Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Page 27
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996
35
\u3Jllj1 Vlj jijJjVJJj'
- segir forstjóri Evrópudeildar Microsoft
„Tölvur eru of dýrar í Evrópu, þær eru
skattlagðar svo mikið að þegar efnahagur
margra er ekki góður, eins og nú um stund-
ir, þá er hætt við þvi að fólk spari við sig
tölvukaup. Enn fremur hef
ég áhyggjur af því að mörg
riki í Evrópu noti sér ekki
einkatölvur í skólakerfum
sínum. í álfunni eru marg-
ir að útskrifast úr skólum
og hafa aldrei átt við tölv-
ur,“ segir Bernard Vergne,
forstjóri Evrópudeildar
skóla í Evrópu. Hann segir
að ef hann hefði verið
spurður að því fyrir tveim-
ur til þremur árum hvert
evrópski tölvumarkaður-
inn stefhdi hefði hann
sennilega svarað því til að
Evrópa væri einungis
tveimur til þremur mánuð-
um á eftir Bandaríkjunum
í þróun vélbúnaðar. Eini
virkilegi munurinn væri
Intemetið. Þar væri Evr-
ópa tveimur árum á eftir.
„Nú, tveimur árum síðar,
hefúr þetta gerst. Intemet-
inu hefur svo sannarlega
verið tekið tveim höndum í Bandaríkjunum
á undanfomum tveimur árum. Þar fer sam-
an mikil einkatölvueign, bæði hjá fyrirtækj-
unum og á heimilum." Vergne telur þó
skipta mestu máli hvert viðorf manna sé til
tækninnar. „Evrópubúar em að bregðast
við tækninni en í Bandaríkjunum er verið
þróa hana,“ segir Verg-
ne. Að hans sögn em
líkur á því að þetta gæti
breyst eitthvað og nefh-
ir sérstaklega tilkomu
frjálsrar samkeppni á
hinum sam-evrópska
markaði í fjarskiptum
árið 1998. „Þegar má sjá
merki um niðurfellingu
tolla og verðstríð - það
er ódýrara að vera í
hvers konar fjarskipt-
um en það var fyrir
hálfu ári. Það sem skipt-
ir einnig máli er að
menn hjá stórfyrirtækj-
um em famir að ræða
þá kosti sem innanhúss-
net (Intranet) hafa.“
Vergne bendir einnig á
að mikið sé af góðum og
frumlegum evrópskum
fyrirtækjum á sviði
tölvutækni. „Það er
hins vegar erfitt að tak-
marka fyrirtæki við Evrópu ef þau eiga að
vaxa og dafna. Markaðurinn er nú á heims-
vísu.“ Þýtt og endursagt úr Time-Digi-
Tölvueign heimila
- í Bandaríkjunum og Evrópu -
Evrópa Bandaríkin
PVI
Tölvur í Evrópu
Skotland
Compaq og IBM keppa ekki einung-
is um tölvumarkaðinn á meginlandi
Evrópu. í Skotlandi reka fyrirtækin
verksmiðjur í einungis 20 kílómetra
fjarlægð hvor frá annarri og keppa
fyrirtækin hart um aö fá starfsfólk á
svæðinu.
McDonald’s er i klandri þar í landi.
Umhverfisverndarsinnar, sem unnu
gegn fyrirtækinu í réttarsölum og á
opinberum vettvangi á sfðasta ára-
tug, hafa nú sett upp vefsfðu á slóð-
inni http://www.mcspotlight.org
Fyrir níu árum byrjaði lögreglan í
Englandi á lítilli tilraun með eftirlits-
myndavélar í bænum Kings Lynn. Nú
hafa þúsundir myndavélar veriö sett-
ar upp í 400 miðborgum víös vegar
um landið og telur lögreglan að vegna
þessa hafi glæpum fækkað um 60 af
hundraöi.
Frakkland
Franskt fyrirtæki hefur
hafið markaðssetningu á
afar fullkomnum golf-
hermi. Þeir sem leika golf
í herminum spila á gervi-
grasi og geta norft a bolt-
ann á risastórum skjá.
Innrauðir skynjarar reikna
út hraða, snúning og
stefnu boltans.
Finnland
í ágúst síðastliðnum fór
Karpov létt með að sigra
„heiminn” f skák sem
hann tefldi í gegnum Int-
ernetiö við fjölda skák-
manna. „Heimurinn”
gafst upp eftir einungis
32 leiki.
Þýskaland
Oft er tölvum kennt um streitu en nú
hefur þýskt fyrirtæki framleitt „streitu-
bana“. Hann virkar þannig að skynjar-
ar eru tengdir stressaðri manneskju
og tölvu. A tölvunni er hægt að sjá
hversu illa viökomandi er haldlnn af
streitu og býður meðfylgiandi forrit upp
á tónlist og myndir til að róa hann.
