Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 27 íþróttir Arnór með Örebro DV, Sviþjóð: Nú er orðið ljóst að Arnór Guðjohnsen mun leika áfram með örebro í sænsku úrvals- deildinni í knattspymu á næstu leiktíð. Arnór mun skrifa undir nýjan eins árs samning og í hon- um munu báðir aðilar geta sagt upp samningnum á miðju keppn- istímabili. Hlynur með gagntilboð Hlynur Birgisson er bjartsýnn á að hann leiki einnig áfram með Örebro. Hann var ekki sátt- ur við fyrsta tilboð forráða- manna liðsins og í gær sendi hann félaginu gagntilboð. Hlyn- ur sagði í samtali við DV í gær að þeir hefðu tekið vel í það og myndu svara því eftir helgina. Þriðji íslendingurinn hjá liðinu, Sigurður Jónsson, verður áfram í herbúðum liðsins en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við liðið. Rúnar Kristinsson hefur verið að funda með forráðamönnum Örgryte um áframhaldandi veru hans hjá félaginu. Rúnar sagði við DV í gær að ekkert væri enn klárt í þeim efnum og bætti því jafnframt við að enginn klúbbur hefði haft samband við sig. Hammarby sigraði Hammarby, lið Péturs Mart- einssonar, sigraði Trelleborg, 2-1, í fyrri leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Hammarby nægir því jafhtefli í síðari leikn- um sem fram fer í Trelleborg á sunnudaginn. Hlynur meö - ekki Arnór Samkvæmt heimildum DV verður Hlynur í landsliðshópn- um gegn írum svo og þeir Sig- urður og Rúnar en Amór hefur komist að samkomulagi við Loga Ólafsson landsliðsþjálfara að vera ekki með. -EH Á-w EVRÓPUKEPPNl BiKARlAFA 2. umferð - síöari leikir: AEK Aþena-Ol. Ljubljana . 4-0 (6-0) AIK Solna-Nimes..........0-1 (3-2) Lok. Moskva-Benfica......2-3 (2-4) Paris SG-Galatasaray .... 4-0 (6-4) PSV Eindhoven-Brann .... 2-2 (3-4) Rauöa stjaman-Barcelona . 1-1 (2-4) Sparta Prag-Fiorentina ... 1-1 (2-3) Liverpool-Sion...........6-3 (8-4) Tindastóll (45) 85 ÍR (49) 86 5-0, 6-9, 12-19, 21-22, 31-30, 39-35, (45 49), 55-51, 59-56, 64-59, 66-65, 77-70, 78-80, 83-82, 85-84, 85-86. Stig Tindastóls: Jeffrey Johnson 35, Lárus D. Pálsson 17, Searo Piccini 14, Arnar Kárason 10, Ómar Sigmarsson 5, Yorick Parke 4. Stig ÍR: Tito Baker 28, Atli Þor- bjömsson 15, Eiríkur Önundarson 10, Eggert Garðarsson 8, Guðni Einars- son 8, Gísli HaUsson 6, Hjörleifur Sig- urþórsson 5, Atli Sigurþórsson 4, Máms Amarsson 2. 3ja stiga körfur: Tindastóll 2, ÍR 8. Vítanýting: Tindastóll 7/12, ÍR 19/29. Dómarar: Kristinn Albertsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Ahorfendur: 390. Maöur leiksins: Tito Baker, ÍR Keflvíkingar fóru alveg á kostum - gegn KR-ingum og tóku þá í karphúsið ÐV, Suðumesjunu Við spiluðum virkilega vel og þeir áttu aldrei möguleika í okkur. í síðari hálfleik meiddist Falur og þá riðlaðist leikur okkar aðeins og þeir náðu að minnka forskotið en við náðum aö lag- fáera þá hluti sem fóru úrskeiðis og sig- urinn var aldrei í hættu,” sagði Sigurð- ur Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigur sinna manna á KR-ingum. Keflvíkingar áttu fiábæran leik og hittni leikmanna liðsins í þriggja stiga skotunum var lyginni líkusL Fyrri hálf- leikur var stórkostlegur og hrein unun að horfa á stórskyttur Keflavíkurliðsins fara slíkum hamfórum í 3ja stiga körf- um. Fór Kristinn Friðriksson fyrir þeim og var óstöðvandi. KR-ingar réðu ekkert við Damon Johnson, sem fellur vel inn í