Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 28
Alla laugardaga Vertu viðbúinfn) vinningi! Vinningstölur 31.10.9 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gaett. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Helgarblaö DV: Reis upp frá dauðum Opnuviðtalið í Helgarblaði DV að þessu sinni er við Sigurð R. Traustason blómaskreytingamann en hann hefur verið við dauðans dyr vegna alnæmis. í blaðinu er viðtal við íslenska körfuboltamanninn Amþór Birgis- son, sem nú er að slá í gegn sem soul söngvari í Svíþjóð. Rætt er við dúxinn Ármann Ja- kobsson um leit íslendinga að kon- ungi auk þess sem bókarkynningin og fréttaskýringar eru á sínum stað. -GHS Stöð 3: Nauðasamningar fyrir héraðsdómi Beiðni um nauðasamninga Stöðv- ar 3 var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Niðurstaða Jóns Finnbjömssonar dómarafull- trúa var ekki komin þegar DV fór í prentun en allar líkur vora taldar á að samningamir yrðu samþykktir. Islenska sjónvarpið, sem rekið hef- ur Stöð 3, býður almennum kröfu- höfum greiðslu upp í 35% krafna en skuldir fyrirtækisins nálgast hálfan milljarð króna. Nýtt félag, íslensk margmiðlun, hefur tekið við rekstri Stöðvar 3 og Einar Kristinn Jónsson rekstrarfræðingur verið ráðinn sjónvarpsstjóri í stað Heimis Karls- sonar. -bjb Stolið úr búslóð Þjófar vora á ferð í húsi við Grett- isgötu í nótt og stálu verðmætum hlutum úr búslóð sem stóð þar á gangi vegna flutninga. Stolið var m.a. tölvu, geislaspil- ara, ljósritunarvél og ritvél. Lög- regla leitaði þjófanna í nótt og í morgun en þeir voru enn ófundnir þegar blaðið fór í prentun. -RR ' ÞEIR ÆTLA AÐ SAMEINA JAFNAÐARMENN - EN HVAÐ UM KRATA? Kirkjan að Völlum í Svarfaöardal ónýt eftir bruna í nótt: Engin leið að meta þetta tjón til fjár - segir sóknarpresturinn en kirkjan heföi orðiö 135 ára um jólin DV, Akureyri: „Það er engin leið að meta þetta tjón til fjár. Hér var um eina af elstu kirkjum landsins að ræða og þetta er gífurlegt áfall fyrir bæði sóknarböm og brottflutta Svarfdæl- inga sem bára góðan hug til kirkj- unnar," sagði Jón Helgi Þórarins- son, sóknarprestur í Vallasókn í Svarfaðardal, í morgun, en kirkjan að Vöflum brann í nótt og er talin ónýt. Að sögn Jóns Helga var kirkjan vigð árið 1861 og hefði orðið 135 ára á 2. dag jóla. „í á annað ár hafði staðið yfir endurbygging kirkjunn- ar þar sem upprunalegir viöir voru notaðir að mestu og fór endurbygg- ingin, sem talin er hafa kostað um 5 milljónir króna, fram undir um- sjá Húsafriðunamefndar. Endur- vígsla kirkjunnar átti að fara fram í lok nóvember. „Þetta var afar sérstök kirkja, ekki stór en þjónaði sínu hlutverki vel. Hún var vígð af séra Páli Jóns- syni sem einnig var þekkt sálma- skáld og innviðir kirkjunnar vora sérstakir. Þar var m.a. altaristafla og predikunarstóll frá 18. öld, afar sérstök ljósakróna, vandað tréverk í kringum altarið og fleira sérstakt. Nú er nánast hver spýta ónýt nema krossinn sem var á þaki kirkjunn- ar. Kirkjan er því ónýt, menn sem komu þama að i nótt voru sam- mála um það,“ segir Jón Helgi. Tilkynnt var um eldinn í kirkj- unni um miðnætti og að sögn lög- reglu gekk vel aö slökkva eldinn. Því lauk eftir um tvær klukku- stundir en sem fyrr sagði tókst ekki að bjarga kirkjunni. Ekki var í morgun kunnugt um eldsupptök. Sóknarböm í Vallasókn, sem era 80-90 talsins, mvmu að sögn séra Jóns Helga nota tvær aðrar kirkjur í Svarfaðardal og kirkjuna á Dalvík en ákvörðun um hvort kirkja verð- ur byggð að nýju aö Völlum verður tekin síðar -gk Leifsstöð: Kirkjan sem brann í nótt Ein elsta kirkja landsins, Vallakirkja í Svarfaðardal, brann í nótt. Kirkjan var byggö úr timbri árið 1861 og þótti mjög fögur. Enginn turn er á kirkjunni fremur en öðrum kirkjum í Svarfaðardal en klukknaport var reist framan við hana árið 1951 og slapp það við eldinn. Miklar lagfæringar hafa staðið yfir á kirkjunni._______________________________ Veðrið á morgun: Norðankaldi Á morgun verður norðan- og norðaustankaldi eða stinnings- kaldi. É1 verða norðanlands en léttskýjað á Suðvestur- og Vest- urlandi. Frost verður á bilinu 3 til 13 stig, kaldast í innsveitum en mildast allra syðst yfir dag- inn. Veðrið í dag er á bls. 36 Afgreiðslum Pósts og síma lokað Forráðamenn Pósts og síma hafa ákveðið að loka tveimur póstaf- greiðslum í Leifsstöð þar sem rekst- urinn hefur ekki reynst hagkvæm- ur. Að sögn Stefáns Þórs Sigurðs- sonars stöðvarstjóra verður af- greiðslimum líklega lokað í desemb- er. Níu manns hafa starfað hjá Pósti og síma í Leifsstöð. Engum hefur verið sagt upp og segir Stefán að öll- um verði boðin vinna hjá Pósti og síma í Keflavík og víðar á Suður- nesjum. Afgreiðslu Pósts og síma í gömlu flugstöðinni á varnarsvæð- inu verður jafnframt lokað. -bjb Al^ýðuflokkurinn: Ny hugmynd í formannsslag Nokkrir stuðningsmenn Rann- veigar Guðmundsdóttur hafa viðrað þá hugmynd að hún bjóði sig fram sem formaður og Guðmundur Árni Stefánsson verði varaformaður með henni. Stuðningsmenn Rannveigar telja að þau myndu fá góða kosn- ingu saman. DV hefur heimildir fyrir því að þau Rannveig og Guðmundur Ámi hafi rætt þennan möguleika en Guð- mundur hafnað honum alfarið. Þá er nafn Össurar Skarphéðins- sonar aftm- komið inn í umræðuna um varaformanninn. -S.dór Hörku vetrarpakki fylgir með öllum Opel Bílheimar ehf. § □ 0 © Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.