Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Leikfélagið og bæjar- fulltrúinn „Ég veit ekki annað en það hafi farið gott orð af LK en við höfum aldrei fengið neitt annað en skít og skömm frá bæjaryfir- völdum." Bjarni Guðmarsson, varaform. Leikfélags Kópavogs, í Atþýðu- blaðinu. Ummæli Djöfulgangur og illindi „Við höfum eytt verulegum peningum í aðstöðuna en það eina sem hún hefur skilað okkur er hasar, djöfulgangur og illindi frá Leikfélaginu." Guðmundur Oddsson, bæj- arfulltrúi í Kópavogi, í Alþýöu- blaðinu. Sjálfstæðar konur „Orðið „sjálfstæðar konur“ mun lifa í sögunni sem minnis- varði þess hve stórkostleg undir- gefni hins kúgaða getur orðið.“ Ármann Jakobsson, i kjallar- agrein í DV. Mika Kaurismaki í heimsókn Aðalviðburðurinn á Kvik- myndahátíð í kvöld er fyrsta sýning á kvikmynd Mika Kauris- maki, Neyðarástandi (Condition Red), og verður Mika viðstaddur sýninguna. Mynd hans er finnsk- amerísk framleiðsla og fjallar um fangelsisvörðinn Dan sem heillast af kvenfanga og á í ástar- sanbvandi við hana innan veggja fangelsisins. Þegar hún tilkynnir honum að hún sé ófrísk er ekki um annað að ræða en að aðstoða hana við flótta úr fangelsinu en þegar út er komið uppgötvar fangavörðurinn að fyrrverandi kærasti hennar bíður færis á að drepa hann. Miðsvetrargrámi Eftir að hafa leikstýrt Frankenstein tók Kenneth Brannagh sér hvíld frá stór- myndunum og gerði Miðsvetrar- gráma (In the Bleak Midwinter), svart/hvíta gamanmynd sem margir vilja segja að sé skemmti- legasta kvikmynd Brannaghs til þessa. Myndin sem verður sýnd i kvöld íjallar um ungan atvinnu- lausan leikara sem. tekur að sér að setja Hamlet upp í kirkju einni. Hann ræður sex leikara í 24 hlutverk, þar á meðal fylli- byttu og fyrrum barnastjömu. Þráður Antoníu Þráður Anton'u (Antonia’s Line), sem sýnd verður í Regn- boganum í kvöld, fékk ósk- arsverðlaunin í vor sem besta er- lenda kvikmyndin. Þetta er hol- lensk kvikmynd sem fjallar um Antoniu sem á einn dag eftir ólif- aðan. Hún rifjar upp líf sitt frá þeim degi þegar hún flutti á bóndabýlið ásamt 16 ára gamalli dóttur sinni. Talsvert frost víðast hvar Við Færeyjar er lægðardrag sem þokast austur og grynnist. Austan við Jan Mayen er 988 mb lægð sem þokast suður. Yfir Norður- Græn- landi er 1032 mb hæð. Veðrið 1 dag í dag verður norðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi. É1 norðan- og norðaustanlands en léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi. Þó gæti snjóað allra syðst á landinu í dag. Frost 4 til 14 stig, mest í innsveitum. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustanátt, kaldi eða stinning- skaldi og léttskýjað. Frost 5 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.10 Sólarupprás á morgun: 9.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.24 Árdegisflóð á morgun: 10.47 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -9 Akurnes léttskýjaö -6 Bergstaöir snjókoma -10 Bolungarvík snjóél -4 Egilsstaðir hálfskýjað -7 Keflavíkurflugv. skýjað -4 Kirkjubkl. skýjað -5 Raufarhöfn snjóél -4 Reykjavík heiöskírt -5 Stórhöfði snjókoma -3 Helsinki skýjaö -3 Kaupmannah. rigning og súld 8 Ósló súld á síð. kls. 5 Stokkhólmur rigning 8 Þórshöfn rigning 2 Amsterdam súld á síó. kls. 12 Barcelona léttskýjaó 9 Chicago skýjað -2 Frankfurt rigning 10 Glasgow skýjaö 9 Hamborg súld 9 London léttskýjaö 8 Los Angeles heióskírt 13 Madrid heiðskírt 0 Malaga þokumóða 14 Mallorca þoka í grennd 6 París rign. á síð. kls. 13 Róm þokumóða 9 Valencia heiðskírt 9 New York heiðskírt 11 Nuuk léttskýjaö -5 Vín skýjaö 3 Washington alskýjaö 13 Guðbjörg Lind Jónsdóttir, formaður FÍM: Stefnum á að eignast orlofsíbúð erlendis „Ég er búin aö vera starfandi myndlistarmaður í ellefu ár og komið meira og minna nálægt fé- lagsmálum í níu ár, hef verið í fulltrúaráði og meðstjórnandi en tók nú við formennsku í FÍM af Guðrúnu Kristjánsdóttur," segir Guðbjörg Lind Jónsdóttir, nýkjör- inn formaður Félags islenskra myndlistarmanna. Guðbjörg sagði að það væri í kringum eitt hundrað manns í fé- laginu: „Þetta er elsta myndlistar- félagið og búið að ganga í gegnum talsverðar breytingar. í byrjun var FÍM hagsmunafélag allra mynd- listarmanna eða þar til Samband Maður dagsins íslenskra myndlistarmanna er stofnað sem nú er hagsmunasam- tök allra myndlistarmanna og út frá því voru fagfélögin stofnuð og erum við í dag eiginlega orðið eins og eitt fagfélagið innan þessara samtaka." Helsta máliö fram undan hjá FÍM sagði Guöbjörg vera það að veriö væri að reyna að eignast íbúð erlendis: „Þessi íbúð á að vera nokkurs konar orlofsíbúð Guöbjörg Lind Jónsdóttir. myndlistarmanna og við vonum að þetta verði að veruleika á næsta ári.