanni sem
er tvítugur að aldri
og á sæti í U-21 árs
landsliðinu. Guðni
Rúnar æfði í nokkur
misseri með Sunder-
land á Englandi en
sneri aftur heim í
fyrrasumar og hefur
leikið með Völsungi
síðan.
Fyrsti liðsaukinn
fyrir næsta
sumar
Guðni Rúnar er
fyrsti liðsauki ÍBV
fyrir næsta sumar en
Jón Bragi Amarsson
hefur þegar tilkynnt
að hann ætli að
leggja skóna á hill-
una.
Hermann bestur
Hermann Hreið-
arsson var valinn
besti leikmaður ÍBV
í lokahófi Eyja-
manna sem haldið
var fyrir skömmu.
Gunnar Sigurðsson
markvörður var val-
inn efnilegasti leik-
maður liðsins og
Reynir Hjálmarsson
fékk fréttabikarinn
sem besti leikmaður
2. flokks. Atli Eð-
valdsson, fyrrum
þjálfari ÍBV, var
heiðraður fyrir starf
sitt með ÍBV síðast-
liðin tvö ár og hið
rómaða stuðnings-
mannafélag fBV í
Reykjavík færði
knattspymuráði að
gjöf krónur 450.000.
-ÞoGu
Lengjumálið:
Sættir hafa náðst
Sættir hafa tekist á milli íslenskra getrauna og Eyjamanna um Lengju-
málið svokallaða en eins og flestum ætti að vera kunnugt urðu Eyjamenn
mjög illir út af skrifum Sigurðar Baldurssonar, ffamkvæmdastjóra ís-
lenska getrauna, í leikskrá fyrirtækisins. Að sögn Jóhannesar Ólafs-
sonar, formanns knattspyrnuráðs ÍBV, hafa yfirmenn Lengjunnar beðist
afsökunar á óheppilegu orðavali í leikskrá Lengjunnar fyrir leik ÍBV og
ÍA í haust og því sé engin ástæða til að halda deilunum áfram.
„Þetta mál er úr sögunni og sættir hafa náðst á milli okkar og ÍBV. Viö
hörmum að málið hafi farið þessa leið en við vonum að samstarf aðila
geti verið gott hér eftir sem hingað til,” sagði Sigurður Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Islenskra getrauna, viö DV í gærkvöldi. -GH/ÞoGu
Knattspyrna:
Guðni ekki með
gegn
Óvíst er hvort Guðni Bergsson,
landsliðsfyrirliði í knattspymu,
verði með íslenska landsliðinu í
leiknum gegn írum í undankeppni
HM sem fram fer í Dublin á írlandi
10. nóvember.
Guðni tognaði á læri í leik Bolton
og Reading í fyrrakvöld og þurfti aö
fara af leikvelli eftir 15 mínútna
leik. Læknar hafa sagt honum að
hann þurfi að hvíla sig allt upp í
tvær vikur
Það yrðu slæm tíðindi fyrir ís-
írum?
lenska landsliðið ef Guðni yrði ekki
með í þessum leik enda er hann
kjölfestan í vöm liðsins.
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari
mun um helgina velja landsliðshóp-
inn fyrir leikinn gegn írrnn sem
verður þriðji leikur íslendinga í
keppninni. Fyrsta leiknum, gegn
Makedóníu, lyktaði með 1-1 jafntefli
og í öðmm leiknum urðu íslending-
ar að sætta sig við tap gegn Rúmen-
um, 0-4.
-GH
Heimsmeistaramótið í snóker:
Ósigurí fyrsta
leiknum gegn Belgum
- Kristján Helgason vann alla sína leiki
íslendingar töpuðu fyrsta leikn-
um fyrir Belgum á heimsmeistara-
mótinu í snóker sem fram fer í
Tælandi þessa dagana. Kristján
Helgason komst best frá sínum
leikjum með því að vinna þá alla,
55-43,118-116 og 78-32. Kristján er
með eitt hæsta skor keppenda á
mótinu eftir fýrsta leikinn eða 101
í stuði.
Eðvarð Matthíason tapaði öllum
sínum leikjum, 22-70, 34-62 og
15-76. Þá beið Jóhannes B. Jó-
hannesson lægri hlut í sinni
viðureign, 1-63, 0-99 og 28-74.
