Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Side 17
- '1 jL>V MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 menning n kr. 3.990 Handryksuga • Falleg og kraftmikil HR 6015 —kr. 4.990—'HD7256 Café Roma • Með lekaloka Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 589 1500 Umboðsmenn um land allt. Þú illi hljóðnemi Ut er kominn diskur með íslensk- im þjóðlögum. Lögin eru úr safhi sem gefið var út árið 1960 af Al- menna bókafélaginu. Það var söng- konan Engel Lund sem valdi lögin og bjó til prentunar en austurríski pí- anóleikarinn Ferdinand Rauter út- setti. Á diskinum syngur Marta Guð- rún Halldórsdóttir þessi lög og sér píanistinn Örn Magnússon um und- irleikinn. Smekkleysa ______________ gefur diskinn út og sá Jón Óskar um kápuna af sinni alkunnu snilld. Á framhliðinni má líta mjög svo drungalegt skýjaþykkni sem er ein- staklega týpískt fyrir okkar yndis- lega veðurfar og alveg í stíl við karakter íslenku þjóðlaganna sem mörg hver eru æði þunglyndisleg. Söngkonan Engel Lund lést fyrr á þessu ári, þá komin á tíræðisaldur. Hún var af dönsku bergi brotin en bjó á íslandi frá árinu 1960. Hún kenndi m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík og má segja að sópað hafi að henni þar. Ættu flestir íslenskir tónlistarmenn að muna eftir henni - undirritaður er að minnsta kosti einn af þeim. Of langt mál væri að telja upp allt sem hér er að finna - helst ber að nefna lög eins og Bí bí og blaka, Fag- urt galaði fuglinn sá og Hættu að gráta hringaná. Marta Guðrún syng- ur öll þessi lög vandvirknislega og er Tónlist Jónas Sen ekki hægt að finna að neinu er varð- ar raddbeitingu og tækni. En þar sem íslensku þjóðlögin fjalla nánast um allt sem lífíð hefur upp á að bjóða þarf túlkun þeirra að vera lit- rík og fjölbreytileg. Því miður verð- ur maður þess ekki var á umrædd- um diski, a.m.k. er ekki mikil hugg- un harmi gegn í flutningi lagsins Hættu að gráta hringaná - eða kimni _________ í Kindur jarma í kofun- um. Einnig vantar meiri dramatíska þjáningu í lagið sem hefst á þessum orðum: „Hér undir jarðar hvílir moldu Sæmundar --------- Klemenssonar líkami.“ Til gamans og til samanburðar má geta þess að Engel Lund söng sjálf hið síðastnefnda í kvikmyndmni Á hjara veraldar eftir Kristínu Jóhann- esdóttur. Rödd hennar heyrist í at- riði þar sem Amar Jónsson leikari er að fara upp með lyftu til að heim- sækja móður sína - ef undirritaður man rétt. Þar er túlkunin slík að hreinlega tekur um hjartað. Flutn- ingur Mörtu Guðrúnar á þessu lagi stendur Engel Lund langt að baki. Niðurstaða mín er sú að Marta Guð- rún hefði mátt gefa sig anda laganna meira á vald. Hún hefur frábæra rödd og syngur oft geysifallega á tón- leikum. En kannski hefur hún bara vandað sig of mikið fyrir framan hljóðnemann. Toastissimo-brauðrist • Falleg hönnun Handþeytari • Kraftmikill m/3 hraðastillingum Þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu komið út: Þegar íslendingar uppgötvuðu sjálfa sig Mál og menning hefúr gefið út þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu í ritstjórn Halldórs Guðmundssonar, bókmenntafræðings og útgáfustjóra for- lagsins, sem jafn- framt ritar inn- gang. Bókin nær yfir tímabilið frá 1750 til 1918, eða hina svonefndu löngu nítjándu öld sem hófst með frönsku bylting- unni og endaði með fyrri heimsstyrjöld- inni. Höfundar efn- is eru Ámi Ibsen, leikhúsfræðingur og rithöfundur, Gísli Sigurðsson, ís- lenskufræðingur hjá Ámastofnun, Matth- ías Viðar Sæmunds- son, dósent í ís- lenskum bókmennt- um við Háskóla íslands, Páll Vals- son, íslenskufræðingur og