Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 13 Skuldir heimila eina ferðina enn Kjallarinn Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur Enn á ný eru skuldir og fjár- hagsstaða heimila til umræðu. Leit- að er skýringa, reynt að finna blóraböggla. Verð- tryggingu lánsfjár og háum vöxtum er kennt um. Hún talin ein meginor- sök þess hvernig komið er fyrir fjölda heimiia. Á því máli eru vissu- lega tvær hliðar sem oft vilja gleymast. Annars vegar eru heimilin í landinu skuldu- nautar en hins vegar eru heimilin lánardrottnar. Uppspretta lánsfjár Eins og margoft hefur verið bent á eru lífeyrissjóðir helsta uppspretta lánsfjár i landinu. Þeir hafa verið taldir til eigna heimila þótt þeir séu í raun sjálfseignar- stofnanir. Hlutverk þeirra er að greiða lífeyri til heimila. Hagur þeirra hlýtur því að vera sá að ávöxtun sjóðanna sé eins og best verði kosið. Við þvi er vart að bú- ast að heimilin sem skuldunautar geti til langframa fengið iánsfjár- magn á öllu hagstæðari kjörum en sem nemur ávöxtun lífeyrissjóða vegna þess hversu stórt hlutverk báðir aðilar leika á lánamarkaði. Samkvæmt hagskýrslum ættu íslendingar að búa viö góð kjör þar sem tekjur eru hér hærri en viðast hvar annars staðar og jöfn- uður meiri, sem einkennir almenn fámenn samfélög. Ráðstöfunartekj- ur eru háar en skuldir miklar og virðast vera að sliga marga. Jafnt tekjuháir sem tekjulágir eru í basli með skuldir sínar. Ástæður greiðsluerfiðleika heimila verða því raktar til annarra þátta en lágra tekna. Tekjum verður ekki ráðstafað nema á tvennan hátt, annaðhvort eru þær sparaðar eða þeim eytt. Ef spamaður er of lítill til að standa undir skuldbindingum heimila hlýtur neysla að vera of mikil. Þar liggur einatt hundurinn grafinn. Bæöi og - annaö- hvort eöa í Þjóðhagsáætlun er gert ráð fýrir að einkaneysla á íbúa á íslandi sé nokkuð að aðra milljón króna á ári en neyslukönnun Hagstofu hljóðar upp á á áttunda hundrað þúsund króna á einstak- ling, sem ætti að vera hinn dæmi- gerði eða á fram- 1.. færi hans. Þegar kemur að innkaupum er háttalag íslendinga oft ekki nokkru lagi líkt enda tald- ir auðfúsir gestir helstu verslunar- borga nágrannalanda okkar allt frá Mið-Evrópu til Skotlands, ír- lands og Norður-Ameríku. Storm- sveipir fara um götur og sú eina hugsun kemst að aö kaupa sem mest vegna þess hversu mikill gróði sé af hverjum hlut. Því miður viU oft fara svo í öll- um bægslaganginum og tímaskort- inum sem fylgja dagsferðum til út- „Astæður greiðsluerfiðleika heimila verða því raktar til ann- arra þátta en lágra tekna. Tekj- um verður ekki ráðstafað nema á tvennan hátt, annaðhvort eru þær sparaðar eða þeim eytt.“ landa að margt sem keypt er, hent- ar ekki þegar heim er komið, hafn- ar að lokum sem gjafir í gámum fyrir bágstadda eins og berlega kom i Ijós þegar safnað var spjör- um fyrir klæðlitla Kúrda í lok Flóabardaga. Vissulega er slíkt háttalag góðra gjalda vert en því miður kemur það fjölda í koll að vera ginnkeypt- ur fyrir alls kyns gylliboðum þar sem ætla mætti að greiðslukjör hljóðuðu upp á enga úthorgun og _____, að afganginn mætti greiða eftir minni.Við- horfið „bæði og“ er rikt í þjóðarsálinni. Heilbrigð