liðið, og Guðjón Skúlason er í góðu formi. Þeir þremenningar gerðu sam- tals 50 stig af 59 stigum liðsins í fyrri hálfleik. I upphafi síðari hálfleiks sneri Falur sig á ökkla og ekki skánaði það hjá Keflavík þegar Johnson fekk sina 4 villu á sama tíma. KR-ingar komust irm í leikinn. Þeir pressuðu stíft og náðu að minnka muninn í 5 stig. Þá kom John- son aftur inn á og kveikti í hraðlestinni að nýju. ,Jæir hittu eins og ég veit ekki hvað. Þegar Keflavík spilar svona vel vinnur ekkert lið það. Þeir eru með 60-70% nýt- ingu í 3ja stiga skotunum og þegar það gerist er ekki hægt að stöðva þá. Ég hlakka til að mæta þeim í vesturbæn- um. Þeir hitta ekki svona vel á útivelli,” sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir leikinn. -ÆMK UEFA-keppnin: Birkir frábær Brann, lið þeirra Birkis Kristins- sonar og Ágústar Gylfasonar, er kom- ið áfram í UEFA-keppninni eftir að hafa slegið PSV Eindhoven út í gær með þvi að gera 2-2 jafntefli í Hollandi. Brann sigraði i fyrri leiknum, 2-1. Þeir Birkir og Ágúst léku báðir allan leikinn. Birkir átti fiábæran leik í markinu og Ágúst skilaði vamarhlut- verki sínu á miðjunni vel. Liverpool lentí 0-2 imdir gegn Sion en það sló liðið ekki út af laginu og áður en yfir lauk hafði Liverpool skor- að sex sinnum. Robbie Fowler skoraði tvö mörk og þeir Patrick Berger, John Bames, Steve McManaman og Stig Inge Bjömebye sitt markið hver. Börsungar létu sér nægja jafhtefli gegn Rauðu Stjömunni og skoraði Giovanni Silva mark liðsins. París SGskellti Galatasaray. Leon- ardo, Valdes, Loko og Rai gerðu mörk- in. -GH DV íþróttir Haraldur Ing- ólfsson hefur gert góða hluti með liöi Aber- deen og i kjölfar samnings við fé- lagið er mögu- leiki á að hann verði í byrjunar- liðinu gegn Celt- ic um helgina. Haraldur í byrjunar- liðinu gegn Celtic? Samkvæmt fréttum frá Skotlandi verður Skagamaður- inn Haraldur Ingólfsson í byrjunarliði Aberdeen þegar liðið mætir Celtic i stórleik helg- arinnar í skosku úr- valsdeildinni í knatt- spyrnu. Haraldur, sem hefur komist að samkomu- lagi við Aberdeen um samning út þetta tíma- bil, lék síðasta hálftím- ann gegn Raith Rovers um síðustu stóð sig vel. helgi og Ismaöurinn kemur til Aberdeen Á fréttalínu Aber- deen hjá sjónvarpsstöð- inni Sky var eftirfar- andi frétt með fyrir- sögninni: „ísmaðurinn kemur til Aberdeen." „Roy Aitken var fijótur að styrkja hóp sinn eftir skellinn gegn Bröndby í Evrópu- keppninni og samdi við íslendinginn Harald Ingólfsson sem var laus undan samningi sínum við íslenska félagið Akranes. Hann mun koma beint inn í byrjunarlið Aberdeen gegn Celtic og tekur þar stöðu Steve Glass sem er frá vegna meiðsla." -DVÓ/VS Sæmir ekki liði sem er spáð öðru sæti „Þetta var lélegt hjá okkur en það hafðist undir lokin. Síðustu tveir leikirnir hjá okkur sæma ekki liði sem er spáð 2. sæti í mótinu og við þurfum ýmislegt að laga fyrir næsta leik,” sagði Þór Haraldsson Hauka- maður eftir sigur á Breiðabliki. Það má með sanni segja að leikur- inn var slakur. Mikið var um mis- tök á báða bóga en í fyrri hálfleik virtust Haukarnir hafa leikinn í höndum sér. Ísíðari hálfleik tók Andre Bovain sig til og jafnaði leik- inn upp á eigin spýtur. Þjálfari Hauka tók þá leikhlé og talaði hressilega til sinna manna og við það hresstust Haukar og sigur þeirra var nokkuð öruggur undir lokin eftir að hafa sýnt afleitan körfubolta á tímabili. Shawn Smith var langatkvæða- mestur Haukanna en hjá Blikum bar Bovain af og leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir góða baráttu. -ÖB Þór stóð í Njarðvík DV, Akureyri: Þórsarar veittu Njarövíkingum harða keppni en reynsluleysi þeirra og villuvandræði urðu þess vald- andi að hið reynslumikla lið Njarð- víkur sigldi fram úr á lokakaflan- um. Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu heimamenn meira inn í leik- inn og þegar tvær mínútur voru eft- ir höfðu Njarðvíkingar aðeins tveggja stiga forskot. Það hafði mikil áhrif á leik Njarð- víkinga að Torrey John varð að fara meiddur af leikvelli eftir 5 mínútna leik og hann kom lítið við sögu eft- ir það. -F/gk Skaginn miklu betri DV, Borgarnesi: „Viö vorum að spila góðan leik. Vömin var sterk og Skallagríms- menn áttu erfitt gegn okkur undir körfunni með aðeins einn stóran mann,” sagði Alexander Ermol- inskij, þjálfari og leikmaður ÍA, eft- ir sigur á fyrri félögum sínum úr Skallagrími. Leikurinn var eign Skagamanna allan timann. Þeir réðu ferðinni frá upphafi og léku vel á meðan heimamenn náðu sér ekki á strik. Baileyss, Dagur og Ermolinskij vora góðir hjá ÍA en hjá Skallagrími var Raymond langbestur „Við verðum að átta okkur á því að við erum ekki að spila sem liö. Það var súrt að tapa fyrir ÍA og það á heimavelli,” sagði Ari Gunnars- son, leikmaður Skallagríms, við DV eftir leikinn. -EP Þór (44) 86 Njarövík (55)91 5-11, 16-17, 16-23, 34-38, (44-55), 55-59, 57-65, 68-68, 71-70, 77-61, 81-63, 86-91. Stíg Þórs: Konráð Óskarsson 26, Fred Williams 20, Hafsteinn Lúðvíksson 17, John Cariglia 8, Bjöm Sveinsson 6, Böðvar Kristjánsson 5, Högni Friðriks- son 4 Stíg Njarðvflcur: Friðrik Ragnarsson 20, Páll Kristinsson 16, Torrey John 15, Kristinn Einarsson 11, Sverrir Þór Sverrisson 10, Guðjón Gylfáson 8, Rún- ar Ámason 6, Jóhannes Kristbjömsson 5. Dómarar: Helgi Bragason og Björgvin Rúnarsson, flautuðu mjög mikið. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Friðrik Ragnarsson, Njarðvík Skallagr. (32)68 Akranes (49) 88 4-8, 12-22, 27-40, (32-49), 40-49, 46-57, 53-64, 60-74, 68-88. Stig Skallagríms: Curtis Reymond 24, Wayne Mulgrave 12, Tómas Holton 11, Ari Gunnarsson 7, Bragi Magnússon 6, Sigmar Egilsson 4, Þórður Helgason 2, Hlynur Leifsson 1, Grétar Guðlaugsson 1. Stig Akraness: Ronald Baileyss 28, Dagur Þórisson 15, Alexander Ermolinskij 13, Brynjar K. Sigurðs- son 12, Bragi Magnússon 5, Brynjar Sigurðsson 5, Haraldur Leifsson 4, El- var Þórisson 3, Guðjón Jónsson 2, Sigurður Kjartansson 1. Fráköst: Skallagrímur 32, Akranes 38. Vitanýting: Skallagrímur 24/15, Akranes 26/16. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Þorgeir J. Júlíusson, dæmdu vel. Áhorfendur: 460. Maöur leiksins: Ronald Baileyss, Akranesi. Haukar (39) 83 Breiðablik (25) 74 0-2, 9-2, 17-4, 25-9, 29-14, 33-20, (39-25), 40-25, 42-30, 51-34, 5^46, 66-63, 74-63, 81-69, 83-74. Stig Hauka: Shawn Smith 31, Bergur Eðvarðsson 15, Þór Haraldsson 10, Pétur Ingvarsson 10, Jón A. Ingvars- son 9, Björgvin Jónsson 4, Þröstur Kristinsson 2, Sigfús Gissurarson 2. Stig Breiöabliks: Andre Bovain 41, Agnar Ólsen 10, Pálmi Sigurgeirsson 7, Erlingur S. Erlingsson 7, Eggert Baldvinsson 5, Einar Hannesson 4. 