Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Side 28
36 Hugsunin hreyfir sig í stökkum Frá því ákvörðun um tlltekna hreyfingu er tekln og þar tll hún er framkvæmd líða um 0,9 sekúndur. HW mm HPfk i/j£3JjJ iJj JJJJ 'j^^JjjJJ ■ MANUDAGUR 16. DESEMBER 1996 1 Hugsunin um gjörning fer frá sæti viljans til hreyfimiöstöövarinnar í ennisblaöinu. V S3f . A næstu u.þ.b. 0,6 sek- úndum flyst hugsunin til svokallaös tengslabark- ar þar sem taliö er aö hreyfingar séu skipu- lagöar í smáatriöum. h | x/ / m -££■ A næstu 0,20 sekúnd- um flyst hugsunin til „forsalar" hreyfingarinnar. m. ~r- Á slöustu 0,1 sekúndunni flyst hugsunin til þess svæöis sem sér um aö hreyfa fingur hægri hand- ar. Þangað kemur hún 0,02 sekúndum áöur en ■ 1 hreyfingin er framkvæmd. Hugsunin æðir áfram með 216 m hraða á klukkustund *A <ts. Hugsun okkar er nú ekki með al- besta viðbragði sem þekkist. Dansk- ir vísindamenn hafa sem sé komist að því að hugsunin æðir af stað með um það bil sex sentímetra hraða á sekúndu. Það mundi vera um 216 metra hraði á klukkustund. En það sem kannski er meira um vert er að þessir sömu vísindamenn hafa einnig fundið staðinn þar sem hugs- unin að baki tiltekinni hreyfingu á upptök sín. Setjum nú sem svo að við ætlum NÓ að hreyfa vísifingur hægri handar. Ekkert virðist einfaldara en að baki þessari hreyfingu liggur mikil und- irbúningsvinna í heilanum. Hugs- unin á upptök sín í vinstri hluta þess hluta heilans sem heitir ennis- blað, 900 millísekúndum áður en hreyfmgin verður að veruleika. Eft- ir 600 millísekúndur flytur hugsun- in sig til svokallaðs tengslabarkar. Næstu 200 millísekúndumar skipu- leggur svo heilinn út í æsar hvern- ig hreyfingin verður útfærð. Þessu næst hoppar hugsunin yfír á forsvæði hreyfimiðstöðv- arinnar áður en hún held- ur áfram yfir í hreyfimið- stöðina sjálfa á síðustu 100 millísekúndunum áður en fingurinn hreyfist. Þangað kemur hugsunin 20 millísekúndum áður en fingurinn fer af stað. Þeir sem kortlögðu svona leið hugsunarinnar um heilann þar til hún varð að hreyfingu eins fingurs voru vísindamenn við borgarspítalann í Árós- um og tækniháskóla Dan- merkur, DTU. „Hraðinn er ekki svo mikilvægur. Hann tengist því verkefni sem á að framkvæma og er mismun- andi fyrir hverja hreyf- ingu,“ segir Peter Johann- sen læknir við taugadeild borg- arspítala Árósa í samtali við danska blaðið Jyllands-Posten. Hann er einn fjögurra danskra vísinda- manna sem hafa rannsakað hraða hugsunarinnar frá haustinu 1995. „Það sem er nýtt I þessu er að við höfum fundið staðinn í heilanum þar sem viljinn fyrir meðvitaðar hreyfmgar hefur aðsetur. Margir rannsóknarhópar hafa leitað að honum í 25 til 30 ár en það er fyrst núna sem við getum bent á hann.