Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
27
íþróttir
íþróttir
Frjálsíþrótta-
menn þinga
50. ársþing Fnálsíþrottasam-
bands íslands verður haldið í
Reykjavík um helgina. Þingið fer
fram i Félagsheimili íþróttafé-
lags Reykjavíkur við Skógarsel.
Ársþingið hefst klukkan 17 í dag.
Beint frá Spáni
hjá Stöð 3
Stöð 3 hefur ákveðið að sýna
toppleik helgarinnar í spænsku
knattspymunni. Það er viður-
eign Barcelona og Atletico Ma-
drid sem verður háð á Nou
Camp-leikvanginum í Barcelona.
Þessi stórviðureign hefst klukk-
an 19.30 á laugardagskvöldið.
Gylfi dæmir í
Lúxemborg
Gylfi Orrason dæmir leik Lúx-
emborgara og Rússa hjá leik-
mönnum 21-árs og yngri i Lúx-
emhorg á morgun. Aðstoöardóm-
arar verða Kári Gunnlaugsson
og Ari Þórðarson. Fjórði maður-
inn verður Kristinn Jakobsson.
Pétur kominn
til Framara
Pétur Amþórsson hefur
skrifað undir samning við 1.
deildar lið Fram í knattspymu.
Pétur hefur hin tvö síöustu ár
þjálfað Leikni í Breiðholti. Pétur
lék þar áður um langt skeið með
Fram við góðan orðstír.
Eistar fengu
annan leik
Eistar höfðu sigur í deilumáli
varðandi HM-leik Eista og Skota
sem flautaður var af þann 9.
október í Tallinn vegna þess að
eistneska liðið komst ekki til
leiksins í tæka tíð.
Eistar vom mjög óánægðir
með framkomu FIFA í málinu en
i gær ákvað FIFA að leikur þjóð-
anna í undankeppni HM skyldi
endurtekinn og fer hann fram í
Tallinn 16. mars á næsta ári.
Forráðamenn beggja liðanna
lýstu yfir ánægju sinni með
þennan úrskurð FIFA í gær.
-SK
„Skattmann"
angrar Yeboah
Ganamaðurinn Anthony Ye-
boah hjá Leeds er loksins að ná
sér af alvarlegum meiðslum í
hné sem hafa haldið honum utan
vallar það sem af er sparktlðinni
í Englandi.
Yeboah á ekki sjö dagana sæla
um þessar mundir því „skatt-
mann“ þeirra Þjóðverja er með
Ganamanninn í rannsókn vegna
meintra skattsvika í Þýskalandi
er hann lék með Eintracht
Frankfurt. Sjálfur hefur Yeboah
þagað sem gröfin um þetta mál.
-SK
Popov farinn
að stinga sér
Rússneski sundmaðurinn, Al-
exander Popov, hefur fengið
grænt ljós frá læknum og má
hefja æfingar að nýju eftir hlé
frá þvi Ólympíuleikunum lauk í
Atlanta.
Popov varð fyrir hastarlegri
árás brjálæðings á götu í
Moskvu eftir ÓL og var stunginn
með hnífi. Hann varð fyrsti
sundmaðurinn í sögu leikanna
til að verja titla sína í 50 og 100
m skriðsundi í Atlanta. -SK
Iþróttasambandið
styrkir 12 þjálfara
- námu alls 700 þúsund krónum
Tólf þjálurum úr hinum ýmsum
íþróttagreinum voru styrktir af
íþróttasambandi íslands nú í vik-
unni.
Styrkimir námu alls 700 þúsund
krónum og skal þeim varið til ým-
issa verkefna. Þetta er í fyrsta skipt-
ið sem styrkir af þessum tagi era
veittir en féð kemur úr Verkefna-
sjóði ÍSl.
Eftirtaldir þjálfarar fengu styrkt-
ir að þessu sinni.
Ásgeir Magpússon, skíðaþjálfari,
til að sækja námskeið í þjálfun alpa-
greina í Svíþjóð.
Svnur Sigfússon, knattspymu-
þjálfari, til að kynna sér þjálfun
kvennaliða og yngri flokka í Bret-
landi.
Gyöa Kristmannsdóttir, fimleika-
þjálfari, til að kynna sér nýjungar í
fimleikaþjálfun í Svíþjóð og Dan-
mörku.
