Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Side 11
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
Kveðjur á kortum
Unnur Sólrún Bragadóttir hefur
gefið út sérkennOega ljóðabók sem
hún kallar Blómakörfuna.
í henni eru 39 tækifæris-
ljóð á jafnmörgum blöð-
i um sem hægt er að kippa
' út úr bókinni og nota sem
gjafakort. Listakonan
Kristín Arngrímsdóttir,
sem oft hefur glatt lesend-
ur tímaritsins Bjarts og
frú Emilíu með undurfal-
legum englamyndum,
skreytir einnig þessi bók-
arkort. Á þeim eru afmæl-
is- og aðrar hamingjuósk-
ir, óskir um góðan bata,
ástar-, jóla- og vinarkveðjur og ýmiss
konar hvunndagsspeki.
Bókaútgáfan Blómakarfan gefur út
og pöntunarsími er 5513034.
Bjartur um Bukowski
Talandi um tímaritið Bjart og frú
Emilíu þá er annað tölublað þess 1996
komið út, tileinkað bandaríska skáld-
inu Charles Bukowski sem þótti frum-
legur og djarfur í skáldskap sínum og
varð goðsögn í lifanda lífi. Jón
Kalman Stefánsson kynnir skáldið og
birtir ljóð þess.
Vetrarsýning handrita
Nýmæli hjá Stofnun
Árna Magnússonar í
Árnagarði við Suður-
götu í Reykjavík er að
hafa opna sýningu á
fomum handritum
að vetrarlagi. Á*>;
þessari fyrstu vetr-
arsýningu eru 9
handrit, meðal
jannarra Konungs-
bók Grágásar frá miðri 13.
öld, og AM 556 a 4to með Grettlu og
Qeiri sögum. Sýningin verður opin á
þriðjudögum, miðvikudögum og
fimmtufógum milli kl. 15 og 16 fram til
12. desember og frá 7. janúar til 15.
maí. Auk þess er hægt að panta fyrir
hópa á öðrum tímum þessa sömu daga.
Sveinsson og Schu-
mann í kjallaranum
Á mánudaginn ætlar Atli Heimir
Sveinsson tónskáld að spjalla um
kollega sinn þýskan, Robert
Schumann, í Listaklúbbi Leikhú-
skjallarans og leika úr verkum hans á
píanó. Tónlistarmenn úr Caput- hópn-
um munu leika verk eftir Atla Heimi
og auk þess les Edda Amljótsdóttir úr
Ijóðabálkinum Útlegð eftir Saint John
Perse í þýðingu Sigfúsar Daðasonar.
Dagskráin hefst kl. 21 en húsið verð-
ur opnað kl. 20.30.
Játningar Pushkins
Erótikin, ástin og hjóna-
bandið eru viðfangsefni
^rússneska skáldsins Pushk-
ins í bókinni Játningar
Pushkins. Þar kynnast
jesendur nýrri hlið á
honum „og þeirri ást-
aráráttu eða öllu heldur
, kynlífsfíkn, sem að
lokum dró hann til
dauða", eins og segir
i kynningu. Bókin er
enn á bannlista í
heimalandi höfundar en var
smyglað þaðan 1976 og hefur verið gefin
út víðs vegar á Vesturlöndum. Þýðandi
Játninganna er Súsanna Svavarsdóttir
og bókaútgáfan Reykholt gefur út.
Hvað er bókmennta-
fræði?
Loks minnum við á fyrirlestur
Terrys Eagletons, prófessors við há-
skólann í Oxford, i sal 3 í Háskólabíói
á morgun, laugardag, kl. 14; en viðtal
birtist við hann hér í blaðinu í gær.
Fyrirlesturinn nefnir hann Hvað er
bókmenntafræði? eða What is Literary
Theory? og flytur hann á ensku.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
menningu
Skynhrif birtu og lita
I nýjustu ljóðabók Gyrðis Eliassonar, Indíána-
sumri, eru kyrrar myndir úr þorpi og sveit áber-
andi, dregnar upp á stílfærðan hátt svo minnir á
impressjónísk málverk. Gyrði hefur verið tamt
að yrkja um furðuheima og lýsa sálarangist en
víða í þessari bók beinir hann athygli sinni að
birtu og litbrigðum i veruleikanum og hið ævin-
týralega liggur i skynhrifunum.
Eitt af því sem einkennir ljóðlist Gyrðis í
heildina tekið er hvernig Ijóðmælandinn setur
sjálfan sig á svið og verður gerandi í Ijóðinu.
