Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Page 39
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 47 Fréttir Mikill uppgangur hjá Loðskinni hf. á Sauðárkróki: Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst - segir Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri - skinn flutt til vinnslu frá Ástralíu Karl Bjarnason meö hluta af framleiöslu Loöskinns. Skinn eru flutt yfir hálfan hnöttinn, frá Ástrallu, til aö vinna þau á Króknum. DV-myndir ÞÖK DV, Sauðárkróki: „Reksturinn gengur mun betur en áöur. Viö höfum verið að vinna okkur út úr erfiðleikum fyrri ára. Rekstrarumhverfiö hefur gjör- breyst,“ segir Birgir Bjamason, framkvæmdastjóri Loöskinns hf. á Sauðárkróki, sem vinnur skinn af refum og minki í verksmiðju sinni. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1969, hefur allar götur verið rekið undir sömu kennitölu þrátt fyrir að miklir erfiðleikar hafi hrjáð það á árunum fyrir 1993. „Við gáfum okkur það í lok ársins 1993 að það tæki okkur á bilinu 3 til S ár að vinna okkur út úr erfiðleik- unum og mér sýnist það ætla að ganga eftir. Það gerist þrátt fyrir að við höfum misst um þriðjung af hrá- efni okkar innanlands," segir Birgir og vísar til stofnunar sam- bærilegs fyrir- tækis á Akur- eyri. Hann segir að með því að missa hráefni til annarra hafi fótunum verið kippt undan rekstri fyrir- tækisins sem hafi brugðið á það ráð, þrátt fyrir hrakspár, að flytja skinn inn frá útlönd- um. „Við tókum þá ákvörðun að kaupa um Birgir Bjarnason, framkvæmdastjori Loö- skinns, á skrifstofu sinni. Hann segir fyr- irtækiö hafa náö þeim markmiöum sem þaö setti sér áriö 1993. helming af skinnunum frá Ástralíu og flytja til vinnslu hing- að. Það hefur gengið upp og skilað okkur á síðasta ári um 50 prósenta söluaukningu. Ársvinnsla fyrirtækisins samsvarar 144 þúsund fer- metrum af skinnum. Alls starfa hjá fyr- irtækinu milli 60 og 70 manns og framleitt er fyrir markaði í Kóreu, á Italiu og til Danmerkur auk margra fleiri landa. Karl Bjarnason, sölustjóri fyrirtæk- isins, segir að vart hafist undan að framleiða og markaðurinn sé mjög góður. Hann segir sveiflu vera í markaðnum og fyrirtæki þurfi aö aðlaga sig henni. „Það eru hefðbundnar sveiflur á þessum markaði. Lægðin til 1993 stóð þó óvenjulengi. Nú ríkir mikil bjartsýni í greininni en það er þó spuming hvemig á að nýta góðu árin til að styrkja reksturinn þannig að hann verði I stakk búinn að mæta þeim mögra. Reynslan er sú að góðu árin hafa ekki verið nógu mörg til að takist að safna í sarpinn til að mæta erfiðum tím- um,“ segir Karl. -rt mmsiffifflmsmmmm,. Skúlagötu 51 • 105 Reykjavík Sími 551 3743, 551 5833 • Fax 552 6692 í*IŒNWOOD» »r Ávaxta-og % grænmetispressa ^ ▼ * EN WOOD»,* X* Rafmagnshnífur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.