“ Johannsen segir að ekki megi rugla saman meðvitaðri hreyfingu, þegar maður ákveður að hreyfa t.d. vísifingur hægri handar, og ómeð- vitaðri, eins og þegar maður kippir hendinni að sér ef maður brennir sig á heitri plötu. „Það eru bara viðbrögð sem eru allt annað mál. Hér hugsar maður ekki, heldur hara framkvæmir," segir Johannsen. Dönsku vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar á ráðstefnu heila- fræðinga í Washington í síðasta mánuði. Við rannsóknimar notuðu þeir tvenns konar tækni við að ná heilamyndum, annars vegar MEG- skanna og hins vegar PET-skanna. Með MEG er hægt að mæla ná- kvæmlega hvenær eitthvað gerist í heilanum en ekki nákvæmlega hvar. Því er aftur á móti öfugt farið með PET-skannann. Með því að leggja saman þessar tvær mælingar fundu vísindamennimir svo stað- inn í ennisblaðinu. „Uppgötvunin hefur mikla vís- indalega þýðingu," segir Peter Jo- hannsen. „Með því að kortleggja fyrst leið hugsunarinnar hjá heil- brigöu fólki getum við síðar rann- sakað sjúkdóma í ennisblaðinu, eins og t.d. geðklofa og þunglyndi eða heilaskaða eftir umferðarslys." Nýjar upplýsingar um FOamanninn: Ekkimeð sjúkdóm sem við' Fílamaðurinn þjáðist ekki af sjúkdóminum sem við hann er kenndur, heldur allt öðrum og fá- gætum sjúk- dómi. Fílamað- urinn, sem svo hefur verið kall- aður, hét Joseph Merrick og lifði í Lundúnum á síðari hluta 19. aldrinnar, lést árið 1890. Saga hans hefur verið sögð bæði á leik- sviði og í kvik- myndum. Það var röntgenlæknirinn Amita Sharma við Konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum sem komst að þessum nið- urstöðum eftir rannsóknir á beina- greind Merricks sem eru varðveittar á sjúkrahúsinu. Sharma segir að sjúk- dómurinn sem að öllum líkindum hafi valdið vansköpun Merricks sé svokall- að Próteus heilkenni, afar sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur ofvexti á bæði beinum og vefjum I líkamanum. Þekkt tilfelli af sjúkdómi þessum ná ekki eitt hundrað í heiminum öllum en hann var ekki greindur fyrr en fyrir um tveimur áratugum. Sharma kynnti niðurstöður sínar á ársfundi samtaka röntgenlækna í Bandarikjunum fyrir skömmu. Neurofibromatosis, eða filamanns- sjúkdómurinn, sem talið var að hefði þjakað Merrick, hrjáir um eitt bam af hverjum fjögur þús- und sem fæðast. Þetta er erfðasjúk- dómur í taugakerf- inu sem veldur óeðlilegum vexti í vefj- um líkam- ans. Merrick fæddist árið 1862 og hann var ekki nema 21 mánaðar gamall þegar hinn óeðlilegi vöxtur hófst. Ummál höfuðs hans varð t.d. 91 sentimetri en hjá flestum karlmönnum er það ekki nema um 61 sentimetri. Lík- ami hans var einnig þakinn ofvexti ým- iss konar og af þeim sökum varð hann utangarðsmaður í samfélagi síns tíma. Hann vingaðist hins vegar við lækni við sjúkrahúsið í Lundúnum og bjó þar síðustu æviárin. Sharma segir að Próteus heilkennið hafi birst í sinni öfgakenndustu mynd í Merrick en hann valdi því stundum að t.d. önnur hönd fórnarlambs verður risastór. „Hann hefur margar birtingarmynd- ir. Þess vegna er hann kenndur við gríska guðinn sem gat breytt sér í allra kvikinda líki til að komast hjá þvi að vera gripinn,“ segir Amita Sharma. Bakteríur farnar að nærast á lyfjunum Þegar bakteríumar hreinlega nærast á fúkalyfjunum sem ætl- að er að drepa þær þá fyrst þyk- ir manni nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn. En þannig er það nú og ekki bara í vísindaskáldskap. Breskir læknar urðu vitni að þessum ósköpum og skrifuðu bréf til læknablaðsins Lancet til að deila reynslu sinni. Ian Eltringham og starfs- bræður hans við sjúkrahús