Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Side 32
Vinningstölur miðvikudaginn 30.10/96 ► !s 14X30X44 s 25 V 39 Vlnnlngar Fjöldi vinninga Vinningsupphæð l.iofí 1 110.110.000 2. 5 ofí i> 0 1.959.755 íTTáfT 4 72.400 4.4afí 287 1.600 S.Jofí1 í>959 200 30.10. KIN Heildarvinningsupphxá Á Islandl 113.010.355 2.900.355 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 Vitlaust veður á Sigluffirði DV, Akureyri: „Þaö er blindbylur hér, ofankoma og skafrenningur og sést vart á milli húsa en okkur er ekki kunnugt um nein óhöpp vegna veöursins," sagði Aðalbjöm Rögnvaldsson, starfsmaður áhaldahúss Siglufjarðar, í morgun. Óveður gekk yfir Tröllaskaga í gær og var t.d. ófært á milli Dalvík- ur og Ólafsfjarðar en í morgun var ágætt veður á Ólafsfirði og einnig í Skagafirði. Starfsmaður Vegagerð- arinnar á Sauðárkróki sagði alla vegi í umdæmi hans opna nema veg- inn frá Fljótum til Siglufjarðar en þar væri bylur og talsverður snjór. Kennarar voru mættir í grann- ' ^ 'skólann á Siglufirði í morgun og sögðust tilbúnir að taka við þeim börnum sem kæmu í skólann. Starfsmenn bæjarins hófu klukkan fimm í nótt að moka helstu götur bæjarins og leiðir að skólunum og sjúkrahúsinu. Lögreglunni þar í bænum var ekki kunnugt um nein óhöpp vegna veðursins. -gk Ungtiðarnir inn bakdyramegin Þeir þrír stjómarmenn Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, sem ekki náðu kjöri á flokksþing á dögunum í því félagi, þar sem skipulega var unnið gegn þeim, fara samt á flokks- þingið sem kjömir fulltrúar. Þau náðu kjöri sem fulltrúar Félags frjálslyndra jafnaðarmanna á fundi í fyrrakvöld. Á þeim fundi gerðist það að Frið- þjófur Eyjólfsson, endurskoðandi Alþýðuflokksins, náði ekki kjöri en verður fyrsti varamaður félagsins á flokksþinginu. Friðþjófur er sagður harður stuðningsmaður Sighvats Björgvinssonar. -S.dór - Hékk á brúninni DV, Akureyri: Ökumaður bifreiðar, sem ók niður Hrafnagilsstræti á Akureyri í gær og beygði niður Eyrarlandsveg skammt fyrir ofan Akureyrarkirkju, var heppinn að missa bílinn ekki út af götunni og niður brekkuna að Hafn- arstræti. Bifreiðin rann út í götukantinn og „hékk á brúninni" eins og varðstjóri orðaði það. Hefði bifreiðin farið fram af hefði hún oltið 40-50 metra niður brekkuna og sennilega ekki stöðvast fyrr en á húsi við Hafnarstræti. Að sögn lögreglu voru nokkrir minni háttar árekstrar á Akureyri í ;^gær, þó furðufáir miðað við þá miklu hálku sem var á götum bæjarins. -gk Guöbjörn Ólafsson, sem sagt var upp störfum hjá Slysavarnafélaginu á síðasta ári: Krefur SVFÍ um 28 millj- ónir vegna uppsagnar - brotið á rétti mínum og tek ekki meðferðinni bótalaust, segir Guðbjörn Guðbjörn Ólafsson, fyrrum að- albókari og skrifstofustjóri Slysavarnafélags íslands, hefur höfðað mál þar sem hann krefur félagið um 28 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnar og starfsloka hans þar sem bar talsvert brátt að á síðasta ári. „Ég taldi hafa verið brotið á rétti mínum - ég þyrfti ekki að taka því að sæta þessari meðferð og uppsögn bótalaust. Hún var ósanngjöm og ekki í takt við mín réttindi - þau voru sterkari en menn vildu vera láta á sínum tíma,“ sagði Guðbjörn um ástæð- ur málshöfðunarinnar í samtali við DV í gær. Uppsögnina