Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996
Fréttir
Stundar Smuguveiöar ásamt eiginmanni og börnum:
Mér líður alltaf best á sjón-
um og vil ekki gera annað
segir Lilja Eiðsdóttir, þriggja barna móðir sem á að baki 13 ár á sjónum
DV. Siglufirði:
„Ég hef alltaf kunnað vel við mig
á sjónum og vil helst ekki gera
neitt annað. Mér líður alltaf best á
sjónum," segir Lilja Eiðsdótt-
ir, sjómaður og húsmóðir á
Siglufirði, sem stundað hefur
sjó síðastliðin 15 ár meðfram
því að ala upp þrjú börn
ásamt manni sínum, Kristjáni
Elíassyni, stýrimanni og skip-
stjóra á frystitogaranum Sigli.
Elsti sonur þeirra, Gottskálk
Hávaröur, er 23 ára, dóttirin
Brynhildur Þöll er 21 árs og
yngstur er Eiður Ágúst, 14
ára.
Lilja hefur stundað sjóinn
sem matsveinn og háseti allt
frá því yngsti sonur hjónanna
var rúmlega eins árs. Þau
hjónin búa á Siglufirði, ef
hægt er að segja að þau búi
annars staðar en á sjónum.
„Það vantaði kokk á skip
héma svo ég sló til og hringdi
í Kristján sem þá var úti á sjó
og sagði honum að ég væri
búin að ráða mig. Ég hef verið
svo heppin að geta alltaf kom-
ið bömunum fyrir hjá vinum
og vandamönnum. Kristján
hefur stutt mig í þessu,“ segir
Liija.
Hún segir að allt of mikið sé
gert úr launum sjómanna og
oftar en ekki blásiö upp
hversu há þau séu. Lág laun
séu allt eins þekkt á sjónum
eins og þau hærri.
„Ég var að reikna það út að
eftir 70 daga í einangrun í
Smugunni voru laun mín
lægri en ef ég hefði unnið á
vöktum í rækjuvinnslunni.
Þaö munaði um 100 þúsund
krónum. Fólk er alltaf að
þvæla um góð laun sjómanna sem á
alls ekki við nema í fáum tilvikum.
Fólk sér oft ofsjónum yflr launum
okkar sjómanna sem ekkert eru,“
segir Lilja.
Hjónin hafa stundað sjó á ýms-
um skipum í gegnum tíðina, ýmist
samskipa eða sitt á hvoru skipinu.
í sumar voru þau saman á Sigli í
Smugunni ásamt báðum sonum
sínum. Þá voru Gottskálk og Lilja
móðir hans saman á vakt og saman
í klefa.
„Maður hálfskammaðist sín
vegna þess að mamma var ailtaf
„Smugufjölskyldan saman komin um borö I frystitogaranum Sigli. Hjónin Kristján Eliasson og Lilja Eiösdóttir hafa lengi stund-
aö sjó, ýmist samskipa eöa sitt á hvoru skipinu. Synirnir eru einnig farnir aö stunda sjóinn. Meö þeim á myndinni eru Gott-
skálk og Eiöur Ágúst, sem voru elnnig á Sigli í sumar og dóttirin Brynhildur Þöll. DV-mynd ÞÖK
fyrst á dekk. Ég hafði ekkert við
henni,“ segir Gottskálk,
Lilja segir Smuguvistina í sumar
hafa verið hálfdauflega. Lítið hafi
veiðst og Norska strandgæslan hafi
verið á rólegu nótunum.
„Það var ekkert varið í að vera
í Smugunni i srnnar miðað við
hvemig það var í fyrra. Þá var
hasar og gaman að vera til en
núna var Norska strandgæslan
ekkert nema gæðin og kurteisin.
Það var dauflegt," segir Lilja.
Það gengu miklar kjaftasögur
um sjálfsvíg skipverja á Sigli í
sumar. Sögurnar undu upp á sig
og á tímabili var talað um að
þrír skipverjar hefðu fyrirfarið
sér. Kristján segir ótrúlegt
hversu víða sögumar fóm.
„Þegar við vorum á leiðinni
heim hringdu þrír skipverjar
heim. Þeir vom sinn úr hverjum
landshlutanum; einn frá Akur-
eyri, annar frá Patreksfirði og sá
þriðji úr Reykjavík. Þeir komu
allir til mín og sögðu frá því að
þeir hefðu verið spurðir hversu
mörg lík væru í lestinni," segir
Kristján.
„Ég varð var við að fólk trúði
þessum sögum. Maður gerði hálf-
gert grín að þessu framan af en
svo fannst mér vera niðurlæging
í því að fólk skyldi trúa þessu
upp á okkur. Það færi enginn að
taka látna félaga sína og henda
þeim í frysti eða í ís og halda
áfram veiðum eins og ekkert
hefði í skorist. Það er alveg frá-
leitt og sem betur fer kom ekkert
slíkt upp á um borð hjá okkur.