3ja stiga körfur: Haukar 5/16, Breiðablik 3/22. Vitanýting: Haukar 12/17, Breiða- blik 18/24. Fráköst: Haukar 29, Breiðablik 26. Dómarar: Jón Bender og Bergur Steingrímsson, þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Áhorfendur: Rúmlega 100. Maður leiksins: Andre Bovain, Breiðabliki. Keflavík (59) 106 KR (48) 87 2-4, 6-10, 18-10, 26-20, 47-36, 5^41, 58-47, (59-48), 71-52, 78-60, 78-73, 86-73, 98-78, 106-87. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 29, Damon Johnson 26, Kristinn Frið- riksson 25, Birgir Öm Birgisson 9, Al- bert Óskarsson 8, Kristján Guðlaugs- son 6, Elíntinus Margeirsson 2. Stig KR: David Edwards 26, Jonath- an Bow 25, Ingvar Ormarsson 14, Her- mann Hauksson 14, Hinrik Gunnars- son 3, Amar Sigurðsson 3, Óskar Kristjánsson 2. Fráköst: Keflavík 38, KR 26. 3ja stiga körfur: Keflavík 14/26, KR 2/20. Vitanýting: Keflavik 19/25, KR 13/23. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Kristján Möller og Einar Einarsson, sæmúegir. Maður leiksins: Damon Johnson, Keflavik. Næstu leikir: Síðasti leikurinn í 5. umferðinni er viðureign KFÍ og Grindavíkur á ísa- firði í kvöld. Sjötta umferðin hefst á sunnudaginn. Klukkan 16 leika KR og Þór og klukkan 20 leika ÍA og KFI, Njarðvík-Skallagrímur, Grinda- vík-Tindastóll og Breiðablik-ÍR. Um- ferðinni lýkur svo á mánudagskvöld- ið þegar Haukar taka á móti Keflvík- ingum. ÚfVMSCEIlDIM Haukar buðu nokkrum útdregnum áhorfendum að spreyta sig á svoköll- uðum miðjuskotum í hálfleik. Einn keppandinn gerði sér lítiö fyrir og hitti 1 körfuna frá miðju og vann sér inn 10 kassa af Pepsí. Haukar mega taka sig á hvaö varö- ar þjónustu við fréttamenn á heima- leikjum þeirra. í gær þurftu þeir að leita sjáifir að stólum til að sitja á i blaðamannastúkunni og svo virðist sem Haukamir séu eina liöið í úr- valsdeildinni sem ekki útvegar ljósrit af leikskrá. ILristiim Friðriksson spilaði sinn 200. leik fyrir Keflavík í gær og leikurinn verður honum minnisstæð- ur. Hann átti frábæran leik, gerði sex 3ja stiga körfur, þar af fimm í fyrri hálfleiknum. Oskar Kristjánsson úr KR fékk dæmda á sig ásetningsvillu og fór það greinilega í taugamar á honum. Hann gekk að stuðningsmönnum Keflvíkinga og spýtti á gólfið. Kona úr stuðningsmannaliði Keflvíkinga greip þá í hönd Einars dómara og ætl- aði að sýna honum slummuna. Kon- an hélt svo fast í hönd Einars að hann var lengi að jafha sig og eld- roðnaðí. Falur Harðarson, leikstjómandi Keflvíkinga, varð fyrir því óláni í gær að togna á ökkla. Falur reiknaði með að vera fljótur að jafna sig en hann spilaði ekki meira það sem eft- ir lifði leiksins. Hann meiddist á 5. mínútu síðari hálfleiks. Skagatnenn unnu sögulegan sigur í Borgamesi í gær, þetta var fyrsti sigur Akumesinga á grönnum sínum frá Borgamesi á þeirra eigin heima- velli. Alexander Ermolinskij fékk hlýjar móttökur í Borgamesi i gær þegar hann kom með lærisveina sina úr Skagaliðinu í heimsókn. Ermol- inskij lék um árabil með Skallagrími og átti einn stærstan þátt í að koma liðinu í fremstu röð. Atli Sigurþórsson lék sinn fyrsta leik með ÍR í vetur en hann kom til liðsins frá Breiöabliki. Atli, sem er frá Stykkishólmi, lét strax að sér kveða með Breiðholtsliðinu því hann skoraði fjögur síðustu stig liðsins og tryggði því sigurinn á Tindastóli á Suðárkróki. Ísland-Eistland í HM í handknattleik: „Megum alls ekki vanmeta Eistana” íslenska landsliðið