Hjálmar Kr. Aðalsteinsson til að
sækja alþjóðlegt þjálfaranámskeið i
tennis.
Karl Jónsson til að kynna sér krónur hver.
þjálfun yngri flokka í körfuknatt-
leik.
Kristín Harðardóttir til að ljúka
þjálfaranámi í listhlaupum á skaut-
um.
Nikolay Ivanov Mateev til að
kynna sér nýjungar í þjálfun skylm-
inga í Þýskalandi og Búlgaríu.
Ólafur Þór Gunnlaugsson til að
sækja þjálfaranámskeið á vegum
norska sundsambandsins.
Rakel Gylfadóttir til að kynna sér
þjálfun og keppni bama og unglinga
í frjálsum íþróttum í Noregi.
Vanda Sigurgeirsdóttir til að
sækja alþjóðlega þjálfararáðstefiiu
og kynna sér þjálfún kvennalands-
liða á Norðurlöndunum.
Þorbjöm Jensson til að sækja
námskeið IHF í Kanada á næsta ári.
Þórdís Edwald til að ljúka seinni
stigi þjálfaranámskeiðs danska bad-
mintonsambandsins.
Styrkimir námu 50 þúsund krón-
ur á hvem en Þorbjöm, Karl, Niko-
lay og Kristín fengu þó 75 þúsund
-JKS
Sundmót Ægis:
Agætur árangur í
mörgum greinum
Ágætur árangur náðist á Sund-
móti Ægis og yngri sundmennimir
settu meðal annars sex met. Miðað
við árstíma vora margir sundmenn
að synda á ágætum tímum og er
vonandi að það gefi góð fyrirheit
fyrir komandi mót í vetur.
Halldóra Þorgeirsdóttfr úr Ægi
setti stúlknamet í 50 metra bringu-
sundi, synti á 34,36 sekúndum.
Gunnar Steinþórsson, UMFA,
setti sveinamet í 200 metra bringu-
sundi, synti á 2:56,55 mín og hann
setti einnig met í 50 metra skrið-
sundi á tímanum 27,49 sekúndum.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA,
setti telpnamet í 50 metra skrið-
sundi, synti á 27,94 sekúndum.
Þá setti Öm Amarson, SH, pilta-
met í 50 metra baksundi á 28,49 sek-
úndum og í 400 metra fjórsundi á
4:38,75 mínútum.
Ríkharður Ríkharðsson úr Ægi
vann sigur í fjórum greinum og það
gerði reyndar einnig Eydís Kon-
ráðsdóttir úr Keflavík.
Ríkharður sigraði í 50 metra
fiugsundi á 26,94 sekúndum. Þá í 100
metra skriðsundi á 56,32 sekúndum,
50 metra skriðsundi á 24,83 sekúnd-
unum og í 100 metra flugsundi á
58,87 sekúndunum.
Eydís byijaði á því að sigra í 100
metra baksundi á 1:05,98 mínútum,
50 metra flugsundi á 29,65 sekúnd-
unum, 50 metra baksundi á 31,19
sekúndunum og í 200 metra skrið-
sundi á 2:13,10 mínútum.
Hjalti Guðmundsson úr Sundfé-
lagi Hafnarfjarðar sigraði í þremur
greinum. Hann synti 100 metra
bringusund á 1:04,64 mínútum, 200
metra bringusund á 2:24,18 mínút-
um og 50 metra bringusund á 30,32
sekúndunum.
Lára Hrand Bjargardóttir, Þór,
sigraði í tveimur greinum á mótinu.
Hún synti 100 metra flugsund á
1:08,47 mínútum og 100 metra skrið-
sund á 1:00,78 mínútum.
Landsliðiö í æfingabúðir í
Þýskalandi
Þónokkur verkefni era í vetur en
stærsta verkefhi ársins hjá sund-
mönnum verður eflaust þátttaka í
Smáþjóðaleikunum sem verða
haldnir hér á landi i maí. Landslið-
inu verður haldið við efnið í vetur
en stefnan hefur verið tekin á æf-
ingabúðir í Dortmund í desember
þar sem einnig verður þátttaka í
mótum. Sundmenn hafa úr nógu að
moða í vetur og því aldrei að vita
nema einhver íslandsmet líti dags-
ins Ijós. -JKS
Rikki með til-
boð frá Liege
Ríkharður Daðason, lands-
liðsmiðherji í knattspymu úr KR,
hefur fengið tilboð frá belgíska 2.
deildar liðinu RTFC Liege. Rík-
harður dvaldi á dögunum hjá fé-
laginu sem nú vill fá hann til
sín.
