Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Page 25
[ -I FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Eitt málverka Haralds (Billy) Bil- sons á sýningu hans í Gallerí Fold. Ævintýri andans Um síðustu helgi var opnuð í Gallerí Fold sýning sem hefur yflrskriftina Ævintýri andans. 1 Þar sýnir Haraldur (Harry) Bil- son málverk. Haraldur fæddist í Reykjavík en fluttist til Bret- lands á unga aldri. Móðir hans er íslensk en faðir hans breskur. Hann hóf snemma að leita fyrir sér í myndlistinni og hefur hann náð góöum árangri. Sýningar Haraldur hefur dvalist í Asíu, Ástralíu og í Evrópu við list- sköpun sína og frá árinu 1969 hefur hann sýnt verk sín í fjöl- mörgum löndum. Þegar lesinn er listi yfir þá staði sem Harald- ur hefur sýnt verk sín á kemur Imeðal annars i ljós að meðal þeirra eru virtir sýningarsalir í mörgum löndum og nægir að nefna Royal Academy í London. Verk hans eru í eigu safna og í einkasöfnum listamanna, ráð- herra, kvikmyndastjama og annarra stórmenna. Tuttugu gifsgrímur í Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3, sýnir Kitta þessa dagana tutt- ugu gifsgrímur sem eru hengdar upp á vegg. Kitta hefur haldið nokkrar einkasýningar undan- farin ár en myndimar á sýn- ingu hennar í Ara í Ögra em allar unnar á þessu ári. Breyttar for- sendur fyrir nor- rænu samstarfi í dag kl. 17.00 heldur utanrík- isráðherra Dana, Niels Helveg Petersen fyrirlestur í Norræna húsinu. Fyrirlestiu-inn nefliist Ðen nye virkelighed í det nor- diske samarbejde. Allir em vel- komnir. ítrekaður ástvinamissir Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð standa að fyrirlestri í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju á morgun kl. 13.30. Páll Eiríksson, yfirlæknir í Svíþjóð, mun fjalla þar um ít- i rekaðaðan missi. Allir eru vef- komnir. Samkomur Heilbrigðisþj ónustan í Hafnarfirði í tilefni 70 ára afmælis St. Jósefsspítala verður haldinn al- mennur fundur í Hafnarborg í dag kl. 15.00. Fundarefni er heilbrigðisþjónustan i Hafnar- firði og nágrenni. Hitt húsið Hljómsveitin Stuna kynnir nýútkomna plötu sína í dag kl. 17.00 í Hinu húsinu. Ókeypis aðgangur. Stjörnur morgundagsins Síðasta lotan í undanúrsli- takeppni, Stjömur morgim- dagsins, verður haldin á Hótel íslandi í kvöld. Dansleikur til kl. 3.00. Djass í Jómfrúnni Tenórsaxófónleikarinn Efraim Trujillo heldur tónleika i kvöld í Jómfrúnni. Til liðs við sig hefúr hann fengið Eyþór Gunnarsson á píanó, Þórð Högna- son á bassa og Matthías Hemstock sem leikur á trommur. Efraim Tmjillo er af bandarísku og hollensku bergi brotinn og búsettur I Hollandi og þar er hann í röð fremstu djassleikara. Trujillo hefur komið fram á djasshátíðum víða um heim með hljómsveit sinni, FraFra Sound, sem hefur um árabil verið leiðandi á sviði afró-arabískrar djasstónlistar í Hollandi. Tón- leikamir hefjast kl. 21.00. Skemmtaiiir Norðanpiltar á Barnum Á Bar í Strætinu koma fram í kvöld kl. 23.30 Norð- anpiltar. Norðanpilta skipa Pétur, Guðbrandur og Jón Laxdal. Einnig verða Englamir á ferð um helg- ina og stúlkumar í Strætinu taka gjaman lagið með þeim. Bar í Strætinu er eini „Underground“ barinn í Reykjavík og er í kjallara Café Austurstrætis, Aust- urstræti 6. Víða snjór á vegum Flestir vegir á landinu em nú færir en víða er snjór á vegum og nokkur háika og þá er