Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 íþróttir unglinga Islandsmótið í handbolta í 5. flokki stráka á Akureyri: HK-strakar meistarar - KA vann í keppni B-liða og Hauka-strákarnir A-liða bestir í C-liði Þessir strákar í 5. flokki HK voru bestir á Akureyri í keppni A-liöa. Liöiö er skipaö eftirtöldum strákum, aftari röö frá vinstri: Ólafur Magnússon liösstjóri, Haraldur Pétursson, Björn H. Biörnsson, Ævar F. Eövaldsson, Karl Gunnlaugsson og Andrés Gunnlaugsson þjálfari. - Fremri röö fró vinstri: Óli Hilmar Ólason, Ottó E. Kjartansson, Ólafur Víöir Ólafsson og Matthfas Óskarsson. DV-myndir gk „Ég hélt að KA myndi vinna“ - sagði Ólafur Víðir Ólafsson, fyrirliði A-liðs HK DV Akureyri: Það gekk mikið á norður á Ak- ureyri um síöustu helgi þegar um 400 strákar, 12 og 13 ára, söfnuðust þar saman til keppni í KEA-mótinu í 5. flokki í handknattleik. Auk þess að vera sjálfstætt mót með sérstök verðlaun er KEA-mótið fyrsti hluti íslandsmótsins hjá strákunum og það var því víða hart barist. Alls sendu 18 félög lið til mótsins en keppt var í A, B og C-liðum, þannig að sum félögin voru með þrjú lið í bænum þessa helgi. Sem dæmi um umfang slíks móts má nefna að mótið var leikið í þremur húsum í bænum og leikirnir voru alls 128 talsins. Naumur sigur HK í A-liöi HK og Þór, Ak., léku til úrslita í "" keppni a-liðanna og var það hörku- leikur, jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik og staðan aö honum lokn- um 5-5. Þórsarar skoruðu svo 2 fyrstu mörkin í síðari háifleik en HK jafnaði, 8-8, og komst síðan yfir, 9-8 þegar 35 sekúndur voru eftir og HK bætti síðan við marki á Paö voru óblíöar móttökur sem Fram-strákarnir fengu f KA- vörnlnni f 3. flokki 1. delldar. DV-mynd Hson Handbolti 3. fl. karla, 1. d.: Fram sigraði í fyrstu umferð 1. deildar í handbolta í 3. flokki karla, sem fram fór í Fram-heimilinu sigr- aði Fram KA með eins marks mun, 15-16. Fram varð einnig efst stiga. Leikurinn var geysi- lega haröur og ekkert gefiö eftir. Spuming er hvort leikir 3. og 4. flokks karla séu ekki orðnir of harðir. Hvað fmnst þjáifurum? lokasekúndunni þannig að úrslit urðu 10-8 fyrir HK úr Kópavogi. Úrslit leikja um sæti - A-lið: I. -2. HK-Þór, Akureyri.........10-8 3.-4. KA-Haukar................17-13 5.-6. FH-Valur.................12-15 7.-8. Fram-Fjölnir.............14-11 9.-10. Afturelding-Víkingur.....9-10 II. -12. ÍR-Grótta.............15-12 13.-14. Fylkir-KR...............11-6 15.-16. Selfoss-Hvöt...........24-13 Yfirburöir KA í B-liöi Úrslitaleikurinn í keppni B-lið- anna var á milli KA og Vikings, R., og höfðu KA-strákamir þar umtals- Umsjón Halldór Halldórsson veröa yfirburði. Þeir komust í 5-2, leiddu í háifleik, 8-5, og staðan komst í 12-5 og 14-9 og lokatölur urðu síðan 18-11 fyrir KA-strákana. Úrslit leikja um sæti - B-lið: I. -2. KA-Víkingur, R...........18-11 3.-4. Fjölnir-HK................10-11 5.