Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 11
17nn"zwJJ|AfiLM t* Mmí tMltjMHi IDIii * lUu flr ÆiiliilhllilBllföllÍK Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is Tónlistarhópnrinn Sequentia heldur tónleika í Þjóð- minjasafninu kl. 17 á sunnudaginn. Tónleikamir eru liður í Norðurljósum, samvinnuverkefhi Musica Ant- iqua og RÚV. Sequentia-hópurinn var stofh- aður í Köln í Þýskalandi árið 1977 að undirlagi bandarisku söngvaranna Benjamíns Bagby og Barhöru Thomton. Þau hafa bæði komið hingað áður; síðast sungu þau saman í Listasafni Sigurjóns í fyrrasumar. Hópur- inn flytur eingöngu miðaldatón- list og hefur vakið heimsathygli, til dæmis fyrir flutning á ljóðum og lögum Hildegard von Bingen sem var fædd 1098. En það er ekki þýsk mið- aldatónlist sem þau flytja hér núna heldur eigin tónlist við eddukvæði. Terry Gunnell og Heimir Pálsson hafa verið þeim innan handar við vinnuna með þessi fomu íslensku kvæði og við spurðum Heimi hvað við fengjum að heyra. Spennandi tilgáta um flutning „Það sem við fáum að heyra á sunnudaginn er Völuspá í heild sinni, fleyguð öðrum eddukvæð- um, og allur texti sunginn á íslensku með framburði sem er eins nærri framburði 13. aldar og komist varð,“ segir Heimir. „Það er búin til kvæðaflétta þar sem uppi- staðan er Völuspá en inn í hana er skotið Hangakvæði Hávamála, Þrymskviðu, Gróttasöng og Baldurs draum- um. Saman segja kvæðin sögu heimsins frá sköpun hans til Ragnaraka. Inni á milli fáum við að heyra stef eða millispil sem breski fiðluleikarinn Elizabeth Gaver hefur samið og leikur á miðaldafiðlu. Tónlistin við kvæðin sjálf er unnin upp úr íslenskum rímum og miðaldatónlist. Sumir hefðu sjálfsagt kallað sig höfunda að slíku verki en það viija þau ekki gera, hvorki Elízabeth né Benjamín. Þau hafa unnið þessa tónlist upp eftir ákveðnum regl- um sem þau hafa tileinkað sér. Flytjendumir eru fjórir, Benjamín, Barbara, Elizabeth og sænska söngkonan Susanna Norin og flutningurinn tekur rúma klukkustund.“ - Er þetta gott hjá þeim? „Ég ætla náttúrlega ekki að orða svar við þeirri spumingu, til þess er ég alltof flæktur í mál- ið. En ég get sagt; þetta er mjög spennandi tilgáta um flutning á þessum fomu kvæðum. Auðvit- að er þetta bara ein tilraun af mörgum sem væri hægt að gera en við hljótum að fallast á að þessi kvæði hafl verið sungin eða deklamerað með einhverj- um hætti eins og annar kveð- skapur á þeim tíma. Flutningur- inn gefur mér sem áhugamanni innsýn í kvæðin og möguleika á að skilja þau sem ég hef ekki fengið með því að lesa þau. Svo er tónlistin lika mjög spennandi. Það er hvergi til heimild um að þetta hafi verið gert svona; það sem þau setja fram er fræði- leg tilgáta, rétt eins og hver önn- ur ritgerð. En það er betra en nokkur ritgerð og reyndar alveg óborganlegt að sjá hann Benjamín flytja Þrymskviðu!“ Eddukvæði I, eins og dagskráin heitir, voru kveðja Lúxemborgar til Kaupmannahafnar þegar hún tók við titlinum Menningarborg Evrópu um síðustu áramót. Síðan hafa kvæðin verið flutt víða um Evrópu og næsta ár fara þau bæði til Bandaríkjanna og Afríku. Ætlunin er að taka flutninginn upp á geisladisk hér á landi í þessari heimsókn. Byrjað verður að æfa Eddukvæði II 1998. Barbara Thornton og Benjamín Bagby. Heimferðin Hrólfur í Listaklúbbi PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC 603e RISC Tiftíöni: 120 megariö Vinnsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb] Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraöa) Skjár: Apple Multiple Scan 14" litaskjár Diskadrif: 3.5" - les Mac- og PC-diska Hnappaborö: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt LocalTalk (sæti fyrir Etbernet-spjald) Hljób: 16 bita hljóö inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er allt á islensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0- stafsetningarleiðrétting og samheitaorðabók og Málfræðigreining - kennsluforrit í íslenskri málfræði. Öll þessi forrit eru á islensku. Leikir o.fl.: Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview Color StyleWriter 1500: Prentaðferð: „Thermar-bleksprauta 720x360 pát með mjúkum útlínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun Háhraða raðtengi (885 Kbps) Beintenging við tölvunet með StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaöur) Allt að 3 síður á mínútu í svart/hvrtu Stuðningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt að 100 síður eða 15 umslög Prentefni: Flestallur pappír, glærur, „back-print film“, umslög og límmiðar Prentgæöi: Hraði: Leturgerðir: Það er ekkert sældarlíf að húa í fátækustu löndunum af þeim sem losnuðu undan kommúnismanum og sjálfsagt er Albanía fátækast af þeim öllum. Þar ríkti algjör ein- angmn í áratugi og þegar landið opnaðist til vésturs tók ekki betra við, ringulreiðin varð algjör. Við vitum lítið um hverjir stjóma þar nú og hver er raunverulegur hagur fólksins, en ef kvikmynd Giannis Amelio, Ameríka (Lamerica), er sannleikanum samkvæmt þá er þar nánast upplausn og fólkið hefur litla hugmynd um hvað er að gerast í landinu eða annars staðar í heim- inum. Aðgangur að ítalska sjón- varpinu hefur gert það_ að verkum að margir 'WTjQ-dVNJ líta á Ítalíu sem para--'-- dís og fólk streymir að landamæranum. Alls staðar í heimin- um eru óprúttnir bis- TKmNPAHATIf? Hilmar Karlsson nessmenn á ferð og í Ameríku rek- ur tvo slíka frá fyrirheitna landinu Ítalíu á íjörur Albana. Þeir ætla að setja á stofh pappírsfyrirtæki, múta albönskum embættismönnum, fá styrki hjá ítalska ríkinu og hverfa svo á braut. Til að ætlun þeirra tak- ist þurfa þeir á algjörum einstæö- ingi að halda í forstjórastólinn og hann hitta þeir fyrir í fyrrum fang- elsi, öldung að nafni Spiro. En Spiro kallinn er ekki alveg eins og fólk er flest eftir fímmtíu ára fangelsisvist, og er þar að auki í raun og vera ítalskur, ekki alhansk- ur eins og þeir félagar halda. Spiro heldur að hann hafi dvalið aðeins þijú til fjögur ár i fangelsi, og um leið og tækifæri býðst hverfur hann á braut í leit að ítalskri fjölskyldu sinni á Sikiley. Gino, annar ítal- anna, hefur leit að Spiro og firmur hann, en í sömu mund er stolið öll- Italinn Gino (Enrico Lo Verso) kynn- ist óviljandi þeirri ringulreið sem rík- ir í Albaníu. um dekkjum undan jeppanum og þá er hann staddur í sömu sporum og Albanamir, sem hann hefur sýnt hroka hingað til, vega- laus í strjálhýlu landi i leit að áfangastað. Það gætir ekki mikill- ar bjartsýni í mynd- inni, frelsið hefur verið -------------dýru verði keypt í Al- baníu, fátæktin enn meiri en áður og sömu menn stjórna undir öðrum nöfhum. Þessi nöturleiki í mannlíf- inu ásamt góðri sögu og vel út- færðri um tvær ólíkar manneskjur gerir Ameríku að sterkri og áhrifa- mikilli kvikmynd sem ekki gleym- ist auðveldlega. Almenningur, sem á alla samúð Giannis Amelios, er aðeins peð í tafli sfjómmála og spill- ingar og vonleysið er sterkast í góðu lokaatriði um borð í troðfullu skipi á leið til fyrirheitna landsins. Þar bregður Amelio upp sannfærandi myndum af flóttafólkinu og svipur- inn segir allt sem þarf að segja. Ameríka Leikstjóri: Gianni Amelio. Handrit: Gianni Amelio, Andrea Porporati og Alessandro Sermoneta. Kvik- myndataka: Luca Bigazzi. Aðalleik- arar: Enrico Lo Verso, Michele Placido, Piro Milkani. Sá einstæði viðburður verður í Þjóðleikhúskjallaranum á mánudagskvöldið, 4. nóvember, að leikritið Hrólfur eftir Sigurð Pétursson, fyrsta íslenska leik- ritið sem sannanlega var svið- sett opinberlega, verður flutt fyrir almenning. Það eru bestu vinir þjóöarinnar, Spaugstofu- menn, sem leiklesa verkið, þeir Sigurður Sigurjónsson, Örn Ámason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson og Randver Þbr- láksson. Eins og við frumflutn- ing leikritsins í Hólavallaskóla fyrir 200 árum þá leika karl- menn öll hlutverkin, bæði karl- og kven-! Sigurður Pétursson samdi einnig leikritið Narfa, auk ljóða. Sjálfur var hann aðalpersóna í leikriti Kjartans Ragnarssonar sem hann nefndi Gleðispilið eða Faðir vorrar dramatísku list- ar og var frum- sýnt í Þjóðleik- húsinu 1 septem- ber 1991. Þá lék Sigurður Sigur- jónsson hinn ólánsama sýslumann og skáld. Húsið verður opnað kl. 20.30 á mánudagskvöldið en flutningur- inn hefst kl. 21. Miðaverð er 600 kr. fyrir óbreytta, 500 fyrir skólafólk og 400 kr. fyrir meö- limi Listaklúbbsins sem stendur fyrir uppákomunni. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttír FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Í/nenning Ný innsýn í eddukvæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.