“ En stendur FÍM ekki fyrir sýn- ingum? „Við fáum sýningartilboð inn á borð til okkar. Innan félags- ins er starfandi sýningarnefnd sem velur úr myndlistarmenn til þátttöku. Við vomm með sýning- arsal í Garðastræti en reksturinn var þungur og síðasta stjóm gekk í það að selja húsnæðið og það má segja að sú sala fari upp i íbúðina erlendis. Við erum þó ekki hætt að sjá um sýningar. Þegar Listahátíð er stendur FÍM fyrir sýningu í samvinnu við Norræna húsið og þá stöndum við fyrir sýningum fé- laga okkar í Leifsstöð í samvinnu viö blaðið Atlantic. Þeir kynna listamanninn í blaðinu og síðan geta farþegar séð verkin þegar þeir stíga út úr Qugvélinni og hef- ur þetta mælst vel fyrir.“ Guð- björg Lind Jónsdóttir er sjálf í málverkinu og þessa dagana sýnir hún verk sín á Sóloni íslandusi en tekur ekki formannsstarfið mik- inn tima frá myndlistinni: „Það tekur óneitanlega nokkum tíma aö stjóma félaginu en þetta era oft tímabilsbundin verkefni og það má segja að starfið sé krefjandi en meö hléum þó.“ Þegar kom að öðr- um áhugamálum hjá Guðbjörgu þá sagði hún þau tengjast listinni: Ég er mikið fyrir náttúraskoðun og útiveru." Eiginmaður Guð- bjargar er Hjörtur Björgvin Mar- teinsson og eiga þau þrjá stráka. -HK Myndgátan Fótmál Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði slenska landsliðiö í handbolta stendur í stórræöum í kvöld. ísland gegn Eistlandi Islenska landsliðið í handbolta tekur um þessar mundir þátt í undankeppni heimsmeistara- keppninnar og hefur þegar leikið tvo leiki. Nú er komið að næstu töm og eru það Eistlendingar sem verða mótheijar okkar í næstu tveimur leikjum. Fyrri leikurinn er í kvöld kl. 20.30 og er hann í Laugardalshöll og síö- ari leikurinn verður einnig í Laugardalshöll á sunnudaginn. íslendingar tefla fram sínu besta liði og helst verða sigrar að nást í báðum leikjunum ef áframhald- andi þátttaka í HM á að verða að veruleika. íþróttir Einn leikur er í úrvalsdeild- inni í körfubolta í kyöld og verð- ur hann leikinn á ísafirði. Era það KFÍ og Grindavík sem mæt- ast. Það þykja aftur á móti stærstu fréttirnar úr körfubolta- heiminum að i kvöld hefjast leik- ir í NBA-deildinni vestanhafs og þá taka nú margir köfuboltaað- dáendur við sér en hér á landi er mikill áhugi á þessari sterkustu deild í heimi. Bridge Indónesinn Eddy Manoppo var sérlega heppinn í þessu spili í leikn- um við íslendinga í fjórðungsúrslit- um á ólympíumótinu í bridge. Jón Baldursson og Sævar Þorbjömsson notuðu fjöldjöfulsopnun og hindr- uðu kröftuglega en Lasut tók mikla áhættu sem heppnaðist fullkomlega. Sagnir gengu þannig í opnum sal, austur gjafari og NS á hættu: * G62 ÁK92 ♦ ÁG3 # KD3 * K943 * D5 * K10874 * 42 * D7 M G7 ♦ D65 * 1098765 Austur Suður Vestur Norður Jón B. Manoppo Sævar Lasut 2 * pass 3 * 3 Grönd P/H Það var í meira lagi glæfralegt að segja þrjú grönd á spil norðurs. Þar eru að vísu 18 punktar til staðar en spaðastöðvara vantar og spilin ekki mjög slagarík. Félagi Lasuts átti ekki mikil spil á móti en þó sexlit í laufi. Fjöldjöfúlsopnun Jóns og Sæv- ars gat meðal annars innihaldið veik spil með a.m.k. 9 spil í hálitum og Lasut var því heppinn að spað- inn var 4-4 hjá mótherjunum. Hann var enn fremur heppinn að félagi skyldi eiga drottninguna í litnum. Enn heppnari var hann að laufið skiptist 2-2 og að gosinn féll hlýðinn í drottninguna. Það er erfitt að ráða við svona sagnir. ísak Öm Sigurðsson, Rhodos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.