Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 7 DV Sandkorn Dætur í land- mælingum A í félagsheimilinu í Kópavogi í dag fer fram mikil ráðstefna um at- vinnumál og fiárfestingar þar sem meðal fyrirles- ara verður sjálfur forsæt- isráðherrann, Davíð Odds- son. Einnig mun Peter nokkur Morg- an halda ræðu en hann ku vera þekktur markaðsráð- ~ gjafi. 1 tilkynn- ingu um ráðstefnuna er að finna mjög ítarlega og jafnframt fróðlega kynningu á þessum Morgan. Hann er sagður hafa nafiibótina „FRCIS ACIArb" (hvað sem það nú er), hann hefur borið vitni í fjölmörg- um opinberum rannsóknum, hann er sagður leika krikket og golf og á þrjár dætur „sem allar eru að læra að vera landmælingámenn," eins og segir í kynningu. Allt skiptir þetta nú máli um hvort vert sé að fara í Kópavoginn í dag og heyra í þessum Morgan! í kjallaranum Lási kokkur, Guðmundur Angan- týsson, var þekktur fyrir hnyttin tilsvör og margar skemmtilegar sög- ur hafa verið sagðar um hann. í blaði slökkviliðs- manna mátti nýlega lesa ágæta sögu um Lása kokk úr fórum Tryggva Ólafssonar, skrifstofustjóra slökkviliðsins í Reykjavík. Þetta var um jólin 1957 þegar Lási kom af sjónum að kvöldi jóladags. Kvöldið áður hafði bárujámsklætt timburhús að Þingholtsstræti 27 brunnið til kaldra kola en Lási leigði þar herbergi í kjallaranum. Þegar Lási kom heim og sá gnrnn- inn fullan af beygluðum og sótugum bárujámsplötum á hann að hafa sagt: „Guð minn góður. Allt húsið komið niöur i kjallara til mín.“ Gott ball Sagan segir af hjónum sem ætl- uðu að fara á grímuball. Skömmu áður fékk konan höfúðverk og ákvað að leggja sig, sagði karh bara að fara á balliö. Síðan batnaði höfuð- verkurinn og konan skellti sér i búninginn og á ballið. Þeg- ar þangað kom sá hún hvar bóndi sinn var hrókur alls fagnaðar og daðraði við hverja konuna á fætur annarri. Hún fór á dansgólfið og lét vel við karl sinn sem tók tilþrifúm konunnar vel. Þetta endaði með að þau hurfu afsíðis og tóku léttan ástarleik í bak- garði. Að því loknu fór konan heim áður en grimumar vom teknar nið- ur en karlinn hélt áfram að skemmta sér. Síðan lauk fagnað- inum og þegar bóndi kom heim spuröi konan, forvitin, hvemig hann hefði skemmt sér á ballinu. „Æi, þegar til kom nennti ég ekki á ball- ið, fór að spila bridds með vinnufé- lögunum og lánaði vini minum bún- inginn. Hann sagði mér að hann hefði skemmt sér rosalega vel.“ Ekki séns! íslendingar keppa viö íra í knattspymu i Dyflinni á sunnudag- inn. írar era engir aukvisar 1 tuðrusparkinu þótt alþjóðleg- ur frami lands- liðsins hafi sjaldnast þótt mikill. Logi Ólafsson og strákarnir í landsliðinu eiga erfitt verkefni fyrir höndum, ekki síst eftir að einn sterkasti leikmað- ur íra verður líklega ekki með vegna meiösla. Heyiðu! Hvemig má þetta vera? Er ekki sigurvon ef sterkasta manninn vantar? Nei, maðurinn heitir nefnilega Phil Babb og því verður ekkert babb í báti íra! Umsjón: Björn Jóhann Björnsson Fréttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: Ólíklegt að ég leiði jafnað- armannalista á landsvísu - en stundum tekur atburöarásin af manni völdin „Ég mæti til þessara pall- borðsumræðna, um samstarf jafnað- armanna, fyrst og fremst til þess að tala út frá og miðla af minni reynslu af því að vera í forsvari fyrir kosn- ingabandalagi hér í Reykjavík. Ég tel mig geta bent fólki á hvað þarf að hafa í huga varðandi samstarf, sameiningu eða kosningabandalag jafnaðarmanna á landsvísu. Ég tel mig hafa öðlast þá reynslu af starfi R-listans i borgarstjórn að ég hafi þó nokkru að miðla,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í samtali við DV, aðspurð hvaða boð- skap hún ætlaði að flytja við pall- borsðumræður á flokksþingi Al- þýðuflokksins i dag. Það hefur vakið athygli að Ingi- björg fór til útlanda helgina sem landsfundur Kvennalistans var haldinn. Hún hefur aftur á móti samþykkt að taka þátt í pall- borðsumræðum á flokksþingi Al- þýðuflokksins í dag. Ingibjörg var spurð hvort hún væri tilbúin að leiða kosninga- bandalag eða sameinaðan flokk jafn- aðarmanna við næstu þingkosning- ar. „Ég hef ákveðið að klára dæmið hér í Reykjavík með því að leiða R- listann aftur til sigurs við næstu borgarstj órnarkosningar, “ - En þingkosningar eru ekki fyrr en ári síöar? „Ef ég á að svara þessu hér á líð- andi stundu tel ég það ólíklegt. En maður verður að hafa það í huga að stundum tekur atburðarásin af manni