skafrenning- ur sums staðar. Á meðan vegurinn á Skeiðarársandi er lokaður hefur Færð á vegum verið ákveðið að moka veginn á milli Norður- og Austurlands fimm sinnum í viku. Þónokkur snjór er orðinn á vegum sem liggja hátt á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- urlandi og er til að mynda aðeins jeppaslóð á Fljótsheiði, Hellisheiði eystri og Mjóafiarðarheiði eru ófær- ar. Á Norðurlandi er Lágheiðin ófær vegna snjóa, það sama gildir um Öxarfiarðarheiði. Ástand vega @ Öxulþungatakmarkanir (g) Fært Ijallabílum m Hálka og snjór án fyrirstöðu Lokaö a Vegavinna-aðgát ŒI Þungfært Dóttir Matthildar og Guðna Þórs Litla telpan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 5. nóvem- ber kl. 5.37. Hún var við Barn dagsins fæðingu 4120 grömm að þyngd og mældist 53,5 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar em Guðni Þór Ingvarsson og Matthildur Hjartardóttir. Hún á tvo bræður, Hafþór og Viktor. Mark Wahlberg leikur unga manninn sem reynist annar en hann sýnist. Ótti Ótti, sem Sam-bíóin sýna, fiallar um unga stúlku sem held- ur að hún hafi fundið drauma- prinsinn en varar sig ekki á að hann hefur sínar dökku hliðar. Nicole er sextán ára rómantísk stúlka sem dreymir dagdrauma eins og aðrar ungar stúlkiu' og hún verður því spennt þegar David, mjög svo myndarlegur ungur maður, veitir henni at- hygli. Fljótlega sér Nicole þó skuggahliðamar á David en þá er það orðið of seint og draumur hennar verður að martröð. Kvikmyndir Það eru ungir og lítt þekktir leikarar sem leika aðalhlutverk- in. Mark Wahlberg leikur David og Reese Witherspoone Nicole en hún fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í The Man in the Moon. Leikstjóri er James Foley. Nýjar myndir: Háskólabíó:Staðgengillinn Laugarásbíó: Eyja dr. Moreau Saga-bíó: Ríkharður III Bíóhöllin: Tin Cup Bíóborgin: Fortölur og fullvissa Regnboginn: Emma Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan Lárétt: 1 merki, 5 önug, 7 margir, 8 haf, 9 óþétt, 10 seli, 12 augnsjúkdóm- ur, 14 keyrði, 15 fullfrískur, 17 um- dæmisstafir, 18 lítilræði, 20 hreysi, 21 spírar. Lóðrétt: 1 feiti, 2 slys, 3 fúsk, 4 hljóðfæri, 5 sefa, 6 svik, 8 fuglar, 13 viðauki, 15 tré, 16 álít, 19 hætta. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 rofi, 5 fró, 8 áll, 9 ljóð, 10 slota, 12 na, 13 biki, 14 las, 16 rok, 18 tign, 20 kurri, 21 karað, 22 ló. Lóðrétt: 1 rás, 2 olii, 3 flokkur, 4 il, 5 fialir, 6 róna, 7 óða, 11 titra, 13 brík, 15 snjó, 17 oka, 19 gil. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 260 08.11.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenfli Dollar 66,150 66,490 66,980 Pund 109,350 109,910 108,010 Kan. dollar 49,730 50,040 49,850 Dönsk kr. 11,3760 11,4360 11,4690 Norsk kr 10,4120 10,4700 10,4130 Sænsk kr. 9,9900 10,0450 10,1740 Fi. mark 14,4930 14,5790 14,6760 Fra. franki 12,9420 13,0150 13,0180 Belg. franki 2,1213 2,1341 2,1361 Sviss. franki 51,8900 52,1700 52,9800 Holl. gyllini 38,9800 39,2100 39,2000 Þýskt mark 43,7300 43,9600 43,9600 ít líra 0,04351 0,04378 0,04401 Aust. sch. 6,2130 6,2520 6,2520 Port. escudo 0,4322 0,4348 0,4363 Spá. peseti 0,5193 0,5225 0,5226 Jap. yen 0,59010 0,59370 0,58720 írskt pund 109,350 110,030 108,930 SDR 95,62000 96,19000 96,50000 ECU 83,7500 84,2600 84,3900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.