Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjéri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjðri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Misréttið heldur áfram Tvennt er það sem stjómmálamenn allra flokka og flölmenn forystusveit bæði stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda hafa mikið talað um síðustu áratugina án þess að allt það orðaflæði hafi skilað sér í breyttum veru- leika. Annað er að rétta hlut láglaunafólksins í landinu. Hitt er að tryggja konum sambærileg laun á við karla. Það hefur lengi verið lagaskylda á íslandi að karlar og konur eigi að hafa sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar, og formlega stefnu- mörkun af hálfu stjómvalda, vantar enn mikið upp á að svo sé í reynd. Þetta kemur berlega í ljós í nýlegri könn- un sem gerð var á vegum Reykjavíkurborgar. Skoðuð vom laun starfsmanna borgarinnar á tveimur tímabil- um á síðasta ári - í mars og október. Þegar borin vom saman laun þeirra starfsmanna, sem voru í fullu starfi á áðumefndu tímabili, kom í ljós að konur bára úr býtum 64 prósent af heildarlaunum karla í mars en í október haföi hlutfailið hækkað í 67 prósent. Heildarlaun karla hækkuðu að jafnaði um 6,4 prósent á tímabilinu, en kvenna um 10,3 prósent, þannig að nokkuð dró úr launamuninum, einkum meðal sérfræðinga. Á heildina litið vora konur með 15,5 prósenta lægri heildar- laun en karlar í mars en 14 prósenta lægri laun í október. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að á þessum fjórtán prósenta mismun finnist engin eðlileg skýring. Um tvö prósentustig megi reka til grunnröðun- ar starfsfólks í launaflokka, en afganginn vegna ákvarð- ana um greiðslur fyrir yfirvinnu og bílastyrki. Könnun borgarinnar sýndi einmitt að yfirvinnu- greiðslur nema 30 prósentum af heildarlaunum karla en aðeins 15 prósentum af heildarlaunum kvenna. Tekið er fram í niðurstöðum skýrslunnar að ekki sé marktækur munur á greiðslum til karla og kvenna sem fái á annað borð greidda svokallaða fasta yfirvinnu, en töluvert hærra hlutfall karla en kvenna fái slíkar launagreiðslur. Telja má líklegt að konur sem era úti á vinnumarkað- inum vinni að meðaltali minni yfirvinnu en karlar ein- faldlega af þeirri ástæðu að þrátt fyrir áratuga baráttu fyrir jafnræði á heimilinu eins og á öðrum vinnustöðum lendir miklu meiri hluti heimilisstarfanna enn á konun- um. Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn Gary S. Becker gerði athugun á því í heimalandi sínu hvernig giftar konur og kvæntir karlmenn skiptu vikunni á milli at- vinnu og heimilisstarfa. Samkvæmt grein í tímaritinu Vísbending var niðurstaða Beckers sú að konur í fullu starfi utan heimilis vörðu að meðaltali tæplega 40 stund- um á viku í aðalstarf sitt og um 25 stundum í heimilis- störfin. Karlmennimir unnu hins vegar á vinnustað sín- um í nærri 50 stundir, en vinnuframlag þeirra á heimil- inu var aðeins um 12 stundir. Heildarvinnutími beggja kynja er samkvæmt því álíka langur, en konumar fá hins vegar borgað fyrir mun skemmri vinnuviku. Reykjavíkurborg hefur boðað aðgerðir til að draga úr launamun kvenna og karla í kjölfar þessarar skýrslu. Jafhréttisþing, sem haldið var fyrir skömmu, samþykkti áskorun til stjómvalda, atvinnurekenda og samtaka launafólks um að semja í komandi kjarasamningum um markvissar aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun í landinu. En með reynslu síðustu áratuga í huga er lítil ástæða til að vænta mikilla breytinga í þessu efni á næstunni. Þótt flestum sé ljóst óréttlætið sem felst í þessu misrétti, hefur reynst erfitt að finna þær leiðir til úrbóta sem skila árangri. Elías Snæland Jónsson „Lýðveldið ísland hefur aldrei gerst fullgild þjóð meðal þjóða, heldur vill vera laumufarþegi í velferðarhraðlest- inni,“ segir Guðmundur Andri m.a. í grein sinni. - fsland gengur I lýðveldahópinn 1944. Enn vantar þjóðsöng sér fegra foðurland eftir Huldu. Þetta eru prýðileg lög. Lagið viö Hulduljóð streymir fram eins og Þjórsá; það opnast fyrir manni eins og Suð- urlandsundirlendi, vítt, flatt og sólfag- urt. Hins vegar er óþægilegt að syngja sjálft kvæðið því fognuðurinn yfir því að vera fjarri heimsins vígaslóð keyrir um þverbak - þakklætið yfir því að vera stikkfrí meðan duna jarðar stríð tekur út yfir „ Væri ekki tilvalið aö við gerðum nú hvort tveggja í senn: innleidd- um sönghæfan þjóðsöng um okk• ur og landið okkar - og skildum að riki ogkirkju?