völdin. Það upplifði ég fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Ég var þá alls ekki á leið inn í sveit- arstjómarmálin. Ég var alþingis- kona. Atburðarásin tók hins vegar af mér völdin. En á þessari stundu er ég ekki þannig stemmd að ég geti svarað spumingu þinni játandi. Og ég er ekki að koma til þessara palls- borðsumræðna sem eitthvert slíkt væntanlegt sameiningartákn," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. En telur hún samstarf eða sameining jafnaðarmanna á lands- vísu sé á næsta leyti. „Ég hef það á tilfinningunni að það sé meira að gerast í þessum málum um allt land heldur en oftast áður. Ég tel mig finna að það sé meiri alvara á bak við það en áður. Mér þykir mjög líklegt að þetta hljóti að gerast með einhverjum hætti eins og það gerðist með R-list- ann hér í Reykjavík. Ég heíd að þetta gerist með þeim hætti að fólk- ið, sem er að vinna í grasrótinni, taki sig saman og framkvæmi sam- starfið eða sameininguna úti um landið," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -S.dór Flokksþing Alþýöuflokksins hefst í dag: Formannsslagur- inn yfirskyggir allt annað - athyglisverðar pallborðsumræður í hádeginu á morgun Flokksþing Alþýðuflokksins, hið 48. í röðinni, verður sett í Perlunni í dag klukkan 10.00. Því lýkur klukkan 13.00 á sunnudag. Fyrir utan hin hefðbundnu flokksþingstörf mun Valgerður Bjama dóttir flytja ávarp í hádeg- inu í dag. Einnig verða pall- borðsumræður milli klukkan 12.00 og 14.00 á morgun. Þar munu meðal annarra taka þátt þær Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður. Einar Karl Haraldsson stjómar umræðunum. Það mál sem menn bíða eftir með hvað mestri eftirvæntingu er að sjálfsögðu kosning formanns og varaformanns. Hún fer fram á morgun, laugardag, og hefst klukk- an 15.30. Segja má að formannskosn- ingin sé það mál sem muni yfir- skyggja allt annað á flokksþinginu og seija mark sitt á allt starf á þing- inu. Kosning formanns er óhlutbund- in, þannig að i raun em allir þing- fuíltrúar í framboði. Samt er litið svo á að um einvígi verði að ræða um formannssætið milli Guðmund- ar Áma Stefánssonar og Sighvats Björgvinssonar. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að fleiri gefi opinberlega kost á sér þegar til Skipting kjörinna þingfulltrúa Alþýðuflokksins - eftir kjördæmum - VESTFIRÐIR NORÐURL. : 18 NORÐURL. EYSTRA ^ VESTRA 13 VESTURLAND 10 REYjUAVÍK 91 REYKJANES 127____________; (Kðpavogur: 14, Hafnafl.: 60. Suöurnes, Seltjarnarnes og Mosfellsbær: 53) SUÐU^ANDy'"' AUSTURLAND y 14 DVí þings kemur. Ef enginn nær 50 prósentum at- kvæða eða meira í fyrstu umferð kosninganna verður kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði hljóta. Þingfulltrúar em um 350. Fyrir utan þá sem kjörnir em af hinum ýmsu flokksfélögum um allt land eiga alþingismenn flokksins sem og allir sveitarstjómarmenn hans rétt á setu á flokksþinginu. -S.dór Hlutabréfin í ÚA: Akureyringar keyptu litið Reykjavíkurborg http://www.rvk.is/ á Internetinu DV, Akureyri: Akureyringar sem höfðu for- kaupsrétt á hlutabréfum í Útgerðar- félagi Akureyringa til síðustu mán- aðamóta virtust ekki sérlega áfjáðir í að eignast hlut í fyrirtækinu ef marka má kaup þeirra. Öllum Akureyringum, 18 ára og eldri, stóð til boða aö kaupa hluta- bréf fyrir 130 þúsund krónur að nafnverði á genginu 4,98 en alls vom hlutabréf að nafhverði um 130 milljónir króna að nafiiverði í boði. Að sögn Sveins Pálssonar hjá Kaupþingi Norðurlands, sem annað- ist sölu bréfanna, seldust hlutabréf í fyrirtækinu fyrir um 45 milljónir króna og er nafnverð þeirra bréfa um 8,6 milljónir króna. Sveinn seg- ir óráðið hver verði næsti áfangi í sölu hlutabréfanna sem Akureyrar- bær er að losa sig við en ekki er ólíklegt að öðrum hluthöfum gefist nú kostur á að neyta forkaupsréttar. -gk Smygl fannst hjá þjófunum DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akureyri og lögreglan í Ólafsfirði höfðu í sameiningu uppi á tveimur þjófum sem létu greipar sópa í Bókabúðinni Eddu á Akureyri í fyrrinótt. Þjófamir stálu ýmsum vömm i búðinni og er verðmæti þeirra um hálf milljón króna. Þýfið fannst allt heima hjá öðram mannanna í Ólafs- firði og við húsleit þar fannst einnig nokkurt magn af bjór og sterku áfengi. Þar reyndist vera um smygl- vaming að ræða en annar mann- anna hafði verið í siglingiun erlend- is. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.