Óvænt úrslit urðu í leik
Tælands og Kina en þar gerðu þeir
síðamefndu sér lítið fyrir og
unnu, 4-5. Önnur úrslit urðu þau
að Ástralir unnu Hollendinga, 6-3,
og Hong Kong tapaði fyrir Singa-
por, 2-7. Heimsmeistaramótið
mun standa i tvær vikur til við-
bótar svo að ýmislegt á eftir að
gerast fram að mótslokum í þess-
ari erfiðu keppni þar sem bestu
þjóðir heims etja kappi saman.
-JKS
Iþróttir
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, og félagar hans unnu mikilvægan sigur í meistarakeppninni t gærkvöldi á IFK
Gautaborg i mjög skemmtilegum leik í Mílanó, 4-2. Á myndinni er Svíinn Magnus Erlingmark meö boltann en hinn
feiknasterki Maldini hefur góðar gætur á honum.
Símamynd Reuter
Hrakfarir ensku meistaranna í
Manchester United á knattspymuvell-
inum halda áfram því í gærkvöldi tap-
aði liðið á heimavelli fyrir tyrkneska
liðinu Fenerbache, 0-1, í meistara-
keppni Evrópu. Þetta var sögulegur
leikur því tap United var það fyrsta á
heimavelli í 40 ár.
Það má því segja að allt sé hreinlega
í steik hjá Manchester United þessa
dagana en á undanfómum vikum hef-
ur liðið fengið tvo stóra skelli í ensku
úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir tapið á
Manchester United ágæta möguleika á
að komast áfram í keppninni en staða
Juventus á toppnum er orðin mjög góð.
Þessi tvö lið eigast viö á Old Trafford i
næstu umferð og þá verður United aö
vinna til að eiga möguleika á að kom-
ast áfram.
Fyrri hálfleikurinn á Old Trafford
var mjög tíðindalítill en í upphafi síð-
ari hálfleiks náði United nokkram góð-
um sóknum. Besta færið fékk Nicky
Butt þegar hann komst einn i gegnum
vöm Fenerbache en markvörðurinn sá
við honum. Nokkrum andartökum
seinna munaði hársbreidd að Jordi
Cryuff skoraði en skot hans smaug í
stöngina. United pressaði nokkuð stíft
en án árangurs. Sigurmark Tyrkjanna
kom úr einni af fáum skyndisóknum
þeirra i síðari hálfleik. Gott skot El-
vir Bolic hafnaði i David May, vamar-
manni United, og það yfir Peter
Smeichel markvörð. Síðustu mínút-
umar var United í látlausri sókn og
Peter Schmeichel tók þátt í henni.
Vonaöi aö þetta mundi ekki
gerast undir minni stórn
„Ég vonaði að þetta mundi ekki ger-
ast á meðan ég væri viö völdin en þvi
miður gerðist það og ég er mjög von-
svikinn. Mér fannst við spila þannig að
við hefðum átt að vinna leikinn. Það
verður erfitt að gleyma þessu kvöldi,”
sagði Alex Ferguson, stjóri United, eft-
ir leikinn.
Leikmenn Juventus fóra á kostum á
heimavelli sinum gegn austurríska lið-
inu Rapid Vín og áður en yfir lauk
höfðu þeir skorað fimm mörk. Fram-
heijarnir snjöllu, Alessandro del Piero
og Alen Boksic, gerðu varnarmönnum
Rapid lífið leitt og skorðu þeir hvor sín
tvö mörkin í leiknum.
Þegar liöiö leikur svona er þaö
erfitt viðureignar
„Við mættum mjög grimmir til leiks
enda vorum við illir eftir leikinn gegn
Roma um síðustu helgi. Þegar liðið
leikur eins og í þessum leik er það
erfitt viðureignar,” sagði Marcello
Lippi, þjálfari Juventus eftir leikinn.
Enn geröi Rangers í buxurnar
Enn einu sinni hafa leikmenn Glas-
gow Rangers gert í buxumar í Evrópu-
keppninni en með tapinu gegn Ajax á
heimavelli sínum er liðið úr leik í
keppninni og í 12 leikjum i meistara-
deildinni hefur Rangers enn ekki
unnið leik. Sigurmarkið skoraði
glókollurinn Arnold Scholten með
þrumuskoti af 25 metra færi sem Hol-
lendingurinn Theo Snelders, mark-
vörður Rangers, réð ekki við.