lektor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, Silja Aðal- steinsdóttir, íslenskufræðingur og menningarritstjóri DV, og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur. Að sögn Halldórs voru fyrstu drög lögð aö ritun bókmenntasögunnar árið 1987. Fyrsta bindi kom út fyrir fjórum ámm og hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin 1992. Annað bindi kom út ári síðar. Ritstjóri bindanna var Vésteinn Ólason. Halldór tók að sér ritstjórn þriðja bindisins, sem hefur verið í smíðum í fjögur ár, og einnig þess fjórða og síðasta sem ætl- unin er að gefa út eftir tvö ár. Það mun taka fyrir íslenska bókmennta- sögu 20. aldar. Líkt og fyrri bindin er það þriðja veglegt og yfirgripsmikið, upp á eitt þúsund blaðsíður. Það er mjög að- gengilegt öllum þeim sem áhuga hafa á íslenskum bókmenntum enda hafa fjölmargir tryggt sér fyrri bind- in og biða spenntir þess fjórða. Mikið af frumraimsóknum Halldór segir að miklar fram- rannsóknir hafi legið fyrir á siðustu Halldór Guömundsson, útgáfustjóri Máls og menn- ingar, er ritstjóri þriöja bindis íslenskrar bókmennta- sögu sem spannar tímabilið 1750 til 1918. DV-mynd Pjetur árum um bókmenntasöguna, eins og t.d. um upplýsinguna hjá Matthíasi Viðari sem á mest efni í bókinni. „Þar kemur í ljós að í þessu fá- menni á norðurhjara veraldar und- ir lok 18. aldar voru menn ekki bara að skrifa merkar bókmenntir held- ur einnig að fylgjast með því sem gerðist úti í heimi og takast á við hugmyndastrauma annairra landa. Ritárátta þjóðarinnar fylgir henni vestur til Kanada á 19. öld þar sem ótrúlega mikil bókmenntastarfsemi fór fram,“ segir Halldór, en fróðleg- ur kafli er í bókinni um vestur-ís- lenskar bókmenntir. ■ Halldór segir einkennandi fyrir það tímabil sem bókin spannar að á meðan Islendingar voru innan Danaveldis hefðu bókmenntirnar verið miðpunktur allrar sjálfsvit- undar. „Fólkið sér tilgang lífsins og sjálft sig speglast í bókmenntunum. ís- lendingar uppgötvuðu þarna í raun sjálfa sig.“ I bókinni er m.a. sagt frá upplýs- ingarmönnum og eldklerkum, út- gáfustarfi Magnúsar Stephensens og ljóðagerð Jóns Þorlákssonar. ítarleg umfjöllun er um Fjölnismenn og upphaf rómantíkur í íslenskum skáldskap. Greint er frá upphafi skáldsagnaritunar og fjallað m.a. um verk Eiríks Laxdals, Jóns Hjaltalíns, Jóns Thoroddsens, Bene- dikts Gröndals og Torfhildar Hólm. Ljóðlistin var fyrirferðarmikil á 19. öld og henni eru gerð góð skil i bók- inni. Fjallað er um upphaf íslenskr- ar leikritimar og þjóðsögur, svo dæmi séu tekin. -bjb Perlur málsins Út er komið mikið verk dr. Haralds Matthías sonar á Laugarvatni, Perlur málsins. I bókinni freistar hann þess að gera forn snjallyrði auð- skilin og aðgengileg almenningi svo að hann geti átt kost á að auðga og fegra mál sitt í ræðu og riti. Haraldur fer þá leið að laða lesandann að fornmálinu frá nútímamáli. Uppsláttarorðin, eða leitarorðin, eru úr daglegu máli og frá þeim er vísað til hliðstæðra orða í fornmálinu og orðasambanda sem eru skýrö með dæmum. Að baki verkinu liggja margra áratuga rannsóknir Haralds á sjaldgæfúm og eftirtektarverðum orðum í fornum ritum. Meðal ann- ars orðtók hann Sturlungu, Flateyjarbók, Fomaldarsögur Norður- landa, biskupasögur, íslendingasögur og Grágás. Aftan við meginmál er skrá yfir fornyrði í stafrófsröð og vísað á leitarorðin. Þrúður G. Haraldsdóttir ritstýrði verkinu, Freydís Kristjánsdóttir myndskreytti það en íslenska bókaútgáfan gaf það út. in. um —kr. 3.990 Blandari • 1,5 lítra • 3 hraðastillingar ni. wi Gufustraujárn HD 1488

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.