Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 Fréttir Dularfullt hvarf 24 vetra merar sem fannst í hesthúsi 10 dögum síðar: Merin sögð aðeins 7 vetra á útflutningsvottorði - með ólíkindum hvernig þetta gat gerst, segir Haraldur Sigfússon, eigandi merarinnar „Það verður að segjast eins og er að þetta mál er hreint með ólíkind- um. Merin mín hvarf í 10 daga en fannst síðan í hesthúsi annars manns. Hann sagðist hafa tekið hana í slysni fyrir aðra meri sem hann á en þó eru þær ekki mjög lík- ar. Síðan frétti ég að þessi maður hefði fengið útflutningsvottorð fyrir merina mina hjá dýralækni þar sem hún er sögð 7 vetra. Hið ótrúlega er þó að merin mín er í raun 24 vetra gömul,“ segir Haraldur Sigfússon sem lenti í leiðinlegu máli í byrjun september sl. þegar merin hans hvarf úr girðingu við Esjuskála á Kjalamesi. Haraldur segist hafa leitað að merinni í flóra daga með aðstoð annarra en þrátt fyrir víð- tæka leit um allt svæðið fannst hún ekki. Merin vel mörkuð „Ég hélt að hún lægi dauð ein- hvers staðar og var búinn að gefa upp alla von. Bróðir minn fékk síð- an grunsemdir um aö merin gæti verið í hesthúsi hjá manni sem á hesta þama. Þegar hann fór og gáði kom í ljós að merin var þar. Maður- inn bað okkur afsökunar og sagðist hafa tekið ranga meri en það er með ólíkindum að slíkt geti gerst því mín meri er mun eldri en hans, vel mörkuö og í raun ekkert mjög lík merinni hans. Mér og þeim sem ég hef talað við finnst þetta mjög dularfullt. Ég er ekki að segja að það sé verið að stela hestum en það er ljóst að hestamenn verða að vera á varð- bergi þegar þeir em að taka inn að ekki séu tekin röng hross. Það ótrúlegasta í þessu furðulega máli er síðan að þessi maður skuli hafa verið kominn með útflutnings- vottorð frá dýralækni þar sem stóð að gamla 24 vetra merin mín væri aðeins 7 vetra gömul. Hvemig í ósköpunum einhver gat sagt að merin væri 7 vetra skil ég einfald- lega ekki. Þama hefúr kannski ein- hver ætlað að græða, nema þetta hafi verið mannleg mistök. Ég vona innilega að svo hafi verið en það er erfitt að trúa því, hver og einn verð- ur að dæma um það. Mjög mikið tap Þetta er mjög slæmt fyrir mig því auk þess sem ég eyddi heilum fjór- um vinnudögum í að leita að hross- inu þá er þetta aðallega tap hross- anna vegna. Merin hefúr lagt mjög mikið af eftir að þetta gerðist og er búin að vera. Ég býst við að ég þurfi að sleppa henni eftir þetta. Auk þess ætlaði ég að fá meiri kraft og styrk í veturgamalt trippi sem hefur geng- ið undir merinni. Ég ætlaði að láta trippið ganga undir henni þangað til þaö væri tveggja vetra en það verður ekki hægt úr þessu,“ segir Haraldur. -RR Kópavogur: Fimm piltar réðust á foreldra „Það var hópur foreldra á eftir- litsferð við Hjallaskóla um nóttina og hafði afskipti af unglingum sem þar vom staddir í anddyri. Þegar foreldramir ætluðu að vísa þeim út veittust 5 piltar að þeim og veittu nokkrum foreldmnum áverka," seg- ir Eiríkur Tómasson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Kópavogi, um lík- amsárás sem átti sér stað fyrir utan Hjallaskóla um klukkan hálftvö að- faranótt laugardags sl. Skólaskemmtun hafði verið í skólanum fyrr um kvöldið og hafði gleymst að læsa dyrunum. Lögreglumenn vom kallaðir á staðinn og handtóku þeir einn árásarpiltanna skömmu síðar. Vitað er hverjir hinir piltanir eru en þeir em ailir á aldrinum 14-15 ára. Foreldramir sem urðu fyrir áverkum leituðu aðstoðar á slysa- deild en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. -RR Borgarkringlan bætist viö Kringluna í dag: 25 ný fyrirtæki á 6.400 fermetrum Haraldur Sigfússon og sonarsonur hans og alnafni sjást hér gefa hinni 24 vetra meri, Pflu, og trippinu Lipurtá brauð- mola á túninu við Esjuskála í gær. Merin var sögð 7 vetra á útflutningsvottorði sem gefið var út af dýralækni. DV-mynd Pjetur Kringlan stækkar í dag um 6.400 fermetra, úr ríflega 12.000 í rösklega 18.000 fermetra, þegar verslunarhús- næði Borgarkringlunnar fer form- lega undir sama hatt og „stóra syst- ir“. Fyrirtækjum í Kringlunni fjölg- ar um 25, þar af era stórir rekstrar- aðilar eins og Hahitat, Deres, Virg- in, Eymundsson, Sega-leiktækjasal- ur, söluskrifstofa Flugleiða og nýtt útibú íslandsbanka. Að auki verður fljótlega tekið í notkun kvikmynda- hús í eigu Áma Samúelssonar. Bíla- stæðahús hafa verið sameinuð og pláss verður nú fyrir um 2 þúsund bíla. Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum við gagngerar breytingar í gömlu Borgarkringlunni frá því í Iðnaðarmenn unnu hörðum höndum i gær við að undirbúa opnun Kringl- unnar í dag, jafnt utan sem innan húsnæðisins sem hefur verið stækkað um 6.400 fermetra. DV-mynd ÞÖK júlí í sumar. Sérstök verkefhis- stjóm var sett á laggimar til að annast sameiningu verslunarmið- stöðvanna. Enn stækkar því Kringlan og var hún stór fyrir. Talið er að um 11 þúsund manns komi þangað á degi hverjum eða um 4 milljónir manna á ári. Það jafiigildir því að hver Is- lendingur komi í Kringluna að meðaltali 15 sixmum á ári. í tilefni stækkunarinnar bjóða verslanir Kringlunar tilboð á vör- um sínum til laugardags, ýmsilegt verður til skemmtunar og efht til getraunar. -bjb . . ■ Stuttar fréttir Nýtt verðbréfafyrirtæki Verðbréfastofan hf. heitir nýtt verðbréfafyrirtæki. Framkvæmda- stjóri er Jafet Ólafsson, fyi-rv. sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, og meðal eig- enda eru Gunnar G. Schram, Ágúst Einarsson og Júlíus Sólnes. Við- skiptablaðið segir frá þessu. Pólaris eignalaust Skiptiun er lokið í þrotabúi Hesthólma hf., áður Pólaris. Ekk- ert fékkst upp í kröfur sem námu 210,9 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Viðskiptablaðið segir frá þessu. Nýr stjórnandi ísafoldar Kristþór Gunnarsson viðskipta- fræðingur er nýráðinn fram- kvæmdastjóri Isafoldarprent- smiðju. Kristþór var áður fram- kvæmdastjóri Radíóstofunnar og ijármálastjóri Jöfurs hf. Vafasamar ríkisábyrgðir Framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins er að athuga hvort ríkisábyrgðir á lán stangist á við lög og reglur ESB. Ríkisábyrgðir era að mati margra ríkisstyrkir og ragla samkeppni, segir Björn Friðfinnsson í samtali við Við- skiptablaðið. Þorski hent iinnuiaust Þorski er linnulaust hent þegar líður á fiskveiðiárið, segir ís- lenskur togaraskipstjóri í samtali við RÚV. Jón Helgi kjörinn Séra Jón Helgi Þórarinsson fékk tilskilinn fjölda atkvæða í fyrstu, og þar með einu umferð kosningar kjörmanna um nýjan prest í Langholtskirkjusókn. Sjö sóttu um brauðið. Sjómannablanda Ríkisútvarpið ætlar að byrja að senda út úrval úr dagskrá beggja útvarpsrása á langbylgju á næsta ári og kallar það blöndu af því besta. Sendingunum er einkum ætlað að ná til sjómanna. -SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904 1600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 j rödd FÖLKSINS 904 1600 Á að gera ísland að einu kjördæmi? NBA-körfuboltinn í nótt: SA Spurs skellti LA Lakers San Antonio Spurs vann í nótt góðan sigur á þreyttu LA Lakers liöi í NBA. „Þetta var sigur Davíðs á Goliat,” sagði Avery Johnson hjá Spurs eftir leikinn. Úrslitin í NBA urðu þessi: Boston-Atlanta........... 103-85 Barros 18, Wesley 16. Toronto-Philadelphia .... 110-98 Camby 23 - Iverson 24. Cleveland-Portland .......71-70 Ferry 15. Detroit-Denver...........95-94 Hill 27. New Jersey-Washington . . 91-106 Kittles 21- Webher 26, Howard 22. Chicago-Miami...........103-71 Jordan 28, Kukoc 26 - Mouming 20. SA Spurs-LA Lakers....... 95-83 Wilkins 28, Maxwell 22 - Shaq 30. Utah-Sacramento.........105-74 Kalone 22, Russell 15. Chicago vann sinn 8. leik og hefur aldrei byijað betur í NBA frá upphafi. Detroit hefur ekki farið betur af stað í sjö ár. Grant Hill tryggði liðinu sigur með því að skora úr vítaskoti á síðustu sekúndunum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.