skynsemi hljóðar hins vegar upp á „annaðhvort eða“ þar sem eigi verður úr allsnægtabrunni ausið. Kæmist hún að væri von til að vaxandi tekj- ur yrðu notaðar til þess að grynnka á skuldum og koma lánum í skil í stað þess að auka neyslu umfram vöxt þeirra eins og oft hefir orðið raunin í efnahagslegri uppsveiflu. Kristjón Kolbeins „Þegar kemur aö innkaupum er háttalag Islendinga oft ekki nokkru lagi líkt..segir m.a. í grein Kristjóns. Misskilningur Þörf er á góðum umræðum um nauðsyn lagfæringar á kosning- arétti og misvægi atkvæða eftir búsetu. Þess vegna er framtak for- ustmnanna ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna lofsvert en þeir afþentu flokksformönnum við setningu Alþingis ítrekaða áskor- un um að kosningalögum verði breytt þannig að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafnaður. Gott innlegg í þessa umræðu er nefndarálit SUS sem kynnt var á fundi í Rvk 8. okt. undir forustu Birgis Ármannssonar. Þar er kjami málsins skoðaður og velt upp ýmsum aðferðum viö að ná jöfnu atkvæðavægi. Hliðstætt lof verður ekki borið á grein Gísla Sigurðssonar íslensku- fræðings sem DV birti 24. október sl. Hann telur ekki réttlátt að öll atkvæði vegi jafnt og bendir m.a. á að mismunandi íbúafjöldi aðildar- ríkja ESB og krafa hérlendra ESB- sinna um aðild ^til þess að hafa áhrif“ réttlæti misvægi atkvæða, t.d. Reykvíkinga og Vestfirðinga. Þama er ólíku saman jafnað. Hugtakabrengl leiðrétt. Kjósandi í lýðræðisríki og ríkið sjálft eru sitt hvað. Um kjósand- ------------1 ann gilda lands- lög en alþjóðalög gilda um sam- skipti ríkja. Samkvæmt lýð- ræðislegri stjórnskipan velja jafnréttháir kjósendur sér stjórnendur í frjálsum kosn- ingum. Atkvæð- isrétturinn er persónubundinn. Kjósendur eiga allir að hafa sama rétt. Einn kjós- andi, eitt atkvæði, em mannrétt- indi samkvæmt kenningu lýðræð- isins. Þetta grundvallaratriði lýð- ræðislegrar stjórnskipunar hefur að vísu verið þverbrotið alla tíð „Alþjóðalög skilgreina fullvalda ríki sem jafn rétthá án tillits til íbúafjölda. Þetta byggist á þjóð- réttarreglunni um fullveldisjafn- rétti rikja (Sovereign equality of States).u -------^---- málfræðings frá endurreisn Al- þingis 1845. Barist er nú fyrir breytingum til bóta. Þeir sem á móti eru ganga gegn fullri framkvæmd lýðræðis i landinu. Alþjóðalög skil- greina fullvalda ríki sem jafh rétthá, án tillits til íbúafjölda. Þetta byggist á þjóð- réttarreglunni um fullveldisjafhrétti ríkja (Sovereign equ- ality of States). Það tilheyrði gamla venjurétti alþjóða- laga, en var m.a. lög- fest samningsbundið í 2. gr. 1 Sáttmála Sameinuðu þjóðanna 1945. Þar er því slegið fóstu að öll aðildarríkin njóti fullveldisjafn- réttis og hvert ríki hafi eitt at- kvæði án tillits til íbúafjölda. Af þessu leiðir að ísland hefur sama atkvæðavægi hjá SÞ og t.d. Banda- ríkin, Indland og öll 185 aðildar- ríkin. Það er ríkið, fullveldi þess, sjálf- stæði og yfirráð yfir vel skil- greindu og afmörkuðu landsvæði, sem að þjóðarétti er einingin við atkvæða- vægi í ríkjasamskipt- um í fjölþjóða- og al- þjóðasamtökum, ekki einstaklingurinn, íbúafjöldinn. Einstak- lingurinn er aftur á móti einingin í lands- rétti kjördæmaskip- unar