segir Guðbjörn hafa tengst afstöðu hans til brott- hvarfs Hálfdans Henryssonar. Hann hafi látið uppi álit sitt á máli Hálfdans og það hefði ekki samræmst skoðunum stjórnar SVFÍ. Guðbirni var sagt upp þann 1. júní á síðasta ári með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Hann sagði að viku síðar hefði honum síðan verið vikið um- svifalaust úr starfi - skýringarn- ar hefðu verið vegna opinberrar umíjöllimar sem hann tengir við svör sín til blaðamanns varðandi uppsögnina - hann hefði svarað honum því játandi að honum hefði verið sagt upp. Bótakröfuna hefur Guðbjörn byggt á því að hann telur rétt- indi sín sem starfsmaður SVFÍ hafi verið í samræmi við réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. „Þau fela í sér að ekki sé hægt að víkja manni úr starfi nema hann hafi brotið alvarlega af sér,“ sagði Guðbjörn. Hann sagði að aðalkrafan, 28 milljónir króna, væri auk miska byggð á launáútreikningum til loka starfsaldurs. -Héraðsdömur Reykjavíkur fjallar um mál Guð- björns. Hann starfaði fyrir Slysa- varnafélag íslands frá árinu 1988 þar til í júní 1995. Hann starfar nú sem bæjarritari í Hafnarfirði. -Ótt Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik prins tóku í gær á móti íslenskum blaðamönnum í Fredensborgarhöli. Margrét sagðist vilja bjóða nýjan forseta íslands velkominn til Danmerkur en fyrsta opinbera heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar til útlanda verður einmitt þangað í næsta mánuði. Það er í samræmi við óskráð iög um að nýr for- seti íslands byrji á því að sækja Dani heim. DV-mynd GVA Atta mánaða fangelsi fyrir kynmök við 13 ára Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Austurlands hefur dæmt 19 ára pilt, Jóhann Þór Sveinsson, í átta mán- aða fangelsi fyrir að hafa haft kyn- mök við 13 ára stúlku í Neskaupstað í mars árið 1994. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Tveir aðrir piltar voru ákærðir fyrir að hafa haft kynmök við sömu stúlku þegar hún var orðin 14 ára. Þar giltu hins vegar önnur lagaá- kvæði og vora þeir sýknaðir af öll- um sakargiftum þó svo að sannast hefði að þeir hefðu báðir haft sam- ræði við stúlkuna, þar sem ekki þótti sannað að piltamir hefðu „tælt“ stúlkuna til samræðis í skiln- ingi lagaákvæðisins. Jóhann Þór var eins og fyrr segir dæmdur fyrir að hafa haft kynferð- ismök við „bam yngra en 14 ára“. Þar er refsiramminn 12 ár, sam- kvæmt fyrstu málsgrein 202. grein- ar hegningarlaganna. Þremenningamir vora ákærðir hver í sínu lagi, þ.e. að hafa átt kyn- ferðismök við sömu stúlkuna en við mismunandi tækifæri. Fram kom í málinu að faðir stúlkunnar var snemma á árinu 1996 dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir að hafa misnotað dóttur sina kyn- ferðislega þegar hún var á bams- aldri. -Ótt FORSETINN FER UT OG HANDRITIN KOMA HEIM - EÐA ÞANNIG! Veðrið á morgun: Kaldast norðan- lands Á morgun verður norðaust- ankaldi eða stinningskaldi og él um landið norðanvert en létt- skýjað sunnan til. Frost verður á bilinu 1 til 8 stig, kaldast norðanlands. Veöriö í dag er á bls. 36 ÞROHTUR SeNDIDlLASTÖÐ \ 533-1000 7 Kvöld- og helgarþjónusta brothec PT-7000 Merkivél m/íslensku ietri Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.