Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Síða 24
24
MANUDAGUR 16. DESEMBER 1996
Fréttir
Fær hringingar frá fólki sem man eftir honum úr Kanaútvarpinu:
Vatnsleysuströnd:
Hlynaði um hjarta-
ræturnar við þessar
góðu móttökur
- segir Bob Murray sem er nú með þátt á Aðalstöðinni
„Þaö var virkilega gaman að fá
hringingar frá fólki þar sem það
sagðist muna eftir mér síðan úr út-
varpinu á vellinum. Það bauð mig
velkomið og sagðist vona að ég yrði
hér sem lengst. Mér hlýnaði mjög
um hjartarætur við þessar góðu
móttökur og sérstaklega þegar ein-
hver sagði að ég hljómaði eins og 25
ára í útvarpinu þó ég sé orðinn
rúmlega fimmtugur,“ segir Banda-
ríkjamaðurinn Bob Murray sem var
þekktur útvarps- og sjónvarpsmað-
ur hjá Bandaríkjaher á Keflavíkur-
flugvelli á níunda áratugnum. Bob
er kominn aftur til íslands og
stjórnar nú útvarpsþætti á Aðal-
stöðinni á sunnudögum.
„Ég kom hingað til íslands fyrst
árið 1972 og var þá að sinna minni
herskyldu. Mér líkaði strax mjög
vel við land og þjóð og hét því að
koma hingað aftur. Ég reyndi að fá
mig fluttan aftur til íslands en það
liðu 10 ár þangað til ég komst aftur.
Þá fór ég að vinna hjá útvarpi og
sjónvarpi á vellinum og var hér I
rúm 6 ár. Þá fór ég heim tU Banda-
Bob Murray.
ríkjanna en nú er ég kominn aftur
og vonast tU að vera hér sem lengst.
Við erum með þátt á Aðalstöðinni
sem ber nafnið rokk í 40 ár og það
hefur gengið mjög vel. Draumurinn
er annars að vinna í útvarpinu á
hverjum degi og auk þess hef ég
mikinn áhuga á ferðamannaþjón-
ustu og langar mikið tU að sam-
tvinna þetta tvennt. Það versta er að
ég hef aldrei náð tökum á íslensk-
unni. Ef það yrði sérstakt aulanám-
skeið í íslensku þá yrði ég skráður í
það fyrstur manna,“ segir Bob. -RR
Ekki ein-
setning nú
DV, Suðurnesinm:_________
„í þessum áfanga náum við
ekki að einsetja skólann en það
verður gert í næsta áfanga.
Stefht verður að því að fúllklára
viðbygginguna á næsta ári,“ seg-
ir Jóhanna Reynisdóttir, sveit-
arstjóri Vatnsleysustrandar-
hrepps, í samtali við DV.
Tekin hefur verið ákvörðun í
sveitarstjóminni um að byggja
700 fermetra viðbyggingu við
Stóru-Vogaskóla. Kostnaðurinn
er á miUi 70 og 80 mUljónir og
mun jöfnunarsjóður sveitarfé-
laga greiða 40 prósent.
Núverandi skólahúsnæði er
600 fermetrar og hefði þurft 1.200
fermetra byggingu tU að einsetja
skólann. Um 140 nemendur eru í
skólanum. Að sögn Jóhönnu er
mikU þörf á viðbótarhúsnæðinu.
í þessum áfanga verði aðstaða
fyrir nemendur og kennara bætt
og gerðar sér stofur fyrir raun-
greinar.
ÆMK
KEA hlaut
viðurkenningu
Þroskahjálpar
Kaupfélag Eyfirðinga á Akur-
eyri hlaut viðurkenningu Lands-
samtakanna Þroskahjálpar fyrir
að skara fram úr í atvinnustefnu
gagnvart fötluðu fólki. Sex fyrir-
tæki voru tUefnd en í dómnefnd
eiga sæti fuUtrúar aðila vinnu-
markaðarins auk fuUtrúa lands-
samtakanna.
„Valiö var ekki einfalt, það
hafa aö mínu mati aldrei verið
eins margar góðar tUnefhingar
og í ár. Á endanum var þetta
fyrirtæki talið hafa vinninginn
umfram aðra fyrir að hafa sam-
þykkt á aðalfundi sínum í vor að
skipuleggja störf með þeim
hætti að fatlaðir geti gegnt þeim.
Ég þekki ekki önnur dæmi um
að slíkt hafi verið sett formlega
í atvinnustefnu fyrirtækis hér á
landi," sagði Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Þroskahjálp-
ar.