Ólíkt stórum hluta þess skáldskapar, sem er ort-
ur í fyrstu persónu eintölu, (t.d. verkum Steins
Steinarrs), þar sem ljóðmælandinn lýsir einkum
tilfinningum siniun og hugsunum um lífið og til-
veruna, skýrir ljóðmælandinn í verkum Gyrðis
öðru fremur frá athöfnum sínum og upplifunum
á umhverfinu. í þessari bók er þó ljóðmælandinn
víða fremur áhorfandi en gerandi eins og í ljóð-
inu Birta:
Haustsól lýsir þvott á snúru,
svo sterk að jafnvel dökk föt
verða ljós í geislum hennar
Út úr gula húsinu kemur kona
með tágakörfu í fanginu og
fer að hengja upp meiri þvott
- dökkan kjól sem lýsist
samstundis, hvítt sængurver
sem skín
Einsog þetta hvíta blað
hérna á borðinu
í sólinni
Gyrðir Elíasson - óvenjuleg sýn og afar falleg
málbeiting.
Uggurinn, sem allt frá fyrstu tíð hefur ver-
ið eitt af helstu yrkisefnum Gyrðis, er líka í
þessari bók. Þó virðist hér ríkja meiri sátt við
tilveruna en í fyrri Ijóðabókum skáldsins,
einhvers konar innra jafnvægi er byggir á
djúpu en sáru tilfinningasambandi við nátt-
úruna.
í síðustu bók höfundar, Mold í skuggadal,
var ort á hrífandi hátt um söknuð. í þessu
verki er ljóðmælandinn oftast einn með
Bókmenntir
Kristján Þórður Hrafnsson
skynjunum sínum á umhverfinu en öðru
hverju er vísað með orðinu „við“ til einhvers
sem er í fylgd með honum. Mannleg nálægð
gerir dauða hluti persónulega í ljóðum þar
sem yrkisefnið er hús eða herbergi. Hún
hrekur burt vonda drauma og hjálpar ljóð-
mælanda til að vakna til lífsins í ljóðinu Und-
ir morgun.
Hér hefur aðeins verið staldrað við nokkur
atriði sem vekja athygli. Indiánasumar er
fiölbreytileg ljóðabók þar sem margir bestu
eiginleikar höfundar, svo sem óvenjuleg sýn
og afar falleg málbeiting, njóta sín vel.
Gyrðir Elíasson
Indíánasumar
Mál og menning 1996
íslenskur einleikskonsert
Aðrir áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar
islands í gulri tónleikaröð voru haldnir í sal Há-
skólabíós í gærkvöld. Á efnisskránni voru þrjú
verk, tvö frá síðustu öld, eitt nýtt. Stjórnandi
var Lan Shui, einleikari Einar Jóhannesson
klarínettuleikari. -------------------
Tónleikarnir hófust á
konsertforleik eftir Mendels-
sohn, Suðureyjaforleiknum
Tónlist
op. 26, einnig þekktm- undir
nafninu Fingalshellir. Skosk
náttúra er sögð hafa blásið "
skáldinu þessu í brjóst, sem skiptir minnstu
máli því það er sama hvaðan gott kemur.
Mendelssohn er samur við sig, mjúkur, fallegur
og syngjandi lagrænn. Skotland er þama ekki
nær en hvað annað, fegurð verksins óhlutbund-
in og óhamin. En flutningurinn var einkenni-
lega köflóttur. Leikurinn var í upphafi frekar
dauflegur. Sem dæmi má nefna hversu stefja-
áköll framarlega í verkinu hljómuðu flöt og
stefnulaus. Einstakir hljóðfæraleikarar gerðu þó
margir vel þegar á leið og skiluðu klarínettu-
leikarar t.d. sínu mjög fallega. Það einkennilega
var að verkið streymdi þrátt fyrir allt fram á lif-
andi og um leið hrífandi hátt. Stjómandinn, Lan
Shui, lék sér með grunnhryn hverrar hendingar
af næmni, hraðaði og hægði í brotabrotum og
gaf sterka tilfinningu fyrir síkvikri fegurð tón-
anna.
Það reyndi ekki mikið á þennan persónulega
styrk hljómsveitarstjórans í næsta verki sem
var klarínettkonsert eftir Karólínu Eiríksdóttur.
Sá er saminn fyrir tveimur árum, en það var
Sigfríður Björnsdáttir
Sinfóníuhljómsveitin í Alaborg sem pantaði og
frumflutti verkið. Einleikari þá, eins og nú, var
Einar Jóhannesson, 1. klarínettuleikari Sinfón-
íuhljómsveitar Islands. Verkið er í tveimur köfl-
um, en hvor um sig er samfelld flétta áferða eða
-----------------stemmninga (textures) í
hljómsveitinni sem einleiks-
hljóðfærið bæði tengir saman
— og flýtur inn i með sínum
tækniléga erfiðu og oftast til-
fmningalega fiarrænu stróf-
um. Hljómsveitarstemning-
arnar voru þéttar, fjölbreyttar og sannfærandi
og framvinda hröð og lifandi. Einar skilaði hlut-
verki sínu mjög vel. Það er erfitt að kryfia slíkt
efhi og skila þvi til hlustenda eins músíkalskt og
þama var gert. Stjómandinn, sem einnig stýrði
frumflutningi verksins, gerði líka margt vel.
