Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Spurningin Hvaöa tími sólarhringsins fer mest í taugarnar á þér? Viktor Jónmundsson nemi: Er það ekki klukkan hálfátta þegar mamma vekur mann? Magnús Guðmundsson af- greiðslumaður: Morgnamir. Bjarki Gústafsson nemi: Hádegið. Þá sef ég. Ásta Benediktsdóttir leikskóla- kennari: Það er alltaf gaman að lifa og enginn tími leiðinlegur. Gústaf Teitsson verslunarmaður: Það era morgnamir, að vakna. Lesendur____________ Plöntutegundir í útrýmingarhættu Ekki eru plöntutegundir í landinu svo margar, segir bréfritari. Herdís Þorvaldsdóttir skrifar: í nýrri skrá sem komin er út hjá Náttúrfræðistofnun íslands, „Vá- listi 1, plöntur", kemur fram, að á íslandi eru 235 tegimdir plantna sem þurfa sérstakrar aðgæslu, og að 10% þeirra séu í útrýmingarhættu. Hvað er til ráða, og hvað á að gera í málinu? Er nægilegt að skrásetja þessar plöntur? Á ekki að grípa til aðgerða strax? Ekki eru plöntuteg- undir í landinu svo margar. Náttúrufræðingar vita að fjöldi plantna hefur horfíð úr íslenskum úthögum vegna beitar gegnum ald- irnar, oftast þær viðkvæmustu og fallegustu. Þrátt fyrir það er haldið áfram að beita landið, nánast óheft frá fjöru til fjalla. Jafnvel gróðurs- nautt hálendið, þótt við vitum að sauðkindin er eins og ryksuga á gróðurlitlu landi, rífur grasskúfana upp með rótum, hristir af þeim sandinn og étur. Þannig er haldið niðri gróðri sem ella myndi breiðast út, þekja landið að nýju og hefta uppblástur. - Hvenær verður tekist á við vandann? Það sorglegasta og mesta þver- sögnin er sú staðreynd að við þurf- um ekki á öllum þessum „bitvargi" að halda. Framleiðsla á kindakjöti er enn of mikil og hundruðum tonna er hent á haugana ár hvert. Það er sama og að urða gróður landsins. Þetta myndi hvergi gert, ekki einu sinni í löndum með næg- an gróður og betri gróðurskilyrði en hér eru. Og hér, í íslensku eyði- mörkinni, er þetta algjört hneyksli. Að leysa þennan vanda með því að selja útlendingum offramleiðsl- una undir kostnaðarverði gengur ekki upp. Almenningur vill ekki borga niðurgreiðslur á kjöti til út- lendinga af sauðfé sem nærst hefur á hverfandi gróðri landsins. Eina haldhæra leiðin til að endurheimta landgæði og skrýða landið aftur fal- legum blómgróðri og birkiskógum er að hætta rányrkju, koma í veg fyrir lausagöngu búfjár og hafa það á afgirtu, ræktuðu landi og öðrum afgirtum beitarsvæðum. Hvað segir Náttúrufræöistofnun um þetta? Sér hún önnur og betri úrræði til að vemda plöntumar sem eru óðum að hverfa, eða á að halda áfram að hjakka í sama far- inu og girða plöntumar inni í stað þess að snúa dæminu við og girða féð inni? - Það hafa nánast allar aðrar þjóðir en íslendingar gert því það er rétta leiðin. Hvað hefur þessi skammsýni kostað þjóðina í pening- um og eyddum gróðri? Er ekki viturlegt að stemma stigu við umhverfisspjöllum áður en skgðinn er skeður, í stað þess að eyða takmörkuðu landgræðslufé í eilífan viðgerðarkostnað? Þetta vandamál á eftir að verða höfuð- verkur kynslóða næstu alda, og þær kynslóðir munu eflaust spyrja sig hvort við höfum verið frávita, að fara svona með landið sem okkur var trúað fyrir. Verðugar áherslur VMSÍ í kjaramálum - eða hitt þó heldur! Birgir Guðmundsson skrifar: Mér þykir uppi á þeim typpið hjá Verkamannasambandinu. Er þeir leggja drögin að kjarasamningum fyrir þá lægst launuðu hyggja þeir á kjarasamning til rúmlega tveggja ára. Kaupmætti nágrannalandanna megi síðan ná á svo sem 4-5 árum. - Þetta em verðugar áherslur VMSÍ, eða hitt þó heldur! Kalla þeir hjá VMSÍ þetta að krefjast verulegs kaupmáttarauka fyrir félagsmenn sína? - En það em nú líka hara formenn aðildarfélag- anna sem þetta samþykkja. Talið við hinn almenna félagsmann. Skyldi hann ekki hafa aðrar hug- myndir? Og svo bíta þingmenn Alþýðu- bandalags og óháðra í skjaldarrend- ur, standa í pontu á Alþingi og ætla að kaupa yerkalýðinn með því að segja að nú eigi að semja um „styttri vinnutíma með óbreyttum launum". - Halda þessir menn að við láglaunamenn séum heimskingj- ar? Við sjáum í gegnum svona rugl. Þetta eru skilaboð til vinnuveitenda um að semja megi um það eitt að stytta vinnutímann. Launin þurfi þvi ekki að hækka að neinu marki. - Á allar