Ríkharður fór með landslið-
inu til írlands í gærkvöld og
hefur ekki tekið afstöðu til
boðsins, sem barst honum í
fyrrakvöld, en mun svara fé-
laginu fljótlega eftir heimkom-
una.
Liege er gamalkunnugt félag
í belgísku knattspymunni en
það féll úr 1. deildinni fyrir
tveimur árum eftir að hafa lent í
miklum fjárhagsörðugleikum.
Það var sameinað öðru félagi og
er nú í toppbaráttunni í 2. deild.
Liðið var efst fyrir skömmu en er
nú dottið niður i fimmta sætið eft-
ir tvo tapleiki í röð, þremur stig-
um á eftir efsta liði. -VS
Ríkharður Daðason. Svo gæti far-
ið að hann léki í Belgíu.
Vasteras
vill Einar
DV, Sviþjóð:
Sænska knattspymufélagið
Vasterás, sem vann sér á dögunum
sæti í úrvalsdeildinni, er á höttunum
á eftir Islenska sóknarmanninum
Einari Brekkan sem hefur undanfar-
in ár leikið meö Sirius í 1. deildinni.
Einar, sem er 22 ára gamall og hef-
ur verið búsettur í Svíþjóð um ára-
bil, varð markahæsti leikmaður Siri-
us annað árið í röð en félagið hafnaði
í 12. sæti af 14 liðum í norðurriðli
deildarinnar og féll þar með í 2.
deild.
„Ég vil komast frá félaginu fyrst
svona fór en það ætlar ekki að reyn-
ast auðvelt þar sem ég á eitt ár eftir
af samningi mínum við Sirius. Staö-
an er sú að Vásteras og Sirius era að
ræða sín á milli og ég verð að bíða
og sjá hvað kemur út úr því,“ sagöi
Einar viö DV í gærkvöld.
-EH/VS
Einar Brekkan hefur gert það
gott með Sirius undanfarin tvö
ár. DV-mynd EJ
KR-sigur a Nesinu
- og Njarðvík vann í lokin í Borgarnesi
KR sigraði Hauka í fyrri leik liðanna í 8-liða
úrslitum Lengjubikarsins í körfuknattleik á Sel-
tjarnamesi í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 73-70 eftir að staðan hafði ver-
ið jöfii í leikhléi, 39-39. Ingvar Ormarsson skor-
aði 20 stig fyrir KR en Shawn Smith var stiga-
hæstur Hauka með 29 stig.
Njarðvík sigraði Skallagrím í Borgamesi,
70-77. Staðan í leikhléi var 39-29, heimamönn-
um í vil. Skallagrímur hafði forystuna mest all-
an leikinn, mest 18 stig.
Bragi Magnússon skoraði 22 stig fyrir Skalla-
grím en Torrey John 18 fyrir Njarðvík.
-SK
Guðni ekki með
- gegn írum. Nær Óli metinu?
Nú er ljóst að Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt-
spymu, mun ekki leika með íslenska liðinu gegn írum í Dublin á sunnudag
í imdankeppni HM.
Guðni er meiddur og tilkynnti Loga Ólafssyni landsliðsþjálfara í gær að
hann gæti ekki leikið. Þessi niðurstaða er auðvitað nokkuð áfall fyrir is-
lenska liðið. Fyrir leikinn gegn írum eru þeir jafnir Guðni og Ólafur Þórð-
arson, ÍA, með 71 landsleik fyrir íslands hönd. Það verður þvi að teljast afar
líklegt að Ólcifur Þórðarson setji nýtt landsleikjamet á sunnudaginn og leiki
sinn 72. landsleik.
-SK
Collymore grefur grófína
Hoddle óánægður með völlinn
tU Þar Sem ÞaÖ mætir
Englands, hefur kv^Sf^Si^Sí mZ ^
boðlegur Ekki er Uklegt að hlusíverðfS^S^Vart
er a vellmum og hann þykir mjög ósléttur. PJalfarans. Litið gras
Jónatan Bow og félagar í KR unnu Hauka í hörkuleik í gærkvöld. Liöin mætast aftur
á morgun og þá kemur í Ijóst hvort þeirra kemst í undanúrslit Lengjubikarsins.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sjálfsagt að gera kröfur
Það er komið að landsleik,
þeim síðasta á árinu hjá
knattspymulandsliðinu. Á
sunnudag mætir það íram á
Lansdowne Road í Dublin en
þetta er fjórði leikurinn af 10
í undankeppni HM.