Smáverslanir á bensínstöðvum verða
aldrei samar ef áætlun Þýskalands-
deildar BP gengur eftir. Nú er fyrirtæk-
ið að prófa sig áfram meö „sýndar-
verslanir“. Tíu bensfnstöövar í Múnchen
taka þátt í tilrauninni en viöskiptavin-
ir borga fýrir vörurnar með debetkort-
um.
Ítalía
Hinn illa haldni ftalski rafeinda-
tækjarisi, Olivetti, er nú hætt-
ur aö framleiða einkatölvur. Fyr-
irtækiö var söluhæsti
tölvuframleiöandi álfunnar
þangað til í fyrra en hefur ekki
skilað hagnaöi I sex ár.
Fyrir nokkru síðan var sagt frá því á
tölvusíðum DV að nýtt íslenskt tölvu-
póstsforrit hefði verið hannað af Bimi
Heiðari Guðmundssyni. Þar var sagt frá
þvi að forritið hefði þegar fengið góðar
viðtökur erlendis og enn heldur vel-
gengnin áfram. Þegar viðtalið við Bjöm
var tekið var hann um það bil að fara að
setja forrit sitt í dóm á vefsíðum þar sem
ný Intemetforrit em tekin fyrir og
dæmd á mjög gagnrýninn hátt. Nú em
viðbrögðin farin að skila sér og á hinni
kunnu vefsíðu Forrest Strouds fær forrit
Bjöms frábæra dóma. Stroud þessi er
bandarískur og er að ljúka námi í upp-
lýsingafræði við háskólann í Texas.
Hann virðist þó hafa tíma til þess að
setja upp og haida við vefsíðu þar sem
hann fjallar mjög ítarlega um mikinn
fjölda forrita sem ætluð eru til notkunar
á Intemetinu. Hann ætlar síðu sinni að
vera nokkurs konar verslunarmiðstöð á
vefnum þar sem hægt er að nálgast ara-
grúa forrita sem hlutlaus aðili (hann
sjálfur) hefur tekið fyrir. Ekki er annað
hægt að segja en að tölvupóstsforritið frá
TransSoft fái góða dóma hjá Stroud en
hann segir um það að það skari fram úr
á nokkrum sviðum og býst við stórum
hlutum frá TransSoft í framtíðinni.
Hann telur það einfalt í notkun og segir
að auðvelt ætti að vera fyrir hvern sem
er að nota það. Sérstaklega hrósar hann
því að það sé með innbyggðum PGB
(Pretty Good Privacy) en það tryggir að
óviðkomandi geti ekki lesið tölvupóst,
Stroud segir forritið vera handhægt til
að senda mörgum aðilum í einu tölvu-
póst og að forritið aftengi tölvu notand-
ans símalínu strax og búið er að sækja
nýjan póst, svo eitthvað sé nefnt. Þó seg-
ir hann aö sumt hefði mátt betur fara en
blaðamanni virtist Stroud helst gagn-
rýna verðið á póstforritinu frá TransSoft
en það kostar tæpar 3.500 krónur.
Vefsíða Strouds er á slóðinni http:
//cwsapps.com/coolapp.html en þar er
meðal annars hægt að nálgast póstforrit-
ið frá TransSoft og fjölda annarra gagn-
legra forrita fyrir Intemetið.
Samantekt:-JHÞ
Falleg skólaúr
Vatnsvarin
með skýrum
stöfum.
í tilefni
jólanna
er
innifalin
áletrun allt
að 5
stöfum.
Verð aðeins kr. 2.950
GULL-URIÐ
Axel Eiríksson
Álfabakka 16, Mjóddinni, sími 587-0706
Aðalstræti 22, (safirði, sími 456-3023
Vatnsheldar,
sterkar og hlýjar.
jöklagleraugu
CEBG, mikið úrval.
dömu
kuldajakki
Vatnsheldur, hlýr með útöndun.
Verð: 8.980
t herra
p kuldajakki
■ Vatnsheldur, hlýr
» með útöndun.
m Verð: 8.980
kuldaúlpurl
Verð 6.980- .
Gefur þú
fjölskyldunni
hlýja gjöf sem
endist og endist?
hitabrúsar
Obrjótanlegir.Verð frá 2.900-
bakpokar
Mikið úrval.Verð frá 2.200-
svefnpokar
-8°e Verð frá 4.600
hanskar^m
Mikið úrval,
gott verð. 3
Sunway ’
göngubuxur
gönguskón