heilags Georgs í Lundúnum segja frá tveimur mönnum sem höfðu gengist undir miklar skurðaðgerðir og fengið sýkingu í skurðinn. Mennimir fengu fúkalyf til að vinna bug á sýk- ingunni. í fyrstu vann lyfið á bakteríunum en ekki leið á löngu áður en ástand mannanna fór að versna aftur. Það breytt- ist svo ekki til batnaðar fyrr en þeir höfðu verið teknir af fúka- lyfjunum. „Bakteríurnar þrifust ekki nema þeim væru gefin fúkalyf. Það sem átti að eitra fyrir bakt- eríuna varð að næringu henn- ar,“ segja læknarnir í skrifi sínu. Bakteriurnar sem hér áttu hlut að máli em algengar í þörmum fólks og ákveðin teg- und fúkalyfs vinnur vel á þeim aUa jafna, þó að í þessum tveim- ur tilvikum hafi bakteríunum tekist að stökkbreyta sér það fljótt að lyfið virkaði öfugt við það sem til var ætlast. Margir læknar óttast að bakt- eríur séu að verða ónæmar fyr- ir öllum fúkalyfjum vegna mik- illar notkunar þeirra og að þá verði svipað ástatt fyrir mann- kyninu og fyrr á öldum þegar milljónir manna dóu af völdum sýkinga sem nú eru taldar óverulegar. Rykský ollu líka hækkun hitastigs Ryki hefur til þessa oft verið kennt um að hafa átt þátt í lækkun hitastigs á jörðinni með því að byrgja fyrir geisla sólarinnar. Þar með urðu ísald- ir jarðarinnar verri en þær voru, þótt varla hafi verið á það bætandi. Nú halda nokkrir vís- indamenn hins vegar hinu gagnstæða fram og segja að rykið kunni einnig að hafa orð- ið til þess að hitastigið hækk- aði. Jonathan Overpeck, séfræð- ingur í sögu loftslags til foma, og félagar hans við háskólann í Colorado beittu tölvutækni til að herma eftir eyðimerkursand- byljum og þeir komust að því að rykið gat verkað eins og þægileg ábreiða sem hélt hitan- um á yfirborði jarðar. Vísindamennirnir skýra frá þessu í tímaritinu Nature og segja að niðurstöðurnar geti skýrt áður óútskýrðar snöggar breytingar á loftslagi. Ef menn era eins og mýs hafa vísindamenn hugsanlega færst skrefinu nær því að fram- leiða lyf gegn offitu. Málið snýst um það hvort efni sem finnst í heila manna og músa verkar á sama hátt. Vísindamenn við Was- hingtonháskóla rannsökuðu mýs sem voru ekki með horm- ónið leptín en það er talið hafa áhrif á matarlyst og efnaskipti. Mýs sem ekki höfðu þetta hormón blésu út þar sem þær vissu ekki hvenær þær höfðu borðað nægju sína. Ef heilaefnið peptíð-Y vantaði hins vegar einnig í mýsnar urðu þær ekki nærri eins feitar og hinar. Óvíst er hvort hið sama gild- ir um mennina. Samband milli fóstureyðinga og sjálfsvíga Konur sem hafa gengist und- ir fóstureyðingu eru mun lík- legri en aðrar konur til að svipta sig lífi, segir í niðurstöð- um könnunar sem finnskir vís- indamenn gerðu og sagt er frá í Breska læknablaðinu. Finnarnir könnuðu tíðni sjálfsvíga kvenna í allt að eitt ár eftir lok meðgöngu, óháð því hvort konan fæddi bamið, gekkst imdir fóstureyðingu eða missti fóstrið. í ljós kom að konur sem höfðu látið eyða fóstri voru þrisvar sinnum lík- legri til að taka eigið líf en kon- ur almennt og sex sinnum lík- legri en þær sem ólu bam. Vísindamennirnir segja að niðurstöðumar geti orðið mik- ilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.