Þannig leystist hinn hraði göngurytmi í síðari
hluta fyrsta kafla vel upp í höndum hans og þá
var ekki síðra að hlusta á framvinduna í byrjun
annars kafla. Þar var samband einleikara og
hljómsveitar náið frá hendi tónskáldsins og var
það skýrt dregið fram. Úr hinum dularfulla
heimi yfirtónanna var farið í eins og deplóttan
hocketleik sem rann áreynslulítið sitt skeið.
Fleira áheyrilegt bar við í þessu verki þó ekki
verði það allt rakið hér. Styrkur þess er hve
hnitmiðað er farið með efnið, hve skýrt formið
er og framvindan hröð og eðlileg. Klarínett-
konsert Karólínu Eiríksdóttur er vel unnið
verk. Tónverk sem á sér ömggan stað á spjöld-
um þeim sem munu geyma tónlistarsögu okkar.
Sinfónía nr. 4 í Es-dúr eftir Anton Bruckner
var síðust á dagskrá. Þetta er mikið verk í fiór-
um köflum, þeir tveir fyrstu best heppnaðir og
um margt vel spilaðir þetta kvöld. Lan Shui
nýtti hæfileika sína til móta hendingar róman-
tiskt og fallega, en hefði getað leiðbeint betur
um styrk, ekki síst hjá blásurum. Síðari kaflarn-
ir tveir eru stórgallaðir frá hendi tónskáldsins
og voru þessir gallar undirstrikaðir sterklega í
þessum flutningi. Endir verksins virtist koma
stjórnanda á óvart, eins og reyndar í hinum
verkunum, sem verður að teljast lýti á tónlistar-
flutningi. En samt, góðir tónleikar!
Einar Jóhannesson
Margt og misjafnt
Bókin Leikum leikrit er leikþáttasafn fyrir
krakka „sem lengi hefur vantað“ ef marka má
umsögn á bókarkápu. í henni eru rúmlega tutt-
ugu stuttir leikþættir eftir tólf íslenska höfunda.
Leikþættimir eru afar mismunandi að gæðum
og spanna breitt efnis- og tímaval.
Bókin hefst á formála Bjargar Árnadóttur
sem inniheldur hagnýtar upplýsingar um það
sem þarf að gera til að koma leikþætti á kopp-
inn. Hún fiallar m.a. um leiksviðið, leikmynd-
ina og búningana og bendir á að slikir hlutir
þurfi alls ekki að vera flóknir eða viðamiklir.
Ég get verið sammála því að slíka bók hafi
lengi vantað fyrir börn en það er því miður ekki
hægt að segja að hún hafi staðið undir vænting-
um mínum. Leikþættirnir eru margir mjög
ófrumlegir og sumir eru svo gamlar og leiðin-
legar tuggur að skömm er að. Höfundar sem
ekki geta skrifað stuttan leikþátt öðruvisi en að
umskrifa gömul ævintýri sem allir þekkja ættu
að taka sér eitthvað annað fyrir hendur. Hjá
þeim finnst mér koma fram sú hugsun sem
lengi hefur loðað við bamabókaskrif á íslandi
að litlar sem engar kröfur þurfi að gera til efn-
is og úrvinnslu.
En þetta á ekki við um allt efni bókarinnar.
Pottaskefill eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur
er ágætur söngleikur þar sem börnin fá að
syngja með og leikþáttur hennar, Margt býr í
Bókmenntir
Oddný Árnadóttir
þokunni, býður upp á skemmtilega möguleika.
Við ruslagáminn eftir Iðunni Steinsdóttur vek-
ur okkur öll til umhugsunar um kaupæði nú-
tímafólks og Feitasti jólasveinninn eftir Krist-
ínu Steinsdóttur hefur þann gamalkunna boð-
skap að farsælast sé að vera góður við allt og
alla. Þorsteinn Marelsson er með grínþáttinn
Biðstofuna sem auðvelt er að setja upp og ætti
að vekja kátínu og Margrét Jóhannsdóttir á
hugljúfan leikþátt sem byggist á gömlum þjóð-
sögum.
Það er í rauninni skrýtið að ekki skuli vera
gerðar fleiri bækur sem þessi því þegar maður
er barn snýst jú lífið um leikinn. Allir vita að
ímyndunarafli bama em engin takmörk sett og
því finnst mér það sorglegt hversu lítið er gert
af því í þessari bók að leyfa þeirra eigin sköpun-
argáfu að njóta sín. Það er frábær hugmynd að
setja saman svona bók en því miður er alls ekki
nógu vel unnið úr henni. Þurft hefði að vanda
betur efnisvalið og mistök eins og að kynna per-
sónu sem Valgeir en kalla hann síðan Ásgeir í
leikþættinum sjálfum ættu ekki að sjást. En þó
að ýmislegt misjafnt megi segja um þessa leik-
þáttabók er hún góðra gjalda verð.
Ýmsir höfundar: Leikum leikrit
Mál og menning 1996