Logi Ólafsson hefur verið
á milli tannanna á knatt-
spymuáhugamönnum síðan
í leiknum við Rúmeníu.
Margir þjálfarar hafa nefnt
við mig að undanfömu að
leikskipulagi hjá landsliðinu
sé ábótavant, svo virðist sem
leikmenn séu ekki með sín
hlutverk nægilega á hreinu,
eða séu of agalausir til að
fylgja þeim.
Þá er hóp- og liðsval Loga
umdeilanlegt. Hann hefur
freistast til að velja þá leik-
menn sem eiga
að vera bestir
eða hafa verið
bestir en ekki
valið þá sem era
bestir um það
leyti sem við-
komandi landsleikur er spil-
aður.
Þrír af öflugustu leik-
I
mönnum Islandsmótsins,
Gunnar Oddsson, Baldur
Bjamason og Ólafur Gott-
skálksson, hafa engin tæki-
færi fengið í haust og þá er
fjarvera Haralds Ingólfsson-
n skoðu
eftir Víði Sigurðsson
er í toppformi um þessar
mundir, sem atvinnumaður
hjá Aberdeen. Ríkharð Daða-
son hefur einmitt skort fyrir-
gjafir á borð við þær sem
Haraldur getur manna best
framreitt til að
nýtast sem
skyldi í fremstu
víglínu lands-
liðsins.
íramir era með
sterkt lið sem
ar illskiljanleg. Haraldur lék
mjög vel undir lok íslands-
mótsins, hefrn- reynsluna og
hefur náð langt á undanföm-
um árum og er sérlega erfitt
heim að sækja. Það hafa
bestu þjóðir álfunnar fengið
að reyna og það era ekki
raunhæfar kröfur að ætlast
tfi sigurs í Dublin. Þar yrði
eitt stig sigur.
Það er hins vegar sjálfsagt
að gera kröfur tU leikmann-
anna og þjálfarans. TU leik-
mannanna um að þeir taki
sig saman í andlitinu eftir
skeUinn gegn Rúmenum,
spUi eins vel og unnt er og
séu sjálfum sér og íslenskri
knattspyrnu tU sóma. TU
þjálfarans um skynsamlega
uppstillingu og leikaðferð.
Evrópumótin í handknattleik:
„Við ætlum okkur áfram“
- segir Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sem mætir Hasselt á Akureyri
Islensku félagsliðin KA, Haukar
og Stjaman standa í ströngu um
helgina en þá fara fram fyrri leik-
irnir í 16-liða úrslitin á Evrópumót-
unum í handknattleik.
Stjaman leikur báða sína leiki
við austurríska liðið Brack Spar-
kasse í Vínarborg. Fyrri leikurinn
verður í kvöld en sá síðari á sunnu-
dag. Haukar leika við franska liðið
Creitel í París á laugardagskvöldið.
KA leikur á sunnudag við belgíska
liðið Hasselt á Akureyri.
Róðurinn verður eflaust þungur
hjá Stjörnunni og Haukarnir mæta
einu sterkasta liði Frakklands.
Með hagstæðum úrslitvun ættu þó
Haukamir að eiga möguleika en
síðari leikurinn verður í Hafnar-
ffrði um aðra helgi. Frönsku liðin á
Evrópumótunum áttu öll í vand-
ræðum í umferðinni á undan en
þau hafa flest séð á eftir sinum
bestu mönnum til Þýskalands og
Spánar.
Stjarnan tók þann kostinn að
leika báða leikina við Brack í Vín-
arborg en Austurríkismenn gerðu
Stjömunni tilboð sem þeir síðar
gengu að. Stjarnan verður að sýna
allar sínar bestu hliðar ætli hún
sér einhverja möguleika ytra um
helgina. KA-menn ættu í öllu falli
að eiga allgóða möguleika gegn
belgíska liðinu. Sterkur heimavöll-
ur og gott KA-lið ætti að verða lið-
inu gott veganesti í þennan leik. Þó
verður að hafa í huga að handbolti
í Belgíu er í stöðugri framfor og
hafa lið þaðan verið að ná góðum
úrslitum á Evrópumótunum á síð-
ustu misserum.