„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálf-
leik og skoraðum gott mark en slökuð-
um á í þeim síðari,” sagði Louis Van
Gaal, þjálfari Ajax.
Fyrsta tap Dortmund
Spænsku meistaramir í Atletico
Madrid náðu að hefna ófaranna gegn
Dortmund og fóra með sigur í fartesk-
inu til Spánar. Dortmund réð ferðinni
ffaman af leik og náði forystu með
marki landsliðsmannsins Heiko Herr-
lich en eftir hálftíma leik fóra Spán-
veijamir að bíta frá sér og náðu betri
tökum á leiknum. Þeir náðu að skora
tvö mörk fyrir leikhlé og tryggja sér
sigur. Þetta var fyrsta tap þýsku meist-
aranna en ljóst er að Dortmund og At-
letico Madrid fara áfram úr riðlunum
þar sem Steua tapaði fyrir Lodz.
Fjörugur leikur í Mílanó
Leikur AC Milan og Gautaborgar
var mjög skemmtilegur og þá sérstak-
lega í fýrri hálfleik þar sem fimm
mörk litu dagsins ljós. ítölsku meistar-
arnir fengu óskabyrjun þegar þeir
skoraðu tvívegis á fyrsta stundarfjórð-
ungnum og hefði þá einhver haldið að
{
j
í
David Beckham og félagar hans í
Manchester United hafa ekki átt
sjö dagana sæla é knattspyrnu-
vellinum.
sigurinn væri í höfn. Svíamir voru
ekki af baki dottnir og tókst með mik-
illi seiglu að jafna metin. Heimamenn
létu það ekki á sig fá, þeir skoraðu á
góðum tíma rétt fyrir hálfleik og Ro-
berto Baggio innsiglaði sigurinn með
marki á lokamínútunni.
„Þegar við vorum komnir í 2-0 kom
draugurinn til baka en til allrar ham-
ingju hvarf hann á braut. Við áttum
allan siðari hálfleikinn og sigurinn var
mjög sanngjam. Mínir menn voru
taugastrekktir í fyrri hálfleik enda
vissu menn að það var aö duga eða
drepast fyrir okkur og með þá stöðu
getur oft verið erfitt að spila góða
knattspyrnu,” sagði Oscar Tabarez,
þjálfari Milan, eftir leikinn.
„Við spiluðum vel. Ég er mjög stolt-
ur af leikmönnum minum en lið Milan
er geysisterkt,” sagði Mats Jingblad,
þjálfari Gautaborgar.
Porto fyrst í 8-liða úrslitin
Porto er með fullt hús stiga og er
komið í 8-liða úrslitin eftir öraggan
sigur á norska liðinu Rosenborg, 3-0.
Serbinn Ljubimko Drulovic skoraði
eitt mark og lagði hin tvö fyrir Porto.
„Þetta var verðskuldaður sigur. Nú
ætlum við að gefa okkur alla í keppn-
ina og reyna allt til að komast í úrslt-
in,” sagði Antonio Oliveira, þjálfari
Porto, eftir leikinn.
-GH
Alen Boksic, til hægri, skoraöi tvö marka Juventus gegn Rapid Vín í gær. Hér er hann
ásamt Trifon Ivanov, hinum sterka varnarmanni Rapid, í léttu einvígi
Tveir leikmenn frá Leiftri reyna fyrir sér í Englandi:
Sverrir og Pétur í skoðun
hjá Sheffield United
Tveir leikmenn úr röðum 1.
deildar liðs Leifturs frá Ólafsfirði
fara um helgina til enska 1. deild-
ar liðsins Shefiield United og
munu dvelja þar við æfingar í
minnsta kosti einn mánuð. Leik-
mennimir, sem hér um ræðir, era
Sverrir Sverrisson og Pétur Björn
Jónsson en þeir hafa báðir verið
við nám í Bandaríkjunum síðan
tímabilinu á íslandi lauk í haust.
Þeir félagar hafa leikið sam-
hliða námi með knattspyrnuliði
háskólans í Virginu og leikið mjög
vel. Þjálfari liðsins er Englending-
ur og vildi hann endilega koma ís-
lendingunum að til reynslu á
Englandi. Hann hafði samband við
Howard Kendall, framkvæmda-
stjóra Sheffield United, og varð að
samkomulagi við hann að Sverrir
og Pétur kæmu til félagsins til
reynslu. Þeir félagar hafa því
pakkað skólabókunum saman og
eru á leið til Englands til að freista
gæfúnnar.