svona upphrópanir af hálfu sjálfskipaðra verndara hinna láglaunuðu verður blásið af okkar hálfu. Því má treysta. Bifreiðastæði til fyrirmyndar Stjáni „meik“ skrifar: Viö Meistaravelli, þar sem menn leggja bílunum eins og best verður á kosið. Það hefur löngum vafist fyrir bif- reiðaeigendum að leggja bilum sín- um þar sem þröngt er fyrir. Ýmist eiga menn í stökustu vandræðum með að komast í bílastæði eða úr þeim aftur. Tilfæringamar geta orð- ið margar og margvíslegar áður en rétt staða bílsins næst. Venjulega leggja menn bílum hér þannig að þeir aka inn í bílastæðið og bakka síðan út úr því aftur. Það getur þó orðið þrautin þyngri hjá mörgum, ýmist vegna óöryggis með framenda bílsins, sem ekki sést nógu vel í, en ekki síður afturend- ann sem þarf sérstaka aðgæslu, svo hann rekist ekki á næsta bíl eða hvað annað sem næst honum er. Við fjölbýlishús eitt við Meistara- velli hafa húseigendur snúið dæm- inu við með því að leggja bílum sín- um öfugt við það sem almennt er gert. - Þeir bakka nefnilega í stæð- in og aka svo beint áfram þegar þeir yfirgefa þau. Þetta sýnist mér vera okkur hinum til eftirbreytni. Þegar við eram að leggja bílnum emm við oftast meira á varðbergi en þegar við föram af stað, kannski að verða of sein í vinnu eða annað. Og úr því að við sleppum líklega ekki við að bakka bílnum er mun betra að gera það fremur strax þeg- ar honum er lagt. Til varnar Smugu- sjómönnum Gerða skrifar: Þetta er svar til Ásu sem skrif- aði í DV 26. þ.m. pistilinn „Smugusjómönnum ekki vand- ara“. - Hvernig getur einhver sagt annað eins? Það er ekkert grín að sitja heim og bíða í einn til tvo mánuði eftir manni sínum á sjó. Og hvað tekjur varðar þá eru túramir á Flæmska hattinum og í Smugunni yfirleitt þeir léleg- ustu. Hefði Ása fylgst svolítið bet- ur með hefði hún ekki skrifað annað eins ragl um Smugusjó- mennina. Auðvitað koma líka góðir tímar, og hver mýndi nenna að hanga þetta langan tíma í burtu frá öUu og öUum? - Ég veit ekki hverjum á að vorkenna ef ekki þessum duglegu sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Fagna olíuleit við landið Óskar Sigurðsson skrifar: Margir munu fagna því að nú hafa 5 þingmenn með Guðmund HaUvarðsson í fararbroddi lagt fram þingsályktunartiUögu á Al- þingi um að ríkisstjómin stuðli að því að láta fara fram rannsóknir á hvort olía eða gas finnst á land- granni við ísland. Og er þá reikn- að með að erlendir aðUar taki upp þráðinn þar sem frá var horfið fýrir nokkrum árum er þeir unnu að rannsóknum hér við land. Nú er að sjá hvað ríkisstjómin er framsýn eða hvort hún lokar á málið vegna þrýstings frá hags- munaaðUum, m.a. í sjávarútvegi. Þotuflug um Egilsstaða- flugvöll? Magnús hringdi: í fréttum nýlega var sagt frá ferð Austfirðinga sem flugu frá EgUsstaðaflugveUi tU Glasgow hinn 20. október. í bakaleiðinni varð flugvél þeirra að lenda á Ak- ureyrarflugveUi vegna þess að Eg- ilsstaöaflugvöUur var ekki í stakk búinn tU að taka við vélinni vegna tæknUegra vankanta á brautunum. Og svo era menn að burðast við að nefha EgUsstaða- flugvöU alþjóðaflugvöU. Það verð- ur vöUurinn aldrei í núverandi mynd. Og það má „þakka“ lands- byggðarþingmanninum Stein- grími J. Sigfússyni sem barðist gegn því að Mannvirkjasjóður NATO byggði fuUkominn vara- flugvöU á EgUsstöðum. Engin fuU- hlaðin farþegaþota með um 200 manns getur lent á veUinum og er hann því enginn varaflugvöUur eins og hann er nú. Rannveig ekki í myndinni Magnús hringdi: Ég er á móti því að efna tU klofnings Alþýðuflokksins með því aö óska eftir sem flestum framboðum tU formanns. Ég tel aðeins einn mann koma tU greina, þ.e. Sighvat Björgvinsson og Guðmund Árna sem varafor- mann. Mér sýnist Rannveig Guð- mundsdóttir ekki vera í mynd- inni, auk þess sem hún virðist meta meira að frUysta sig í New York en safna fylgismönnum hér heima. Hættum viö hraðaaukningu Sigrún hringdi: Aukinn hraði á Reykjanesbraut er fífldirfska. Verði hraðatak- mörk hækkuð verður bara ekið hraðar. En lagfæra þarf þessa þjóðbraut verulega. Hún er öU í rákum og rásum sem fyUast af vatni og bUarnir bókstaflega fijóta eftfr þeim. Þetta er það nauðsynlegasta að lagfæra á Reykjanesbrautinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.