í handknatt- leik leikur tvo leiki gegn Eistum í undankeppni HM í handknattleik í Laugardalshöllinni um helgina. Fyrri leikurinn er í kvöld klukkan 20.30 og sá síðari klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Sýnd veiði en ekki gefin „Við megum alls ekki fara að vanmeta Eistana í þessum leikjum. Danimir áttu í talsverðu basli með þá og þeir eru sýnd veiði en ekki HM í snóker: Tap gegn N-írum ísland tapaði í gær fyrir Norður-írum á heimsbikarmót- inu í snóker í Tælandi. Krist- ján Helgason vann tvær viður- eignir en tapaði einni. Jóhann- es B. Jóhannesson vann eina en tapaði tveimur og Edward Matthíasson tapaði þremur viðureignum. Þeir Kristján og Jóhannes unnu báðir Dennis Taylor, fyrrum heimsmeistara, Krist- ján vann 72-63 en Jóhannes 67-34. -SK gefin. Þeir hanga lengi á boltanum í sókninni og við megum alls ekki falla í þá gryfju að vera óþolinmóð- ir. Ég held menn séu mjög einbeitt- ir um að leggja sig alla fram í þess- um leikjum enda býður staða okkar í riðlunum ekki upp á neitt annað en sigur í báðum leikjunum,” sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari við DV í gærkvöldi. Þorbjöm tilkynnir í hádeginu hvaða 12 leikmenn spila leikinn í kvöld. -GH NBA-kynning í helgar- blaöi DV Kynningu DV á liðunum í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik lýkur á morgun. í helgarblaðinu liðin í Atlantshafsriðlinum verða kynnt. Liðin í Kyrrahafsriðl- inum voru kynnt í miðviku- dagsblaöinu og liðin í mið- vesturriðli og miðriöli voru i blaðinu í gær. Valsmenn sýknað- ir af kröfu Atla Knattspymudeild Vals hefur verið sýknuð af kröfum Atla Eðvaldssonar vegna ógreiddra launa fyrir keppnis- tímabilið 1989. Atli krafðist þess að fá greiddar tæplega 500 þúsund krón- ur, auk dráttarvaxta. Valsmenn gerðu upp við Atla haustið 1989 með víxli sem faðir Atla gaf út. Valur greiddi þrívegis inn á víxilskuldina árið 1991, samtals rúm- lega 440 þúsund krónur. Þá vora ógreiddar rúmlega 486 þúsund krón- ur sem Atli greiddi sjálfur árið 1994. í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur segir meðal annars að enginn leikmannasamningur milli Vals og Atla hafi veriö lagður fram og engin gögn um starfskjör hans hjá félag- inu. Framburður vitna sé óglöggur um meginatriði málsins og sam- kvæmt þessu beri að sýkna Val af öllum kröfum Atla. -VS Falur Haröarson varö fyrir því óláni aö snúa á sér ökklann í viöureign Keflvíkinga og KR-inga í gær. Hér smeygir hann sér fram hjá Ingvari Omarssyni. DV-mynd BG Atli tryggði ÍR-ingum sigur DV, Sauðárkróld: nær allan timann. Heimamenn höfðu sigurinn innan seilingar, höfðu eitt stig yfir þegar 20 sekúndur vora eftir og nýbúnir að ná boltanum. Gestimir pressuðu stíft, náðu boltanum og Atli Sigþórsson,, sem var að leika sinn fyrsta leik með ÍR, tryggði sínum mönnum sigurinn með körfu á síðustu sekúndunum. -ÞÁ „Þetta var ekkert annað en barátta. Við komum grimmir til leiks og ákveðnir í aö beijast eins og ljón og láta ekkert á okkur fá þó að liðið hefði orðið fyrir blóðtöku að missa Her- bert,” sagði Eiríkur Önundarson, leik- maður ÍR, eftir sigurinn á Króknum. Leikurinn var hnífjafn og spennandi sölukössum lokað kl. 14:00 laugardag Velkomin ab netfangi WWW. TOTO. IS r Nýr 1 hópleikur 2. nóv. - 4. iar 10 ukur, áiamjur 3 bestu gilda \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.