“ Kjallarinn Guömundur Andri Thorsson rithöfundur Þjóðsöngurinn er lag sem enginn getur sung- ið, við ljóð sem enginn skilur. Ljóð séra Matthíasar er ekkert um þessa þjóð. Það fjallar um herra Guð almáttugan og síðan einhverja blómabúð ei- lífðarinnar: þar er bent á að þau þúsund ár sem ísland hafi verið byggt séu ekki annað en titrandi smáblóm í þeim mikla kransi sem herskarar timanna safti hafi hnýtt téðum Guði úr sólkerfum himnanna - og má segja að skáldið hafi talið sig þurfa að seil- ast æði langt til að benda á smæö lands og þjóðar. Ætli þetta sé góður sálmur? Hver veit? En sem þjóðsöngur hefur hann ekki meiri merkingu en Attíkattínóa. „Geim- fræðilegt lofdýrðar- kvæði“ kallaði Hall- dór Laxness það árið 1982 og efaðist meira að segja um að það væri kristilegt. Væri ekki tilvalið að við gerðum nú hvort tveggja i senn: innleiddum sönghæfan þjóð- söng um okkur og landið okkar - og skildum að ríki og kirkju? Ósmekklegur kveöskapur Hvað eigum við að fá í staðinn? Margir nefna Land míns föður eft- ir Jóhannes úr Kötlum og Hver á allan þjófabálk: satt að segja var þetta ósmekklegur kveðskapur í kjölfar tveggja styrjalda í Evrópu sem íslendingar högnuðust á, svo þeir vöndust því þaðan í frá að tengja ógæfu annarra beinlínis við eigin velfamað. í ljóði Huldu sjá- um við fyrsta vísinn að því að Lýð- veldið ísland hefur aldrei gerst fullgild þjóð meðal þjóða, heldur vill vera laumufarþegi í velferðar- hraðlestinni. Lands míns fööurs Land míns föður er betra - eða Lands míns föðurs eins og það er alltaf kallað samkvæmt þeirri hefð að bæta alltaf essum inn í ættjarðarljóð: Ó guðs vors lands, íslands farsældafrón... íslands ögrums skorið... en í Ijóði Jóhann- esar er sjónum beint að lífi þess- arar þjóðar; hennar sögum, henn- ar ljóðum; allt rennur saman í eina goðveru sem maður gæti lif- að sig inn í á verulega hátíðlegum stundum eins og þegar íslending- ar fá að leika í heimsmeistara- keppninni í fótbolta, hvenær sem það nú annars verður - síðast þeg- ar við sigruðum þjóð þar í und- ankeppni var þegar við lékum við Austur-Þjóðverja sem skömmu síðar lögðu sig ein- róma niður sem þjóð. Lagið er hátíðlegt. Þar er þung stígandi, virðuleg hrynjandi, maður sér fyrir sér glímumenn að stiga; mjög íslenskt, mjög innilegt, failegt. En ljóðið hefur einn stóran galla - það er orð númer þrjú í því: föður. Þar með er formæðra okkar að engu getið. Og soldið erfitt að breyta þessu í Land míns for- eldris. ísland ögrum skorið? - leirburð- ur. ísland er land þitt? - er það ekki kántrílag? Og hvað þá? Fal- legasta ættjarðarljóðið sem við eigum er að sjálfsögðu eftir Jónas, Skáldið eina: Þið þekkið fold... Á ekki Atli Heimir fallegt lag við þetta yndislega ljóð? Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir annarra Skilaboð Seðlabankans „Aðgerðir Seðlabankans eru skýr skilaboð til rik- isstjómarinnar um að beita aðhaldi í ríkisfjármál- um, en í komandi viku mun fjármálaráðherra leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs . . . en Seðla- bankinn hefur ekki aðeins sent ríkissfjóminni skila- boð heldur ekki síður aðilum vinnumarkaðarins sem standa frammi fyrir kjarasamningum. Þau skilaboð em einnig skýr.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 31. okt. Verðmiði á vinnuaflið „Ein er sú vara á markaðnum sem ekki hefur mátt ríkja verðsamkeppni um. Atvinnurekendur í landinu hafa komið sér saman um það verð sem þeir vilja bjóða í þessa vöru - vinnuaflið í landinu. í sum- um samkeppnisgreinum væri þetta samráð ólöglegt. En af því að frjáls samkeppni á að gilda um allt ann- að en vinnu fólksins þá hefur nú borist enn eitt til- boð frá Vinnuveitendasambandinu: Fyrir vinnu fólks em þeir tilbúnir að greiða 3,5-4% ofan á það sem nú tíðkast næstu 2 ár. Þetta mun mörgu launa- fólki þykja snautlegt tilboð. Og það breytir litlu þótt Seðlabankinn leggi blessun sína yfir.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 31. okt. Ofgreitt vörugjald „Tregða ríkisins til að breyta reglum um vöm- gjald er ekki einasta ókurteisi gagnvart þeim fyrir- tækjum, sem í hlut áttu, heldur einnig óhyggilegt gagnvart öðmm ríkjum Evrópska efnahagssvæðis- ins. . . . Innflutningsfyrirtæki hefur nú ákveðið að gera kröfu á hendur ríkinu um að það endurgreiði ofgreitt vörugjald. Erfitt er að spá um hvemig sá málarekstur fer, enda hefur verið bent á að það séu fyrst og fremst neytendur, sem hafi tapað á því, hafi vörugjald verið of hátt, og þeir eigi kannski frekar kröfu á hendur ríkinu en iimflytjendur." Úr forystugreinum Mbl. 31. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.