Þvert á móti var mjög góður
mórall um borð enda vissu menn
fyrirffam að túrinn yrði um
tveir mánuðir,“ segir Kristján.
-rt
Dagfari
Mest selda bókin
Eins og jafnan áður á jólum
fyllist markaöurinn af bókum og
bókmenntum sem þjóðinni er sagt
að kaupa og þjóöin sjálfsagt kaup-
ir þegar upp er staðið. Það er
nefnilega alveg sama hversu
margar bækur eru gefnar út og
hversu margar lélegar bækur eru
gefnar út, íslenska bókaþjóðin læt-
ur aldrei segjast og kaupir það
sem að henni er rétt - og les þaö
sem henni er gefið. í rauninni
skiptir heldur ekki mestu máli
hvaða bækur eru gefnar út vegna
þess aö við eigum nóg af sérfræð-
ingum sem eru tilbúnir til að segja
okkur að allar bækur séu góðar
bækur, og þá ekki síöur að lélegar
bækur séu góðar bækur, þegar
einhver hefur slysast til að segja
að léleg bók sé léleg bók án þess að
spyrja aðra um það fyrst. Salan fer
nefnilega alls ekki eftir gæðum
eða innihaldi bókanna heldur
ræöst hún af því hver selur bók-
ina, hvemig hún er auglýst og svo
skiptir auðvitað máli hver skrifar
bókina.
Það er þess vegna sem ríkissjóð-
ur hefur haldið þeim sið aö skipa
nefnd til að úthluta fé úr launa-
sjóöi rithöfunda til að viöhalda
Jœirri stétt manna sem teljast til
valinkunnra og viðurkenndra rit-
höfunda sem hafa aftur það hlut-
verk að skrifa bækur, hvort heldur
þeir hafa tíma til þess eða hug-
myndaflug. Þeir eru sem sagt
komnir á færibandiö og framleiða
hvort sem þeim líkar betur eða
verr til að tryggja að bækur séu
gefnar út af ríkisreknum rithöf-
undum sem eiga það inni hjá rík-
inu og þjóðinni að hún hjálpi þeim
til aö skrifa bækur, eftir að þeir
gáfust upp á því sjálfir. Svo hefur
hiö opinbera aðra nefhd á sínum
vegum sem er nefnd sem velur rit-
höfunda til tilnefningar til bók-
menntaverðlauna og aftur hefur
hið opinbera forgöngu um að velja
fyrir okkur þær bækur sem pupull-
inn á að kaupa.
Þá má heldur ekki gleyma þeim
hópi rithöfunda sem eru rithöfund-
ar af guðs náð og eiga ættir sínar
að rekja til rithöfunda sem einu
sinni gátu sér gott orð og allt slíkt
gefur þeim forskot á bókamarkaön-
um. Skiptir þá ekki máli hvort
bækur jœirra fá góða eða slæma
gagnrýni vegna þess að um leið er
farið að tala um bækur þeirra og
þær verða mest umtöluðu bækur
bókamarkaðarins og seljast best
fyrir vikið.
Satt segja er jafnvel betra að illa
sé talað um bækumar og rithöf-
undana því þá gefst útgefendunum
tækifæri til að reka gagnrýnina
ofan í gagnrýnenduma með því að
birta heilsíðuauglýsingu þar sem
víðfrægir íslendingar og vel lesnir
vitna um að þeir hafi lesið bókina
(sem þeir eiga ekki að lesa fyrr en
á jólunum) og hún sé aUs ekki eins
slæm og gagnrýnandinn segir að
hún sé.
Auðvitaö tekur bókhneigð þjóð
eins og íslendingar eftir þessari
umræðu og eftir því sem bók er
lakari því meir verður hún umtöl-
uð, því meir verður hún seld og því
fyrr kemst hún á metsölulistann og
verður tilnefnd til bókmenntaverð-
launa.
Umræða af þessu tagi er almenn-
ingi til fróðleiks og glöggvunar,
enda veit bókaþjóðin yfirleitt ekki
hvaða bækur eru góðar fyrr en of
seint. Sem stafar af því að fæstir fá
að vita hvaða bækur þeir eiga aö
lesa um jólin fyrr en pakkamir eru
teknir upp! En þá er líka gott að
hafa fylgst með umræðum bók-
menntagagnrýnendanna og fólks-
ins sem forlögin hafa valið til að
segja okkur hvort bækumar séu
góðar eöa slæm£ir sem okkur verða
gefnar á jólunum. Það gengur ekki
lengur að treysta bókaþjóðinni
sjálfri til að hafa á því skoðun.
Dagfari