Hin fyrirtækin, sem hlutu til-
nefhingu, voru: MyUan, ísafjarð-
arkaupstaöur, Sjúkrahús
Reykjavíkur, MeitiUinn í Þor-
lákshöfn og Kjötkaup á Reyðar-
firði. Viðurkenningin, forkunn-
arfagur keramikvasi eftir Ólaf
Ólafsson, listamann á Selfossi,
var veitt á alþjóðlegum degi fatl-
aðra, en þá notuðu landssamtök-
in jafnframt tækifærið og héldu
upp á 20 ára afmæli sitt. -ingo
Börnin á Hofsósi kunna svo sannarlega að meta snjóinn. Þegar DV var á
ferð þar í vikunni voru þessir þrír félagar að leika sér með bíla sína sem sátu
á köflum fastir í sköflum. Þeir Ómar, sjö ára, Sindri, átta ára, og Jóel, sem
einnig er átta ára, sögðust allir hlakka til jólanna. Þá fengju þeir hugsanlega
nýjan bílaflota og svo væri spennandi að kveikja á jólatrénu. DV-mynd ÞÖK
Sveitarfélög á köldum svæðum:
Samvinna um
jarðhitaleit
- 88 gráða heitt vatn úr holu á „köldu“ svæði
Stofnuð hafa verið samtök sveit-
arfélaga á köldum svæðum sem
hyggjast hafa samvinnu um leit að
nýtanlegum jarðhita. „Samtökin
eru að láta taka saman fyrir sig
skýrslu hjá Orkustofnun um mögu-
leika þessara sveitarfélaga í ljósi
nýrrar reynslu, tækni og þekkingar
og ég býst við að byggðar verði á
henni hugmyndir um frekari leit á
næsta ári,“ segir Kristján Haralds-
son, framkvæmdastjóri Orkubús
Vestfjarða.
í Sambandi sveitarfélaga á köld-
um svæðum eru sveitarfélög á Aust-
urlandi, Vesturlandi og Vestfjörð-
um. Vestfirðir hafa þó þá sérstöðu
að sögn Ólafs Þ. Kristjánssonar,
bæjarstjóra í Bolungarvík, að Orku-
bú Vestfjarða hefur einkaleyfi á
allri orkunýtingu og -sölu á Vest-
fjörðum þannig að Orkubúið fer
með jarðhitamálin fyrir hönd Bol-
ungarvíkur sem er í hinum nýju
samtökum.
Nýlega kom í ljós verulegt magn
af heitu vatni í borholu á Árskógs-
strönd við Eyjafjörð og í Stykkis-
hólmi sem báðar eru á köldum
svæðum. Kristján Sæmundsson,
jarðfræðingur á Orkustofhun, hefur
rannsakað holuna í Stykkishólmi.
Vatnið í henni er að hans sögn 87
gráða heitt og afköstin rúmlega 40
lítrar á sekúndu en holan er 855
metra djúp. -SÁ
Ökumaður Norðurleiðarrútu:
Dæmdur til
greiðslu sektar
Itölsk gæðaframleiðsla
STILLANLEGT BAK
STILLANLEG HÆÐ
ENDINGARGÓÐIR
AUOHREYFANLEGIR
BAKSTUÐNINGUR
MEfl EÐA ÁN ARMA f
5 ARMA HJÓLASTELL
EITT LÆGSTA VERS Á MARKADNUM
TM - HUSGOGN
Stðumúla 30 - tlml Sðð 6323
OpiA: Mán-fös. 9-18
Lau.10-16-Sun. 14-16
- en fær að halda ökuleyfinu
DV, Akureyri:
Ökumaður Norðurleiðarrútu var
í gær dæmdur í Héraðsdómi Norð-
urlands vestra til greiðslu 50 þús-
und króna sektar en sýknaður af
kröfu ákæruvaldsins um sviptingu
ökuleyfis.
Maðurinn ók langferðabifreið
sem lenti í mikilli hálku og svipti-
vindum í Hrútafirði i október á síð-
asta ári með þeim afleiðingum að
bifreiðin fauk út af veginum og valt
síðan. Tvær konur í bifreiðinni lét-
ust og um 30 manns slösuðust.
Kært var vegna gáleyislegs akst-
urs á vanbúinni bifreið við þær að-
stæður sem voru fyrir hendi. Mann-
inum var einnig gert að greiða allan
málskostnað sem nemur um 850
þúsund krónum.
-gk
Flutningabíll á hliðina:
Beltin björguðu
segir bílstjórinn
DV, Höfn:
Mjólkurflutningabíll frá Egils-
stöðum fauk út af vegi og valt á hlið-
ina skammt austan Fjarðarár í Lóni
á miðvikudag. Ökumaðurinn, Jón
Heiðar Frímannsson, sagðist vera
aumur í baki en að beltið hefði ör-
ugglega bjargað því að ekki fór verr.
Bíllinn er mikið skemmdur.
Jón Heiðar náði sambandi við
lögregluna á Höfn og kom hún hon-
um til hjálpar. Áður en lögreglan
kom hafði einn ökumaður keyrt
fram hjá án þess að kanna hvort
hjálpar væri þörf. Sá næsti sem
kom var öllu hugulsamari.
-JI