Hafa veriö iönir viö aö
skora mörk
Sverrir og Pétur hafa verið iðn-
ir við kolann í leikjunum með há-
skólaliðinu. Pétur hefur skorað 10
mörk í sjö leikjum og Sverrir 11
mörk í sama fjölda leikja. Sverrir
sagði í viötali við DV að marka-
skorunin segði ekki alla söguna
því geta liðanna í háskóladeildinni
væri misjöfn.
„Þess virði að prófa þetta“
„Mér finnst vel þess virði að
prófa þetta fyrst það stendur til
boða. Ég hef alltaf gengið með
þann draum í maganum að reyna
fyrir mér í atvinnumennskunni.
Tíminn verður síðan að leiða það í
ljóst hvort eitthvað kemur út úr
þessu dæmi. Okkur stóð til boða
að æfa hjá þremur öðrum enskum
1. deildar liðum, meðal annars hjá
Bamsley. Við ákváðum að reyna
fyrst hjá Sheffield United og verð-
um þar við æfingar og keppni í
mánuð. Að þeim tíma liðnum kem-
ur i framhaldið í ljós,“ sagði Sverr-
ir Sverrisson i samtali við DV í
gær.
Þess má geta að lið Sheffield
United er í sjöunda sæti í 1. deild
um þessar mundir. -JKS
Allt i steik
hjá United
- fyrsta tap liðsins á heimavelli í Evrópukeppni í 40 ár
GERÐU LAUGARDAGIIUN AD
100
r
sölukössum lokað
kl. 14:00 laugardag
Velkomin ab netfangi WWW. TOTO. IS
Nýr
hópleikur
2. nóv. - 4. jan
)0 v.kut, áiöí’.^ur 3 iicstu
PPDEGI
j£#)MEISTARADEILDIN
A-riöill:
Rangers-Ajax 0-1 Scholten (39.) 0-1
Grasshoppers-Auxerre 3-1
1-0 Moldovan (17.), 2-0 Moldovan
(29.), 2-1 Gren sjálfsmark (47.), 3-1
Gren (59.) Grasshopp. 4 3 0 1 7-2 9
Ajax 4 3 0 1 6-2 9
Auxerre 4 2 0 2 4-5 6
Rangers 4 0 0 4 2-10 0
B-riöill:
Widzew Lodz-Steaua . . 2-0
1-0 Majak (39.), 2-0 Czerwiec (49.) Dortmund-Atletico Madrid . . 1-2 1-0 Herrlich (17.), 1-1 Roberto (37.),
1-2 Pantic (42.) A.Madrid 4 3 0 1 10-3 9
Dortmund 4 3 0 1 7-3 9
Lodz 4103 4-7 3
Steaua 4 10 3 1-9 3
C-riöill:
Manch.Utd-Fenerbache .... 0-1
0-1 Bolic (78.) Juventus-Rapid Wien . .... 5-0
1-0 Boksic (4.), 2-0 Montero (27.), 3-0 del Piero (28.), 4-0 Boksic (59.), 5-0 del
Piero (74.) Juventus 4 3 10 8-1 10
Manch. Utd 4 2 0 2 4-2 6
Fenerbache 4112 2-4 4
Rapid Wien 4 0 2 2 2-9 2
D-riöill:
Porto-Rosenborg .... 3-0
1-0 Zahovic (31.), 2-0 Drulovic (40.),
3-0 Oliveira (70.) AC Milan-Gautaborg . . .... 4-2
1-0 Boban (4.), 2-0 Albertini (13.), 2-1 Blomqvist (26.), 2-2 Andersson (32.), 3-2 Locatelli (43.), 4-2 Baggio (90.)
Porto 4 4 0 0 9-3 12
AC Milan 4 2 0 2 11-8 6
Gautaborg 4 10 3 7-10 3
Rosenborg 4 10 3 4-10 3
l£)Í) ENGLAND
1. deild:
Norwich-Sheff. Utd .... 1-1
QPR-Ipswich .... 0-1
Swindon-WBA . ... 2-3
Wolves-Huddersfield .. .. . ... 0-0
NBA kynningin og fleiri
íþróttafréttir bls. 26 og 27