-6. KR-FH.....................14-12 7.-8. ÍR-Haukar.................10-11 9.-10. Grótta-Fram...............6-10 II. -12 Þór, Ak.-Fylkir...........5-0 13.-14. Selfoss-Völsungur.........5-0 15. sæti Stjaman. Spennandi úrslitaleikur Langmesta spennan var í úr- slitaleik KAog Hauka í keppni C- liða. Eftir að staðan var jöfn komust KA-strákar yfir, 5-3, og leiddu í hálfleik, 9-5. Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik lá aðallega í mark- vörslunni sem var afar góð hjá KA. En Haukamir gáfúst ekki upp og léku grimmdarvöm og svo fór að þeir jöfhuðu metin, 14-14, og kom- ust yfir, 15-14, en KA náði að knýja fram framlengingu með jöfnunar- marki, 15-15. í framlengingunni sýndi sig strax hvað myndi gerast. Haukastrákam- ir spiluði þá miklu betur en KA- strákamir sem virkuðu óstyrkir og gerðu mörg mistök. Lokatölur urðu því 21-19 fyrir Hauka. Úrslit leikja um sæti - C-liða: 1.-2. Haukar-KA ..............21-19 3.-4. HK-KA(2)................11-15 5.-6. Þór, Ak.-FH.............20-15 7.-8. Selfoss-KR...............7-12 9. sæti Selfoss. -gk DV, Akureyri: „Ég er mjög ánægður með sig- urinn en við áttum ekki von á þessu. Ég hélt að KA myndi vinna eins og í fyrra,“ sagði Ólafúr Víðir Ólafsson, fyrirliði HK, þegar sigurinn í úrslitaleiknum gegn Þór, A., í keppni A-liða var í höfn þar sem HKsigraði, 10-8, í æsi- spennandi leik. „Við spiluðum til úrslita gegn KAí fyrra og töpuðum þá fyrir þeim með tveim mörkum en núna tókst okkur að vinna þá með tveim mörkum í riölakeppninni. Það sem gerir okkur góða er liðsheildin. Það em allir í liðinu góðir en ekki bara einn eða tveir leikmenn," sagði Ólafur. Hann sagði einnig að allir strákamir í liðinu væm 13 ára og því á siðasta ári sínu í 5. flokki. Hann var alveg með það á hreinu hvað KA-menn ætluðu sér að gera í vetur: „Við ætlum okkur að verða íslandsmeistarar. KA hefur unnið þetta undanfarin ár en við erum ákveðnir í aö sanna það í vetur að við erum bestir," sagði Ólafúr, fyr- irliði HK, að lokum. -gk Ólafur Víöir Ólafsson, fyrirliöl A- llös 5. flokks HK. KA-strókarnlr uröu sigurvegarar f keppnl B-liöa. Aftari röö frá vinstrl: Jón Óskar isleifsson liösstjóri, Arnar Þ. Sæþórsson, Slgfús Fossdal, Eglll Thoroddsen, Birklr Baldvinsson, Bjaml Þórlsson og Þórir Sigmundsson þjólfari. - Fremri röö frá vinstrl: Halldór B. Halldórsson, Jóhann Helgason, Jón Ingi Sveinbjörnsson, Ólafur Már Þorvaldsson, Eglll Daöl Angantýsson, Stelndór Ragnarsson og Aml Már Haröarson. HP < ^ |1 y aj Liö Hauka frá Hafnarfiröi sem sigraöi I keppni C-liöa.Liöiö er skipaö eftirtöldum leikmönnum, aftari röö frá vinstri: Elfas Jónasson þjátfart, Davfö Baldvinsson, Emil Hallfreösson, Aron M. Albertsson, Helgi M. Magnússon og Hallfreö Emllsson liösstjóri. Fremri röö frá vinstri: Kristján Þ. Karlsson, Sveinn I.. Haraldsson, Siguröur V. Friöriksson, Ásgeir Ö. Hallgrfmsson og Páll Danfetsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.