og kosningarétt- ar. Á þessu þarf að gera greinarmim sem Gísli gerir ekki. ESB-ruglið. Grein Gisla gefur í skyn, að áskoranir ungliðahreyfinganna um jöfn atkvæði mæli með ESB-aðild „til þess að hafa áhrif'. Svo er ekki. SUS-þingið á Akureyri 1995 ályktaði þvert á móti: „Hægt er að útiloka aðild ís- lands að ESB“ og engin ungliða- hreyfing nema ungkratar hefur lýst fylgi við aðild. Auk þess er umræða um ESB óviðkomandi umræðunni um breytingar á kosn- ingakerfinu til að jafna vægi at- kvæða. Hannes Jónsson Kjallarinn Dr. Hannes Jónsson félagsfræöingur 1 Me5 og á móti Skertur rækjukvóti á Flæmska hattinum Skynsamleg ákvörðun „Það er samdóma álit vís- indanefndar NAFO að rækju- stofninn á Flæmingjagrunni sé ofveiddur. Þrír íslenskir vís- indamenn tóku virkan þátt í störfum þessarar nefndar og lögðu fram rannsóknar- gögn, meðal annars þau gögn sem þeir fengu frá fiski- fræðingi sem starfaði fyrir Félag úthafs- ráða. Rækja er aií Edwaid, aðstoð- karlkyns til «m^ur sjávarút- þriggja ara aldurs en umbreytist þá í kven- dýr og fer að hrygna. Einungis tveir árgangar hafa haldið uppi veiðinni frá því hún hófst 1993, þaö eru árgangar frá 1988 og 1993. Afli kvendýra á sóknarein- ingu hefur fallið um 70% frá 1993-96 og veiðinni er nú haldið uppi af þvi sem eftir er af ár- ganginum frá 1993 sem ekki fer að hrygna fyrr en á næsta ári. Fyrir íslendinga er þetta spurn- ing um að veiða mikið af rækju í eitt ár eða geta nýtt þennan stofn til frambúðar. Við eigum sem stærsta veiðiþjóðin mikilla hagsmuna að gæta af því að stofninum verði ekki útrýmt, enda er ekki ágreiningur við Landssamband ísl. útvegs- manna um þetta. Þau samtök hafa innan sinna vébanda 9 af hverjum 10 skipum sem eru á þessum veiðum. Auðvitað væri erfitt að stunda þessar veiðar í stríði við alla aðra og búa við löndunarbann fyrir íslensk skip en stóra málið er að skynsam- lega sé staðið að veiðunum. Heiður íslands sem ábyrgrar veiðiþjóðar er í veði.“ Aftan að hlutunum „Fyrir það fyrsta, þá er fariö aftan að hlutunum með því að byrja á því að setja reglumar áður en lögin era sett. Þeir eru að ákveða kvóta á Flæmska hatt- inum áður en lög eru samþykkt um kvóta. Mikill má sjálfbirgings- hátturinn vera, að telja sig geta byrjað á þessura end- anum, að setja reglurnar fyrst Og segja SVO Snorri Snorrason, „ég VÍl fá lögin Útgoröamiaöur á samþykkt". Ég lýsi því enn þá yfir að ég hef miklu meira álit á alþingsmönn- um almennt heldur en það að ég trúi því að þeir setji þetta í lög. Okkar fiskifræðingur heldur fram þveröfugum skoðunum miðað við Hafrannsókn en það eru svo margir vitringar í þess- um efnum. Við höfum gjarnan nefnt til viðmiðunar hvað hefur verið að gerast hér á íslandsmið- um. Það eru fá ár síðan enginn hefði trúað því að hægt væri að veiða 70 þúsund tonn af rækju ár eftir ár. íslensk stjómvöld hafa enga lögsögu á Flæmska hattin- um og samkvæmt gildandi haf- réttarlögum eru veiðar frjálsar á höfunum utan landhelgi. íslend- ingar eru í sérstakri stöðu þarna því þeir hafna sóknarstýringu sem viðsemjendur þeirra innan NAFO hafa þarna og við erum því aleinir með þessa kvótastýr- ingu.“ -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.