KA-menn gera sér alveg ljóst að
þeir verða að vinna leikinn á Akur-
eyri með nokkram mun til að eiga
möguleika á að komast áfram í 8-
liða úrslitin. 5-6 mörk í veganesti
fyrir síðari leikinn er alveg nauð-
synlegt.
„Ég er hálfhræddur við Belgana
eftir að ég sá að landslið þeirra
sigraði Rúmena á heimavelli í
riðlakeppni heimsmeistaramóts-
ins. Annars veit ég ekkert um þetta
lið armað en það að með því leika
tveir júgóslavneskir hornamenn og
líklega ffanskur línumaður. Það
má því segja að við rennur blint í
sjóinn. Ég hef verið með allar klær
úti til að ná mér í upplýsingar um
þetta lið en ekki tekist enn þá. Við
duttum út í þessari umferð í fyrra
en það er ætlun okkar að fara að
minnsta kosti einni umferð lengra
að þessu sinni. Við ætlum aö leggja
allt í sölurnar og núna loksins eru
allir heilir og tObúnir í þennan
slag. Það er góður hugur í mann-
skapnum og við getum sagt að hér
ríki hæfileg bjartsýni," sagði Al-
freð Gíslason, þjálfari KA, við DV í
gær. -JKS
Ólögleg lyf:
Viöurlög
hertí
Þýskalandi
Þýsk íþróttayfirvöld hafa
árum saman átt í erfiðleikum
vegna neyslu íþróttamanna á
ólöglegum lyijum.
Margir þekktir þýskir íþrótta-
menn hafa faUið á lyfjaprófum
undanfarin ár og þá einkum og
sér í lagi keppendur í ffjálsum
íþróttum.
Þýsk stjórnvöld hafa í hyggju
að beita sér enn frekar í þessu
alvarlega og erfiða máli en áður.
í bigerð er setning nýrra laga í
þýska þinginu og hyggst ríkis-
stjórn Þýskalands beita sér fyrir
því að tekið verði á ólöglegu
lyfjaáti þýskra íþróttamanna
sem hverju ööra glæpsamlegu
athæfi og dómstólar dæmi í sam-
ræmi við það. Þessi fýrirhugaða
reglugerð ríkisstjórnarinnar nýt-
ur stuðnings stjórnarandstöð-
unnar og búist er við að nýju
lögin muni renna auðveldlega i
gegnum þýska þingið á næsta
ári.
-SK
íslendingar
fjölmennir á
landsleiknum
Hátt á Qórða hundrað íslend-
ingar verða á landsleik írlands
og íslands í knattspyrnu í
Dublin á sunnudag.
Verða þeir allir í bolum sem
Atvinnu- og ferðamálastofa
Reykjavíkurborgar og Sam-
vinnuferðir Landsýn hafa látið
gera. Eru þeir með merki borg-
arinnar og kveðju til íra.
Uppskeruhátíð Fram
Uppskeruhátíð Fram verður
haldin á mánudaginn kemur og
hefst hún klukkan 18 í Fram-
heimUinu við Safamýri. AUir
knattspyrnumennn Fram eru
boðnir velkomnir á hátíðina, svo
og fjölskyldur þeirra.
Niall Quinn
búinn að vera
Markaskorarinn mikli hjá
Sunderland, Niall Quinn, mun
ekki leika meira með liði Sund-
erland á þessu keppnistímabUi.
Quinn meiddist í leik Sunder-
land gegn Coventry fyrir sjö vik-
um og að sögn Peters Reids,
framkvæmdastjóra Sunderland,
hefur hann aUs ekki náð sér af
meiðslunum og er úr leik.
-SK
Alan Shearer
er að ná sér
Alan Shearer hjá Newcastle'
verður frá í skemmri tíma en
ætlað var vegna meiðsla. Talið
er að hann verið kominn í lið
Newcastle þegar það mætir Chel-
sea þann 23. nóvember.
-SK
IRLAND - ISLA
á Lengjunni og
...ef þú spilar til ad vinna
Velkomin að netfangi WWW. TOTO. IS